Vísir - 02.10.1964, Page 9

Vísir - 02.10.1964, Page 9
VÍSIR . Föstudagur 2. oktöber 1.964. ■JEMlll ............III II l'll II I 2 DRAUGAGANGUR sða ,tekkíaetísk fyrirbæri'? Samtal við William George Roll parasálfræðing forseta alheimssamtaka parasálfræðinga Á okkar vísindalega þenkj- andi öld er fátt eða ekkert tekið gott og gilt, nema vfs- indin hafi áður lagt blessun sína yfir þao. Til skamms tíma Iétu menn sér nægja að trúa á Guð og vona það bezta, en nú þykir mörgum vissara að bíða átekta, þangað til bú- ið er að sanna tilveru hans með strangvísindalegum að- ferðum. Vísindalegar rann- sóknir ljá hverju viðfangsefni virðuleikablæ, og jafnvel svo óvísindalegur hlutur sem draugagangur vex strax í á- liti, þegar farið er að tala um hann sem „telekínetísk fyrirbæri“ eða „PK“ (psyc- hokinetics). Skyggni, forspár, hugsanaflutningur og þvíum Iíkt er ekki til að fussa að, ef þess er gætt að kalla það hinu nýtízkulegra nafni „ESP“ (extrasensory percept- ion). Um að gera að fylgja' i með tímanum, hvort sem i hlut eiga draugar eða lifandi fólk. Sú vísindagrein, sem einkum fjallar um rannsóknir slíkra fyrirbæra, nefnist „parapsycho- logy“ eða „parasálfræði“ á vafasamri íslenzku (orðið „dularsálfræði“ hefur verið notað, en er heldur óheppilegt, vegna þess að parasálfræðin leggur einmitt höfuðáherzlu á að svipta öllum dularhjúpi af svoköliuðum dulrænum eða yfirnáttúrlegum fyrirbærum). Þessar rannsóknir eru stundað- ar viða um lönd, bæði vestan- tjalds og austan, og alKeims- samtökum parasálfræðinga (Parapsychological Association) tilheyra nú meira enþrjátíuþjóð ir. Núverandi forseti þeirra, William George Roll, er stadd- ur hér um þessar mundir í annarri heimsókn sinni tii Ís- , lands, og fæst við athuganir á íslenzkum miðlum og hérlend- um reimleikafyrirbærum eða öllu heldur ESP og PK, svo að notuð séu nýtfzku hugtökin. ÍSLAND FRJÓSAMUR AKUR. ,,Ég álít ísland sérlega frjó- saman akur í þessum efnum“, segir hann og talar hægt og varlega, eins og honum sé um- hugað um að hlaupa ekki á sig með neinum fljótfæmislegum fullyrðingum. „Hér virðist vera margt til að rannsaka og óvenju mikið til af nákyæmum frá- sögnum um ýmiss konar hreyfi- fyrirbæri og dulræna hæfileika. fólks. Ég myndi segja, að það gæti borið góðan árangur að koma hér á fót parasálfræði- legri rannsóknastofnun, helzt f sambandi við Háskólann, þar sem sérmenntaðir menn ynnu að vísindalegum athugunum á öllum tegundum ESP og PK fyrirbæra“. „Hafið þér rætt þá hugmynd v'ið íslenzka sálfræðinga?“ „Já, og mér fannst þeir taka henni mjög vel. Almenningur hefur lifandi áhuga á svona málum, en það er þýðingarmik- ið, að parasálfræðilegar rann- sóknir séu framkvæmdar með strangvísindalegum aðferðum og hleyp'idómalausu hugarfari. Parasálfræðingurínn þarfaðvera hvort tveggja í senn: djarfur og áræðinn í verkefnavali og jafn- framt gætinn og íhaldssamur i aðferðum. Hann má ekki ganga út frá neinu sem gefnum hlut og ekki láta sínar persónulegu skoðanir hafa áhrif á niður- stöður rgnnsóknanna“. „JTvernig mynduð þér skil- greina parasálfræðina í fáum orðum?“ „Ég býst við, að henni mætti lýsa sem rannsókn á ýmsum mannlegum hæfileikum, sem nútímavlsindunum hefur enn ekki tekizt að skýra eða skik greina á fullnægjandi hátt. Þeir skiptast aðallega í tvo flokka: annars vegar ESP eða skynjun- arhæfileika, sem ekki tak- markast Við hið venjulega svið mannlegra skynfæra, þ.e.a.s. fjarhrif, forspár, skyggni, dul- heyrn, hlutskyggni o.s.frv., og að hinu leytinu PK eða hreyfi- fyrirbæri, sem orsakast af okk- ur ókunnum kröftum". AÐFERÐIRNAR ERU MARGHÁTTAÐAR „Og hvernig fara rannsókn- imar fram?