Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 4 janúar í!)i" 3 HVAÐA RÁÐ ERU HÖFUÐ VERK? # ('"*■ f-v‘ ar mjög • mismunandi og éin- staklingsbundið hvar þessi tak- mörk liggja. Én yfirleitt fylgir höfuðverknum getuleysi eða andúð á að takast á við þá erf- iðleika sem mæta mönnum í líf- inu. — JJvað er höfuðverkur? — Höfuðverkur er ekki sjúk- dómur f sjálfu sér, heldur af- leiðing og einkenni sjúkdóms. Hann getur verið einkenni trufl- ana í heilabúinu eða i öðrum hlutum líkamans, eða í persónu- leika mannsins. Hann getur einnig verið afleiðing umhverf- isins eða sambland af þessu öllu Oftast er höfuðverkur þýðingar- lítill, en stur|dum getur hann verið merki byrjunar á alvar- legri truflun eða sjúkdómi. — Ef maður fær höfuðverk. Er þá rétt að leita læknis? — Ég held við ættum hér strax að skilja á milli krónisks eða viðvarandi nöfuðverkjar, það er að segja höfuðverkjar, sem kemur stöðugt aftur og aft- ur með stuttu millibili og hins vegar höfuðverkjar, sem kemur fyrir kannski einu sinni. Það er ekki nauðsynlegt fyrir mann að fara til læknis, þó að hann fái þannig uppáfallandi höfuðverk. Hinir, sem hafa krónískan höfuð verk þurfa nauðsynlega að fara til læknis. — Hvað orsakar venjulega krónískan höfuðverk? — Samkvæmt okkar reynslu eru orsakir krónísks höfuð- verkjar aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi myndast hann af vöðvaspennu, það er hinn svo kallaði „spennu" höfuðverkur og f öðru lagi verkur sem stafar af skemmdum á æðum í höfðinu, það er sú tegirnd sem kölluð er mígrenu-höfuðverkur. Sumlr þeirra semvtelja sig hafa læknazt af mígrenu hafa einnig læknazt af spennuhöfuðverkn- um. Þeim líður þá að sjálfsögðu miklu betur, en mígrenunni hef ur ekki verið útrýmt. — JJvernig er hægt að þekkja þessar tvær tégundir í sundur? Arnold Friedman sérfræðingur í höfuðverkjarsjúkdómum við Montefiore sjúkrahúsið f New York. — Aðallega á gangi sjúkdóms- ins. En einkennin eru líka nokkuð misjöfn. Spennu-höfuð- verkur er að jafnaði f báðum helmingum höfuðsins, honum fylgir stöðugur þungi, en að jafnaði fylgir honum ekki ógleði eða uppköst. Mígrenu-höfuðverk urinn er hins vegar að jafnaði aðeihs ‘ öðrúm megin f höfðinu og honum fylgir ógleði og upp- köst, Þá er maður mjög við- kvæmur á takmörkuðum sviðum höfuðleðursins. Spennu-höfuðverkurinn kem- ur að jafnaði ailtaf, þegar á- reynsla og spenna er sem mest. Með öðrum orðum, hann kemur þegar mest reynir á athygli, ein beitingu eða þegar menn eru mjög áhyggjufullir Mígrenu-höfuðverkurinn kem- ur hins vegar nokkuð seinna, þegar dregur úr spennunni. Varnir æðanna eru jafnan nokkr ar svo að þær geta tekið á sig áhrifin á spennunni. — XTvar finnur maður mest til spennu-höfuðverkj- ar? — Venjulega finnur sjúkling- urinn mest til aftan í hnakk- anum og í hálsinum. Það er þó ekki einhlítt, oft finnst sjúkl- ingnum, sem band sé reirt þétt utan um höfuð hans eða sárs- auki getur gert vart við sig i enninu eða andlitinu. — Hvað er hægt að gera við þessu? — Lækningin er tvenns kon- ar, annað er að draga úr sjálfum sársaukanum. Hitt er að reyna að komast fyrir um orsakimar og lækna það sem veldur mein- inu. Venjulega er bezt að komast þannig fyrir rætur sjúkdómsins að gera sjúklingnum skiljanlegt, hvers vegna hann þoli ekki á- reynsluna »g hvað hann getur gert til að draga úr áreynslunni. Viss sefameðöl koma að gagni til að draga tímabundið úr sárs- aukanum. En leggja verður á- herzlu á það, að þær stuðla ekki að gera lækni eða sjúklingi ljós<.ra, hverjar orsakir meinsins eru. Meðöl eru mikils virði til að draga úr tilfinningaspennu svo að sjúklingurinn geti brugð- izt betur við lífsvandamálum sin um. — TTvað er hægt að geta til að draga úr spennu- höfuðverki? — Venjulega er spennu-höf- uðverkur ekki eins alvarlegur og mfgrena. Þess vegna kemur aspi rin að góðu haldi, sömuleiðis sefameðöl. Þau koma jafnvel að betra haldi en asprin. — Hvers vegna það? — Það er vegna þess, að oft er hér ekki aðeins um að ræða sársaukann, heldur tilfinninga- leg viðbrigði við sársaukanum. Svo að læknirinn nær betri ár- angri með því að nota sefameð öl til að draga úr tilfinninga- spennunni, heldur en með því að. nota aðeins sársaukalinandi