Vísir - 02.12.1964, Side 6
6
V1 S I R . Miðvikudagur 2. desember 1964.
Hver kaupir stærsta einka-
bókasafn á íslandi?
í morgun gaf að lesa mikil
bókatíðindi í blöðum, þar sem tvö
stærstu einkabókasöfn í landinu
eru f þann veginn að skipta um
eigendur. Bókasafn Davíðs heitins
Stefánssonar þegar selt Ak-
ureyrarbæ, en safn Kára H. Borg-
fjörðs kaupmanns auglýst tii sölu.
Eins og kunnugt er, er uppi-
staðan f safni Kára h'ið mikla og
verðmæta safn Þorsteins sýslu-
manns Þorsteinssonar sem Kári
keypti af erfingjum Þorsteins heit-
ins.
Vísir ætlaði í morgun að ná tali
af seljandanum, Kára H. Borg-
fjörð, en tókst ekki að grafa hann
uppi. Hins vegar náði blaðið tali
af umboðsmanni Kára, þess sem
hefur með sölu safnsins að gera,
en það er Böðvar Kvaran skrif
stofustjór'i.
— Af hverju ætlar Kári að
selja?
— Um ástæðurnar fyrir sölunni
er mér ekki nógu kunnugt, svar-
aði Böðvar, — en þær munu ve-a
persónulegar.
— Hvað á safnið að kosta?
— Það á að leita tilboða í það.
— Á, það að seljast í einu lagi?
— Helzt. Kári Borgfjörð hefur
lagt mikið kapp á að auka safn'ó
og gera því á ýmsan hátt til góða.
þann tíma, sem hann hefur verið
eigandi þess, og leggur þess vegna
áherzlu á að það verði selt í einu
lagi, ef einhver tök eru á því.
— Er líklegt að nokkur ein-
staklingur bjóði í það?
— Það er aldrei að vita. En ekki
þykir mér það be'inlínis líklegt.
— Hver er þá líklegur til að
kaupa? tíBiwCTK
— T. d. ríkið, eða einhverjar
stofnanir. Heyrzt hefur að Hand-
ritastofnunin væri á hnotskóg eft-
ir fullkomnu bókasafni. Það er
líka á vitorði almennings að
byggja á bókhlöðu á Bessastöðum
'>á hefur komið til tals að kaupa
bókasafn handa Skáihoitsstað svo
rokkuð sé nefnt. Og ef t. d. ríkið
'-aupir, teldi ég ekk'i fjarstæðu að
-kipta safninu milli stofnana eftir
bví sem hver þeirra þyrfti á að
halda. Ein hlyti einn bókaflokk-
inn, önnur hinn, eftir atvikum.
í öðru lagi er vitað að útlendir
aðilar koma einnig til greina sem
kaupendur, þ. á m. ýmsir háskólar,
sem hafa verið að léita fyrir sér
um kaup á íslenzkum bókasöfnum.
Annars held ég að Kári vilji helzt
ekki að safnið fari úr landi ef
annars er kostur.
— Og safninu hefur bætzt mikið
af bókum eftir að Kári keypti safn
Þorsteins sýslumanns?
— Mjög mikið. Kári var þegar
byrjaður að safna áður bókum,
einkum nýrri tímaritum og mörg
þeirra voru ekki f safni Þorsteins.
Auk þess lagði Kári feikna kapp
á að fyila í einstaka bókaflokka
eftir föngum og keypti fjölda dýr-
mætra og fágætra bóka m. a. úr
safni Gunnars Hall. Margir flokkar
í safninu eru eins fullkomnir
og tök eru á.
— Hefur bókasafninu auk þess
verið gert margt til góða?
— Það er ekki hægt að segja
annað. Það er búið að binda mest
af því inn, hinar dýrmætari bæk-
ur, sem áður voru óbundnar, hafa
verið bundnar inn í skinn, aðrar
í rexin.
