Vísir - 28.11.1964, Page 7

Vísir - 28.11.1964, Page 7
Vi»IR . Laugarclagur 28 növember 1964. Viðfal wð Guðlaug Sigurðs- son póst á Siglufirði hef lítið haft af dularfullum fyrírbærum að segia á lífsleið- inni, en ef eitthvað væri, þá er það helzt af Þorgeirsbola. — Segðu mér frá því. — Ég var sem stráklingur við nám á Knappsstöðum í Stíflu, hef sennilega verið 10 ára, eða því sem næst. Kennarinn okkar hét Benedrkt Þorkelsson. Það var eitthvað óhreint talið í kringum hann, enda af Þor- geirsbolakyni. Það hafði gert samfelda 3ja daga stórhríð, en var byrjað að rofa til og við strákarnir vorum beðn'ir að leysa hey í stakk, sem var bakatil við hest- húsið. Hestar voru í hesthúsinu og til að komast að stakkstæð- inu urðum við að fara inn í hesthúsið og gegnum það. Við settum síðan skóflu fyrir dyrn- ar svo hestarn'ir færu ekki út á meðan. Að svo búnu fórum við að ieysa heyið. en þegar við vor- um um það bil að ljúka við það, heyrum við að það er stigið þungt til jarðar fyrir ut- an stakkinn svo að dunar und- ir í freðnum sverðinum. Við erum þess strax fullvissir að skóflan hafi farið frá dyrunum og hestarnir komizt út. Annað gat þetta ekki verið. En við urðum meir en lítið undrand'i þegar við komum að hesthúsdyrunum með sömu ummerkjum og við höfðum skilið við þær og hestarnir allir með tölu inni. Við svipuð- umst um eftir förum úti, þar em við heyrðum undirganginn, en þau var engin að finna, enda 'v mast að vænta úr þvl hest- arnii voru allir inni. Eina skýr- ingin sem okkur gat til hugar dularfullt kom'ið fyrir þig á lífsleiðinni? — Það get ég eiginlega ekki sagt, en þó kom fyrir mig atvik á unga aldri, sem ég hef ekki gleymt ennþá, og ég á erfitt með að skýra. Mér fannst þá, meðan á því stóð, ég ekki vera fyllilega sjálfs míns ráðandi, heldur vera leiddur af einhverju ósýnilegu afli, sem ég hlaut að hlýða. Ég gerði mér enga grein fyrir hvers vegna. — En þú hlýddir? — Ég gat ekki annað. Var búinn að því áður en ég vissi. — Hvar skeði þetta? — í Haganesi I Fljótum. Ég réðist þangað sem sauðamað- ur, og mun hafa verið nálægt hálf þritugu þegar atburður þessi gerðist. Ég hafði þá um nokkurt skeið lát’ið sauðina ganga á svokaliaðri Borg, sem er vestan Miklavatns. Úrrennslið úr Miklavatni heitir .Hraunós, mikið vatn, en mjór áll straum- harður og venjulega á sund. Hann féll austan við Borg'ina til sjávar Sauðirnir féllii í vök Miklavatn var sjálft á fs þegar þetta gerðist, en ósinn að venju auður sökum straum- hörku. Höfðu sauðirnir lagt það I vana sinn um nokkum tíma að fara yfir vatnið á ísn- um nokkru sunnar en þar sem straumröstin myndað'ist við út- fallið. Þá var það eitt sinn I norð- austan kalsa og hríðarsvelj- anda að mér varð gengið út Borgina með sjávarbökkunum að huga að sauðunum, sem I Framh. á bls. 10. greindur og fróður. Hann kann frá mörgu að segja og lætur oft fjúka í kviðlingum. Kveðja til Stíflunnar heita þessar fallegu hendingar, sem Guðlaugur fór Imeð fyrir blaðamann Vísis fyrir skemmstu: „Sólin gyllir fell og fjöll, fornar æskuslóðir. Brosleit Stíflan baðast öli I björtu geislaflóði. Enga staði fegri finn fold þó kanni víða hoppar léttur hugurinn heim í dalinn fríða." Guðlaugur Sigurðsson er fæddur í einhverri fegurstu sveit Skagafjarðar, Stíflunni Stíflan var einkum fögur sveit áður en hún lagðist undir stöðu vatn vegna Skeiðfossvirkjunar- innar. Þá var dalsbotninn eitt samfellt flæð'iengi, rennislétt og eitt hið búsældarlegasta sem litið gaf. Nú liggur stórt og mikið stöðuvatn í dalnum, og enda þótt vötn séu fögur, gefur það landiriu samt annan sv.ip en hvanngrænt starengi með fiárhjörðum á beit Böðuðu ekki í rósum — Og í þessari fallegu sveit ertu fæddur, Guðlaugur? — Já, að bænum Hamri, sem er nokkru framar en í miðri sveit að vestan Foreldrar mfn- Iir höfðu verið þar I hús- mennsku og þar fæddist ég 19. febrúar 1891. Dvöl mín á ) Hamri varð þó ekki löng, þvl strax sama vorið fluttu foreldr- ar mínir að Þorgautsstöðum í | .