Vísir - 20.11.1964, Blaðsíða 6
6
V í SIR . Föstudagur 20. nóvember 1964
Á helgislóðum —
Framn ai ois 1
fannst.ven á hann var letrað
Pontius Pilatus. Steinninn er
ilia farinn, en þó má lesa nafn-
ið. Þetta er sagt að sé legsteinn
Pontiusar Pilatusar, en þetta er
í fyrsta sinn, sem nafn hans
finnst skráð utan í Nýja testa-
mentinu. Þannig hafa þessar
rannsóknir, eins og margar fleiri
sýnt fram á sannleiksgildi Testa
mentanna.
í GALILEU.
Forsœtisráðherrahjónin komu
elnnig 1 Beerseba, þar sem
sagt er, að Abraham hafi búið
með sonum sínum, og til Dauða
hafsins, þar sem fjallshltðarnar
eru úr salti. Þar má sjá hina
frœgu saltstólpa f grennd við þar
sem áður var borgin Sódóma.
T andslagi á þessum slóðum
svipar til Sveifluháls við Krýsu.
vfk, og á ððrum stað við vatnið
svipar þvf til landslagsins f Hval
firði.
1 þessu landi er atlt annað
hvort yngra en 25 ára eða eldra
en 2000 ára. Það er urmull af
sögustöðum þarna, en flestir
minna þeir á Gamla testamentið.;
Þar við bsetist, að Israel nútím-
ans tekur ekki yfir nema hluta
af Gyðingalandi gamla tfmans.
Fjöidi sögustaða er utan vand-
lega varinna landamœranna.
Betlehem er ekki f ísrael og held
ur ekki gamla Jerúsalem. Urðu
forsætlsráðherrahjðnln að láta
sér nægja að horfa á þessar
borgir úr fjariœgð. í nýju Jerú-
salem eru fáir helgistaðir, en
þó var þeim sýndur staðuriinn,
þar sem sfðasta kvöldmáltíðin
átti að hafa verið snædd.
1 Galileu eru flestir sögustað-
imir í ísraei. Þar komu forsætis
ráðherrahjónin til Nazaret, sem
stendur á tveimur fjöllum og í
dalverpinu á milli þeirra. Þar
var þeim sýndur staðurinn, sem
sagður er hafa verið heimili fjöl
skyldu Jesú, en það er neðan-
jarðarhellir. Yfir hellinum hef
ur verið reist kirkja, og ráðgert
er að byggja þar aðra stærri.
Kaþólskir menn hafa mikla helgi
á þessum helii og kom páfinn
þangað f fyrra. Það hefur djúp
áhrif á kristna menn að koma til
Nazaret og sjá þar svipuð um-
merki og voru á dögum Krists.
A OLÍUFJALLINU.
Þá komu forsætisráðherrahjón
in tii Genesaretvatns og borgar
innar Tfberias ,sem er þar v'ið.
Þar sjást rústir ævaforns sam-
komuhúss Gyðinga, sem Jesús
kom að sögn f. Þar við hliðina
er sagt, að móðir Sfmonar Pét-
urs hafi búið. A þessum slóðum
er taiið að Jesús hafi fyrst kynnt
boðskap sinn og gert ýmis
kraftaverk. Þarna kvaddi hann
fyrstu postulana til liðs við sig
og á vatninu gekk hann og lægði
öldurnar.
Rétt við vatnið er staðurinn.
SKRIFSTOFUR
vorar verða lokaðar laugardaginn 21. þ. m.
vegna flutnings að Ármúla 3.
Skrifstofurnar verða opnaðar í nýja húsnæð-
inu mánudaginn 23. nóvember.
S. t S. Véladeild,
Ármúla 3, sími 38900.
DÚNA 1
DÚNA 1 er nýtt glæsilegt sófasett framleitt
eftir ströngustu kröfum tímans um gæði
útlit og endingu.
DÚNA 1 fæst með mismunandi áklæði eftir
vali kaupenda.
DÚNA 1 er ódýrt sófasett.
DÚNA I fæst með afborgunum.
DÚNA 1 fæst í Hnotunni. Þórsgötu 1.
Ath.: Verzlunin er opin til kl. 22 á föstu-
dögum.
HUOTAN
húsgagnaverzlun. Þórsgötu 1. Sími 20820.
! Skrifstofuhúsnæði
| góðum stáð f bænum neniugt fynr skrifstofur eða smá
fðnað er tii leigu nú þegar. Tiiboð merkt, — Hagkvæmt
105 sendist afgr. Vfsis sem fyrst.
Opið til kl. 22
á föstudögum og til kl. 4 á laugardögum.
Klæðaverzlunin, Klapparstíg 40.
STÚLKUR ÓSKAST
Vanar saumastúlkur óskast strax. Nærfatagerðin Harpa, Laugav. 89
III - Sfmi 16590.
