Vísir - 13.10.1964, Side 15
V1SIR . Þriðjudagur 13. október 1964.
75
NICHOLAS MONSARRATT
Brúðkaupsferðin
SAKAMALASAGA
Þegar ég sá tengdaföður minn
fannst mér nú sannast að segja, að
draumurinn væri búinn, en fjarri er
þð, að ég vilji ekki viðurkenna að
karl hafði sínar góðu hliðar. Hann
hét James Forsyth, og var gamall,
um áttrætt, skapgerðin sterk, og
hann var miklu ráðandi í þorpinu.
Og hann var auðugur, eins og allir
tengdafeður ættu að vera. Og þegar
hann var ungur var hann ein helzta
stjaman f Suður-Afríku knattspyrnu
sambandinu. Hann var seigur, mik
ill fyrir sér og að kalla heyrnarlaus.
En Helenu fannst hann aðdáanleg-
ur.
Þegar hann hafði faðmað hana að
sér sneri hann sér að mér. Hann
greip hönd mfna traustu taki og
skók hana svo hressilega, að mér
gat ekki dul'izt, að hann hafði enn
krafta í kögglum. Og ég óskaði mér
þess, að ég mætti búa yfir slíkum
kröftum, þegar ég næði hans aldri.
— Velkominn á heimili mitt, sagði
hann þrumandi röddu. Og svo benti
hann á Helenu — og svipurinn bar
þess merki, að hann sá ekki sólina
fyrir henni:
— Gerðu hana mjög hamingju-
sama .
Ég fékk þegar, er við neyttum
fyrstu máltfðar, forsmekk af þvf
hve rausnarlega er á borð borið
hjá efnafólki Suður Afríku. Fyrst
var silungur, framborinn með af-
bragðs jafningi, þar næst var borin
inn gríðarstór steik, þá ost-
réttur og svo biksvart kaffi á eftir.
Tengdafaðir minn neytti ekki þess-
ara rétta,—hann borðaði aðeins tvö
linsoðin egg og drakk súrmjólk,
en það var svo sem auðséð, að
hann blóðöfundaði okkur af að geta
neytt þess sem á borð var borið.
Að máltíð lokinni fór Helena upp
að taka upp úr töskunum, en ég
settist úti á stóru ste'intröppunum
og horfði út á Indlandshaf og sá
stjörnurnar kvikna eina af annarri
á dökkbláum himni. Og ég talaði
við gamla James Forsyth, og mér
leið sannast að segja prýðilega.
Kannski var það ekk’i svo vitlaus
hugmynd, að eyða hveitibrauðsdög
unum hjá tengdapabba. Hve London
með þoku sína og leiðinda stjórn-
málaþras virtist vera fjarri.
Að sumu leyti fannst mér eins
og Helenu tengdapabbi nánast að-
dáanlegur. Sumt féll jnér ekki. Það
var nú þetta, að hann heyrði svo
illa, að maður varð að æpa til
þess að hann heyrði það, sem mað
ur sagði, en svo var — ég komst
fljótt að því — að það var eins
og hann fengi heyrnina, ef eitthvað
barst að eyrum hans, sem hann
átti ekki að heyra. Þetta fyrsta
kvöld lét ég að mestu nægja að
UKKNOWN TO TAK7AK1,
THE CÖNSF’IKA.TOKS’
rOWERFUL ELECTKONIC
AONITOK HAS TAPE7
ALL MOMBUZZl'S -
KAPIO COMMUKIICATIONS...
AN7 HEAR7 HIS K6P0KT
TO SENERAL YEATS.
fciuOTT
ÍsiXÍíO
T
A
R
2
A
N
Án þess að Tarzan vissi hafa
samsærismennirnir tekið upp á
rcgulband allar útvarpssendingar
V-Tcbiuczis og heyrt skýrslu hans
hlusta og þrumurödd hans hljómaði
nær hvert andartak. Hann talaði
annars bara um daginn og veginn,
þorpspólitík — hvernig aflaðist,
veðrið. Hann eins og allir við
Plettenburgvík virtist telja, að mér
fannst, alit í himna lagi. Þessar
voru sem sagt hugsanir mínar
fyrsta kvöldið, er við sátum þarna
— þar til að því kom að taka á
sig náðir, þá var engu iíkara en að
bliku væri að draga á loft yfir
þessari paradís á jörðu sem víkin
virtist vera.
— Jæja, jæja, sagði James
Forsyth, sem var mikill maður vexti
og þrekinn. Hann reis á fætur, tók
upp gríðarstórt gullúr, heljar mik-
inn gamaldags hlunk.
— Það er víst kominn tími til
fyrir mig að fara í háttinn.
Svo leit hann á mig, eins og við
værum að skipuleggja samsæri í
sameiningu:
— Þið farið víst seint í háttinn,
þið Helena, geri ég ráð fyrir.
— Néi, sagði ég, ég fyrir mitt
leyti vildi gjarnan fara að hátta.
