Vísir - 20.11.1964, Side 16

Vísir - 20.11.1964, Side 16
/ Fttstudagur 20. nóv. 1964 Stykkishólmsbátar hafa aflað vel Stykkishólmsbátar hafa lítið ró- ið siðustu dagana sökum ógæfta. En fram að þeim tíma öfluðu þeir sæmilega vel, h'ins vegar var langsótt á miðin. Tveir bátar hafa stundað síld- veiðar frá Stykkishólmi að undan fömu og var sildin þá ýmist sölt- uð eða fryst. Véladeild SÍS flyt- ur í ný húsakynni Á mánudaginn flytur véladeild SIS f nýja húsið að Ármúla 3 með skrifstofur sínar, en verzlun deild arinnar flutti f húsið fyrir alllöngu sfðan. Verður véladeildin þarna með húsnæði á tveim hæðum fyrir skrifstofur og verzlunina, en að auld kjallara, en tvær efstu hæðir hússins verða Samvinnutrygging- ar með og taka þær bráðum í notkun. Teiknistofa SÍS sá um allar teikn ingar hússins og sá um byggingar- framkvæmdir. Mjög nýstárleg er innrétting skrifstofanna, sem er öil úr harðviðarhlerum, sem hægt er að færa til á auðveldan hátt. Framkvæmdastjóri Véladeildar, Hjalti Pálsson, sýndi blaðamönn- um nýju skrifstofurnar í gær. Sagði Hjalti að næsta verkefni væri að koma upp bflaverkstæði, sem ætti að vera fyrir norðan skrif- stofubygginguna. Véladeildinni er skipt f þrennt, búvéladeild, raf- magnsdeild og bifreiðadeild. Deild arstjóri búvéladeildar er Ásgeir Jónsson, rafmagnsdeildar Einar Birnir og bifreiðadeildar Árni Árna son. Skrifstofustjóri hefur verið ráðinn Óskar Gunnarsson. Prófessor Þorbjöm Sigurgeirsson við hina nýju eðlisfræðistofnun. Raunvísindastofnunin tiibú- in næsta sumar Þrjár nýjar deildir verða þar til húsa í sumar var byrjað að byggja fyrsta áfanga Raunvísindastofnun- ar Háskóla Islands hjá Háskólabiói og hefir verkinu miðað sérlega vel svo að nú er lokið við að steypa upp húsið, kjallara og tvær hæðir, gólfflötur hverrar bæðar er 540 fermetrar. Er búizt við, að hægt verði að taka húsið f notkun Skilja skipin eftir í reiíi■ leysi í höfninni í Reykjavík Viðtal við Valgeir Björnsson, hafnarstjóra MUdl brögð hafa verið að þvi, að skipstjómarmcnn skilji skip sin eftir I reiðileysi f Reykjavíkurhöfn, og hafl enga vaktmenn um borð, þótt þess sé greinilega krafizt í reglugerð. Vísir átti f morgun tal við Valgeir Björnsson hafnarstjóra. Hann sagði, að Hafnarskrifstofan hefði nú hafiö herferð gegn þessu gæzluleysi, þvf nú er einmitt sá tfmi f vændum, þegar öryggið í höfninni er mest aðkallandi. — Það hafa verið ákaflega mikil brögð að þvf, sagði Valgeir, að fiski skip séu skilin eftir mannlaus í vesturhöfnínni, en þetta hefur líka komið fyrir með togara utan af landi. Nú eru þrengslin mikil f höfn inni, einkum hjá fiskibátunum, og FARFUGLAHEIM ILINU BREYTT Eins og áður hefur verið skýrt frá keypti Farfugladeild Reykja- vfkur þriggja hæða hús á horni Laufásvegar og Baldursgötu ný- Iega og ráku þar gistiheimili sitt f suraar. Ýmsar breytingar þurfti að gera á húsnæðinu til að það yrði hent- ugt fyrir slfka starfsemi, sem Far- fuglar reka. Var byrjað á þe'im f vor áður en sumarstarfsemin hófst, en tekið til við þær aftur f haust þegar henni lauk. Hafa Farfuglar sjálfir unnið að þessum breyting- um í frfstundum sínum og sem sjálfboðavinnu og hefur jafnan veriö unn'ið tvö kvöld í viku, mánudags- og fimmtudagskvöld. Helztu breytingarnar sem gerðar hafa vc/J á húsnæðinu eru ann- ars vegar fólgnar f þvf að brjóta niður skilrúm eða milliveggi á 2. hæð húss'ins í þvf augnamiði að gera þa. samfelldan fundar- eða samkomusal fyrir starfsemina. Hins vegar er önnur aðalbreytingin í sambandi við hreinlætisklefa Á þeirrf breytingu var byrjað í vor en tókst ekki að Ijúka við hana áður en sumarstarfsemin hófst. Á götuhæð byggingarinnar hef- ur verzlun verið til húsa fram til þessa, en hún rýmir húsnæðið um n. k. áramót og þá er hugmynd Farfuglanna