Vísir - 20.11.1964, Blaðsíða 5
VI SIR . Föstudagur 20. nóvember 1964
5
útlönd í morgun
utlönd í rnorgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
Samkoaulag / morgun á
ráiherrufundi EFTA -landa
Gordon Walker
Á ráðherrafundi Fríverzlun-
arbandalagsins (EFTA), sem
haldinn er í Genf, náðist sam-
komulag í morgun, en fundur-
inn hafði staðið alla nóttina.
Ekki var þá kunnugt nánar
um samkomulagið og beðið nán
ari frétta. Fundurinn var hald-
inn fyrir luktum dyrum.
í gærkvöldi fréttist, að 15%
innflutningstollahækkunin í Bret
landi, hefði sætt harðri gagn-
rýni á fundinum f gær, og hver
ræðumaðurinn af öðrum talið
brotið í bág við tilganginn með
EFTA og reglur þess, með því
að stofna til hennar. í>á var það
harðlega gagnrýnt að gripið var
til þessara ráðstafana án þess
að ræða um það við önnur að-
aðildarríki í bandalaginu. Loks
Lokusókn hufín
til Stunleyville
Stjömarherinn í Kongo, sem tók
Kindu herskildi á dögunum, hefir
nú hafið sókn til Stanleyville —
seinasta stórvirkis uppreistarmanna
Fréttir bárust um það í gærkvöld
til Leopoldville, að stjórnarher-
sveitirnar hefðu þegar sótt fram
um 100 km. og samtímis að
Tsjombe forsætisráðherra hefði á
nýjan leik skorað á uppreistar-
menn að jefast upp og hefja sam-
starf við sambandsstjórnina.
Kemur mjög fram í fréttum, að
þeir muni ætla að nota sér að þeir
hafa hundruð hvítra manna á
valdi sínu, og eru flestir belgiskir,
en margir bandariskir, og hafa
uppreistarmenn allmarga í hald'i
sem gisla.
Einn hinná bandarísku manna í
haldi hjá þeim er trúboðslæknirinn
Carlson, sem nýlega var dæmdur
til lífláts af herrétti í Stanleyville.
Héldu uppreisnarmenn því fram,
að hann væri ofursti í Bandaríkja-
hernum, en því var neitað í Wash-
ington. Aftaka Carlson hefur verið
ákveðin n.k. mánudag, en viðræð-
var rætt um það sem áfall og
hnekki fyrir öll hin aðildarríkin
en torveldaður var með þessu
aðgangur þeirra að stærsta
markaðinum f bandalaginu.
Þeir Gordon Walker utanríkis
ráðherra Bretlands og Jay verzl-
unarmálaráðherra, héldu uppi
vömum og sögðu brýna nauð
syn hafa borið til hækkunarinn
ar til þess - að draga úr óhag-
stæðum greiðslujöfnuði og
treysta gengi sterlingspundsins,
en traust gengi þess myndi
er til lengdar léti, gagna öllum
aðildarríkjunum.
Þeir sögðu ekki unnt að fella
niður þegar 15% innflutnings-
tollaaukninguna, en lofuðu að
málið yrði tekið fyrir undir
næsta vor, en þvf hafði raunar
Callaghan lofað í fjárlagaræðu
sinni á dögunum.
ur hafa farið fram milli banda-
ríska ræðismannsins í Stanleyville
og Gbeny, aðalleiðtoga uppreisn-
armanna þar, um örlög hans, og
það seinasta, sem gerzt hefur í
málinu er, að Bandaríkjastjórn hef
ir beðið Gbeny að nefna fundar-
stað og stund.
Margrét Danaprinsessa
Margrét prinsessa, ríkisarfi Danmerkur, er urn þessar mundir í heiin
sókn í Londón. Myndin er tekin af henni, er hún var nýbúin að síma
til konungshallarinnar í Kaupmannah., til þess að segja frá óhappi, sem
hún varð fyrir, er hún var gestur Northampton lávarðs og lady Nort-
hampton, f Castle Ashby House, sem reist var á 16. öld, en kastalinn
stendur í þorpi, sem um 100 manns búa í. Þjófar brutust inn í svefn-
herbergi hennar þar um seinustu helgi — meðan hún og aðrir gestir
skemmtu sér við dans og fleira niðri. Stálu þjófarnir skartgripum
prinsessunnar um 10.000 stpd, virði.
Fundir voru í báðum deildum
og sameinuðu þingi í gær.
1 sameinuðu þingi fóru fram at
kvæðagreiðslur um nefndir. f efri
deild var eitt mál á dagskrá, um
bann við tóbaksauglýsingum, sem
Magnús Jónsson flytur.
I neðri deild voru 3 mál á dag-
skrá, innlent lán, sem var tekið til
2. og 3 umr. og afgreitt sem Iög
frá Alþingi. Þá kom frá nefnd
frv. uni verðtryggingu launa og
Lúðvík Jósefsson mælti fyrir frv.
sem hann flytur um ásamt fleirum
um endurálagningu skatta og út-
svara á einstaklinga á síðasta ári.
