Vísir - 28.11.1964, Page 8
8
VIS IR . Laugardagur 28. nóvember 1964.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuði
t lausasölu 5 kr. eint — Sfmi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis - Edda h.t
Afl einstaklingsins
Ekki þarf um það að fjölyrða að íslenzkt þjóðfélag
hefur frá því sögur hófust verið byggt á þreki og
'ramtaki framfarasinnaðra einstaklinga. Af tali og
ikrifum ýmissa aðila hefur verið augljóst að margir
heir, sem telja sig málsvara þess bezta, sem um
^etur í sögu íslenzku þjóðarinnar, hafa aldrei gert
;ér þessa staðreynd ljósa; þeir hafa ekki haldið trúnað
/ið þær sögulegu staðreyndir að því aðeins hefur hér
/erið haldið uppi menningarlífi að einstaklingar hafi
'engið að sýna hvað í þeim býr og þeir fengið tækifæri
il að standa vörð um heilbrigða einstaklingshyggju
ijóðinni allri til góðs.
Það eru napurleg eftirköst þeirra tíma, þegar van-
;ruin á hlutverk einstaklingsins fór eins og eldur um
únu um allan hinn menntaða heim, að enn skuli fyrir-
'innast., og það jafnvel í röðum svokallaðra lýðræðis-
sinna, menn sem trúa ekki á mátt þess arfs sem við
höfum hlotið frá forfeðrum okkar. Dæmi um þetta
jtu umræður um stóriðju. Það er alrangt, svo dæmi sé
ekið, að ekki sé hægt að reisa kísilgúrverksmiðju
lema með meirihluta fjárframlagi úr ríkissjóði. Hér er
i döfinni mál sem óhætt er að fullyrða að fjölmargir
‘insíaklingar mundu vilja eiga hlut að. Þessum einstakl-
ngum ber að gefa tækifæri til að slá skjaldborg um ný
>g nauðsynleg stórfyrirtæki, sem allri þjóðinni yrði
il gagns og hagsbótar.
I>að vakti athygli á sínum tíma, þegar forsætisráð-
íerra landsins skýrði frá því, að sósíalistísk stjórn í
srael væri ófeimin við að selja einstaklingum stór-
yrirtæki þar í landi. Hið unga Ísraelsríki hefur í mörgu |j
tð snúast og stjórnendur þess vita, að nauðsyn ber
il að glæða áhuga allra á uppbyggingu landsins. Við
erum ekki i ósvipuðum sporum. En spyrja má: Mundi
vera grundvöllur fyrir því hér á landi, að ríkis-
valdið hæfi stórframkvæmdir, en afhenti síðan fjár-
sterkurn framkvæmda- og hugsjónamönnum þjóðnytja
fyrirtæki? Þessi spurning hlýtur að vakna í sambandi g
við kísilgúrverksmiðjuna. Við eigum að trúa á mátt
einstaklingsins og gefa honum tækifæri til að finna
kröftum sínum viðnám í heilbrigðu og gróandi þjóð-
félagi.
Vel mætti spyrja
|>að er- einkennileg árátta á sumum mönnum hér á
landi að þeir viti allt betur en allir aðrir. Þetta kemur
ekki sízt fram í svokölluðum menningarskrifum dag-
olaðanna. Hafa jafnvel aðskiljanleg einkamál blandazt
mn í skrif þessi. Það ber að harma. Þeir sem því trúa
t. d. að „tíu kerlingar“ móti nútímabókmenntir íslend-
inga, svo vitnað sé í eitt af þessum „dókúmentum“,
pru þannig á vegi staddir að vel mætti spyrja í fullri |
'vöru, hver ellefta kerlingin sé? 1
'■ummmmmMnHmBwmmwsuamsauBmmKtuumBnKKKtmKKtKKKKaMmKmm
Frá sýningum Kóreu-ballettsins Arirang.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
ARIRANG
Þjóðballett Kóreu
Kóreograf og sólódansmær: Stella R. Kwon
Hljómsveitarstjóri: John S. Kim
Tjað hefur sína kosti að búa í
þjóðbraut, ókosti líka eins
og allir vita og mundi margur
telja gestanauðina til þeirra; og
þó er kosturinn sennilega helzt-
ur, að oft ber þar göðan gest að
garði, sem annars færi hjá.
Fimmtugir og eldri muna
hvernig var áður en vegur milli
heimsfjórðunga var lagður hér
við túnfótinn. Þá rakst hingað
varla gestur, sem skemmtun var
að, nema elzt dúllarar, sem út-
hýst var á betri bæjum. Þó var
til að góður listamaður kæmi
hingað, ef einhver bað hann að
gera það fyrir sín orð að taka
á sig þann útúrkrók, en sjald-
gæft var það og þótti viðburð
ur.
Nú eru frægustu og færustu
listamenn heims stöðugt á ferð-
inni fram og aftur hér um garð,
á leið milli heimsálfa, einir eða
í hópum; snillingar, og oft þarf
einungis framtakssemi til að
telja þá á að vera hér nætur-
sakir, að heimilisfólk megi njóta
listar þeirra, þó að þeir séu allt-
af á hraðri ferð milli höfuðból-
anna.
