Vísir - 20.11.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 29, nóvember 1964
B*®SŒ
Jón N. Pálsson, yfirskodunarmaöur:
UMFERÐ EÐA
• •
”]\íUn nU f*e‘rum bætt“ hefur
sjálfsagt mörgum dottið
í hug, er þeir lásu í dagblöð-
unum, að lögreglu. og sjúkra-
bílar borgarinnar væru farnir
að leika aðalhlutverkin í árekstr
unum okkar alkunnu, þar sem
fylgt er e'inkunnarorðum Jons
Sigurðssonar, forseta: „Eigi
skal vfkja“, að vísu í öðrum
skilningi. Pykir mörgum sem
skörin sé farin að færast upp
í bekkinn, og eins og t’il að
undirstrika kaldhæðni örlag-
anna, þá varð sjálfur varðstjóri
umferðardeildar rannsóknarlög-
Jón N. Pálsson.
reglunnar fyrir því óhappi að
eiga hlut að e'inum árekstranna,
og það við einn af bílum lög-
reglunnar!
Þessi atvik gáfu mér tilefni
til að stinga niður penna um
umferð'ina og slysin af hennar
völdum, sem allir umferðar-
spekingar okkar standa ráð-
brota andspænis. Bílum hefur
fjölgað gífurlega í Reykjavík á
síðustu árum, og mikill fjöldi
fólks hefur á sama tíma bætzt
í hóp þeirra, sem aka. En um
leið hafa hvers konar brot og
þjösnaskapur í umferðinni færzt
í aukana í réttu hlutfall'i við
bílaaukninguna, og vfst er um
það, að hér er fjöldi ökumanna,
sem eru hættulegir umferðinni
og ættu ekki að koma nálægt
þvf að aka bíl.
Það dylst engum, sem kynnzt
hefur urnferð í öðrum löndum,
að á íslandi er ekkert til, sem
heitir umferðarmenn'ing. H...
ríkir fullkomið umferðaröng-
þveiti, allt að því villimennska,
þar sem ruðzt er áfram í hugs-
unarleyrt og algjöru till'itsleysi
gagnvart náunganum og nær-
liggjandi umferð. Kurteisi og
umburðarlyndi þekkist ekki 'Á
þetta jafnt við um ökumenn
sem fótgangandi fólk. Dæmin
blasa við okkur ósjaldan á degi
hverjum auk fréttanna um
slysin í blöðum og útvarpi.
Margir ökumenn éru skeyting-
arlausir um ferðir slökkviliðs,
-júkrabíls og lögreglu og víkja
ekki nema að takmörkuðu leyti
og þá ekki fyrr en f fulla hnef-
ana. Er slíkt vitaskuld óafsak-
anlegt með öllu. Á hinn bóginn
aka sjúkrabílar oft svo ofsahratt
um götur borgarinnar, að furðu
. ?ætir og háski getur stafað af.
Það er engu líkara en sá vondi
sjálfur sé á hælum þeim. Þó
að mik'ið liggi við, er alltaf bezt
„heilum vagni heim að aka“,
flýta sér hægt og fara að öllu
með gát. Þá hefst það.
☆
Mt, sk'ilst, að bæði sjúkra-
bíllinn og lögreglubíllinn,
sem tóku þátt í árekstrunum
á horni Laugavegar og Nóa-
túns sama daginn fyrir
skömmu, hafi ek'ið yfir gatna-
mótin á rauðu ljósi, Nú er mér
spum: Hr ,ju þeir á ferðinni
áður eða óku þeir á fullri ferð
inn á gatnamótin? Eng'inn ef-
ast um rétt þeirra til að aka
gegn rauðu Ijósi, en spurnmgin
er bara sú, hvort ökumenn
hinna bílanna, sem óku gegn
grænu Ijósi, hafi haft tæk'ifæri
til að verða þeirra varir f tæka
tíð? Allt bendir til, að svo hafi
ekki verið. Það er athyglisvert,
hve illa heyrist í sfrenum, þegar
maður situr í bíl og útvarp er
í gangi. Þetta þurfa ökumenn
: sjúkraliðs og lögreglu að gera
sér ljóst framvegis, því að sí-
renuvælið er engin trygg'ing
fyrir því, að óhætt sé að aka
á fullri ferð um hættuleg gatna
mót, jafnvel þótt bílar þeirra
„eigi réttinn”. eins og okkur
íslendingum er svo tamt t
munn'i, þar eð útilokað er með
öllu, að við látum „rétt“ okkar
f umferð fyrir nokkrum manni. -
Þá langar mig til að minnast
á götuvitana og gulu ljósin
Maður gæti fre'istast til að halda
að allur þorri íslenzkra öku-
manna viti ekki að bannað
er að fara af stað á gulu ljós'i.
Um leið og rauða ljósið slokkn-
ar og gula ljósið kviknar á und-
an því græna, upphefst hark
mikið og flaut, ef sá fremsti f
röðinni skyldi vera eitthvað
svifaseinn að koma sér af stað
án tafar, þótt á gulu Ijósi sé.