“ „Aðferðirnar eru marghátt- aðar, eft'ir því um hvaða teg- und fyrirbæra er að ræða. Setj- um svo, að ég ætli að athuga ESP hæfileika einhvers tiltek- ins manns. Þá byrja ég ein- faldlega á því að rabþa við hann I góðu tómi og læt það ráðast, hvort nokkuð kemur sjálfkrafa, meðan við erum saman. Ef hann er fús t'il að gera tilraunir með mér og ég tel ástæðu til að halda áfram, er næsta skrefið að taka upp william George Roll (Mynd: I.M.). kerfisbundnar rannsókmr. Við skulum segja, að hlutskyggni sé hans sérstaka svið. Þá út- vega ég t.d. fimm smáhluti, sem umsögn á við hvaða hlut, en geta ver'ið allt mögulegt: bréf, ef maður'inn hefur hlutskyggni- hárlokkar, skartgripir, persónu- hæfileika, kemur venjulega ó- legir munir o.s.frv., og læt þá tvírætt í ljós, að ein umsögn- í fimm nákvæmlega eins kassa, in er rétt í aðalatriðum, þegar þannig að enginn viti, hvað er um tiltekinn hlut er að ræða, í hverjum. Maðurinn lýs'ir því önnur á við annan o.s.frv. Ef sem hann sér eða skynjar eða meirihlutinn reyn'ist réttur, held finnur á sér í sambandi við ég tilraununum áfram og prófa hvern kassa, og ég skrifa það a.m.k. 50 hluti, svo að hægt sé niður. Síðan læt ég vélrita að útiloka þá skýringu, að um fimm eintök af hverri umsögn tilViljun eða ágizkanir hafi og sendi e'itt af hverri til eig- verið að ræða. Þetta er aðeins enda hlutanna. Þeir eru beðnir ein aðferð af mörgum, og síðan að athuga allar umsagnirnar er að vinna úr fengnum upp- og sjá, hver á bezt við þeirra lýsingum, athuga þær staðtölu- eigin hlut. Enginn veit, hvaða lega, gera skýrslur og undirbúa framhaldsrannsóknir". Fyrirbærin að Saurum hafa enn ekki verið upplýst. HREYFIFYRIRBÆRIN ERFIÐARI VIÐFANGS „En hreyfifyrirbæri?" „Þau eru að mörgu leyti erf- iðari viðfangs, en jafnframt mjög forvitnileg til fróðleiks. Vandinn er sá, að þau gerast sjaldan við æskilegustu skilyrði, þ.e. í rannsóknastofunni, held- ur verður maður að athuga þau á heimilum viðkomandi fólks, og oft og einatt hæ'fta þau al- gerlega, þegar til Svendur að hefja rannsóknir á þeim. Bezt er að geta flutt inn á heimilið og dvalizt þar um tíma, því að þá byrja þau ósjaldan á nýjan leik. Og eftir að þau eru aftur komin í gang, er hægt að rann- saka þau með ýmiss konar mælitækjum". „Hvernig tækjum til dæmis?“ „Ja, þau geta verið margvís- leg. Stundum kemur t.d. í ljós, að fyrirbærin gerast að jafnaði i einhverju sérstöku herbergi, en aldrei nema það sé mann- laust. I þvi tilfelli er hægt að innsigla herbergið og sjá, hvort fyrirbærin halda áfram. Oft gerast þau aðallega kringum einhvern ákveðinn hlut, t.d. borð, stól eða skáp, og þá má koma fyrir rofum allt I kringum hlutinn, þannig að þeir setji af stað kvikmyndavélar, ef hann byrjar að hreyfast, gefi Ijós- merki, hringi bjöllu eða þar fram eftir götunum". „JJafið þér sjálfur séð hluti hreyfast á óskýranlegan hátt?“ „Já, nokkrum sinnum“. „Teljið þér llklegt, að ein- hvers konar vitsmunaverur séu valdar að þess háttar fyrirbær- um?“ „Það þori ég ekki að full- yrða neitt um. Ég hef ekki orð- ið var við neins konar skilaboð eða tilraunir 1 þá átt að ná sambandi við heimilisfólk með höggum, sem ættu að tákna eitthvað sérstakt. Ekkert, sem bendir til, að vitsmunaverur hafi staðið á bak við fyrirbær- in“ OFT UM ÓHEILBRIGT SÁLARÁSTAND AÐ RÆÐA „Haldið þér, að mikið sé um svik og pretti, þegar hreyfi- fyrirbæri eru annars vegar?“ „Nei, það held ég, að sé til- tölulega sjaldgæft, þótt alltaf komi sú skýring til greina að órannsökuðu máli. En oftast Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.