Vísir


Vísir - 02.10.1964, Qupperneq 6

Vísir - 02.10.1964, Qupperneq 6
o CliS V1S IR . Föstudagur 2. október 1964. SálfræðSngur — fr'ramh. aí 9. siðu virðast þau gerast kringum ein- hverja sérstaka persónú eða persónur, og í afar mörgum til- fellum virðist vera um einhvers konar óheilbrigt sálarástand að ræða, bældar tilfinningar eins og t.d. reiði eða hatur, geð- truflanir eða innbyrðis spennu í sambúð heimilfsfólksins. Sum- ar manneskjur, sem ekki geta fengið útrás fyrir tilfinningar sínar á eðlilegan hátt, virðast gera það í staðinn á parasál- fræðilegan hátt, ef svo má að orði komast; hin niðurbælda orka leitar þannig út gegnum annan farveg, án þess þó að fólkinu sé það meðvitað. Einn þáttur rannsóknanna felst ein- mitt i að leggja sálfræðilegar prófanir fyrir viðkomandi aðila, og það hefur iðulega sýnt sig, að sálrænu jafnvægi þeirra hafi verið ábótavant". „TJafið þér rannsakað fyrir- bærin að Saurum?“ „Ne'i, því miður hafði ég ekki aðstöðu til þess,, þó að ég færi þangað, þar eð fyrirbærin gerðust þá ekki lengur. Ég varð að láta mér nægja að tala við heimiiisfólkið og heyra frá- sagnir þess og annarra af at- burðunum. En ég hef gert at- huganir á nokkrum Islenzkum miðlum og vildi gjarnan geta komið aftur hingað seinna til að halda þvf áfram“. „Hafa rannsóknir yðar leitt yður að þeirr'i niðurstöðu, að Ifkur séif fyrir, að maðurinn lifi áfram með fullri vitund eftir líkamsdauðann, eða finnst yður ástseða til að ætla hið gagn- stæða?“ „Ja, ég hef ekki skilyrði til að svara þeirri spurningu af- dráttarlaust. ESP og PK rann- sóknimar miða hvorkj að því marki að sanna né afsanna framhaldslífið, enda væri ekki hægt að kalla þær vfsindalegar, ef svo væri. Áður en við getum farið lengra, verðum við að skilja eðli ESP og PK til fulln- ustu og gera okkur grein fyrir takmörkum þeirra. Á það stig eru rannsóknirnar enn ekki komnar, en ég vona og býst VifS, að sá dagur renni upp fyrr eða síðar, að við vitum raunveru- lega, hversu langt ESP nær og hvar takmörkin Iiggja. Þá fyrst verður hægt að beina athygj- inni að sönnunum fyrir fram- haldslífi eða raunar sjálfstæðu lífi persónuleikans utan lík- amans, hvort sem maðurinn er dáinn eða utan líkamans um stundarsakir. Það er eðlilegt, að fólk þrái að Vita með vissu, hvort lífið haldi áfrám eftir dauða líkamans, en að mínum dóm'i er hyggilegra að fara hægt í sakirnar og mynda ’ sér ekki vanhugsaðar skoðanir af of miklu bráðlæti. Parasálfræðin er ung vísindagrein og enn á frumstigi, en ég hef þá trú, að hún eig'i ’eftir að opna. víðáttu- mikíl þekkíngarsvið í framtíð- inni, ef þess' verðúr vandlega gætt að stunda rannsóknirnar ævinlega með varfærni, dóm- greind og hleypidómalausu hug- arfari". — SSB. Myndsjá ■— Framh. af bls 3. afsala sér og leggja niður kjarnorlcuvopn sín. Sú skoðun er talin mæta tríikilli andúð þjóðhollra Breta. Verkamannaflokkurinn hygg ur að það mál sem verði flokkn um mest til framdráttar sé krafa hans um að braskgróði verðj skattlagður hátt. ■j^Jenn velta því mjög fyrir sér, 4 hvernig þessum kosningum muni Ijúka. Skoðanakannanir eru framkvæmdar og getrauna- starfsemi hefur verið stofnuð, þar sem menn geta veðjað líkt og á fótboltaleiki, hvemig úr- slitin verði. Það er greinilegt að mjög mjótt verður á munun- um. Fyrir nokkmm mánuðum lá Ihaldsflokkurinn svo lágt að menn þóttust sannfærðir um að hann hefði tapað kosningunum. Nú þykjast menn sjá það af skoðanakönnunum að hann sé risinn upp og eigi heldur meira fylgi en Verkamannafiokkurinn. Kannski verður svo mjótt á mununum, að þriðji flokkurinn, hinn Frjáislyndi flokkur fái oddaaðstöðu á þingi. ' Veðuratliugun — Framh at ois 1 stöðum í nágrenni Hveravalla til að mæla regn- og snjómagn. Það verður og hlutverk stöðv- arfnanna að rannsaka