Vísir - 16.11.1964, Qupperneq 9
V í S IR . Mánudagur 16. nóvember 1964
yassw£<3.. i ' i 11 ii i iiihiiiiiiii mm—gwn
9
Fay Werner með nokkrum nemendum sínum. (Mynd BG)
u' króiur Nú, ég er of hávaxm
- 1.70 . of höfuðstór, of stutt
í mittið, refið of langt, öklarnir
ekki nógu sterkir, o.s.frv. Ég
hef séð of margar skólasystur
mínar berjast vonlausri baráttu,
og ég er svo heppin að hafa
áhuga á fleiru innan ballettsins
en dansinum einurn. Mér þykir
mjög gaman að kenna, og mig
dreymir um að fást við kóreó-
grafíu“.
,,Og er sá áhugi nývaknað-
ur?“
„Nei, nei, ég samdi fyrsta
áansinn minn, þegar ég var niu
ára, og þegar ég var fjórtán,
byrjaði ég að taka þátt í keppn-
um um bezt sömdu dansana,
eins og tíðkast víða í Bret-
landi".
íslenzku nemendurnir eru
brennandi af dansgleði
Samtal við Fay Werner, hinn nýja ballettmeistara Þjóðleikhússins
kennslu og kóreógrafíu. Og nú
er ég komin hingað til Islands“.
„IJeldurðu, að þú verðir hér
lengi?“
,,Ja, eins lengi og þeir vilja
hafa m'ig, býgt ég við. Mér
finnst gaman að vinna með ís-
lenzku nemendunum, og ég geri
i
Hún svífur um gólfið á bleik-
um ballettskóm, grannvaxin
stúlka með mislitan klút í
dökku hárinu. Það er Fay
Werner, hinn nýi ballett-
meistari Þjóðleikhússins, að
sýna nemendum sínum ýmiss
konar danshreyfingar. Stund-
um leiðréttir hún, við og við
brosir hún ánægð og kinkar
kolli. Þarna eru sextán stúlk-
ur og einn piltur, öll hvert
öðru áhugasamara á svipinn,
enda er þetta bezti flokkur-
inn. Með þeim æfir ein af
ieikkonum Þjóðleikhússins,
Bryndís Schram, sem auðvit-
að er þaulvön að dansa bali-
ett, þó að hún hafi snúið sér
meira að ieiklistinni í seinni
tíð.
„Tæja, ég er að byrja að átta
•'mig á hlutunum", segir Fay
glaðlega, þegar tímanum er lok-
ið, og fær sér sæti. „Það er rugl
ingslegt fyrst að koma í nýtt
umhverfi og fá nýja nemendur,
en venst ótrúlega fljótt. Verst
þykir mér að kunna ekki is-
lenzku. Ég er i tímum, en ég
er hrædd um, að það verði nokk
uð langt þangað til ég get tal-
að af einhverju gagni. Eldri
nemendurn'ir skilja enskuna
ágætlega, svo að allt gengur
vel í tfmum með þeim. Aftur á
móti túlkar aðstoðarkennarinn
fyrir mig við hina, og það er
skelfing seinlegt, þegar mig
langar að fara út í rækilegar
útskýringar. Ojæja, það ætti að
venja mig af þeim ósið að vera
of málug!"
„TTvernig lízt þér á íslenzku
x nemendurna?"
„Að mörgu leyti varð ég alveg
hissa, þegar ég fór að fylgjast
með þeim. Það er gaman að sjá,
hvað þeir eru brennandi af
dansgleði og áhuga. Þeir hafa
visst frjálsræði í stíl og hreyf-
ingum, sem væri óhugsanlegt
hjá enskum nemendum á sama
stigi. 1 Englandi leggur tækni-
skorturinn miklar hömlur á ball-
ettnemendur, þangað til þeir eru
komnir mjög langt. En hér virð-
ist það ekki tekið jafnhátíðlega.
Að sjálfsögðu stendur ýmislegt
til bóta; meirj 'kvæmni og
sjálfsögun er nauðsynleg, og
þekking á hinum alhliða bak-
grunn'i ballettsins er enn af
skornum skammti, sem eðlilegt
er. Mér þætti æskilegt, að þeim
væri kennt meira um tónlist og
aðrar listgreinar, sögu balletts-
ins, karakterdansa, þjóðdansa,
látbragðsléik o.s.frv. En það er
ekki hægt að gera allt í einu —
þetta er góð byrjun“.
„tTvað eru
lí skóla
margir í bailett-
Þióðléikhússins
núna?“
„110, þar af 15 drengir"
,.Og hafa þeir jafnmikinn
áhuga og stúlkurnar?"
„Ekki síðri. Annars myndu
þeir áreiðanlega ekki koma, þvi
að þe'ir eiga alltaf á hættu
stríðni félaga sinna sem engum
þykir gaman að verða fyrir á
þessum aldri. Ég vona, að þeim
eigi eftir að fjölga mikið í skól-
anum; við höfum alltof fáa
herra eins og er“.
„Hvernig Iíkar þér að fást við
kennslu?"
„Prýðilega. Mér finnst hún
bæði skemmtileg og lærdóms-
rík, og í svona störfum er mað-
ur að læra alla ævina“.
