Vísir


Vísir - 04.11.1964, Qupperneq 8

Vísir - 04.11.1964, Qupperneq 8
V 1 S I R . MiBvikudagur 4. nóvember 1964 8 VJSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sigur Johnsons Það var mikið að gera í Útvegsbankanum á þriðju dag, er opnað var á ný. Veröldin getur á þessum morgni dregið andann léttara. Barry Goldwater hefir beðið hinn mesta ósigur í banda- rísku forsetakosningunum. Þar með hefir stefna ein- angrunar og afturhalds goldið afhroð í Bandaríkjunum. Þau munu eftir sem áður vera forysturíki hins frjálsa heims, sem þjóðir Evrópu munu vel treysta til þess hlutverks. f morgun, þegar þessi orð eru rituð, var búið að telja 70% atkvæðanna. Johnson hafði þá hlotið 62% atkvæða en Goldwater aðeins 38%. Þessi mikli atkvæðamunur nun gefa Johnson byr undir báða vængi í forsetastörf- um næstu fjögur árin. Við þetta bætist að demokratar hafa aukið fylgi sitt verulega í fulltrúadeild þingsins og einnig í senatinu. Hinn aukni þingmeirihluti styrkir íðstöðu hins nýkjörna forseta. Úrslitin þýða það að tefna Bandaríkjanna í utanríkismálum verður í höfuð- ráttum óbreytt. Haldið verður áfram stefnu friðsam- ígrar sambúðar við Sovétríkin og þess enn freistað að ná samningum um bann við kjarnorkusprengjum og viðtæka afvopnun. Á viðskiptasviðinu munu Banda- ríkin halda áfram þeirri nánu samvinnu við Evrópu- bjóðirnar, sem hafin er innan GATT og OECD. í innan- andsmálum mun Johnson nú hafa ólíkt betri aðstöðu il þess að koma fram umbótamálum eins og sjúkra- ;amlögum, sem þingið felldi fyrst fyrir Kennedy og síð- in lyrir Johnson. Hins vegar er ósigur Goldwaters Binnig sigur fyrir frjálslyndari og vitrari republikana. Nú mun flokkurinn snúa baki við öfgastefnu Gold- watersinna. ^igur Roberts Kennedy í New York opnar honum orautina upp í Hvíta húsið er Johnson rennur skeið sitt á enda Enginn veit enn hvort Kennedy tekst að ná því narki, en um hug hans þarf enginn að efast. Ferill hans nefir verið slíkur að hann yrði verðugur arftaki bróður síns, John F. Kennedy, í æðsta embætti landsins. Verkfall prentara [ fyrra gerðu prentarar tvö verkföll. Það síðara stöðv- að’ um langt keið alla jólabókaútgáfu og olli veruleg- um töfum og skakkaföllum í allri bókagerð lands- manna. í gær lauk verkfalli prentara, sem í þetta sinn stóð í tæpan hálfan mánuð. í upphafi verkfalls felldu prentarar tvisvar að ganga að tilboði á þeim grundvelli að laugardagsfrí stéttarinnar væru ekki aukin. í gær samþykktu þeir tilboð sem ekki inniheldur þó nein lukin laugardagsfrí. Ekkert sýnir betur en þessi tíðu verkföll stéttar, sem lengst er komin á vinnufríðinda- orautinni, hver nauðsyn er að gera kjarasamninga við verklýðsfélög til langs tíma. í lög vantar ákvæði sem gera slíka stutta vinnusamninga útlæga úr landinu. ÁTÖK í ÚTVEGSBANKANUM Deilt um útibússtjóra á Akureyri w«flgaafi«aMS i Það ér búlð að slá vinnupöllunum utan af útvegsbankanum og sem sjá má tekur byggingin sig vel út í síðustu viku réði bankaráð Útvegsbankans nýjan útibús- stjóra við útibú bankans á Ak- ureyri. Var Bragi Sigurjónsson ritstjóri Alþýðumannsins ráð- inn. Starfsmannafélag Útvegs- bankans mótmælti ráðningunni á þeim forsendum, að Bragi væri ekki bankamaður. Til þess að árétta mótmælin gerðu starfs menn Útvegsbankans verkfal! sl. mánudag f Reykjavík og í útibúunum úti á landi. Var starf semi Útvegsbankans því lömuð þann dag, utan það, að banka- stjórar sinntu viðtölum. 