Vísir - 04.11.1964, Blaðsíða 16
IVflHvikudagur 4. nóve'mber 1964
Bflarnir voru mjög illa famir
Og sjá má.
TVEIR BÍLAR 6ÖKUHJEFIR EFTIR
ARBKSTUR IMORGUN
ina á Grensásnum í morgun.
Áreksturinn varð með þeim
hættj að bfll var að taka fram
úr öðrum en í sama mund kom
bíll á móti og skullu þeir sam
an af heljarafli. Var höggið svo
mikið að annar bflanna, sá sem
var að koma úr bænum snerist
í hálfhring og stefndi f þveröf-
uga átt að árekstrinum loknum.
Hrein mildi var að slys urðu
ekkj á mönnum, en báðir bflam
ir stórskemmdust og var hvor
ugur ökuhæfur á eftir. Varð að
flytja þá báða brott af árekstrar
stað.
é
Sá bfllinn, sem verið var að
aka framúr lenti lítillega utan
í bflunum við áreksturinn, en
skemmdir á honum ekki teljandí
LOFTLEIÐIR vilja leysa
gistíhúsaskortim
Loftleiðir hafa sótt um leyfi til að
mega byggja afgreiðslu og gistihús
á Reykjavfkurflugvelli og hefur
borgarráð samþykkt það.
Vfsir spurði framkvæmdastjóra
Loftleiða Alfreð Elíasson hvað þeir
hefðu f hyggju með þessu, hvort
þetta táknaði það að nú væri stefnt
að því að færa flug félagsins aftur
til Reykjavfkurflugvallar frá Kefla-
vík Hann kvað það ekki vera, það
myndi vera óframkvæmanlegt, að
láta hinar nýju og stóru flugvélar
félageins lenda fullhlaðnar á Reykja
KÓPAVOGUR
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Kópavogs er f kvöld kl. 20,30 f
Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi.
Sverrir Júlfusson og Axel Jóns
son ræða stjórnmálaviðhorfin.
víkurflugvelli, jafnvel þó flugvöllur
inn yrði stækkaður.
Ástæðan fyrir því að Loftleiðir
eru að kanna þetta mál er einfald-
lega sú, að félagið á húsgrunn við
flugvöllinn, sem fyrirhugað var áð-
ur að hin sameiginlega afgreiðslu
bygging yrði reist á, en þær áætlan
ir breyttust sem kunnugt er við
tilkomu stóru flugvélanna. Nú virt-
ist heppilegt að leysa gisthúsvanda-
málið með því að koma þar upp
gistihúsi. Þetta mál væri þó ekki
endanlega afráðið.
Framkvæmdastjórinn gat þess, að
nú eftir um hálfan mánuð myndi
opnuð farþegaafgreiðsla í Lofleiða
húsinu á Rvíkurflugvell’i fyrir þá
farþega, er halda héðan úr bænum
suður til Keflavíkurflugvallar. Yrði
þá hætt að nota afgreiðsluna á
gamla skálanum, sem notuð hefur
verið til þessa.
Banaslys ú Greus-
ásvegi í gær
í gær varð banaslys f umferð
inni I Reykjavfk. Maður á tíræðis-
aldri, Lyder Hoydal Grensásvegi
10 hér f borg varð fyrir bifreið
Prentarar fengu
aukiS vaktaálag
— en ekki meiri laugardngsfrí
Síðdegis f gær var gengið frá
samningum 1 kjaradeilu prentara
og prentsmiðjueigenda, og er
því verkfalli prentara lokið.
Verkfall prentara hófst 22. okt.
og hefur það þvf staðið f ellefu
daga. Prentarar fengu 3,6%
kauphækkun, sem er innan
ramma þeirra samninga sem
gerðir voru á milli ríkisstjórnar-
innar og Alþýðusambandsins sl.
vor, og einnig hækkun á aldurs-
og vaktavinnuflokkum. Þá hækk
ar orlof úr 6 f 7%.
Sl. mánudagskvöld boðaði sátt-
arsemjari deiluaðila á sinn fund
og náðist samkomulag þá um
nóttina, með þeim fyrirvara að
félagsfundir beggja aðila sam-
þykktu það. 1 gær voru haldnir
félagsfundir í báðum félögunum.
Fundur í Hinu ísl. prentarafélagi
hófst kl. 2 e. h. í Iðnó og stóð
hann fram til kl. fimm. Var sam-
komulagið samþykkt með 105
atkvæðum gegn 71. Kl. fjögur
f gær var svo haldinn fundur í
félagi prentsmiðjueigenda og var
þar samkomulagið einnig sam-
þykkt.
Skömmu áður en verkfallið
skall á, höfðu samninganefndir
beggja aðila komið sér saman
um samkomulag, sem síðan var
fellt á félagsfundi hjá prentur-
um, og jafnframt samþykkti
fundurinn að reyna að fá styttan
vinnutíma, með auknum laugar-
dagsfríum en þessi krafa náði
ekki fram að ganga.
og lézt af viddum meiðsla sinna
nokkrum klukkustundum sfðar.