að flytja skrifstofur sfnar þangað með .vorinu, en þær hafa til þessa verið á næstu hæð fyrir ofan. Áður en af þvf getur orðið þarf að sjálfsögðu einhverra lagfæringa við þar sem verzlun'in var til húsa Ýmsar fleiri bollaleggingar eru á döfinni hjá Farfuglum, en það fer eftir fjárhagslegri getu þe’irra hvað úr rætist með þær. Farfuglar halda í vetur, eins og að undanförnu, uppi skemmtana- l h á f> stöðugt þarf að færa skipin til. Skapast ýmsir erfiðleikar af þvf, ef enginn vaktmaður er til staðar í þeim tilfellum, og þarf Hafnar- skrifstofan þá oft að færa þessi skip til. Svo er öryggisis'ins vegna nauð synlegt, að vaktmaður sé um borð, því skipin geta slitnað upp f vond- um veðrum, skemmzt, skemmt önn ur skip eða hafnarmannvirki. Þá höfum við einnig dæmi þess, að rónar hafi farið um borð og framið spellvirki f mannlausum skipum. Það er ekki langt sfðan botnventill var á þann hátt opnaður f togara, og hann var nærri sokkinn, áður en menn komu á vettvang. 1 rauninni er skylt, sagði Valgeir, — að hafa vaktmenn um borð í hverri fleytu f höfninni, en við leggj um mesta áherzlu á, að vaktmaður sé um borð í fiskiskipunum og f stærri skipunum. næsta sumar, að því er prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson formaður byggingamefndar tjáði Vísi i morg- un. Prófessor Þorbjörn sagði að þeg- ar væri byrjað að vipna að fram- k\æmdum 'innanhúss og yrðu fjórar deildir þama til húsa, Eðlisfræðistofpunin,. sem hann veitir sjálfur forstöðu, og þrjár nýjar deildir, sem taka þar til starfa, stærðfræðideild, efnafræði- deild og jarðeðlisfræðideild. Ekki hafa enn verið ráðnir forstöðu- menn þeirra deilda, að því er prö- fessor Þorbjörn bezt vissi. Við Eðlisfræðistofnunina eru nú starf- andi, auk hans, þrír vísindamenn, Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, Bragi Árnason, efnafræðingur, og dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarn- fræðingur. Þriðja bindi ævi- sögu Hannesar Hafstein komið út Lokabindi ritverks Kristjáns Al- bertssonar kom út hjá Almenna bókafélaginu í gær. í miðbindi ævisögunnar sagði aðallega frá stjórnmálum á fyrr'i ráðherraárum Hannesar Hafsteins, 1904—1909. En í þessu síðasta bindi segir ítarlega af persónuleg- um högum hans, innri og ytri, bæði á fyrri stjórnarárum hans, síðan f sambandi Við lát konu hans, og loks á efri árum, við vax- andi heilsuleysi. Stjórnmálaátök eru áfram viðburðarík og hörð. Sagt er m. a frá því þegar Hannes Hafstein er felldur frá völdum 1909, frá afdrifum sambandsmáls- ins á þvl þ'ingi, frá valdabaráttunni innan Sjálfstæðisflokksins, sem lyktaði -með því að Björn Jónsson varð hlutskarpastur og hinni sögu- Framh ð bls 6 Hannes Hafstein Kommúnistajiing hefst í dag Síðdegis i dag hefst 14. flokks þing hins íslenzka kommúnista flokks Sósfalistaflokksins. Hafa að undanförnu átt sér stað hörð átök innan flokksins og er þar nú mikil ólga vegna óá- nægju flokksmanna með gamla forystu og ágreining um afstöð una til Alþýðubandalagsins. Má búast við því að þingið verði sögulegt. Það hefst með rreðu Einars Olgeirssonar formanns flokks- ins. Þá hafa hann og Lúðvík Jósepsson, varaformaður flokks- ins, framsögu um stjórnmála- viðhorfið, verkalýðshreyfing- una og næstu verkefni flokks- ins. Á morgun mun þingið taka til umræðu það efni sem flestir munu biða eftir, eða skipulags mál Alþýðubandalagsins. Um það hefir framsögu Guðmundur Hjartarson. Þá verður rætt um kommúnistaflokkinn og starf- semi hans og hefir þar fram- sögu Kjartan Ólafsson fram- kvæmdastjóri flokksins. Einnig verður rætt um menningarmál, og hefir framsögu Árni Berg- mann blaðamaður við Þjóðvilj- ann. , Vísir mun greina frá þvi sem gerist á flokksþinginu næstu daga.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.