Vísir - 15.10.1964, Side 16

Vísir - 15.10.1964, Side 16
taka utanríkisráðuneytin við Framh á bls 3 Fimmtudagur 15. október 1964. H. R. Hirschfeld. Viðræður utanríkisráðuneytanna um Loftleiðamálið hófust / morgun i gær komu hingað til lands þrir fulltrúar utanríkisráðuneyta Norðurlandanna, Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur. í morg- un klukkan 11 hófust viðræður við þá í ráðherrabústaðnum. Þar er rætt um loftferðasamning oj ferðir Loftleiða til Norðurlanda Fulltrúi íslands i þessum við ræðum er Níels P. Sigurðssoi fulitrúi í utanríkisrúðuneytinu. Erlendu fulltrúarnir eru Pe Lind frá sænska utanríkisráðu neytinu, Erik Trane frá Dan mörku, en þeir komu báðir meí flugvél Flugfélagsins í gær kvöldi. Frá Noregi kom Gunna Rokstad úr norska utanrfkis ráðuneytinu með flugvél Loft- leiða í gær. Fréttamaður frá VIsi var stadd ur á Reykjavikurflugvelli í gær kvöldi, þegar sænski og danski fulltrúinn komu og ræddi stutt lega við sænska fulltrúann, Per — Hver er tilgangurinn með komunni hingað? — Tilgangurinn er að reyna að komast að samkomulagi um loftferðasamning við Island. Þar sem árangur náðist ekki í við- ræðum flugmálastióranna, þá málinu til að reyna að ná ein- hverju samkomulagi. — Það er nú stundum talað um það, að með þessu sé málið orðið pólitískt, Nú vegi pólitísk sjónarmið þyngra en samgöngu málahliðin? Hirschfeld ambassador Þfóðverja á förum Ambassador Vestur-Þjóðverja á íslandi, Hans Richard Hirschfeld, er í þann veginn að láta af störfum hér á landi og er á förum nú f viku- iokin. Hirschfeld hefur verið ambassa- dor á íslandi frá því um miðjan febrúar 1957 og hefur því gegnt ambassadorsstörfum hér á landi lengur heldur en nokkur sendifull- trúi nokkurrar annarrar þjóðar. H. R. Hirschfeld er nú um hálf sjötugur að aldri. Hann stundaði lög og stjórnvfsindi og lauk prófi 1930. Árið 1936 gekk hann i utan- ríkisþjónustu Þjóðverja og hefur verið i henni meira eða minna síð- an, f Bandaríkjunum, Sviss og Belg- íu. Áður en hann kom til ts- lands hafði hann verið aðalræðis- maður Þjóðverja 1 Antwerpen. Þau ár sem Hirschfeld hefur starf að á íslandi hefur hann unnið mik- ið og gifturíkt starf í þágu okkar tslendinga, þannig að fullyrða má, Ráðizt á mann Ráðizt var á mann á götu i Reykjavík f fyrrinótt, hann barinn níður og slasaður. Þetta skeði á mótum Grettisgötu og Frakkastígs nokkru eftir mið- nættið. Sá sem fyrir árásinni varð heitir Elfas S. Sveinbjörnsson til heimilis að Holtsgötu 31. Hann lá á götunni þegar lögregluna bar að, blóðugur í andliti og kvartað'i und- an þrautum f maga. Hann var þeg ar fluttur í Slysavarðstofuna, en blaðinu er ekki kunnugt um hve mikil meiðsli hans eru. Árásarmaðurinn mun vera gam- alþekktur uppivöðsluseggur, sem lögreglan hefur margsinnis haft afskipti af. að öðrum ólöstuðum, að hann hafi gert meira fyrir íslendinga en senni lega nokkur erlendur sendifulltrúi annarrar þjóðar hér á landi. Hann hefur unnið ósleitilega að menn- ingartengslum og viðskiptatengsl- um Vestur-Þýzkalands og íslands og stuðlað manna mest að þvf að útvega islenzku námsfólki og öðr- um styrkveitingar frá heimalandi sfnu. H. R. Hirschfeld er mikill mann- kostamaður og hvers manns hug- Ijúfi, sem áunnið hefur sér traust og vináttu allra, sem honum hafa kynnzt. Hann er llka mikill og ein- lægur Islandsvinur og hann segist fljótlega munu heimsækja vini sfna og kunningja hér á landi að nýju. Hirschfeld mun fara héðan sjó- leiðis n.k. laugardag. Fulltrúar utanrfkisráðuneyta Svíþjóðar og Danmerkur við komuna til Reykjavfkur í gærkvöldi. Til vinstri Per Lind frá Sviþjóð og Erik Trane frá Danmörku. Martin Luther King sæmdur ■ f - ..v. • • ■ • friðarverðlaunum Nobels