Annað er það, sem einnig má
kallast nýtilkomið, að við get-
um nú boðið þeim f hús. Og
þó að ráðsmaður okkar þar sé
sakaður um margt, og ekki allt-
af með réttu, verður að þakka
honum það hve vel hann fylgist
með ferðum þess fólks hér um
garð, sem erindi á í hans salar-
kynni. og er laginn á að fá það
til að koma þar fram. Yfirleitt
hafa það verið góðir gestir og
margir ágætir, Arirang, þjóð
ballett Kóreu — ekki „þjóðar
ballett", eins og í leikskrá stenc1
ur — er í tölu þeirra beztu jg
óvefengjanlega sá fjölhæfasl'
gestahópur, sem komið hefur
fram á svið Þjóðleikhússins,
skipaður listdönsurum, söngvur-
um og hljóðfæraleikurum, og
hvert sæti vel skipað.
Raunar er ekki gott að dæma
um hljóðfæraleikarana, þar seni
margflest hljóðfærin eru okkur
framandi og eins tónlistin sjálf
Þó eru tónar þeirra sumra alls
ekki óþægilegir í vestrænum eyr
um, og má þar til nefna kóre-
önsku hörpuna. En svo eru þarna
einnig vestræn hljóðfæri, og var
ekki annað að heyra en að þau
væru i þjálfuðum höndum, og
öll hefur tónlistin verið færð
það í vesturáttina, að við get-
um notið hennar sem listar, en
leggjum ekki eingöngu við henni
eyrun sem forvitnilegu og ann-
arlegu fyrirbæri. Þannig var það
líka með dansana; þeim hefur
verið hnikað til í samræmi við
vestrænan Iistsmekk, án þess þo
að þeir glötuðu þjóðlegum sér-
kennum sínum um of. Hvernig
það hefur tekizt, er ekki okkar
að dæma, þar sem við höfum
ekki til samanburðar uppruna-
lega mynd þeirra; við verðum
eingöngu að líta á þá — og pá
tónlistina einnig — eins og það
talar til okkar í þessum búningi
Hitt er svo spurning, hvort
koma flokksins hefði ekki orðið
okkur áhrifameiri og eftirminn:-
legri, ef listamennirnir hefðu
engu breytt okkur t'il geðs, en
flutt okkur sína þjóðlegu æva-
fornu list, ómengaða af vest-
rænni tfzku ...
Það skal þegar fram tekið að
hvort tveggja, tónlistin og dans
arnir, var sérstæð og sérkenm
leg list þrátt fyrir vestræna yf-
irbragðið. Ekki er rétt að tala
þarna um ballett t vestrænum
skilningi. Þarna er um að ræða
eins konar þjóðlífsmyndir og
bjóðsagnatúlkun í dansformi.
þar sem beitt er ýmsum tákn-
rænum tjáningarbrögðum, sem
Iítt eiga skylt við það, sem við
köllum ballett, en list var það
engu að síður, eins og tónlistin.
Það er áreiðanlegt, að þau
Stella R. Kwon, sem séð hefur
um kóreograffuna og kemur
sjálf fram sem sólódansmær, og
John S. Kim, sem „stílfært" hef
ur tónlistina og stjórnar hljóm-
sveitinni, eru bæði smekkvís og
kunnáttumenn, hvort á sínu
sviði. Hvarvetna bar flutningur-
inn vitni öruggri þjálfun og aga
og mikilli smekkvísi. Söngurinn
var til dæmis frábær — radd-
irnar miklar að styrk og gæð-
um og þjálfun þeirra fullkomn-
ari tæknilega en við eigum að
venjast á Vesturlöndum, nema
þá kannski í úrvals óperuflokk-
um. Undarlega minnti raddbe-t-
ingin mig ' á stundum á söng
þann, sem kenndur er við kós
akkana rússnesku, en bað er
annað mál. Einsöngvararnir
hefðu s.aðið sig með prýði
hvaða vestrænni óperu sem
væri — einkum fannst mér sóló-
söngkonurnar bera af, bæði að
raddgæðum og raddsviði, sam-
anborið við það, sem við eigum
að venjast. Einkum var mýkt
raddanna undraverð — og í
fyllsta samræmi Við óvenjulega
svifmýkt danshreyfinganna, séi
í lagi handanna.
■Y/"íða lá dansinn á takmörkum
látbragðsleiks, sem var
senn látlaus og auðskilinn, enda
studdur af söng, sviðsbúnaði og
bún'ingum. Mikið var þarna um
litadýrð, og hin frábæra fimi
danse.ida í meðferð á slæðum
og slæðuborðum“, vakti að von
um undrun áhorfenda. Þá báru
og sum dansatriðin vitni gam-
ansem'i og kýmni, en hófstilltri
Framh. á bls. 10