Vísir - 28.11.1964, Síða 15
VISIR . Laugardagur 28. nóvember 1964.
15
.'AV.W.W.V.W,
Það er alveg furðuiegt hvað
menn geta verið kærulausir á sveita
setrum, sem eru langt frá stórborg
unum. Það er engu líkara en mönn
um komi þar aldrei til hugar, að
nokkur maður muni gera tilraun til
að brjótast inn. Mér finnst þetta
nú vera að freista vesalings manna,
eins og mín, skilja eftir ólæstar dyr
svo að þegar maður tekur í sneril
inn, kemur i ljós, að þær eru ólæst
ar. Eða menn skilja eftir ókrækta
glugga.
í þessu tilfelli var það ekki svo
slæmt, en umbúnaðurinn var ekki
tryggilegri en svo, að ég gat lyft
upp kró'knum með þvi að beita
hnífsoddinum mínum. Þetta voru
vængjagluggar, sem komu saman í
miðju og er ég hafði opnað ýtti
ég þeim inn og gekk inn í herberg-
ið.
— Gott kvöld, herra min. Þér
eruð velkominn hingað, var sagt
Mér hefir oft brugðið á ævinni,
en aldrei eins og í þetta skipti.
Þarna fyrir framan mig stóð kona
með lítinn logandi kertisstubb í
hendi. Hún var há og grönn og
teinrétt, ákaflega falleg, hörundið
hvítt eins og á marmarastyttu, en
hárið og augun dökk sem nóttin.
Hún var klædd eins konar siðum,
hvitum serk, sem lagðist að líkama
hennar allt til fóta í fellingum, og
þessi kona, með náfölva á andlitinu
og í þessum hvíta klæðnaði hafði
þau áhrif á mig, að ég þóttist sjá
veru úr örðum heimi.
Ég skalf á beinunum, langaði að
flýja, en varð að taka í gluggann
mér til halds. Ég hefði hent mér út
um gluggann og tekið til fótanna,
ef ég hefði haft orku til. Ég gat
aðeins starað þarna á hana mállaus.
En ég kom til sjálfs mín, er hún
ávarpaði mig á ný.
— Vertu alveg óhræddur, sagði
hún og það var furðulegt, að hús-
móðir í húsi, sem brotizt hafði ver
ið inn í, skyldi segja þetta við inn-
brotsþjófinn. Ég sá þig út um svefn
herbergisgluggann minn, þegar þú
vafst að læðast undir trjánum,
sagði hún ennfremur, svo að ég
læddist niður. Ég ætlaði að opna
fyrir þér, en þú varst fyrri til
sjálfur
Ég hafði enn vasahnífinn í greip
minni, þann, sem ég hafði notað
til þess að opna með gluggann. Ég
var órakaður og óhreinn eftir viku
flakk á vegunum. Sannast að segja
mundu fáir hafa horft á mig ótta
lausir eins og ég var útlits þessa
nótt, en þessi kona gerði það. Mað
ur skyldi halda, að ég hefði verið
ástmaður hennar að koma á stefnu
mót við hana. Svo fagnandi var
hún tók í handlegginn á mér og
dró mig inn í herbergið.
— Hver er tilgangurinn með
þessu, frú? spurði ég. Reynið ekki
að beita mig brögðum.
Ég sagði þetta eins hranalega og
illskulega og ég frekast gat — og
ég er óblíður þegar sá gállinn er á
mér.
— Það verður verst fyrir yður
sjálfa, ef þér reynið nokkuð slíkt,
bætti ég við og mundaði hnífinn.
— Ég mun ekki reyna að beita
brögðum við þig, sagði hún. Því
fer fjarri. Ég vil koma fram við
þig sem vinur og það er ósk mín að
mega hjálpa þér.
— Þér verðið að afsaka, frú, en
ég á dálítið erfitt með að gleypa
þetta. Hvers vegna skylduð þér
vilja hjálpa mér?
- Ég hefi mínar ástæður til
þess, og svo bætti hún við og
hatrið skein úr dökku augunum
og magnþrungin heift, , — það er
vegna þess, að ég hata hann, hata
hann! Nú mun yður fara að skilj-
ast hvers vegna ég vil yður vel.
