Vísir - 04.12.1964, Side 15
VlSIR . Föstudagur 4. desember 1964.
/5
Aðferðimar
verið
margvisiegar
rjrrjx
Gamansöm saga um morðáform — eftir Nedru Tyre
ur, gætti hann sín ekki og stakkst
á höfuðið niður allan stigann.
Klukkan var ellefu, stundin, sem
að áliti ekkjufrúnna var heppileg-
ust. Og það var á þeirri stundu,
sem herra Shafer, í uppnæmi yfir
örvæntingunni og ofdirfskunni og
öðru, sem hann las í svip Allens,
missteig sig í efsta þrepi stigans,
með þeim afleiðingum, sem áður
var greint.
Lawrence Allen heyrði hann ekki
hrapa niður stigann. Þegar honum
rénaði reiðin eftir að hafa orðið
svo æstur, að hann var í þann veg-
inn að ráðast á þrælmennið, var
hann dasaður, og þakkaði guði sín-
um og skapara, að hann hafði ekki
brjálazt gersamlega, um leið og
hann viðurkenndi með sjálfum sér,
að hann gæti ekki ábyrgzt hvað
gerzt hefði, ef herra Shafer hefði
ekki skellt hurðinni aftur fyrir nef-
inu á honum. Hann gekk hægt til
herbergis síns og fór að mála og
þá færðist ró yfir hann og það örl-
aði jafnvel á von í huga hans um
framtíðina.
Eftir dauða herra Shafers var
eins og þær hefðu ósköp lítið að
tala um ekkjufrúrnar og vinkonurn
ar gömlu. Það var engu líkara en
að allar viðræðuuppsprettur hefðu
tæmzt, þegar þær höfðu lokið við
að skipuleggja morðið á Shafer.
Hin ágæb: dóttir Shafers kom
heim og tók við stjórn hússins og
þar ríkti nú andi friðar, kyrrðar
og velvildar. Frú Grove flutti inn
aftur með köttinn sinn og herra
Floyd flutti Ifksi inn og enginn
amaðist við þvf, bótt hanr. dæsti
vegna brjóstmæðinnsr. Og dóttir
herra Shafers hafði ekkert að at
huga við það, þótt Allen málaði í
herberginu sínu og um síðir hjálp-
aði hún honum að fá tvær myndir
teknar til sýningar á opinbéra má!-
verkasningu. Allen gamli reyndist
nefnilega ekki vera neinn fúskari.
En frú Franklin var undir niðri
dálítið gröm vinkonu sinni, Mat-
ildu, að hún skyldi hafa, í raun-
inni án hennar vitundar, fram-
kvæmt þá hugmynd, sem var henn-
ar hugmynd, — og framkvæmt
hana án þess að hún væri viðstödd
og til aðstoðar. „Og ég, sem i öll
þessi ár hef haldið að Matilda
væri feimin og hlédræg", hugsaði
hún.
Henni 'sámaði það sem sé all-
verulega Undír niðri, að Matilda
skyldi hafa ..spi'.r.ð út og það með
henr.ar spi!i“, en þetta sýndi bara,
að ’ raun'nni þekkti maður aklrei
neinn niður í kjölinn, hugsaði hún.
Að „hugsa sér“ að Matiida skyldi
— í stað þess að fara og horfa á
vorhatta í gluggum hattaverzlan-
anna - hafa falið sig I kústaskápn-
um í dimmum ganginum, tekið kúst
og ýtt Shafer niður stigann og
tV. feðra sinna ..
Þessar gömlu vinkonur héldu á-
fram að drekka saman árdegis-
kaffi, en þær voru varar um sig.
Hvor þeirra sem var sneri aldrei
baki að hinni, og þegar þær horfð-
ust í augu var hvor um sig sann-
færð um að hin hefði kálað herra
Shafer.
S ö g u 1 o k
Arthur Conun Doyle:
Innsiglaða herbergið
Framgjarn málflutningsmaður og
áhugasamur um íþróttir, sem er til
neyddur vegna viðskiptavona, að
dveljast innan fjögurra veggja skrif
stofu sinnar frá kl. 10 — 5 daglega,
verður að nota kvöldin eftir því
sem unnt er sér til líkamlegrar
áreynslu í heilsubótar skyni. Þess-
ar voru orsakirnar, sem lágu til
grundvallar því, að ég fór í langar
gönguferðir á kvöldin um hæðirnar
í Hampstead og Highgate, og
hreinsa þannig úr öndunarfærum
mínum hið óhreina loft í Abchurch
Lane. Það var á einni þessara
gönguferða út um hvippinn og
hvappinn, sem ég fywst hitti Felix
Stanniford, og var það upphaf þess
furðulegasta, sem fyrir mig hefur
komið á lífsleiðinni.