Slysið varð á Grensásvegi móts
við Axminsterverksmiðjuna kl.
langt gengin fjögur f gærdag. Öku
maður bifreiðar var að bakka bfl j
sínum og vissi ekki fyrr en gamli j
maðurinn lá stórslasaður við bíl-;
inn. Ekkj er fullljóst hvor bfl- j
hjólið hafði farið yfir manninn eða i
ekki, en hann var meiddur á mjöðm |
og var óttazt að um mjaðmar-
grindarbrot væri að ræða. Auk þess
var hann með allmikla áverka á
höfði.
Gamli maðurinn, sem var 92
ára að aldri var fluttur í Landa
kotsspítala, en þar lézt hann af
völdum meiðsla sinna um ellefu
leytið í gærkveldi.
Annað umferðarslys varð í
Reykjavfk um eða eftir kl. 8 í
gærkveldi. — Kona, Rósa Guð-
brandsdóttir Háteigsveg 48, varð
fyrir bfl, en þáði ekki boð öku-
mannsins sem valdur var að slys
inu að flytja hana í Slysavarð-
stofuna. Rósa taldi sig ekki meidda
og fór heim til sín. En þegar hún
hafði verið stutta stund heima hjá
sér tók hún að kenna þrauta f höfð
inu og fá uppsölur. Var hún þá
flutt f sjúkrabíl f Slysavarðstof-
una til athugunar.
Þriðja slysið varð í Hampiðj-
unni. Einn starfsmanna fyrirtæk
isins slasaðist á fæti og var jafn
vel óttazt að fóturinn væri brot-
inn. Maður þessi heitir Þórður
Þorsteinsson til heimilis að Grett
isgötu 34.
TÍUINNBROT
UPPL ÝST
Rannsóknarlögreglan hefur upp-
lýst allmargt innbrota, sem framin
hafa verið að undanfömu.
Stærsti fengurinn á einu bretti
var þegar hún upplýsti 10 innbrot,
sem fjórir menn höfðu framið, ým
ist sltt í hvoru lagi eða meira eða
minna saman.
Mest þýfi á einum stað fengu
þjófamir við innbrot f Hljóðfæra-
hús Reykjavlkur og verzlunina
Goðaborg 1 Hafnarstræti 1. Þar
tókst þeim að komast yfir allmikla
fjárhæð, samtals um 24 þús. kr.
Á öðrum stöðum var yfirleitt
meira um skemmdarverk að ræða
heldur en stuld, en samanlagt þýfi
og tjón af innbrotunum er metið
á 56 þús. kr.
Þau innbrot önnur sem viðkom-
andi menn játuðu á sig voru í Hár
greiðslu- og snyrtistofuna Valhöll
á Laugavegi 25, þar sem nokkru af
vamingi var stolið f Tollskýlið,
þar sem ýmiss konar spjöll vora
framin, m.a. skornar upp töskur
og brotnar hurðir, en litlu öða
engu stolið. I skrifstofum Sjúkra-
samlags Reykjavíkur var skemmd
hurð, en engu stolið. í Grænmetis
verzlun landbúnaðarins var brotin
hurð, f verzluninni Kostakjör í
Skipholti vom hurðir brotnar og
í Trésmiðjunni Vfði við Laugaveg
var brotinn gluggi. í Dósaverk-
smiðjunni í Borgartúni var stolið
nokkrum hundruðum króna, í Hafn
arbíói voru mikil spellvirki fram
in og tjón af völdum þeirra metið
á allt að 10 þús. kr. Loks var svo
brotizt inn í henzínstöðina Klöpp
á Skúlagötu og stolið þaðan nokkru
magni af vindlingum.
Afgreiðslustúlkur og
bakarar hafa samið
i fyrrinótt náðist samkomulag á
fundí með sáttasemjara í kjara-
deilu bakarasveina og ASB, Félags
afgreiðslustúlkna f brauða- og
mjólkurbúðum. Ekki höfðu þessir
aðilar boðað verkfall. Er aðeins
eftir að leggja samkomulagið fyrir
fundi til staðfestingar.
Bakarasveinar sömdu við Lands
samband bakarameistara en ASB
samdi við Bakarameistarafélag
Reykjavfkur og Alþýðubrauðgerð-
ina. Þessir tveir aðilar sömdu um
nokkrar kjarabætur innan ramma
júnísamkomulagsins. •— Viðræður
standa nú yfir um kjör trésmiða og
málarasveina.
Útbreiðslustjóri
Reglusamur maður með stúdents, verzlunar-
skóla eða aðra hliðstæða menntun óskast til
starfa sem útbreiðslustjóri við dagblaðið
Vísi nú þegar. Umsóknir, ásamt upplýsing-
um um fyrri störf, skulu sendar framkv.-
stjóra blaðsins. Fyrirspumum ekki svarað
í síma.
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Laugavegi 178