Bann við tóbaksaugiýsingum.
Magnús Jónsson mælti í efri
deild fyrir frv. um breytingu á iög
um um einkas. ríkisins á tób. Er
gert ráð fyrir að
við 2. grein lag-
anna bætist
ml.gr. á þá leið
að tóbaksaug
lýsingar hvers
konar séu bann
aðar. í greinar
gerð frv. segir,
að lengi hafi ver
Skuldabréfalánið afgreitt
ið í gildi bann við að auglýsa á-
fengi, þar eð almennt hefur verið
viðurkennt, að þjóðfélagsleg nauð
syn væri að sporna gegn áfengis
nautn. Nú þykir óvefengjanlega
sannað af vísindamönnum, að
tóbak hafi að miklum mun skað
legri áhrif en áður hefur verið
talið og eigi m. a. ríkan þátt í
myndun krabbameins, eins hins
geigvænlegasta sjúkdóms, er nú
herjar þjóðina, svo sem flestar aðr
ar þjóðir. Víða hafa veruleg átök
verið gerð í því skyni að vinna
gegn tóbaksnautn, fyrst og fremst
vindlingareykingum, er taldar eru
skaðvænlegasta' tóbaksnotkunin.
Hér á Iandi hefur sala vindlinga
minnkað verulega, en nú þykir
sækja í hið fyrra horf. Augljóst
er, að íhuga þarf af fullri alvöru
tiltækileg úrræði til þess að hefja
nýja baráttu gegn reykingum,
ekki sízt meðal unglinga. Er þess
að vænta. að fræðsluyfirvöld beiti
sem verða má áróðri í skólum í
þessum tilgangi og heilbrigðisyfir
völd athugi aðrar leið-
ir er til greina geti komið. Þessu
frumvarpi er eingöngu ætlað að
stemma stigu við auglýsingum
tóbaksvara. Getur naumast valdið
ágreiningi, að sú ráðstöfun sé sjálf
sögð Sagði flm. frv. þetta vera
einfalt í sniðum óg ekki þurfa
skýringa við. Það væri vísindalega
sannað, að viss tegund tóbaks get
ur valdið alvarlegum meinsemd-
um Ástæðan fyrir flutningi þessa
fr\>. væri fyrst og fremst sú, að
eftir að dró úr sígarettusölu hafa
sígarettuframleiðendur hugsað sér
til hreyfings og hér á landi væri
farið að auglýsa tóbak í kvik
myijdahúsum. En þessa auglýs-
ingaherferð ætti að kæfa ( tæka
tíð eða þegar í byrjun og þess
vegna væri frv. flutt. Síðan var
frv. vísað til 2. umr. og allsherj
arnefndar.
Innlent lán
Frumvarp rlkisstjornarinnar um
útgáfu vísitölutryggðra skulda
bréfa var tekið til 2. og 3. umr, í
neðri deild og j
afgreitt sem lög k
frá Alþingi. — V
Davíð Ólafsson f
hafð; framsögu ' Jfk
fyrir meirihl. ..........
fjárhagsn. /. f§
sem mælti með !
samþykkt frv.
með smávægi
legri breytingu.
Minnihlutinn, Lúðvík Jósefsson,
skilaði séráliti og tók upp tillögur
Björns Jónssonar frá umræðum í
efri deild, að vextir yrðu aðeins
4 — 5%, og fé því, sem aflast á
þennan hátt skuli varið samkv.
nánari ákvörðun Alþingis. Fjár-
rnálaráðherra, Gunnar Thorodd
sen svaraði þessu nokkrum orð-
um. Sagði hann, að nokkurs mis
skilnings gætti hjá síðasta ræðu-
manni um það
atriði að verið
væri að draga
íjáveitingavald
ið úr höndum A1
þingis.
Allar þær
framkvæmdir,
sem ríkisstjórn-
in hyggst verja
fénu til, hafa áður verið heimil
aðar af Alþingi og það hefur áður
falið ríkisstjórninni að útvega V
í þessu skyni og þess vegna hlýtui
það að teljast óþarfi að fá nýja
heimild.
Þá voru breytingatillögur Lúð
víks felldar og frv. vísað til 3
umræðu, sem hófst strax á eftn
Bar Einar Ágústsson þá fram
breytingartillögu á þá leið, að
skuldabréf þessi
skuli skráð á
nafn eigenda.
Sagði þetta auð
velda störf skatt
stjóra. En breyt.
til þessi var einn
ig felld og frv.
síðan afgreitt
sem lög frá Al-
í stuttu máli
Davíð Ólafsson mælti fyrir
nefndaráliti á stjórnarfrv. um
verötryggingu launa.
Lúðvík Jósefsson mælti fyrir
frv. um endurálagningu útsvars
og tekjuskatts einstaklinga árið
1964.