þar sem sagan segir, að Jesús j
hafi mettað mörg þúsund manns j
á örfáum fiskum og brauðhleif-1
um Þar hafa verið grafnar upp j
rústir tveggja kirkna og kom
f ljós, að gólf annarrar þeirra ;
var prýtt mosaikmyndum af!
nokkrum brauðhleifum og fisk- i
um Sýnir þetta helgina, sem
hefur færzt yfir þennan stað. I
Það var í ljósaskiptunum,
þegar forsætisráðherrahjónin
komu að þeirri hlfð við Genesa-
retvatn, þar sem Fjallræðan á
að hafa verið haldin. Þessi hlíð
var iðjagræn í þurrkunum vegna
áveitu, og var það tilkomumikil
sjón af vatnsbakkanum. Forsæt
isráðherra óskaði eftir að fara
upp hæðina, þótt það væri krók
ur á leiðinni. Slíkur staður hlýt-
ur að hafa áhrif á lærða sem
leikmenn. Þótt menn geti efazt
um kraftaverk, þá er Fjallræð-
an staðreynd, þessi fegursta og
háleitasta ræða sögunnar. Þarna
hefur verið reist lítil en stílhrein
kapella.
Israelsmenn töluðu ætíð með
virðingu um helgidóma kristinna
manna, þótt þeir telji ekki Nýja
testamentið með biblíunni og
telji Jesú sértrúarmann.
Forsætisráðherra drap einnig
á ýmis önnur atriði í sambandi
við ferð sína. Að erindi hans
loknu söng Svala Nielsen með
aðstoð kirkjukórsins.
Hcmnes Hafstein
Framh. at bls. 16.
legu ferð hans til Danmerkur í
sambandi við skipun hans sem
ráðherra.
Verður efni bókarinnar ekki
frekar rakið hér.
í lokabindinu er nafnaskrá og
heim'ildarskrá fyrir öll bindin, auk
myndaskrár og eftirmála. Fjöldi
mynda er f bökinni.
Bókin sem er 370 bls. er prent-
uð í Steindórsprenti h.f. og bundin
í Féiagsbókbandinu h.f. ■ Prentmót
h.f. gerði myndamót. Atli Már-
teiknaði kápu, kjöl og t'itilsíðu.
Virðuleg útför Ól-
afs Friðrikssonar
Bálför Ólaf. Friðrikssonar var
gerð frá Fossvogskapeliu í fyrra-
dag. Var útförin hin virðuiegasta.
Sjómannafélag Reykjavíkur, Verka
mannafélagið Dagsbrún og Al-
þýðusamband íslands sáu um út-
Ólafur Friðriksson.
förina. Voru fánar Sjómannafé-
Iagsins og Dagsbrúnar sveipaðir
svörtum sorgarslæðum í kapell-
unni.
Ólafur Friðriksson var einn
helzti brautryðjandi verkalýðs-
hreyfingarinnar hér á landi. Hann
kynnt'ist jafnaðarstefnu og verka-
lýðsbaráttu í Danmörku og hóf
þegar undirbúning að stofnun jafn
aðarmannafélaga og verkalýðsfé-
laga, er hann kom heim rétt fyrir
'fyrri heimsstyrjöldina. Hann stofn
aði fyrsta jafnaðarmannafélagið á
Akureyri og varð e'inn helzti stofn
andi Hásetafélags Reykjavíkur
sem síðar varð Sjómannafélag
Reykjavíkur. Ólafur stofnaði blað-
ið Dagsbrún og varð ritstjóri þess
og stðar Alþýðublaðsins um langt
skeið. Hann átti mik'inn þátt í
stofnun Alþýðusambandsins og
Alþýðuflokksins. Um langt skeið
átti Ólafur sæti ( bæjarstjórn
Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn
og hann sat e'innig f stjórn Dags-
brúnar og Sjómannafélagsins. —
Þeir sem lifðu og störfuðu með
Ólafi Friðrikssyni á árum braut-
ryðjendastarfs hans segja, að þeir
hafi aldrei kynnzt öðrum éins
eidmóði og ræðuskörungi og Ólafi.
Ólafur var mikill ræðumaður, tal-
aði ávallt blaðlaust en undirbjó sig
vel. Marg’ir telja hann einn bezta
ræðumann, er hér hefur verið
uppi.
Hannibal Valdimarsson forseti
ASÍ minntist Ólafs á Alþýðusam-
bandsþingi og Emil Jónsson for-
maður Alþýðuflokks'ins minntist
hans I Alþýðubiaðinu. Emil sagði
m. a. í minningargrein sinni um
Ólaf: „Hann var brautryðjandinn,
sem hóf merkið. Það merki mun
standa þó maðurinn falii".
Styrkið Flateyrar-söfnunina:
FH — AJAX —
Framhald af bls. 2.
