Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Þriðjudagur 13. október 1964. Warren-skýrsSsm - tramti bls. 4 unum þar sem þeir skýrðu frá gangi rannsóknarinnar. En í öllu fuminu og fátinu, þá voru upplýsingar þeirra oft ónákvæm ar og kom það af stað hviksög- um og grun um að eitthvað ó- hreint væri I pokahorninu. Fyrst i stað sögðu lögreglumenn, sem ekkert vissu sjálfir um rannsókn málsins, að byssan hefði verið belgisk af tegundinni Mauser og það kom fyrír að lögreglumenn- irnir segðu hluti sem byggðust ekki á neinum staðreyndum, voru aðeins orðrómur. Curry yf irmaður rannsóknarlögreglunnar fylgdist ekki sjálfur vel með yf- irheyrslunum og ýmsar upplýs- ingar hans reyndust ekki réttar. Hlutdrægar yfirlýsingar. Nákvæmustu upplýsingarnar komu að sjálfsögðu frá Fritz varðstjóra, sem stjórnaði yfir- heyrslunum. Hann átti líka fund með fréttamönnum og lýsti þvi þar yfir að svo mörg sönnun- argögn væru nú fundin, að hann væri alveg sannfærður um sekt Oswalds. Orkar það mjög tví- mælis, hvort rannsóknarlög- reglumaður átti að gefa slíka yfirlýsingu um persónulegar skoðanir sfnar, jafnvel þó sönn- unargögnin væru orðin sterk. Því að ætlazt er til að yfirheyr- andi sé hlutlaus. Ýmsar af rang- færslum sem komu fram voru einnig að kenna fréttamönnum, sem heyrðu 'illa það sem sagt var við erfiðar aðstæður í þrengslunum á göngunum. Þrátt fyrir furðulega mikla, já allt of mikla hjálpsemi lög- reglunnar, voru fréttamennirnir margir mjög gramir og re’iðir yfir þvf, að þeim fannst lög- reglan setja of miklar takmark- anir á þá. Sumir fréttamennirn- ir voru svo gramir, að þe'ir komu jafnvel vísvitandi af stað lygasögum um að lögreglan væri að kvelja og pína Oswald inni i skrifstofunni. Hörð gagnrýni á lögreglu og blaðamenn. Allt þetta sér Warren-rann- sóknarnefndin ástæðu t’il að gagnrýna harðlega. Hún telur það hafa verið alvarlega van- rækslu hjá lögreglunni að gera ekki ráðstafanir til að takmarka fjölda þeir--'. fréttamanna, sem mættu vera í byggingunni og hún fer hörðum orðum um það að lögreglumenn skyldu gefa upplýsingar um hlut'i, sem jafn- vel var ekki til næg vitneskja um. En auk þess gagnrýnir hún harðlega fréttamenn, sem sýndu á margan hátt óafsakanlega framkomu og Ieyfðu sér jafn- vel að skálda í eyðurnar, þar sem þá vantaði staðgóðar upp- lýsingar. Allt þetta stuðlaði að því að koma upp alls kyns ósörinum orðrómi um málið, sem síðar reyndist erfitt að þagga niður, enda þótt leiðréttingar væru síð ar birtar os málið skýrt ná- kvæmlega. Nefndin kemst og að þeirri niðurstöðu, að fréttamennirnir e'igi með framkomu sinni nokkra sök á því að lögreglunni tókst ekki að framkvæma þær örygg- isráðstafanir, sem nauðsynlegar voru, en það leiddi síðan til dauða Oswalds. i ©f h íþróffir Framh at bls. 2 í gær setti stjórn bandarísku sveitarinnar á Olympíuleikunum fram kröfu um það að Ilman fengi einnig bronsverðlaun. Ljósmyndir sýna, að þeir Klein og Ilman snertu laugarbarm á nákvæmlega sama augnablikinu. Munurinn er svo lft- ill, að þar er aðeins um að ræða þúsundasta brot úr sekúndu, en [ sundreglum er aðeins rætt um hundraðasta brot úr sekúndu. Miklar umræður fóru fram um þetta í Olympíunefndinni, en það hefur aldrei komið fyrir, að tveim ur verðlaunum af sömu gerð væri útdeilt. Hér var hins vegar um það dæmi að raeða að munurinn var sama og enginn. 1 morgun kvað Olympíunefndin hins vegar upp sinn dóm. Aðeins yrðu veitt ein bronsverðlaun og skyldj Þjóðverjinn hljóta þau. Japani fékk Huli í lyftingum Japanski lyftingamaðurinn Mij- ake sigraði í fjaðurvigt í lyfting- um og setti nýtt heimsmet, er hann lyfti sanrt?l9;f3^5 kg, Þag , hefur í þessgri.. gretn sem nij, épfa eru lyftingar ein af þjóðaríþróttum Japana. Sigur Mijakes fyllti jap- önsku þjóðina mikilli gleðj og stolti. Það vildi svo til, að ein- mitt rétt áður en Mijake lyfti í síðasta sinn hafði Akihito krón- prins Japana gengið í salinn þar sem lyftingar fóru .fram og gat hann fagnað hinum nýja heims- meistara. Þetta varð fyrsti gullpen irigur Japana. I þessari lyftingakeppni náðj 21 þátttakandi jafngóðum eða betri ár angri en gamla olympíumetið. Bandaríkjamaðurinn ísak Bergen varð annar með 382,5 kg. og Pól- verjinn Nowak þriðji með 377 kg. FÉLAGSLÍF Víkingur — Handknattleiksdeild Aðalfundur handknattleiksdeildar- innar verður haldinn [ félagsheim- ilinu 19. okt. kl. 9. Dagskrá: Venju leg aðalfundarstörf — Stjórnin. Æskulýðsvika Á samkomunni f kvöld tala séra Frank M. Halldórsson, Baldvin Steindórsson og Sveinn Guðmunds son. Kvartett syngur. Allir vel- komnir. - KFUM og KFUK ’ö^uðum, — og hvers vegna þarf ij t rt "1a tíma hans og kröftum í þetta? í-aö virðist ekki verða hægt að stjórn.lagalegú frestunar sé gerð að í efstýra því að meirihluti þjóðþings- fcrmlegum skrípaleik. Eri það verð lns telur sig gegn allri heilbrigðri ur meðferð frumvarpsins, þegar jafnvel minnsta breyting eða leið- rétting er útilokuð. Það er jafn- vel þó litið sé framhjá aðalefni málsins um afhendingu, þýðingar- mikið að geta litið gagnrýnandi og nýjum augum á frumvarpið. GRUNDVALLARREGLUR Og grundvallarregla sú, sem þjóð þingið er hér að binda sig við er mjög alvarleg. Sérhver lög hér í landi eru samþykkt með nákvæmu tilliti til þess, hvaða fordæmi þau skapi. Þetta tillit er náttúrulögmál. Og verði þetta frumvarp að Iögum þá opnar það leiðina fyrir kröfur um að skilað verði aftur verðmæt- um, sem menn hafa éígnazt með löglegum hætti og orðið þannig til að leysa upp eignarrétt sem er. löglega staðfestur, þetta getur haft í för með sér þau áhrif sem eru andstæð náttúru og lögum, að slíkar afhendingar skuli fara fram í framtíðinni. Afléiðing gæti orðið að það yrði rúm fyrir af- hendingarkröfur þar sem ríkis- styrktir danskir leiðangrar hafa fært heim í danska ríkið menning- arverðmæti. Sú hugsun er algerlega ósann- gjörn. Jafnvel þjóðþingið getur signt sig sjö s'innum og sagt að þetta skuli aldrei koma fyrir oftar. En hvers vegna reynir hið háa þing þá að fá okkur til að trúa því, að það sé tilneytt að gera skyssuna e'inu sinni til þess að læra af reynslunni og gera þetta aldrei aftur. Því að svo heimskulegar eru staðhæfingar þingmannanna um að handritalögin í sjálfu sér hindri ve$v<?k^V^ ÁRRÁS Á EIGNARRÉTTINN iöæd Fyrir utan þessa illu gruridvallar- reglu um afhendingu eru a. m. k. tveir alvarlegir ágallar í frumvarp inu, sem valda því að, með þvl verður ekki komizt að neinni fulln aðarákvörðun. Þingið getur ráð- slagað og bruðlað með fjársjóði Konunglega bókasafnsins, en áður en það fer að deila út eignum Árna Magnússonar stofnunarinnar, verður eignarréttarsambandið að vera skýrt svo að hugmyndir al- mennings um eignarréttinn ruglist ekki. Og áður en þjóðþingið tekur að sér hlutverk hins örláta gef- anda, ætti það að vita nákvæm- lega. og í smáatriðum hvað það er að gefa frá sér. VERÐUR MÁLSÓKN? Þjóðþingið hyggst samþykkja lög, sem munu hafa þá fyrstu afleið- ingu að málsókn verður hafin til að komast að raun um gildi lag- ; anna og næsta afleiðingin að le'ið- j inlegur og óþægilegur reipdráttur hefst í dansk-íslerizku fjögra manna nefndinni um túlkunina á ákvæðum laganna um það hvaða handrit ísland e'igi að fá. Lögin ákveða síðan að forsætisráðherrann eigi að hafa úrslitavald í þeirri deilu. Hvaða verðleiká hefur hann, — að öðrum hæfile’ikum hans ó- skynsemi bundinn af að afhenda handritin. En þarf röng ákvörðun, sem ætlað var að koma á friði, að stuðla að svo miklum og langvar- andi deilum eins og þetta lagafrum varp gerir? SíídarsaStendur Höfum hafið framleiðslu á nýrri gerð alu- minium-færibanda fyrir síldarsöltun. Færi- böndin eru með áfestum síldarkössum og bjóðum. Einnig framleiðum vér tunnuhringi úr aluminium, sem hafa reynzt mjög vel. Nánari upplýsingar á verkstæði voru. ALUMINIUM- OG BLIKKSMIÐJAN H.F. Súðarvogi 42 . Sími 33566 BLIKKSMIÐSR og menn vanir aluminiumsmíði óskast strax. Ennfremur laghentir aðstoðarmenn. - ALUMINIUM- OG BLIKKSMIÐJAN H.F. Súðarvogi 42 . Sími 33566 ÍBÚÐ ÓSKAST 2—3 herbergja íbúð vantar okkur strax á hita- veitusvæði. Þrennt fullorðið. Sími 17602 og 40084. OVH Útí "it iJÖJÍ .ut'Áv ihlimlKj^ vo •r-vLrtð? p. ■» litlð rn9?í B^ðír«o~.:'n fts; fílSH Sendisveinn óskast frá kl. 9—12. Hátt kaup. MARS TRADING CO. H.F. Klapparstíg 20 . Sími 17373 BÍLSTJÓRI Ungur einhleypur maður, helzt utan af landi, óskast til að keyra góðan bíl og hjálpa til við afgreiðslu og önnur störf. Fæði fylgir. Uppl. í síma 36066 milli kl. 5 og 8. Sendisvein vantar nú þegar hálfan eða allan daginn. ATVINNUMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Arnarhvoli LandsmálaféEagið VORÐU heldur félagsfund í Sjá! /húsinu í kvöld, 13. október kl. 8.30. Umræðuefai: SKATTAR3ÁL Frummælandi: GUNNAR THORODDSEN, fjármáiaráðherra. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.