Vísir - 02.12.1964, Síða 3

Vísir - 02.12.1964, Síða 3
v i o i k . *7IiOviKudagur 2. desember 1964. 3 Það er margt, sem hugurinn girnist og alltaf eru leikföngin freistandi. Um þessar mundir eru flestir kaupmenn borgarinnar að skreyta verzl- anir sínar og setja jóiavörurnar út í gluggana, og alltaf eru það jóla- sveinarnir, sem mesta athygli vekja. Jólaösin er byrjuð og bærinn fær smátt og smátt meiri jólasvip. Skól avörðustígurinn er fyrsta verzlunargatan, sem hefur verið breytt. — Ljósm. B. G, JOLAOSIN BYRJUÐ Það var auðséð í Miðbænum i gær, að jólaösin er byrjuð. Um- ferð var mikil, jafnt á gangstétt um sem á akbrautum og mikið var að gera í verzlunum. Þeg- ar eru jólaskreytingar komnar upp á Skólavörðustíg og um þessar mundir eru flestir kaup- menn borgarinnar að skreyta verzlanir sinar og taka fram jóla vörurnar. Hjá mörgum fyrir- tækjum, sem sjá um dreifingu á jólavörunum, er unnið dag og nótt, þvf það þarf að koma þeim I margar verzlanir. Borgin fer smátt og smátt að fá jólasvip, eftir þvf sem skreyt- ingar f verzlunum og á götum aukast. Um þessar mundir vinna flestir kaupmenn borgarinnar langt fram á kvöld við að skreyta verzlanir sfnar og koma fyrir jólavamingnum f verzlun- argluggum. Og innan skamms verða svo jólatrén sett upp, sem eiga hvað stærstan þátt í því að skapa jólastemningu f borginni. Þegar er búið að flytja til Tands ins allmikið magn af jólatrjám og má til gamans geta þess, að í fyrra voru flutt inn meira en 10 þúsund jólatré og um 30 tonn af greinum. Þá má ekki heldur gleyma jólabókunum, sem flæða yfir Iandsmenn þessa dagana. Mikið er að gera í öllum bókaverzlun- um Það þarf að rýma fyrir öll- um þessum nýju bókum, sem berast nú í verzlanirnar daglega. Og það er eiginlega sama, hvert er litið fyrir jólin, alls staðar virðist vera jólaös, I verk smiðjum, heildverzlunum, verzl- unum, skrifstofum og bönkum. Um Ieið og skólafrfin byrja fá flestar verzlanir aukinn starfs- kraft. Myndsjáin í dag er tekin niðri í Miðbæ í gærdag og þrátt fyr- ir það að 22 dagar séu enn til jóla.virðist jólaösin vera byrjuð, sem nær svo hámarki á Þorláks- messu. B

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.