Það var kvöld nokkurt seint í
apríl eða snemma í maí 1894. Ég
hafði lagt leið mína allt til yztu
marka bæjarlands Lundúnaborgar
að norðanverðu og var nú á heim-
ieið um eina af þessum fallegu göt-
um með trjám beggja vegna og há-
um múrsteinshúsum, en slíkar göt-
ur teygjast æ lengra út í sveit-
irnar utan borgarinnar. Þetta vor-
kvöld var fagurt veður, tunglið
skein á heiðum himni. Ég hafði
gengið margar mílur, farinn að
lýjast dálítið, og var þvl farinn
að hægja á mér, og gat gefið mér
tíma til þess að líta vel í kringum
mig. Beindist nú athygli mín eink-
um að einu húsanna, sem leið mín
lá fram hjá.
Þetta var mjög stórt hús, sem
stóð inni á stórri lóð, kippkorn frá
strætinu. Á húsinu var nútímasvip-
ur og þó minni en á hinum húsun-
um, sem særðu fegurðarsmekk
minn í grófleika sínum. Þarna hafði
myndazt gap í beina, samsvarandi
röð, með fiöt sem lárviðarrunnar
uxu á, en handan he”*u,r gnæfði
húsið dökkt og skugga* Greini-
legt var, að þarna hafði verið sveit-
arsetur, sennilega einhvers efnaðs
kaupsýslumans; áður en strætið
var lagt, en smám saman verið
umkringt hinum rauðleitu múr-
steinshúsum stórborgarinnar. Ég
fór að hugsa um, að er fram liðu
stundir myndi þróunin verða sú,
að þetta ætti eftir að hverfa, eftir
að hafa komizt í eigu einhvers,
sem byggir smáhús í gróða skyni,
og að þarna myndu upp rísa á flöt-
inni miklu tíu eða tólf smáhús af
þeirri gerð, sem leigð eru fyrir um
80 pund á ári. Og eftir að mér
hafði orðið þetta umhugsunarefni
kom fyrir atvik, sem varð þess
valdandi, að hugurinn beindist í allt
aðra átt.
Einum þessara fjórhjóla leigu-
vagna, sem eru smánarblettur á
Lundúnaborg, var ekið með miklu
skrölti beint á móti hjólreiðamanni
sem hafði ljós á reiðhjóli sínu.
Annað sem hreyfing var á sást
ekki á strætinu, sem var baðað í
tunglsljósi, en samt sem áður varð
þarna árekstur með eins óskiljan-
legum hætti og þegar tvö hafskip
rekast hvort á annað á hinu víða
Atlantshafi. Áreksturinn var hjól-
reiðamanninum að kenna, Hann ætl
aði sér að hjóla beint fyrir framan
vagninn, en misreiknaði fjarlægð-
ina, og lenti á bógi hestsins og
valt um koll. Maðurinn reis á fæt-
ur nöldrandi og bölvandi, en vagn-
stjórinn galt í sömu mynt, og mun
svo hafa flogið í hug allt í einu,
að hjólreiðamaðurinn mundi ekki
hafa veitt athygli númeri hans, sló
í hestínn og ók hratt burtu. Hjól-
reiðamaðurinn hélt um handföng-
in á brotnu reiðhjólinu, og settist
svo allt í einu niður dæsandi og
sagði:
— Guð minn góður!
Ég hljóp til hans.
— Hafið þér meitt yður? spurði
ég-
— Það er ökklinn á mér. Bara
tognun, held ég, en það er tals-
vert sárt. Verið svo vinsamlegur
að hjálpa mér að standa upp.
Það lagði á hann gulleita birtu
frá reiðhjólsluktinni, þar sem hann
lá, og ég hjálpaði honum að rísa
á fætur. Þetta var herramannsleg-
ur maður, með lítið, svart yfir-
skegg og stór, brún augu. Hann
virtist maður viðkvæmur og dálítið
taugaóstyrkur, kinnfiskasoginn,
sennilega ekki heilsuhraustur. Hann
stóð upp með aðstoð minni, en
lyfti þegar upp öðrum fætinum
eins og hann kenndi til í honum.