„JJreymdi þig ekki um að
verða fræg ballerína, þegar
þú varst lítil?“
„Jú, mikil ósköp. Mig hefur
alltaf langað til að dansa, frá
því að ég man fyrst eftir, og
aii$ýftaíf kojn -.^kkert ,minna til
greina en aö verða fræg stjarna.
En ég varð skynsamari með
aldrinum og sá þá, hversu of-
boðsleg samkeppnin er í ball-
etthe'iminum og hve örðugt er
að vinna fyrir sér sem ballett-
dansmær. Til að komast inn í
flokka vá borð við Konunglega
brezka ballettinn og Festival
ballettinn verður maður að hafa
algerlega fullkominn líkamsvöxt
og hárrétt hlutföll, að ekki sé
minnzt á tæknilegar og listræn-
„Vannstu kannske verðlaun?“
„Já, ég held, að ég hafi alltaf
unnið. Það hleypti í mig kjarki,
og síðar þjálfaði ég mig sér-
staklega í þessum tveimur grein
um: kennslu og kóreógrafíu.
Eftir að ég var útskrifuð úr
ballettskólanum, fór ég til Ir-
lands og starfaði þar með Þjóð-
lega írska ballettinum, dansaði
á sýningum og aðstoðaði ball-
ettmeistarann við kpnnslu, ,Þyj
m'iður varð flokkurinn gjáld-
þrota, svo að þeir neyddust til
að leggja hann niður. Það
fannst mér mikil synd“.
„Fórstu þá aftur til Eng-
lands?“
„Já, þá fór ég til London og
vann þar við sjónvarp og kvik-
myndir. Þar kom margt til
gre'ina — ballett, látbragðsleik-
ur, söguiegir dansar, leiklist o.fl.
Síðan var ég i Bandaríkjunum
tvö sumur og fékkst þar við
mér vonir um að starfa hér
einnig sem kóreógraf. Það er
ekki nóg að læra sporin, maður
þarf að venjast því að koma
fram og dansa fyrir áhorfendur,
og hér væri tilval'ið að notá
litla sviðið í Lindarbæ fyrir
sameinaðar leiklistar- iOg ball-
ettsýningar, hafa t.d. stuttan
e'inþáttung og ballett á eftir eða
öfugt“.
„TTver eru helztu áhugamál
þín fyrir utan ballettinn?"
„Ó, mér finnst gaman að ótal-
mörgu. Ég hlakka til að skoða
Iandið, og sérstaklega er ég
mikið fyrir útreiðar, þó að það
sé óballettleg skemmtun. Ég
hef á tilfinningunni, að mér e'igi
eftir að líða mjög vel hérna, og
ef maður er svo lánsamur að
eignast góða vini, getur maður
verið hamingjusamur hvar sem
er í heim'inum“.
— SSB
hip*:naríki og helvíti
JTvers vegna hafa menn flutt
um þúsundir ára þessa
kenningu um himnaríki og hel-
vfti? Var þetta eintómur skáld-
skapur hrekkvísra manna, til
þess ýmist að g'inna eða hrella
fávísar sálir? Ónei, vissulega
ekki. Annað lá þar til grundvall
ar. Snemma á þroskaskeiði
mannsins skynjaðj hann, annað
hvort ósjálfrátt eða sjálfrátt, að
í raun og veru hefur mannkyn
aldre’i átt um að velja nema
tvær leiðir: veg farsældar eða
glötunar. Þetta var túlkað hin-
um sterku orðum: himnaríki og
hel-víti.
I kvæði eftir skáidið Hetne,
þar sem alvara er sögð í gamni,
hefur hinn snjalli Ijóðaþýðari,
Magnús Ásgelrsson, þýtt eitt
stefið á þessa Ieið:
Nú er héimur heillasnauður,
hvers kyns eymd og plága skæð.
Á efsta lofti er drottinn
dauður
og djöfullinn á neðstu hæð.
Um alilangt ske'” hefur mönn
um V—17 boðuð óspart þessi lífs
skoðun: Enginn Guð f himnun-
um, enginn himnadrottinn þar,
ekkert að tilbiðja og tigna, og i
undirdjúpunum ekkert að óttast,
enginn „glóðaflagða-gramur“
þar með horn og klaufir til að
kynda glötuðum sálum kvala-
bál. Báðir búnir að vera: ljóss-
insfaðir og m ^r’höfðinginn.
Ónei, góðir hálsar, svo einfalt'
er málið ekki. Það er aðeins
ekki ein djúpt á hel-vítinu nú
eins og áður var í trúarvitund
manna, því að það hefur flutzt
upp á yfirborð jarðar. Staðreynd
irnar, sem bæði orðin, himna-
ríki og hel-víti tákna, eru enn
óumflýjanlegur vcruleiki. Enn
er til sæla og kvöl, enn er ti!
spillt líf og heilbrigt líf, enn er
til farsæld 'g ófarsæld, enn er
til dáðríkt og fagurt mannlíf og
einnig hryllilega spillt glæpa-
mannslíf, sæluríkt lff og kvala-
líf.
Framh á bls 10