Vísir - 28.11.1964, Page 3

Vísir - 28.11.1964, Page 3
Laugardagur 28. nóvember 1964 3 Nýja módelið af trébíinum, sem er með sturtupalli. Kúrekar og Indíánar, ný tegund leikfanga, sem án efa verða vinsæl. Tjað var nýfallinn snjór á jörðu er við brunuðum í áttina til Reykjalundar til þess að fá að skoða leikfangaverksmiðjuna þar. Ósjálfrátt leitaði hugurinn til jólanna og glaðra barnaand- lita, þegar þau leika sér að liýju leikföngunum sínum. ☆ Þegar til Reykjalundar er kom ið, hittum við fyrst að máli Jón Þórðarson, framleiðslustjóra. Hann segir okkur, að alltaf sé komið með eitthvað nýtt á mark aðinn á ári hverju. Leikfanga- framleiðslan byggist á leigumót um, sem fengin eru frá Dan- mörku og eru of dýr til þess að framleiða hér á landi. Þar sem þurfi að skilá mótunum, er skipt um tegundir árlega og er komið fram með 30 tegundir á ári. Leikföngin eru flest úr plasti núorðið, en árið 1953 byrjaði framleiðslan á þeim, áður voru framleidd tréleikföng, mest bil- ar, og enn eru trébílarnir svo vinsælir, að varla er hægt að anna eftirspurninni. — En við reynum það ser.- við getum, íblKFÖNG TIL JÓLANNA segir Jón, og nú er að koma á markaðinn ný gerð af trébílun- um, mikið endurbætt. Af leikföngunum eru bílarnir langvinsælastir, sérstaklega þeir sem hægt er að sturta af og keyra á ýmiss konar flutning og af telpnaleikföngunum matar- og kaffistell og greiðslusettin, en erfiðara er um vik að fá hluti fyrir telpur. Annars er fram- leiðslan mjög fjölþætt allt frá bamahringlum að Lego-system- inu svokallaða, eða kubbunurn yinsælu, sem segja má að börn á öllum aldri leiki sér að og Hopplaspilinu, sem er fyrir alla fjölskylduna. Við göngum um vinnusalina og sjáum nýlegar vélar í gangi, í einni þeirra er verið að fram- leiða plastjeppa og afköstin eru 40 — 58 á klukkutíma. í öðrum sal vinna fast að 50 manns við að skeyta saman og ganga frá leikföngunum í umbúðir. Að lokum endum við á lagernum, þar sem við rennum augum yfir allar birgðirnar, og mundi hver einasti krakki vilja vera kominn þar i okkar stað, ef þeim væru gefnar frjálsar hendur. Við yf- Hoppla, Jón Þórðarson framleiðslustjóri, hittir beint irgefum staðinn þar sem allir i eitt gatið. eru önnum kafnir við að búa út leikföngin í hendur barnan 'j fyrir jólin. Kristin Eliníusardóttir málar einn Indíánann stríðs- málningu. Dagur Jóhannesson við skútusmíðar. Steingrímur Sigurðsson og Ólafur Jóhannesson, sem hefur lengstan starfsaldur, slípa nýja módelið til.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.