sambandið milli hitastigs og bráðnunar á snjó og ýmsar fleiri snjómæling- ar. Vísir innti Hlyn veðurstofu- stjóra eftir því hvort lærðir veð- urfræðingar yrðu sendir til starfa í þessari fyrstu óbyggða- stöð Veðurstofunnar, sem starf- ar allt árið. Hann kvað það ekki nauðsynlegt. Hins vegar væri æskilegt að fá t. d. veðurfræði- nema frá einhverjum háskóla til að veita stöðinni forstöðu, enda tilvalið fyrir veðurfræðing eða veðurfræðinema, sem væri ann- að hvort að skrifa magisters- eða doktorsritgerð. Á Kili væri gott næði til slíkra starfa að vetr inum. Skipsfpur — . vamtl af Ols Ib miklar aflaklær, margir hverjir t.d. Þorsteinn Gíslason, skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni SU, en hann kennir dönsku, reikn- ing, íslenzku og siglingarfrœði. f 2. bekk C og D verða skip stjórar þeir, sem hafa haft rétt indi til að stjóma bátum allt að 120 lestum að stærð, en yfirleitt eru síldarskipin orðin miklu stærri. Hafa margir skipsíjórar því orðið að fá undanþágu til að stýra stærri skipum eða þeir , orðið að afsala sér skipstjórn á þeim. Er því nauðsynlegt fyrir skipstjórana að öðlast réttindi til að stýra stærri bátum og var því komið á fót sérstakri dcild fyrir þá, en námsefnið verður sama og krafizt er fyrir fiski- mannaprófið, en skipting náms efnis nrkkuð önnur. f 2. bekk C verða yngri menn irnir, en í 2. D hinir eldri, harð iaxiar hinir mestu. Bekkjarskrá in lítur þannig út í þeim bekk: Aðalbjörn Haraldsson, stýri- maður á Gullver, Ársæll Eyjólfs son, skipstjóri á Sæúlfi BA, Ásgeir Sölvason, skipstjóri á Ás geiri Torfasyni IS, Benedikt Ágústsson, skipstjóri á Hafrúnu IS, Einar Árnason, skipstjóri á Sigurði AK, Guðbjörn Þor- steinsson, skipstjóri á Árna Magnússyni, Hávarður Olgeirs- son, skipstjóri á Hugrúnu IS, Heigi Aðaigeirsson, skipstjóri á Sigfúsi Bergmann, HÖrður Guð- bjartsson, skipstóri á Guð- bjartj IS. Jóhann Adolf Odd- geirsson, skipstjóri á Oddgciri frá Greniv., Kristb"'.rn Þ. Árnas. skipstióri á Engey RE, Óli Sig- urður Jónsson, skipstjóri á Guð- björgu GK, Páll Gunnarsson, skipstjóri á Jóni Oddssyni GK, Sigurður Sigurðsson, skmstjóri á Náttfara ÞH, Svavar Sigur- iónsSon, skipstjóri á Gylfa II. EA, Valdimar Jónsson, skip- stjóri á Árna Geir KE, Víðir ( Friðgeirsson, skipstjóri á Hadd SU, Þórarinn Ólafsson, skip- stjóri á Þorbirni II. GK. Sjúlsrðshús Framb at bls 16 það kaldhæðnislega staðreynd, að á sama tíma sem neitað hef- : ur verið um 4 millj .kr. framl. til bráðnauðsynlegrar stækkunar á hjúkrunarkvennaskólanum, hef- ur íslenzku þjóðinni verið boðið upp á sjónvarp, sem kostar 180 milljónir króna. Hér væri um óþarfa lúxus að ræða, sem á engan hátt ætti að sitja í fyrir- rúmi fyrir brýnustu lífsþörfum þjóðarinnar. í Hjúkrunarkvennaskólann eru árlega teknir um 40 nemar, en venjulega falla einhverjar úr, svo að ekki útskrifast nema 30- 35 stúlkur á ári. Nokkur afföll verða síðan á þeirri tölu, ýmissa orsaka vegna, sumar sigla, aðrar giftast o. s. frv. Þetta er allt of lág tala miðað við þarfir okkar í dag og það hefði a. m. k. fyrir sjö árum átt að stækka skólann. Þá værum við ekki jafn illa á vegi stödd eins og raun ber vitni, sagði læknirinn. Hann sagði ennfremur að það væri óvenjulegt að hætt væri við skólabyggingu í miðju kafi um jafn langt árabil og hér hefði verið um að ræða. Þessi ráðstöf un væri þeim mun undarlegri, sem stækkun Hjúkrunarkvenna- skólans væri brýnni en flestar eða allar skólabyggingar í land- inu í dag. Það sem gera þarf og ekki má dragast, sagði dr. Friðrik, er að byggja viðbótarálmu þá, sem um langt skeið hefur staðið. til að byggja við Hjúkrunar- kvennaskólann. í þeirri álmu eiga að koma«kennslustofur og þá myndi verða hægt að taka miklu fleiri nema inn í skólann en nú er gert. Um