Og ekki er blítt brosið á þeim
flautumönnum, er þeir spýta
fram úr með allt f botni strax
ig færi gefst. Hins vegar er
ekki ávallt árennilegt fyrir þann
fremsta að leggja út á gatnamót
in, jafnvel þótt komið sé grænt
Ijós, því að þvert á braut hans
þeysa bílar á fleygiferð á gulu
eða auðu ljósi, þar eð hafa
verður hraðann á t'il að missa
nú ekki af færinu, að öðrum
kosti þarf kannski að bíða f
heila mínútu, þar til grænt —
fyrirgefið gult — Ijós kemur
aftur. Þannig liggur öllum á í
kapphlaupinu við götuvitana,
þótt lff og limir séu settir f
bráða hættu Væri ekki athug-
andi að leggja gulu ljósin niður
og haga grænu og rauðu ljós-
unum á þann veg, að ekki stafi
hætta af qötuVitunum?
I þessu mikla slysalandi
okkar eru hin tíðu slys á smá-
hörnum í umferðinni langsam-
lega óhugnanlegust og alvarleg-
ust. Svo virðist jem foreldrar
bókstaflega hendi börnunum út
á götu og láti þau dúsa þar af-
skiptalaus, þar sem ökumenn
taka oft og tíðum ekkert till'it
til þeirra. Smábörn eru óvitar
og kunna ekki fótum sínum for-
ráð í allri umferðinni, sem ekki
er von. Mjög virðist einnig
skorta á, að foreldrar brýni
fyrir börnum sínum að fara var
lega og gæta sín, og má án efa
rekja mörg slysin til þess tóm-
lætis. Spor í rétta átt er um-
ferðarkennslan í barnaskólun-
um. sem tekin var upp fyrir
nokkrum árum, en betur má, ef
duga skal.
Áður en ég lýk máli mínu,
vil ég benda á e'itt atriði, sem
er alveg sérstakt einkenni á fs-
lenzkum ökumönnum: Það er
eins og þeim sé fyrirmunað að
aka á réttum kanti, þeir verða
að aka á miðjum vegi, hvað
sem tautar, og tilhliðrunarsem-
ina við að víkja þekkjum við
öll, því að hún lætur ekki að
sér hæða Þetta er atriði, sem
ökukennarar ættu að taka til
athugunar og leggja áherzlu á
við nemendur sína, því að auð-
velt ætti að vera að kippa þessu
í lag.
☆
Jjví miður verðum við að játa,
að umferðarmálín eru ekki
í lagi hjá okkur og það sem ég
hef gert hér að umtalsefni er
aðeins örlítið brot af öllu því,
sem hægt væri að skrifa um þau
mál. Þrátt fyrir góðan vilja
þeirra, sem um þau fjalla, virð-
ast þau einkennast af fálm'i og
kunnáttuleysi. Ég efast t.d. um
að hér sé nokkur sérmenntaður
maður, sem kann til þessara
hluta að gagni, og mér er næst
að halda, að refsing við alvar-
legum umferðarbrotum sé ekki
nándar nærri nógu ströng, og
því er ekki von að vel far'i. —
Eða getur það kannski verið,
að við íslendingar séum svo
skapi farnir, svo þráir og til-
litslausir, að okkur sé um megn
að skápa hér umferðarmenningu
líkt og aðrar þjóðir hafa komið
á hjá sér? Við skulum vona, að
svo sé ekki.
Engin þjóð, sem ég þekki til,
hefur jafn mikinn menningar-
blæ á umferðarmálum og Bret-
ar. Tillitssem'i við náungann
er þar í hávegum höfð, og stund
um finnst manni kurteisin ganga
úr hófi fram. En þetta er ein-
mitt undirstaðan að góðri um-
ferðarmenn’ingu, sem okkur ís-
lendinga skortir svo algerlega.
Hvernig væri nú annars að leita
'aðstoðar Breta í þessum efnum
og sjá til, hvort þeim gæti tek-
izt að hjálpa okkur við að ráða
, bót á því öngþveit'i, sem hér á
i landi gengur undir nafninu um-
ferð? Þetta þyrfti að gerast
sem fyrst, áður en þjóðin bíður
enn meira afhroð f umferðar-
slysum, því að mælirinn er þeg-
ar fullur.
N.B. Daginn eftir að þetta er
skr'ifað urðu yfir 20 bílaárekstr-
ar í Reykjavík.
LANGHOLTSVEGURINN er án
efa ein hættulegasta umferðar-
gata borgarinnar. Á hverju ári
verða þar fjöimargir árekstrar,
fóik slasast og þá sérstaklega
börn. Sérstök ástæða er tii að
vara vegfarendur, jafnt gang-
andi sem akandi við þessari
miklu umferðargötu. í ár hafa
7 gangandi vegfarendur orðið
fyrir bíl, aðeins á og við ein
gatnamót. Það eru gatnamótin
Langholtsvegur—Drekavogur.
ÁSTÆÐAN?
Það er alltof áberandi á Lang-
holtsvegi, hvað ökumenn virð-
ast taka lítið tillit til aðstæðna.
Langhoitsvegurinn er ekki aðal-
braut. Umferðin er mikil, lýs-
ingin léleg og síðast en ekki
sízt engar gangstéttir eru við
þessa niiklu umferðargötu o-;
því mikið um það, að gangandi
Drekavogur — Langholtsvegur:
V Li' ■ • • róOiti&iÉ I í ' I
Sjo vegtarendur slosuoust
vegfarendur noti akbrautina.
Það er ekki eðliiegt að á einu
ári skulu 7 vegfarendur verða
fyrir bifreið við ein gatnamót.
Það hlýtur að vera kominn tími
til að leggja að minnsta kosti
eina röð gangstéttarhellna öðru
hvorum megin þessarar miklu I
umferðargötu.
;í5.a.rsasari2i«'4Ea»*3ftiai»Mm»arf