Birgir þéttur fyrir í vörninni og
fór mjög f taugamar á Ajax-
mönnum. Og auðvitað sakaði ekki
að hafa tvö tromp þar sem mark-
verðimir voru, Hjalti og Kristófer.
Hjá Ajax vom beztir landsliðs-
maðurinn Ejlertsen, sem er góður
handknattleiksmaður en afleitur
dómari, a.m.k. var það oft furðu-
le0t hvað hann gat mótmælt aug-
Ijósum brotum t.d. þegar hann
stóð hálfan metra inni f teignum
og reyndi að varna marki. Bjarne
Nissen átti ágætan leik og gerði
margt fallega á lfnunni og Jörgen
Eriksen er seigur leikmaður, sem
kemst Iangt án þess að sýna mikla
lagn'i, Markmenn liðsins em líka
góðir.
Valur Benediktsson dæmdi leik-
inn allvel. Auðvitað mátti víða
finna að og einkum það sem hon-
um sást yfir. En skilyrðin öll vom
eins óhagstæð og frekast gat ver-
ið, harður leikur og ólöglegur,
mjög illdæmdur, en furðu vel kom-
izt frá honum.
— jbp —
Farfuglar —
tramM -*? r>is 16
starfsemi fyrir félaga sína og fer
sú starfsemi öll fram að Fríkirkju-
vegi 11. Hafa Farfuglar öll mið-
vikudagskvöld til umráða og er
dansað annað hvert miðvikudags-
kvöld, en hin kvöldin eru kvöld-
vökur með skemmtiatriðum ýms-
um og fræðandi efn'i. Eftir n. k.
áramót er búizt við að meira eða
minna af þessari skemmtistarfsemi
færist upp í félagsheimiíið £
1 Laufásvegi 41.
un í Háskóiabfói
Kvöldskemmtun verður haldin
í Háskólabíói næsta mánudags-
kvöld. Hefst skemmtunin stund-
arfjórðung yfir ellefu og stendur
yfir í tvo tíma. öllum ágóða verð-
ur varið til söfnunarinnar, sem
nú stendur yfir vegna sjóslysanna
frá Flateyri.
Þarna koma fram hinir ólíkustu
skemmtikraftar og efnisskráin er
mjög fjölbreytt. Allir, sem við-
riðn'ir eru skemmtunina á ein-
hvern hátt gera það endurgjalds-
laust. Þessir aðilar koma fram:
Hljómsveit Svavars Gests ásamt
söngvurum þeim Ellý Vilhjálms og
Ragnari Bjarnasyni. Leikararnir
Róbert Arnfinnsson og Rúrik Har-
aldsson munu fara með gamanbátt.
Ungur piltur frá Siglufirði, Ás-
mundur Pálsson sýnir töfrabrögð,
Sigrún Jónsdóttir og Nova-tríóið
úr Leikhúskjallaranu munu leika
og syngja og þá lætur Ómar Ragn
arsson t'il sín heyra ásamt undir-
leikara sínum Grétari Ólasyni.
Karlakórinn Fóstbræður sem er
önnum kafinn vegna væntanlegra
hljómleika sinna lét ekki á sér
standa, en kórnum stjórnar sem
kunnugt er Ragnar Björnsson. Jón
B. Gunnlaugsson mun herma eftir
ýmsum góðborgurum og Guð-
Ármenningar.
Munið æfinguna í kvöld. Keppt
vérður'i hástökki án atrfennrf og
langstökki án atrennu. Stjórnin.
mundur Guðjónsson, söngvari, tek
ur lagið með aðstoð Skúla Hall-
dórssonar, tónskálds.
Einnig munu leggja sitt af
n:örkum Árni Tryggvason, leikari,
og Savanna tríóið.
Aðgöngumiðar 'á krónur hundr-
að verða seldir í Háskólabiói frá
kl. 3 e. h. í dag og eftir það á
venjulegum bíótíma.
Olía —»
Frh. at b!s. 1:
neina verðhækkun þeirra að
ræða í samkeppni við Hamra-
fellið. Sannleikurinn er sá að
tilboð S.Í.S. var svo miklu
hærra að fráleitt hefði verið
fyrir olíufélögin að taka bvi
varðandi olíuflutninga til lands-
ins.
Ballett —
Dvöl þessa flokks verður
ekki löng hér. Hann sýnir í
Þjóðleikhúsinu Iaugardags-
sunnudags- og mánudagskvöld.
Það er eingöngu þjóðlegur bal-
lett og sönaur, sem þau flytja,
og leiktjöldin eru öll austur-
lenzk, eins og skrautlegir bún-
ingar listamannanna.
Stjórnandi flokksins er próf.
John S. Kim. Hann var áður
stjórnandi symfóníuhljðmsveit-
ar og tónskáld, en hefur síð-
ustu árin einbeitt sér að þjóð-
legri kóreanskri tónlist, Og ár-
angurinn getum við séð um helg
ina.
é*