Þá hefur verið lögð mikil vinna
í viðgerðir á bókum, þar sem þess
þurfti með. Bókaskrá hefur verið
Páll Zophoniasson
látinn
er
gerð — spjaldskrá sem fylgja mun
í kaupunum. Loks hafði Kári lát:ð
útbúa stálskápa utan um mikinn
hluta safnsins og þeir munu einnig
fylgja með ef um semsL
Páll Zophoniasson fyrrverandi ai
þingismaður lézt á Borgarspítalan-
um í Reykjavík í gærkveldi. Hafði
hann legið sjúkur lengi. Páll var
kjörinn á þing fyrir Norður-Múla-
sýsiu árið 1934 og sat óslitið á þingi
til ársins 1959. Hann var búfræði
menntaður. Lauk búfræðinámi frá' jst Þórarinn harma, að bæjarstjðrn
Hólum árið 1905 og stundaði síðan
framhaídsnám í Danniörku. 1928
hóf hann störf hjá Búnaðarfélagi ís
iands og gegndi þar margvíslegum
störfum. 1950 var hann settur bún-
aðarmálastjóri og gegndi þvf em.
bætti til 1956. Páll kvæntist árið
1912 Guðrúnu Hannesdóttur frá
Deildartungu og eignuðust þau 6
börn. Þau eru Unnur, gift Sigtryggi
Klemenssyni, Zophonias kvæntur
Lis danskri konu Páll Agnar kvænt
ur Kirsten Henrikssen, Hannes
kvæntur Sigrúnu Helgadóttur,
Hjalti kvæntur Ingigerði Karlsdótt
ur og Vigdís gift Baldvini Halldórs-
syni. — Guðrún kona Páls lézt í
fyrra.
Davíðshús —
■■ramn a> 16. síðu
að hálfu fyrir 10. janúar 1965, en
að hálfu á næstu 5 árum. Þá gefa
erfingjarnir meginhluta húsmuna
Davíðs. Hvort tveggja á að varð-
veitast í sérstökum Daviðssal í
húsakynnum þeim. sem verið er
að reisa yfir Amtsbókasafnið á
Akureyri. Skilyrði er, að bæjar-
stjórn hafi látið rýma húsið fyrir
31. janúar næsta árs.
Þá lá einnig fyrir fundinum heft
saman allmikil bók undirskrifta og
taldi bæjarstjóri, að par væru
nöfn tæplega 1400 Akureynnga.
Undirskriftirnar studdu ávarp, sem
Þórarinn Björnsson, skólameistari,
hafði samið, þar sem skorað var á
bæjarstjórn að sjá til þess, að allt,
hús bókasafn og munir koraist i
eigu bæjarins en því verði ekki
sundrað. Blaðið átti tal af Þórarni
Björnssyni í morgun. Hann sagði
að nokkrir borgarar, þar í meðal
Erlingur Davíðsson ritstjóri, SVerr
ir Pálsson skólastjóri og Sigurður
O. Bjömsson prentsmiðjustjóri,
hef^’i hitzt á laugardaginn og hon-
i' ’i verið falið að semja á-
’að var síðan prentað á
la.. . -agskvöld og borið milli
húsa á sunnudag, mánudag og
fram að hádegi á þriðjudag. Sagð
John Deere — trakt
orsgrafa
Höfum til leigu John Deeretraktorsgröfu með
amerískum tækjum.
ÝTAN hf.
Símar 38194 og 37574.
MÚRARAR
Vil láta 5 manna bíl upp í múrverk, sími 37322
Húsnæði óskast
íbúð óskast til leigu fyrir 3 brezkar skrif-
stofustúlkur. Uppl. í símum 10620 og 14824
hefði ekki orðið við áskoruninn’,
en benti á, að húsið væri enn á
sfnum stað og ekki öll von úti um,
að síðar mætti gera það að Davíðs-
húsi, eins og fólst í áskonminni.
1400 nöfn eru mörg 1 9000
manna bæ, en samt taldi fréttarit-
ari Vísis, að mun fleiri hefðu skrif-
að undir áskorunina, ef lengri
tími hefð'i verið til stefnu, því húa
komst ekki í nærri öll hús bæjar-
ins. Stuðningsr enn ávarpsins yf-
irvega nú, hvort ekki sé rétt að
efna til fjársöfnunar til að gera
húskaupin kleif.