Ég mundi vel hvað kráareigand
inn hafði sagt mér og mér fór að
skiljast, að hún vildi hjálpa mér
til þess að ná sér niðri á eiginmann
inum. Ég horfði beint framan í lafði
Mennering og ég sannfærðist um,
að ég gæti treyst henni. Hún vildi
hefna sín á honum þannig, að það
ylli sem mestum sviða og sálar-
kvölum, þannigi að hann yrði fyrir
fjárhagslegu tjöni, bpssv^VÍðingurk
sem aldrei lét hana fá eyri handa
milli. Hún hatað ihann svo ákaft, að
hún gat lítillækkað sig til þess að i
gera mann eins og mig að trúnaðar .
manni sínum ef það gæti orðið til i
þess, að hún kæmi fram hefndum.1
Ég hefi oft fundið til haturs á mönn
um á ævi minni, en ég held að mér
hafði ekki skilizt hvað hatur er
fyrr en ég las hatrið úr augum
hennar, fann það í orðum hennar
og máli — já, það lýsti sér í öllum
svipnum, er flöktandi kertisstubbs |
birtuna Iagði á náfölt andlitið.
— Þú treystir mér nú?, sagði
hún og snart aftur við ermi minni.
— Já, lafði mín.
— Þú veizt þá hver ég er?
— Ég gizkaði á það.
— Það er víst á allra vitorði
hvernig allt er okkar í milli, en
hann hefir ekki áhyggjur af því.
Það er aðeins eitt, sem honum er
annt um í þessum heimi, og það ;
getur þú tekið frá honum í nótt. j
Hefirðu poka?
— Nei, lafði mín.
— Lokaðu gluggahleranum fyrir |
aftan þig. Þá getur enginn séð ljós
ið. Þú þarft ekkert að óttast —
þú getur verið alvcg öruggur. Þjóna
liðið sefur allt í álmunni. Ég get
sýnt þér hvar allt það verðmætasta
er geymt. Þú getur ekki borið
það allt, svo að við verðum að
veija úr það bezta.
Herbergið, sem við vorum í var
langt og fremur lágt til loftsins.
Gólfið var viðargólf gljáfægt, en á
því voru teppi og skinn hingað og
þangað. Þarna voru kistur og kitsl
ar og á veggjum héngu sverð og
spjót, tvíblaðaðar árar og fleira,
og ýmislegt fleira sem getur að
iíta í söfnum. Og þarna héngu ein-
kennilegir klæðnaðir frá löndum
sem villimenn byggja, og á veggn
um hékk stór leðurpoki, og hefðar
konan tók hann og rétti mér.
— Þú verður að notast við þenn
an svefnpoka. Komdu nú með mér
og ég skal sýna þér hvar medalí-
urnar eru.
Mér fannst mig vera að dreyma
þetta allt, að þessi háa, granna,
hvítklædda kona væri húsfreyjan í
þessu húsi, og hún væri mér hjálp
leg að fremja rán á sínu eigin
heimili. Ef ég hefði lesið um eitt
hvað slíkt eða heyrt það mundi ég
hafa rekið upp rosahlátur, og það
lá sannast að segja við, að ég gerði
það, en það var eitthvað í svip
hennar — þessarar fölu sorgbitnu
konu, sem kom í veg fyrir það,
svo að ég varð fifldjarfur en al-
varlegur að sama skapi. Hún leið
áfram á'tindan mér í hvita-serknum
eins og vofa, með græna kertis
stubbinn í hendi sér, og ég gekk
á eftir henni með pokann þar til við
komum að hinum enda safnsins, en
þar voru lokaðar dyr. Lykill stóð í
skránni svo að hún gat opnað, og
ég fór inn í næsta herbergi á eftir
henni, en það var lítið, og þar voru
veggtjöld með myndum á. Ég man
eftir einni, hún var af veiðidýri, og
ég hefði getað svarið að i bjarm
anum frá kertisstubbnum virtist
svo sem á eftir veiðidýrinu færu
ríðandi menn og hur.dar á harða
hlaupum. Ekkert var í herberginu
nema kistur úr valhnotuviði með
látúnsspennum. En það var gler í
kistulokunum og gegnum glerið sá
ust allar gullmedalíurnar sumar
stórar og víst hálfur þumlungur á
þykkt. Og þeim var raðað á rauðan
flosdúk og það gljáði á þær þegar
hefðarkonan hélt ljósinu yfir lokun
um. Mig klæjaði í fingurgómana að
snerta við þeim, hrifsa eitthvað af
þeim, henda í pokann og hafa mig
á burt, og ég greip hnífinn til þess
að reyna að opna eina kistuna, en
hún stöðvaði mig með því að
snerta við handlegg minum og
sagði:
— Bíddu dálítið — þú gætir kom
izt í enn feitara en þetta.
- Ég væri prýðilega ánægður
með þetta, frú, svaraði ég, og ég er
yður mjög þakklátur fyrir hjálpina.
— Annað betra bíður, hvíslaði
hún. Myndu ekki gullpeningar koma
sér betur og verða þér meira virði
en þetta?
— Jú, vissulega, það væri það
allra bezta, sagði ég.