meðöl. — Duga sömu lyf við mígrenu sjúklinga? — Nei. Meðferð mígrenu hlýt ur einungis að beinast gegn or- sökum sjúkdómsins. Og ég vil taka það fram, að mígrenu-til- felli koma ekki einungis fram í höfuðverk. Mígrenu er lýst þannig i læknabókum, að hún komi fram sem sjóntruflanir, á- samt sársauka öðrum megin f höfðinu, ógleði og uppköstum. Mlgrena getur verið báðum meg in I höfðinu og sjóntruflanir koma kannski ekki fram nema I 8-10% sjúklinganna. Lystar- leysi er jafnvel algengara heldur en beinlínis uppsölur. En mígrenunni fylgja einnig ýmsar aðrar líkamstruflanir Auk ógleði og uppkasta, verður sjúklingurinn oft sljór, hann fær hita, kuldahroll. verður þurr f munninum, svitnar mikið, fær magaverk, niðurgang, verki i útlimi, bólgur og slæm skap- brigði fylgja þessu. — Hvaða me^u* eru v*8 mígrenu? — Algéngasta meðalið er „ergotamine tratrate," sem hef ur verið notað síðan 1930. Á síð- ari árum höfum við lært að nota þetta meðal af meiri þekkingu en áður. Séu önnur lyf notuð með því, þarf ekki að nota eins mikið af ergotamine, svo hægt er að draga úr óheppilegum aukaverkunum. — Hafa fleiri ný meðöl komið fram? — Já. Á síðustu 5 árum hef- ur verið tekið I notkun meðal, sem ætlað er að fyrirbyggja mí- grenu. Þetta meðal hefur vakið athygli og er talsvert notað. Það kallast á máli lyfjafræðinga „methysergide maleate,“ en er annars selt undir nafninu San- sert. Á þeim fimm árum, sem þetta nýja meðal ljpfur verið reynt, hefur það verið notað við 11 þús. sjúklinga og það hefur reynzt bezta meðal, sem nokkru sinni hefur verið notað til að fyrir- byggja mígrenu. Notkun þess er vandasöm og verður að fara fram undir lækniseftirliti og fylgja notkunarreglunum ná- kvæmlega. Það verkar ekki á alla sjúklinga og ^töðvar ekki mígrenutilfelli, sem þegar er byrjað. — Er spennu-höfuðverkur al- gengari en mígrena? — Það er ekki gott að segja um það. Sjúkdómsskýrslur eru ekki sambærilegar, vegna þess, að fólk, sem fær spennu-höfuð- verk reynir að lækna sig sjálft. Það fer ekki til læknis fyrr en höfuðverkurinn er orðinn tíður og alvarlegur. Mígrenu-höfuðverkur er hins vegar alvarlegri sjúkdómur og fer svo að jafnaði að fólk verð- Framhald á bls 4. Á síðustu árum eru læknavísindin farin að rann- saka nánar orsakir höfuðverkjar. En höfuðverkur- inn er böl, oft að vísu lítið hjá hverjum einstaklingi en svo útbreiddur að hann má teljast sízt óalgeng- ari en kvef. Hér birtist samtal sem kom fyrir nokkru í bandaríska blaðinu U. S. News and World Report við frægasta höfuðverkjarsérfæðing Banda- ríkjanna, dr. Amold Friedman. — TTvað er höfuðverkur al- gengur sjúkdómur? — Það hefur oft verið sagt, að höfuðverkur og kvef séu algengustu mein mannkynsins. Ég held, að höfuðverkur sé I hópi verstu þjáninga mannkyns- ins. — Hver er ástæðan? Er það hinn aukni hraði nútímans? — Ef til vill. Við höfum sannanir fyrir því, að höfuð- verkur er miklu algengari I borg um og úthverfum borga en I sveitum. Þessi sifellda áreynsla og tímaþröng, sem fylgir borg arlífinu nægir til að gefa hverj um sem er höfuðverk. Almennt má segja, að per- sónuleiki og líkamskraftar hvers og eins segi til um það. hvað mikla áreynslu hann þolir. Þeg- ar komið er út fyrir þau tak- mörk, þá getur hann ekki meir og oft lýsir það sér svo ,að hann fær höfuðverk. Það er hins veg — TTvar myndast sársauk- inn I mígrenu? Myndast hann I sjálfum heilan- um? — Nei, heilinn sjálfur er með öllu tilfinningalaus, en allviðkvæm tilfinning er I himn- unum sem Iykja um höfuðkúp- una, bæði innan I henni og utan á höfuðkúpunni. Að jafnaði myndast sársaukinn utan á höfuðkúpunni. Hins vegar snert ir allur höfuðverkur heilastarf- semina á endanum, að þvi leyti, að sársaukinn berst til heilans og fer á taugarnar á mönnum. Um 90% af þeim sjúklingum, sem fara með höfuðverk til lækn is munu falla undir þessar tvær tegundir, spennuhöfuðverk og mígrenu, eða sambland af þessu tvennu. — Ganga menn stundum með báðar tegundirnar? — Margir mígrenu-sjúklingar fá einnig spennu-höfuðverk. Mikið af höfuðverkjarsjúkdómum nútímans stafar af því að maðurinn á erfitt með að þola lífið I borginni, þann æsing og hraða sem þar gildir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.