Á bæjarstjórnarfundinum flutti
bæjarstjóri í' rlega skýrslu um
samningana, en um þá náðist end-
anlegt samkomulag í síðustu viku.
Síðast stóð á samkomulagi um
greiðslufrest, en erfingjamir gáfu
eftir á síðustu stundu. Virðist þá
ekki vera neitt kappsmál af hálfu
erfingjr. ia að selja húsið líka. Þá
hafði bæjarstjórn einnig snúið sér
til menntamálaráðherra með það
fyrir augum, að fá ríkið sem með-
eiganda að safninu eða fá það td
að styrkja kaupin. Menntamálaráð-
herra gaf vilyrði fyrir milljó,i
króna styrk til kaupanna með bví
skilyrði, að þá væri ríkið laust
allra mála í sambandi við rekstur-
inn.
S.Þ. —
Framh .af bls. 1.
ráðherra er veikur og liggur í
sjúkrahúsi. Sendinefnd íslands á
þinginu er enn ekki fullskipuð en
samkvæmt fréttat'ilkynningu, er
blaðinu barst frá utanríkis
ráðuneytinu verður sendinefnd ls-
land í byrjun þingsins skipuð
þessum mönnum: Thor Thors
sendiherra formaður, Þórður Eyj-
ólfsson, hæstaréttardómari, Krist-
ján Albertsson sendiráðunautur og
Hannes Kjartansson aðalræðismað-
ur.
5 ára —
Framh. af bls. 16
húsa, barnaheimila og fjölbýlis-
húsa.
Stjórn Innkaupastofnunar Reykja
vrkurborgar skipa Gunnlaugur Pét-
ursson, borgarritari, sem er for-
maður, Sigurður Magnússon kaup
maður. ritari, Þorbjörn Jóhannes-
son kaupmaður, Óskar Hallglíms-
sonar og Guðmundur J. G'ið-
mundsson.
Nordurljós —
framti »1 Ols 16
að senda austur að Eyvindará
á Fljótsdalshéraði.
Þessar ljósmyndavélar verða
í umsjá dr. Þorsteins, þeim er
stjórnað af hárfínum klukkum,
svonefndum kristalklukkum,
sem smiðaðar eru hér á landi
og hið mesta völundarsmíð.
Frægasti klukkusmiðurinn er
Björn Kristinsson og er hjá
Rafagnatækni h.f.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson
sagði Vísi í morgun, að upp-
setningu fyrrnefndra ijósmynda
véla væri hraðað með til.iti til
„sólkyrrðarársins", sem nú
stendur yfir til þess að hafa
samanburð við þær rannsóknir.
sem þá eru gerðar víði um
heim. En þó ekki hefði staðið
þannig á væri mikil nauðsyn
að hraða norðurljósarannsókn-
um á íslandi, en hvergi eru
betri skilyrði en hér á landi
til þeirra rannsókna á norður-
hveli jarðar. Háljósabaugurinn
liggur yfir ísland.
Dr. Þorsteinn kvað mega segja
að norðurljósarannsóknir væru
aðallega hreinvísindalegar eins
og sakir stæðu, en þær væru þó
að öðrum þræði hagnýtar rann
sóknir, svo sem I sambandi við
geimferðir, geimrannsóknir, út-
varpssambönd o. fl.
Norðurljósarannsóknimar
svo sem ljósmyndataka sú, sem
framundan er hér á iandi er
beinlínis liður í geimrannsókn
um almennt eins og t.d. eld-
flaugaskot Frakka £ sumar.
Eins og kunnugt er stafa
norðurljósin frá rafögnum, sem
koma frá sólinni með gffurleg-
um hraða inn í gufuhvolf jarðar
í nánd við heimskautin.