6 umsækjendur Umsækjendur um starf úti- bússtjóra á Akureyri voru sex, Utan Braga sóttu^þesár um starfið: .Tóhann Jjísla^on lögfræðingur við Útvegsbank- ann í Reykjavik, Ingólfur Örp- ólfsson viðskiptafræðingur f gjaldeyrisdeild bankans, Bergur Sigurbjörnsson viðskiptafræðing ur, starfsmaður bankans í Reykjavík Ármann Jakobs- son útibússtjóri Útvegsbankans á Siglufirði og Loftur Guð- bjartsson fagurfræðingur. Við afgreiðslu málsins í bankaráði Útvegsbankans hlaut Bragi Sigurjónsson 3 at kvæði, Ármann Jakobsson eitt en einn benkaráðsmanna greiddi ekki atkvæði. Var Bragi settur útibússtjóri til 6 mánaða. Starfsmannafélag Útvegsbank ans í Reykjavfk gerði ályktun þar sem mótmælt var ráðningu Braga. Segir í ályktuninni, að Bragi sé ekki bankamaður og því séu bankamenn Útvegsbank ans sniðgengnir. Skaðabótaskylda? Þegar að ljóst var, að starfs menn Útvegsbankans hygðust Bragi Sigurjónsson hinn ný- setti útibússtjóri. Hann hefur verið ritstjóri Alþýðumannsins og umboðsmaður Trygginga- stofnunar rikisins á Akureyri. leggja niður vinnu einn dag til þess að árétta mótmælin, ræddu formaður og varaformaður bankaráðsins svo og banka- stjórar við þá og skýrðu þeim svo frá, að þeir kynnu að verða skaðabótaskyldir ef þeir bökuðu bankanum það tjón að stöðva starfsemi hans ólöglega 1 dag. Þrátt fyrir þessar aðvaranir kom vinnustöðvunin til fram- kvæmda.í Reykjavík mættu að- eins bankastjórarnir til vinnu. öll afgreiðsla var því stöðvuð, en bankastjórar höfðu móttöku fyrir viðskiptavini. Vísir átti í gær við Adolf Björnsson formann Starfsmannafélags Út vegsbankans. Hann sagði, að Starfsmannafélagið hefði fengið fyrirheit um það eitt sinn, að bankamenn skyldu ganga fyrir við ráðningu til allra starfa annarra en bankastjóra. Þeir teldu það fyrirheit rofið við ráðningu útibússtjórans nú. Ad olf kvaðst vilja taka það skýrt fram að Starfsmannafélagið hefði ekkj staðið fyrir vinnu- stöðvuninni á mánudag. Það hefðu starfsmenn bankans sem einstaklingar gert. Hvað gerir bankaráðið? Vísir náði einnig sem snöggv ast tali af Guðmundi 1. Guð- mundssyni formanni bankaráðs Útvegsbankans. Hann kvaðst á- samt varaformanni bankaráðs ins hafa rætt við bankastarfs- mennina um að leggja ekki nið ur vinnu, þar eð ella gætu þeir orðið skaðabótaskyldir. Ekki hefði bankaráðið rætt málið síðan vinnustöðvunin kom til framkvæmda en það yrði gert fljótlega. Þá átti Vísir einnig tal við Braga Sigurjónsson hinn ný- setta útibússtjóa. Hann vildi ekkert segja um málið annað en það, að hann hefði mætt til starfa í bankanum á mánudag þrátt fyrir vinnustöðvunina og sinnt þar störfum eftir beztu getu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.