ömu sveit og þar ólst ég upp I til 18 ára aldurs. Guðlaugur hejtir hann og er Sigurðsson. Hann hefur um ára tugi verið póstur eða bréfberi I Siglufjarðarkaupstað. Hann er kominn á áttræðisaldur en heldur samt áfram að bera út bréf. Það er engin þreytumerki á honum að sjá. Guðlaugur póstur er hag- mæltur vel og hefur gefið út ljóðabók. Heiti hennar er yfir- lætislaust, heitir aðeins „Lausavísur". Hún kom út 1936. Bæði fyrr og síðar hefur Guðlaugur ort mikið og m. a. hefur hann ort þrjá langa rímnaflokka um ævina. Það eru rímur af Hringi og Hring- varði, samtals 20 flokkar, Rím- ur af Ketelerusi keisaraefni,. 21 flokkur, og að síðustu Rímur af Hinriki heilráða, 16 flokkar. Þessar rímur hefur . Guðlaugur ort á árabilinu 1918—50 og af- hent Landsbókasafninu þær til varðveizlu. Guðlaug verður að telja I röð síðustu rímnaskálda þjóðarinnar. Kveðja til stíflunnar Auk þess hafa bæði frásagnir og kvæði birtzt eftir Guðlaug 1 blöðum og riturn, enda er maðurinn í senn hagmæltur, — Ég hef heyrt að bæði Fljótin og Stíflan hafi verið snjóakistur miklar og afkomar e.t.v. ekki alltaf góð? — Það gekk nú á ýmsu þai með efnahaginn eins og annars staðar. Sveitamennirnir böðuðti ekki í rósum I þá daga. Meiri hluti Stíflubænda höfðu lítil bú, sem dugðu þeim ekki til framfærslu fjölskyldnanna. Þeir urðu því að fara á skak og hákarlaveiðar á útmánuðum og vorin, en konur og börn sáu um skepnuhirðingu og önnur heimilisstörf á meðan, Lítill bústofn — Svalt almenningur? — Ekki held ég beiniínis að fólk hafi soltið, en það stapp- að'i stundum neerri, einkum á vorin. Þá fengu bændurnir venjulega matvöru lánaða hjá reiðurunum um leið og þeir fóru til skips svo að konur og börn liðu ekki hungur á með- an. Það ' '-rgaði heimilunum. Svo voru líka haustróðrar stundaðir strax og slætti lauk, ýmist frá Haganesvík eða Hrannakróki. Sjófangið sem þá fékkst, varð að duga heimilun- um með búfjárafrekstrinum, framundir vor’ið. — Hvað voru bú bænda stór á uppvaxtarárum þínum? — Smábændurnir, sem voru í miklum meiri hluta I minni karlaveiðar. Tunga var stærsta jörðin og lang efnamesta h.eim- il’ið í Stíflunni á þeim árum, sem ég var að alast upp. Basl og erfiði — Það þarf ekki að spyrja að því að vinnudagurinn hefur verið langur? — Það er víst óþarft. Annað þekkist ekki í mínu ungdæmi. Það var staðið við frá því eld- snemma á morgana og framund ir m'iðnætti. Ekki um neina lin- kind að ræða, og engum kom til hugar að kvarta eða hreyfa máls á því að vinnutíminn væri langur. — Voru nokkrar jarðabætur komnar til sögunnar? — Ekki gat það heitið. Þó man ég eftir því á einum bæ í Stíflu, Gautastöðum, að þar var bvrjað að r'ista ofan nf -mábeðinu I túninu og slétta 1 þann hátt. En niður í Fljótum ’>tti séra Jónmundur í Barði ú'iimkvæði í túnasléttun og reið fyrstur manna á vaðið : brim efnum. Annars hjökkuðu menn þúfurnar með orfi og ljá eins og forfeður þe'irra höfðu 'rnrt um aldaraðir, og fannst engum neitt athugavert við hað. Þorgeirsboli á ferð — Var fólkið ckki hjátrúar- fullt? — Jú, það þekktist. Fólki var sérstaklega í nöp við Þorgeirs- bola, sem reið húsum í hugum fólksins, enda var honum kennt um allar ófarir og allt sem úr lagi fór eða miður tókst til um í Stíflu op Fliótum á uppvaxt- arárum mínum. Eitthvað trúði Haganesvík I Fljótum. Þaðan fóru Stíflubændur í róðra haust hvert tii að afla sjófangs fyrir heim- ilin yfir veturinn. bændur höfðu allt að 100 fjár á fóðrum og mest 6 kýr. Þeir sem voru svo ríkir gátu setið á búum sínum árið um kring og þurftu hvorki á skak né há- sumt fólk líka á tilveru huldu- fólks. — Varst þú sjálfur aldrei var við Þorgeirsbola? — Ekki get ég sagt það. Ég komið var að Þorgeirsboli hafi verið þarna á ferðinni að heim- sækja vin sinn, barnakennarann. — Hefur fleira annarlegt eða Guðlaugur Sigurðsson sveit, höfðu ekki nema 20—30 ær, og höfðu þær yfirleitt 4 kvíum á sumrin. Kýr voru vlð- ast hvar tvær. Það mátti ekki minn.i vera á heimilum þar sem eitthvað var af börnum. Þetta var bústofninn og hann þætti ekki mikill I dag. Efnaðri i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.