Háskólahátíð —
Framh. af bls. 1
hvort taka bæri upp nýjar náms
greinar við Háskóiann og sagði
að margs yrði að gæta í því sam
bandi. Hann benti á að mjög
lítið hefði verið um það síðustu
20 ár, að nýjar greinar hefðu ver
ið teknar upp. Ræddi hann m. a.
möguleikana á þv£ að færa
kennslu inn f landið, það er
kennslu í þeim greinum sem fs-
lenzkir stúdentar fara utan til að
læra, en rektor taldi að einnig
þar þyrfti að fara varlega f sak
imar og byrja t. d. kennslu f
fyrrihluta í slíkum greinum. En
svo þyrfti að styrkja kennslu í
þeim greinum sem fyrir væru.
BA-próf í náttúrufræði.
Hann gat þess, að Háskólinn
hefði þegar sett fram tillögur um
að stofnað verði til kennslu til
BAprófs í náttúrufræði, grasa
fræði, dýrafræði og jarðfræði og
kvaðst hann fastlega vænta
þess, að til þeirrar kennslu verði
stofnað á næstunni, vonandi þeg
ar á næsta háskólaári. Er það i
rauninni fjarri öllu lagi að ekki
skuli fyrir löngu hafa verið stofn
að prófessorsembætti f náttúru
fræði, þvf að rannsóknarskylda
þjóðarinnar þar er mjög brýn. í
tungumálakennslu benti hann á
að skorti kennslu f almennum
málvísindum og þarflegt væri að
taka upp kennslu t d. í ítölsku,
rússnesku og spænsku, sér-
staklega í rússnesku. Þá væri
vert athugunar að stofna til
kennslu í fornleifafræði og sama
væri að segja um listfræði og
iistsögu, tónfræði og tónfræða-
sögu.
Á sviði félagsvísindanna kvað
hann þörf gagngerðra umbóta.
Benti hann á að ýmsar veiga-
miklar greinar félagsvísinda eru
alls ekki kenndar við Háskólann
og þá sérstaklega hin almenna
félagsfræði. Þá sagði hann að
gefa þyrfti sérstakan gaum þeim
vísindum sem varða atvinnu-
vegi þjóðarinnar, svo sem
kennslu í landbúnaðarvísindum,
fiskifræði og haffræði og í grein
um sem varða iðnað. Er nauðsyn
legt að treysta tengslin milli
Háskólans og atvinnuveganna.
Væri ráðlegt að byrja kennslu i
þessum greinum í fyrrihluta. 1
þessum greinum taldi rektor, að
kennsla hér heima yrði betur
lögðu eftir aðstæðum en kennsla
erlendis.
Seinni hluti
verkfræðL
Þá greindi rektor frá þvi, að
nú stæði til að koma á kennslu í
verkfr. til síðarahluta prófs í
byggigaverkfræði.
Tilkoma Raunvísindastofnun-
arinnar gerir það enn brýnna en
áður að hefjast handa um könn
un á möguleikum á að koma á
fót raunvísindadeild, þar sem
saman yrðu tengdar greinar eins
og verkfræði, eðlisfræði, efna-
fræði, stærðfræði, jarðeðlisfræði
og dýrafræði.
Þá væri æskilegt að kanna
möguleika á að koma á fót
kennslu í húsagerðarfræðum eða
húsagerðarlist, en sú grein hef-
ur sívaxandi gildi hér.
Frú Weile Jónsson
tekur á móti
Frú Irma Weile Jónsson hefur
beðið blaðið um að skýra frá
því, að hún muni verða viðstödd
í dag á Hótel Borg kl. 3,30-7,00
til þess að taka á móti áskrifend
um að bók manns hennar Ás-
mundar heitins Jónssonar „Hól-
ar í Hjaltadal" Mun hún afhenda
bókina og árita hana f viðurvist
þeirra sem koma til að sækja
hana.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
séra HALLDÓR KOLBEINS,
andaðist 29. nóvember s.l.
Lára Kolbeins, börn og tengdaböm.
Þakka innilega auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og útför mannsins míns,
BJÖRNS JÓHANNESSONAR,
fyrrum bæjarfulltrúa.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Jónina Guðmundsdóttir.