— Ég get ekki stigið í hann,
sagði hann.
— Hvar eigið þér heima? spurði
ég-
— Hérna, sagði hann og hnykkti
til höfðinu í áttina til stóra, skugga
lega hússins inni í garðinum. Ég
var að hjóla að hliðinu þegar ó-
hræsis leiguvagnsstjórinn ók á mig.
■ Gætuð þér hjálpað mér að komast
,þangað?
I Mér fannst sjálfsagt, að rétta
jhonum hjálparhönd, kom reiðhjóli
'hans inn í garðinn, og studdi hann
svo að aðaldyrum hússins. Það var
;hvergi ljós í húsinu og eins þögult
|og þar hefði aldrei nokkur lifandi
sál búið.
— Þetta mun duga, sagði hann.
Þakka yður kærlega fýnr.
Hann fór að reyna að stinga
lyklinum í skrána, en fórst það ó-
hönduglega.
-t; Nei, þér verðið að lofa mér
að hjálpa yður inn fyrir.
Hann svaraði önuglega, en hik-
andi og mun hafa gert sér grein
fyrir, að hann gæti ekki án hjálp-
ar minnar komizt. Ég opnaði dyrn-
ar. í forstofunni var kolamyrkur.
Hann skjögraði áfram, studdur af
mér.
— Dyrnar þarna til hægri, sagði
hann og þreifaði fyrir sér í myrkr-
inu.
Ég opnaði dyrnar og svo tókst
honum einhvern veginn að kveikja
á eldspýtu. Það var lampi á borð-
inu og við hjálpuðumst að við að
kveikja á honum.
— Nú get ég bjargað mér, sagði
han. Yður er óhætt að skilja mig
eftir. Góða nótt.
Og þar með hneig hann iður í
hægindastól. Það hafði steinliðið
yfir hann.
Ég varð gripinn ónotatilfinningu.
Náunginn var náfölur í framan og
draugslegur og ég var ekki viss um
hvort hann var lífs eða liðinn. En
allt í einu bærðust varir hans og
brjóstkassinn lyftist upp, það glitti
í hvítu augna hans og hann var
ft&S-ŒSSmtPam
7,a* . ' • > !
W.V.V.W.,.VAVA,/JY.
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver,
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DtJN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Siml 18740.
í
WASV.'
TIL SÖLU
2 herb. íbúð ódýr risíbúð við
Miklubraut.
2 herb. íbúð í Vesturbænum.
3 herb. íbúð við Kleppsveg. Þvotta-
hús á hæðinni.
3-4 herb. íbúð við Nökkvavog, kjall
ari. j
4 herb. íbús við Hjallaveg, bílskúr
fylgir.
4 herb. góð ibúð við Ljósheima,
ve! innréttuð íbúð, svalir, tvö-
falt gler, eppi fylgja.
4 herb. stór íbúð við Barmahlíð,
bílskúr.
5 herb. íbúð í sambyggingu við Álf
heima. 2 stofur, 3 svefnherbergi,
eldhús, bað, sér þvottahús á
hæðinni. tvennar svalir, íbúðar-
herbergi með snyrtingu fylgir á
jarðhæð. Sér geymsla í kjallara.
Endaíbúð.
6 herb. endaibúð við Hvassaleiti
í sambyggingu, herb. fylgir í kjall
ara.
TIL SÖLU í SMÍÐUM
Einbýlishús við Mánabraut í Kópa
vogi, byrjað verður á húsinu eft
ir áramót. Hæðin um 130 ferm.
5 herb. og eldhús, bað þvotta-
hús, geymsla, á jarðhæð er inn-
byggður bílskúr geymslur og
hiti. Selst fokhelt. Teikning ligg
ur fyrir á skrifstofunni.
J:n Ingimarsson fögm.
Hafnarstr 4, ;imi 20555, sölum
Si';urgeir "annússon kvöldsimi
349^’
Blómabúbin
Staddir í rjóðrinu
arstöðinni er horft
á fallhlífarstökkið
hjá verzlun-
með aðdáun
fífldjarfa frá
þotunni sem á sér stað og þessi
óþekkti fallhlífarstökkvari lendir
á þessum litla stað méð prýði.
Drottinn minn dýri,
karlmaður heldur
þetta er ekki
kona, segír
einn, já, þetta er Naomi hjúkrun-
arkona, ekkert hræðir hana.
Hrísateig 1
simar 38420 & 34174