Vísir - 04.11.1964, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 4. nóvember 1964
<’«i
Harðvítug rimma tókst með þeim Jörgen Jörgensen (til vinstri) og Westergaard-Nielsen (t. h.) um handritamálið. Var jafnvel sagt að legið hafi við slagsmálum á fundinum
Handritafundur danska Stúdentafélagsins:
Vísindamennirnir
og þingmenn á öndverðum meiði
„Það er aldeilis fáheyrt að meirihluti þingsins
vegna flokksagans og gamaldags skandinavisma —
iáti ginna sig til þess ac samþykkja lagafrumvarp,
itumvarp sem þingið veit ekki hvaða afleiðingar
getur haft“.
Þannig komst hið áhrifamikla Hafnarblað Berl-
ingske Tidende að orði í leiðara um handritamálið
á fimmtudaginn var.
Qhætt er að fullyrða að
ekki hefur Danmörk um
annað meira talað alla síðustu
viku en handritin islenzku.
Það byrjaði fyrra sunnudag.
Þá sendi danska sjónvarpið út
þátt um handritin, sem frú
Inger Larsen. ekkja Martin Lars
en hafði gert hér í Reykjavik
og i Höfn. Þar var málið skýrt
á skíran, hlutlægan hátt, bæði
sjónarmiðin. Svo reiðir urðu
andstæðingar handritafrum-
varpsins, að gamalmennið
Bröndum Nielsen prófessor,
liðsoddi andstæðinga handrita-
frumvarpsins Iýsti því yfir að
frú Inger bæri að grafa Iifandi
fyrir að hafa staðið með íslend-
ingum! Sem betur fer er frú
Inger enn á lífi og hin hress-
asta að störfum sinum í danska
sjónvarpinu.
Fyrra þriðjudag, fyrir viku,
var síðan hinn margumtalaði
fundur haldinn i danska stú-
dentafélaginu. Andstæðingar
frumvarpsins höfðu nú blásið
í herlúðra og safnað öllu liði
sínu á fundinn og skyldu há-
skólamenn sýna að handritin
ættu hvergj heima nema á
Danagrund. Danska sjónvarpið
var enn komið á stúfana, þó
ekki frú Inger — og var ákveð
ið að sjónvarpa öllum fundin-
um. Þegar til kastanna kom
reyndist það þó ekki hægt
vegna bess hve umræður stóðu
lengi — langt fram á nótt.
Var útsendingin dæmi um þá
miklu ólgu sem frumvarpið
hefur nú vakið í Danmörku.
Ófriðlegir flokkar.
Stúdentafundar þessa mun
lengi minnzt í sögu félagsins.
Hans hefur þegar verið getið
í fréttum Rfkisútvarpsins og
skal því farið fljótt yfir sögu.
Á fundinum skiptust menn í
tvær andstæðar fylkingar.
í höfuðdráttum voru vísinda
mennirnir í annarri Og lögðust
eindregið gegn afhendingunni.
í hinni fylkingunni voru stjórn
málamennirnir, sem töldu rétt
að endursamþykkja frumvarpið
og láta Islendinga fá handritin,
enda hefðu þeir sjálfir skrifað
þau. Einn íslendingur lét frá
sér heyra á fundi þessum. Var
það ekki yfirmaður Árnasafns,
prófessor Jón Helgason, sem
stöðu sinnar vegna á harla erf-
itt með að fylla flokk opinber-
Iega.
Ræðumaðurinn var Stefán
Karlsson magister, sem starf-
ar í Ámasafni að útgáfu hand-
ritanna, Fnjóskdælingur að upp
runa, sem hlotið hefur mennt-
un sína við Hafnarháskóla.
Mælti hann manna drengilegast
og hrakti ýmis rök dönsku
fræðimannanna.
Samkvæmt frásögn Morgun-
berlings sagði hann m.a. að ein
ungis á íslandi mundi vera
næga sérfræðinga að finna, er
fram liðu stundir, til þess að
kanna handritin og gefa þau
út — og aðeins þar væri áhug-
ann að finna.
Höfuðblað Bröndum Nielsen,
B.T. gat ekki orði um að Stefán
hefði talað á fundinum og er
það til marks um málflutning-
inn. Liðsoddar andstæðinga
frumvarpsins voru sem við
hafði verið búizt Bröndum Niel
sen og formaðurinn fyrir stjóm
Árnasafns prófessor dr. Chr.
Westergaard Nielsen, maður
ýmsum íslendingum kunnur.
Sá síðáfnefndi kvað það fá-
sinnu hina mestu, að á íslandi
væri unnt að gera við handrit-
in jafn vel og í Danmörku. Dró
hann úr pússi sínu pappírshand
rit, sem gert hafði verið við
í Danmörku og annað, sem bætt
hafði verið á íslandi, til þess
að sýna í sjónvarpinu muninn
á þessu tvennu. Lét hann ekki
þar staðar numið heldur sýndi
bókastafla, sem hann sagði að
væri'útgáfur handritanna í Dan
mörku síðan 1941. Sýndi hann
síðan annan minni, sem hann
kvað vera íslenzkar útgáfur
handritanna.
