Vísir - 17.11.1964, Page 2

Vísir - 17.11.1964, Page 2
7 V í SIR . Þriðjudagur 17. nóvember 1964 KOMIN í BÓKABIÍÐIR Þetta er sjálfsævisaga Heinz Knoke, eins fremsta orustuflugmanns Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lýsir hinum æsi- ■■■ ■ spennandi loftorustum af svo mikilli snilli, að ' atburðirnár eru Ijós.lifanði ^fyfir aii|upi les- andans og frásögniri heldur höríum förignum frá byrjun. Hann háði meira en 2000 viðureignir og skaut niður fimmtíu og tvo andstæðinga. Bókaútgáfan FÍFILL Opíð til II. 22X3 alla daga KRÓNAN . Mávahlíð 25 . Sími 10733 Bamakjólar með ermum, bláir og rauðir. Verð aðeins kr. 165.00. Barnaskjort, hvít, gul og blá Verð frá kr. 95.00. með fafriaðinn á fjöískylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megín - Sími 24975 VALSLIÐIÐ — vinnur það Danmerkurmeistara í kvöld? — Það er alis ekki útilokað að svo verði. Dönsku meistaramir I hand- knattleik, AJAX, leika í kvöld á Hálogalandi við gestgjafa sína, Vai. AJAX gekk ekki vel í viðureigninni við íslandsmeist- arana Fram, en undirritaður vill spá spennandi keppni í kvöld, jafnvel þótt hér séu að leik Danmerkurmeistarar og lið úr 2. deild á íslandi. Kemur það til af því að er- lendu liði hefur aldrei gengið vel í fyrsta leik sínum á Há- logalandi. Er það raunar auð- skilið þvi völlurlnn er helmingi minni en alls staðar er notaður og mjög erfitt er að átta sig á aðstæðunum fyrr en eftir einn til tvo Ieiki. Valsliðið er hins vegar mjög gott lið þótt það leiki enn ekki f 1. deild og er raunar erfiður biti fyrlr mörg 1. deildarliðin. Leikurinn f kvöld hefst kl. 20.15 og er ráðlegt fyrlr fólk að tryggja sér miða f tfma, enda má búast við mikilli aðsókn f kvöld, en áhorfendastæðin f Hálogalandi eru eins og salur- inn sjálfur, — sorglega Iftil, og rúma með góðu móti aðeins um 700 manns. - SEGIR LISTON Það varð ekkert af hinu mikla einvígi þeirra Listons og Clay í nótt. Milljónir áhuga- manna um aiian heim urðu fyrir miklum vonbrigðum, en auðvitað var ekkert hægt að gera f málinu, — Cassius Clay eða Mohammed Ali var veikur á sjúkrahúsi og læknar urðu að beita busa sínum á stæltan kvið hans. „Þetta hefði getað verið verra“, sagði andstæðingur þessa fræga sjúklings, „það Í;ef3i getað verið ég sjálfur", bætti hann við, þegar hann frétti af erkióvini sínum á leið í sjúkrahús fárveikum. Clay, sem var fluttur á sjúkrahús í Boston var sagður við beztu heilsu á sunnudaginn og læknir hans sagði að upp- skurðurinn við kviðslitinu væri mjög vel heppnaður . Talið er að Clay verði ekki fær um að hefja æfingar fyrr en í fyrsta lagi eftir 4 mánuði og megi alls ekki fara að keppa fyrr en eftir G mánuði. Clay var að horfa á sjónvarp á hóteli sínu, þegar hann varð skyndi- lega veikur. Myndin sem hann horfði á: „Cæsar litli“. Framkvæmdastjórar keppn- innar eru um þessar mundir við mun lakari heilsu en Clay. Þeir sjá fram á mikið tap. Tapið í Boston Gardens, þar sem keppn in átti að fara fram er talið rúmar 2 millj. króna, sem eru hreinir smámunir miðað við það sem Sportvision Incorpora- ted tapar, — ekki undir 90 milljónum fsl. króna. Síðasta athugasemd frá List- on um þennan atburð var: „Hefði Clay ekki hlaupið um götumar eins og krakkabjálfi, hefði þetta ekki komið fyrir“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.