— Gott og vel, sagði hún, Hann
sefur hérna uppi — yfir höfðum
okkar. Það er ekki nema einn stutt
an stigið að fara til þess að komast
þangað upp. Það er tindós full af
gullpeningum undir rúminu hans.
— Hvernig get ég náð henni án
þess að vekja hann?
— Hvað gerði það til, þótt hann
vaknaði?
Hún horfði á mig hörkulega, þeg-
ar hún sagði þetta.
| — Þú ættir að geta komið í veg
jfyrir, að hann kallaði á hjálp.
I — Nei. frú, nei, ég vil ekki
fremja neinn ofbeldisverknað.
— Eins og þér þóknast, svaraði
hún kuldalega, — ég hélt, eftir út-
liti þínu að dæma, að þú værir maö-
ur sem ekki léti þér neitt fyrir
brjósti brenna. En ég sé, að ég hefi
ályktað skakkt. Ef þú ert ragur og
treystir þér ekki til að ráða niður
lögum gamalrr.jnnis nærðu heldur
ekki tindósinni með gullpeningun-
um. -Þú erL- sjálfur bezt -4ómbær
j uni hæfileika þífta og hugdirfsku,
j en mér virðist að þú ættir að snúa
þér að einhverju öðru.
— Ég vil ekki hafa morð á sam
vizku minni.
— Þú gætir ráðið niðurlögum
hans án þess að myrða hann. Ég
sagði ekki neitt um morð. Pening
arnir liggja undir rúmhinu. En ef þú
ert ragur er víst bezt fyrir þig að
vera ekki að reyna að komast yfir
Þá.
Þannig fór hún að, ýmist mælti
hún til mín fyrirlitningarorðum eða
eggjaði mig, og allt af kom hún því
að, að tindósin væri þarna undir
rúminu með öllum gullpeningunum
í, og ég gæti bezt trúað, að henni
hefði heppnazt áform sitt, ef hún
hefði ekki komið upp um sig í
ákafa sínum. Ég sá hvernig hún
fylgdist með átökum mínum og
manns hennar í huganum, eins og
hún hugsaði sér þau, las svo greini
Iega í huga hennar, að ég sannfærð
ist um, að hún ætlaði að nota mig
sem .verkfæri til hefnda, í átökum,
sem annað hvort hann mundi verða
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængumar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DON- og
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
.V.VA
Blómabúbin
Hrisateig 1
símar 38420 & 34174
fl)
Judd, liðsforingi, ég þakka þr-
fyrir að koma í tíma. Tshulu og
ég höfum haft... það nokkuð erf
itt. En við tókum til fanga þessa
glæpamenn, með öllum þeim
sönnunargögnum, sem Yeats hers
höfðingi þarfnast. Hann skipaði
mér svo fyrir í fyrsta lagi, að
athuga hvort Tshulu kapteinn og
þú væruð heilir á húfi. Tarzan, er
allt í lagi með þig? Kallaðu á
lækni, þetta er áríðandi, láttu
liðsmenn okkar koma hingað
fljótt með blóðvatn.
| lll SÖLU
j 2 herb. íbúð ódýr rislbúð við
! Miklubraut.
12 herb. íbúð í VesturbænUm.
i 3 herb. íbúð við Kleppsveg. Þvotta-
' hús á hæðinni.
3-4 herb. íbúð við Nökkvavog, kjall
I ari.
: 4 herb. ibúð við Hjallaveg, bílskúr
fylgir.
4 herb. góð íbúð við Ljósheima,
vel innréttuð íbúð, svalir, tvö-
falt gler, .eppi fylgja.
4 herb. stór íbúð við Barmahlíð,
bílskúr.
5 herb. íbúð í sambyggingu við Álf
heima. 2 stofur, 3 svefnherbergi,
eldhús, bað, sér þvottahús á
hæðinni, tvennar svalir, íbúðar-
herbergi með snyrtingu fylgir á
jarðhæð: Sér geymsla I kjallara.
Endaíbúð.
6 herb. endaíbúð við Hvassaleiti
í sambyggingu, herb. fylgir í kjall
ara.
TIL SÖLU í SMÍÐUM
Einbýlishús við Mánabraut í Kópa
vogi, byrjað verður á húsinu eft
ir áramót. Hæðin um 130 ferm.
5 herb. og eldhús, bað þvotta-
hús, geymsla, á jarðhæð er inn-
byggður bilskúr, geymslur og
hiti. Selst fokhelt. Teikning ligg
ur fyrir á skrifstofunni. (
Ingimarsson lögm.
Hafnarstr. 4, simi 20555, sölum.
Sigurgeir '^agnússon, kvöldsfmi
3494 n
5aES3c«?a