— Hún er góð stúlka, sagði Jam-
es Forsyth. Það fyrirfinnast ekki
aðrar betri.
Hann gekk til dyra og kallaði:
— Timothy.
Timothy hlaut að hafa verið á
næstu grösum, þvi að það var engu
líkara en að hann hefði sprottið
upp úr jörðinni. Hann lítill og grann
ur, kolsvartur, klæddur hvítum
þjónsbúningi, mjallahvítum, með
glófa og í támjóum glansleðurskóm.
Helena hafði annars sagt mér frá
honum. Hann gat gert allt, sem
gera þurfti — kynnt gesti, ekið bfl,
gætt barna — og hafði verið í þjón-
ustu föður hennar í 35 ár.
— Húsbóndi, sagði Timothy.
— Ertu búinn að læsa?, spurði
James Forsyth hranalega.
— Já, húsbóndi. Allt er f bezta
lagi.
— Þú hefir líka læst bílskúrnum?
— Já, húsbóndi.
— Alit þjónustufólkið heima?
— Já, húsbóndi.
— Settu slána fyrir eldhúsdyrnar.
— Já húsbóndi.
— Gott og vel.
— Reimaðu frá mér skónum.
Mér fannst einkennilegt, að læsa
þurfti öllu, og hafði orð á því.
James Forsyth lagði hönd að
eyra, eins og hann heyrði ekki.
— Hæ, hvað sagðirðu?
— Þurfið þið að læsa öllu — á
þessum friðsæla stað?
— Ég hefi ekki hirt um að læsa,
ekki heldur aðaldyrunum frá 1906,
en ég geri það nú. Það hefir verið
talsvert um rán og gripdeildir f þorp
inu að undanförnu. Menn hafa verið
, SERSO'S A\EK1 WILL EUKY \
MOMBUZZI'S ASENTS, HIKKÓ, K
A WHILE WE HELP ZUP PIS/AANTLE
> HIS RAPIO EQUIPMENT. ALL
EVIPEHCE AGAINST US MUST
SE HIPPEN BEFORE THE J
'lamdir til óbóta. Það hefir aldrei
komið fyrir áður f Plettenburgvfk.
— Og hverjir eru valdir að þessu?
— Innfæddir menn, „skollies“.
Hann notaði suður-afriska orðið
um unga svarta vandræðamenn.
— Það koma engir aðrir til
greina Það er ekki lengra sfðan en
í gærkvöldi að gömlum manni var
greitt höfuðhögg. Hann liggur nú f
sjúkrahúsi f Port Elisabeth með
brotinn skalla. — Og ef hann
deyr er það meira en líkamsmeið-
ing — þá er það morð, sagði James
Forsyth.
Morgunn næsta dags rann upp
heiður og fagur Það leit út fyrir
yndislegt veður allan daginn og
ekkert gat í rauninni verið fjær
manni en að hugsa um rán og morð.
Það er alltaf risið snemma úr
rekkju í Suður-Afríku, og það er
gott og hressandi að koma á fætur
á morgnana á sumrin, loftið svo
hreint og svalandi. Ég horfði út um
gluggann. Sjórinn var ládauður og
úr hundrað reykháfum þorpsins leið
reykur béint í loft upp.
Þegar ég fór á fætur var Helena
enn í fasta svefni. Ég smeygði mér
f slopp og gekk út á' svalirnar, og
þar var þegar kominn tengdafaðir
minn og lét fara vel um sig í hæg
indastól, starði til fjalla og sötraði
kaffi úr kollu, sem áreiðanlega hef
ir tekið hálfpott.
Hann benti á kaffikönnu á borði,
en sagði ekkert, og ekki kom orð
yfir hans varir næsta hálftímann.
Sannasf-'að segja nutúm við báðir
morgunblíðunnar og fegurðarinnar
svo vel, að hvorugur var í skapi til
viðræðna. Það var ekki fyrr en kaff
ið var þrotið, að hann tók til máls:
— Fallegur dagur . . . náunginn,
sem ég minntist á f gær dó f sjúkra
húsinu. Ég hlustaði á frétt um þetta
í útvarpinu. Bíllinn er til reiðu. Þið
ættuð að fara og sjá höfðann —
Robberg.
Og við Helena ókum þangað, en
ekki fyrr en að tveimur stundum
liðnum og allt var töfrandi í þessari
ökuferð út á Robberg. — Mér var
nú sagt að tanginn allur og höfðinn
gengi undir nafninu Robberg, en
hér var næstum um ey að ræða, er
tengd var landi með mjórri spildu
eða granda, svo sem ég áður hefi
um getið. Tanginn mun vera alls
6—7 kílómetra langur. Klettabelti
allbrött voru allt í kringum höfð-
ann en efst uppi var sendin slétta
og var þar meira landrými en mig
hafði grunað. Þarna uxu villtar
orkideur, eins og Helena hafði sagt
mér, og slík gnægð af þeim, að
það vakti furðu mfna, og þarna
voru liljur og blómategundir, sem
virtust spretta upp úr hverri glufu
milli steina. Og það sem allra furðu
Iegast var: Land þetta hafði ein-
hvern tíma verið hulið sjó, þvf að
ef grafið var niður f sandinn fund-
ust skeljar og kuðungar. — Niður
frá hafinu barst til okkar og lét
vel í eyrum og góð angan í lofti. Og
þarna var mergð af ,klettakanínum‘
eða „dassies", sem földu sig bak
við steina eða f sprungum, tóku allt
í einu undir sig sprett, og námu
svo staðar og gláptu á okkur með
speiTt eyru og uppglennt augu.