Nobelsverðlaunanefndin til- kynnti opinberlega f gær að banda rfski blökkumannaleiðtoginn og presturinn Martin Luther King hefði hlotið friðarverðlaun Nobels árið 1964. Hann er heimskunnur maður fyrir baráttu sína til þess að tryggja blökkumönnum í Banda rikjunum fullt jafnrétti á við hvita Martin Luther King er 35 ára að aldri og yngsti maður, sem hlotið hefur friðarverðlaunin, og þriðji blökkumaðurinn, sem hlýtur þau, en hinir eru Ralph Bunce stoðarframkvæmdastjóri Sþ og A1 bert Luthuli, suður-afrfski blökku- mannaleiðtoginn. Þegar nefndin tilkynnti verð- launaveitinguna var King nýlagst- ur f sjúkrahús í Atlanta til 2 daga almennrar læknisskoðunar. Kvaðst hann taka við þeim hrærður og í auðmýkt og mundj verja þeim í þágu mannréttindabaráttunnar. Hann kvað það ómetanlega viður- kenningu á mannréttindastarfinu, að hafa orðið þessa heiðurs aðnjót andi. Eftir konu hans er haft, að þau hafi vitað, að hann hafi verið einn margra, sem stungið hafði verið upp á, en hún kvað mann sinn ekki hafa haft trú á, að verð launin mundu falla honum f skaut. Martin Luther King er fæddur í Atlanta f Georgia-ríki. Háskólanám stundaði hann f Boston og lauk doktorsprófi í guðfræði og hefur starfað sem prestur samtímis því sem hann hefur barizt fyrir rétt- indum blökkumanna. Hann hefur jafnan boðað, að öll vandamál, einnig kynþáttamálin skuli leysa friðsamlega. Hann hefur fordæmt alla valdbeitingu. Fjórtán sinnum hefur hann verið fangelsaður fyrir baráttu sfna. Martin Luther King er heiðurs doktor hins heimskunna Yaie há skóia í Bandaríkjunum og 1960 Guðmundur Steinsson Viðtal við Guðmund Steinsson um hið nýju leikrit huns N. k. miðvikudag frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt fslenzkt leik- rit, sem aldrei hefur verið prent- að. Það er FORSETAEFNIÐ eftir Guðmund Steinsson. Leik- stjóri er Benedikt Árnason. Vfs- ir átti stutt viðtal við höfundinn í morgun og kvað hann leikrit sitt vera ádeila ánútíma kosn- ingabaráttu. Guðmundur Steinsson varðist annars allra frétta ?f leikritinu, sem á auðvitað að vera leyndar- mál þar til á frumsýningunni, sem upphaflega átti að vera i dag. En síðar var ákveðið að æfa ennþá betur fyrir frumsýn inguna svo að allt fari sem allra bezt úr hendi. Höfundur sagði, að leikrit hans væri f 7 atriðum og Þorkell Sigurbjörnsson, tón- skáld, hefði „uppdiktað" leik- hljóðin. Hann kvað Þorkel sjálf- an ekki vilja nefna þessa „tón list“ tónlist. Leiktjöldin gerir Gunnar Bjarnason. Guðmundur sagði, að leikrit hans gerðist á okkar tímum, en væri ekki staðbundið, gæti gerzt víða. Hann kvaðst hafa skrifað annað leikrit, sem héti Fóstur- mold, en ekki Móðir mín í kví, eins og sumir hafa nefnt það eftir einu atriðinu. Þetta leikrit yrði sýnt hjá leikflokknum Grímu í Reykjavík í vetur. 17 leikendur eru í Forsetaefn- inu, sem frumsýnt verður f Þjóð leikhúsinu n.k. miðvikudag og fer Róbert Arnfinnsson með að- alhlutverkið. Rúrik Haraldsson, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Gísli Alfreðsson fara einnig með stór hlutverk. Martin Luther King. var hann valinn „maður ársins“ Bandaríkjunum. Mikill fjöldi heillaskeyta barst þegar f gær til Kings hvaðanæva að úr heiminum og mörg helztu blöð Bandaríkjanna óska honum til hamingju í morgun og telja hann maklegan sæmdarinnar. I NTB-frétt í morgun segir, að skandinavisku blöðin láti í morgun í ljós mikla ánægju yfir, að Martin Luther King hlaut friðarverðlaun Nobels. John Danstrup skrifar um hann I Politiken og ber þá saman Luthuli og King, og ræðir trú þeirra, einlægni og þann kærleik ans innri mátt, sem þeir búi yfir. Hann segir, að í dag sé enginn Framh á bls 3.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.