hjúkrunarkvennavandræð in í sjúkrahúsunum í sumar og haust, sagði yfirlæknirinn, að víða yrðu 2 — 3 hjúkrunarkonur að inna af hendi störf, sem 6 hjúkrunarkonum væri annars ætlað að vinna. Þetta fólk verð- ur örþreytt þegar til lengdar læt ur og það er fjarstæða að ætl- ast til að slíkt fái staðizt þegar fram í sækir. Ástandið í sjúkrahúsunum hefði þó orðið enn verra ef gift ar hjúkrunarkonur hefðu ekki hlaupið í skarðið yfir hásumar- ið. Flestar þeirra af mikilli fórn fýsi, því marga.r eiga illa heim- angengt og verða að hlaupa frá börnum sínum og heimilum til að gegna mannúðarstörfum fyr- ir þjóðina. Þessar konur eiga sannarlega þakkir skildar, sagði dr. Friðrik að lokum. Ekki varð séð að þarna hefði öðru verið stolið en tveim pakka- lengjum af Camel-vindlingum. Þjóf urinn hafði raunar Iagt af stað með poka, sem í voru 500 krónur í sk'iptimynd, tekið hann úr benzín- afgreiðslunn; en annað hvort gleymt honum eða skilið eftir í 1 glugga á smurstöðinni. Öllu var í rótað og tætt innanhúss og aðkom I an ljót. Þá var þriðja innbrotið framið 1 í sölutum og biðskýli á mótum i Kleppsvegar og Dalbrautar, ef inn brot skyldi kalla. Komið var að manni, sem var að brjóta rúðu í glugga. Hann var útúr drukkinn | og vissi Iítið hvað hann var að I gera. Tveir menn tóku hann og ! héldu honum unz lögreglan kom 1 á vettvang og flutti hann í fanga- ' geymslu. 1 morgun var hann ryk aður og mundi ekkert af ævintýr- um neeturinnar. Insibrof’ — t-ramh -it bls t skemmdarverkum sínum er marg- falt. Allt var á tjá og tundri þeg ar starfsfólk kom á innbrotsstað- inn í morgun og lögreglan sagði að aökoman hefði verið Ijót. Svipuðu máli var að gegna með hinn innbrotsstaðinn, en það var Benzín- og smurstöð B.P. á Klöpp við Skúlagötu. Þar var brotin rúða síðan sprengd upp hurð á milli smurstöðvarinnar og benzínaf- greiðslunnar, en að því búnu hvert hervirki unnið af öðru á skápum og skúffum, sem allt var sprengt upp og skemmt og eyðilagt. Tjónið af skemmdarverkunum einum er mikið. • Handritin — Framh u ols 1 þingið að afgreiða málið. En eftir að það hefur samþykkt frumvarpið er það aðe’ins fram- kvæmdaratriði og samkomulags atriði, hve langan tíma tekur að undirbúa og framkvæma af- hendingu. — Það er talað um það í dönskum blöðum að það geti tekið tvö eða þrjú ár. Hvað seg- ið þér um það? — Ég hef heldur réiknað með því að það taki mánuði, frem- ur en ár, sagði ráðherrann að lokum. Kaupsýslu- tíðindi Áskriftarsími 17333. SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTCCRÐ RIKISINS M.s. HEKLA fer vestur um land 8. þ.m. Vöru- móttaka árdegis á laugardag og mánudag til Patreksfjarðar, Sveins eyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, Suðureyrar, fsafjarðar, Ak- ureyrar. Húsavíkur og Raufarhafn ar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Laghentir menn Blikksmiðir og aðstoðarmenn óskast nú þegar. BREIÐFJÖRÐS blikksmiðja og tinhúðun, Sigtúni 7. Sími 3500 og 34492. Ibúð óskast Hjón með 3 böm (eru á götunni) óska eftir 2-3 herb. íbúð strax. Reglusemi heitið. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 33736. SENDILL Unglingur óskast til sendistarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Upplýsingar hjá skrifstofu- stjóra, Austurstræti 11, 3. hæð. SEÐLABANKI ÍSLANDS. Laghentir menn Nokkrir laghentir menn á aldrinum 18—25 ára óskast til vinnu nú þegar. Nánari upp- lýsingar gefur Ágúst Guðlaugsson yfirdeild- arstjóri, sími 11000. BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR. Bremsuborðar í rúllum fyrirliggjandi. 13/8”. I 1/2” —13/4” — 2” — 2 1/4” — 2 1/2” X 3/16”. 3” — 3 1/2” — 4” - 5” — X 5/16“ 4” — 5” — X 3/8”. 4” X 7/16” 4” X 1/2” SMYRILL . Laugavegi 170 . Sími 1-22-60

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.