Við gengum þarna og leiddumst
og Helena sagði:
— Er það ekki dásamlegt?
— Töfrandi, sagði ég — eins og
þú.
Gullhamrana lét hún sem vind
um eyrun þjóta og sagði:
— Við verðum að fara út á sjó
og veiða, á morgun eða hinn dag-
inn, — eða bara hingað út á strönd
ina, af einhverjum klettinum, en
þú verður að gæta þess að detta
ekki f sjóinn.
— Ég er syndur.
— Þú getur ekki synt f sjónum
héma, sagði hún.
Hún benti niður, þar sem sjórinn
var allur í brimlöðri við klettana,
— það er mikið um hákarl í sjón
um hérna, vinur minn, hákarlar af
öllum stærðum. Og þeirra meðal
er tegund risahákarla sem þeir kalla
Öskubusku — en sannast að segja
líta þeir út eins og kafbátsskrokkar.
Þeir hljóta að vega 2000 pund. ösku
buska sést i björtu og syndir þá í
yfirborði sjávar og hún vekur sann
arlega beyg í brjósti.
— Við skulum veiða eina á morg
un.
— Nú skulum við koma, hetjan
mín, og skoða okkur um í þorpinu.
| Mér fannst bæði fróðlegt og
I skemmtilegt að skoða mig um í
þorpinu, því hér var allt öðru vísi
en það, sem ég hafði áður séð
eða vanizt, og þarna var líka ákaf-
lega fagurt, mikil ró yfir öllu, —
að minnsta kosti á yfirborðinu.
Þarna munu búa um 2000 manns,
vafalaust rótgróið fólk, sem undi
þar vel hag sínum, flestir sennilega
litlum efnum búnir en komust sæmi
lega af, og undu vel hag sfnum, og
svo nokkrir tugir efnamanna eins
og gengur. íbúarnir blakkir og hvít
ir — og hinir sfðarnefndu í miklum
minnihluta: Læknar, bankastarfs-
menn, kaupsýslumenn og fleiri. Og
mér var sagt, að ferðamannastraum
ur væri jafn og stöðugur til þessa
friðsæla staðar. Blökkufólkinu
mátti skipta í tvo flokka, þá sem
stunduðu sjóinn, unnu erfiðisvinnu
f land, og slæptust á milli — og
hið blakka þjónustufölk hvftu mann
anna.
ÍWntun ?
^renlsmlftja S> gúmmlst!mplager5
Elnholtl 2 - S!m! 30960
V.V.V.V.V.V.'.VAV.V.1.
5
DÚN- OG í
FIÐURHREINSUN f
Vatnsstíg 3. Sími 18740. \
SÆNGUR "
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu .■
sængurnar, eigum V
dún- og fiðurheld ver. 5
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum Ij
stærðum. *.
.■.■.•.■.■/.v.v.v.v.v.v.v.v
VARALITUR
hinna vandlátu
BÍLAR
Til sölu: Willys jeppi ’55 f
góðu standi. Garant sendibíll
’59, svampsæti fyrir 17 manns,
með nýlegri Hanomag diesel-
vél og gírkassa.
Bflasala MATTHÍASAR,
Höfðatúni 2. Símar 24540 —41
Neodon
Munið Neodon-þéttiefnin. Þau
eru margs konar ti) notkunar
eftir kringumstæðum.
Beton-Glasúr á góif, þök og
veggi. Þolir mikið slit, frost og
hita og ver steypu fyrir vatní
og slaga og þvi að frostið
sprengi pússninguna.
Alla venjulega húsamálningu
höfum við einnig og rúðugler.
NlálnSagarvörursf
Bergstaðustræti 19 . Simi 15166
Hattar - Húfur
Nýkomið mjög mikið
úrval af höttum og ýmis
konar skinnhúfur. Nýj-
asta tízka.
HATTABÚÐIN
HULD
Blómabúbin
til Yeats hershöfðingja. Menn taka f sundur útvarpstækin. All-
Sergos munu grafa sendimenn an vitnisburð gégn okkur verður
Mombuzzis, Nikko, segir Bulvo, að fela áður en fallhlífarliðið
á meðan hjálpum við Zud að kemur. Taktu við Sergo, segir
Bulvo, grafðu djúpa gröf svo að
hundar fallhlífarliðsins þefi þá
ekki uppi.
Hrisateig 1
símar 38420 & 34174