Dauðasyndin!
— Ég skil ekki, sagði prófess-
orinn, að danskur mennta-
málaráðherra, sem á að gæta
danskra hagsmuna, skuli láta
hafa sig til þess að hlíta ráðum
íslenzkra fræðimanna um að
hlusta ekki á raust danskra
fræðimanna í þessu máli.
Var hér um dulbúna árás á
Jörgen Jörgensen að ræða.
— Ég er þeirrar skoðunar að
það væri dauðasyhd að flytja
handritin úr Konunglegu bók-
hlöðunni, bætti hann við, þar
sem rannsóknarskilyrðin eru
betri en nokkurs staðar annars
staðar. fslenzka ríkisstjórnin
hefur tilkynnt að hún sættj sig
við að íslenzku handritin, sem
geymd eru í Noregi verði þar
kyrr, þótt þau séu skrifuð af
fslendingum, Þetta getur maður
kallað norræna samvinnu! Mér
hryllir við hugsuninni um
hvernig samstarfið verður ef af
hendingin verður samþykkt,
sagði hann að lokum.
Bröndum Nielsen kom fram
með sínar fyrri fullyrðingar um
rétt Dana til handritanna, sem
mjög voru á sömu lund og
hann skýrði frá í viðtali sem
fréttastjóri Vísis Þorsteinn
Thorarensen, átti við hann ný-
lega í Kaupmannahöfn. Verður
málflutningur hans því ekki rak
inn frekar.
Dr. Arild Hvidtfeldt, einn af
þeim ræðumönnum, sem talaði
á stúdentafundinum gegn af-
hendingu handritanna. Hann
reyndi að hafa áhrif á flokk
sinn, sósialdemokrata, svo þeir
létu af stuðningi sínum við
rnálið.
Hróp og öskur.
Af hálfu þeirra, sem afhenda
vilja handritin talaði m.a. þing-
maðurinn Wilhelm Dupont (sósi
aldemokrati). Hann sagði að
málið yrði ekki hespað af á
þingi, en réttlætið krefðist þess
að handritin yrðu afhent ís-
Iendingum Ef að velmegun
hefði verið jafn mikil á fslandi
í dag og á 17. öld, þegar Árni
Magnússon gerði erfðaskrá
sína þá kvaðst hann ekki vera
í vafa um að sá góði íslend-
ingur hefði... Hann fékk ekki
lokið setningunnj þvl öskur
heyrðust úr salnum sem kæfðu
orð hans. — Ég held að til-
finningarnar beri vísindamennsk
una ofurliði í þessu máli, hélt
Dupont áfram. Þær upplýsingar
sem fyrir liggja, eru ekkj allar
réttar. Enn var hrópað úr saln
um.
Menn segja að íslendingar
séu ekki færir um að varð-
veita handritin. Fyrir þessu er
enginn fótur.
Jörgen Jörgensen, fyrrverandi
menntamálaráðherra og höfund
ur handritafrumvarpsins talaði
einnig á fundinum. Hann sagði,
að Danir yrðu að varast að
særa tilfinningar íslendinga í
þessu máli. Við verðum að fara
eftir rökum málsins. Eftir að
handritunum hefir verið skilað
er þó ávallt hægt að fá þau
lánuð til Hafnar og áframhald-
andi samvinna í visindarann-
sóknunum getur átt sér stað. ís
land hefur góðar aðstæður til
þess að varðveita handritin. Ef
einhver heldur öðru fram þá
er það móðgandi fyrir íslenzku
þjóðina. (Hróp úr salnum: A-
Ahh ...!) Danmörk tapar engu
við að afhenda handritin en á-
vinningur fslands er mikill. Nú
þegar allir reka kröfupólitík og
enginn vill leggja neitt á sig, þá
vitna ég til bræðraþels og nor-
rænnar samvinnu, lauk Jörgen
Jörgensen máli sínu. í þessu
máli eigum við Ðanir að koma
fram í samræmi við anda
hins nýja tíma.
Margir fleiri ræðumenn töl-
uðu á þessum stúdentafundi,
m.a. ýmsir lögfræðingar sem
einblíndu á bogna lagakróka og
eignarrétt máli sínu til stuðn-
ings. Verður það kanselítal ekki
rakið lengra hér. Lauk fundin-
um í uppnámi og segja dönsku
blöðin að litlu hafi munað að
ekki kæmi til handalögmáls
milli málsaðila! Var einkum
veitzt harðlega að bóndanum
Jörgen Jörgensen, sem talaði í
málinu af miklum ágætum