Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 4
4
VI S I R . Mánudagur 4. janúar 1965
„Camel stund
er ánægju stund!“
MADE IN U.S.A.
Kveikið í einni Camel og njótið
ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu
og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐGEFUR BEZTA
REYKINN.
Eigið
strax í dag!
Höfiíðverkur —
Framh.' af 3. síðu
ur að leita til læknis með hann.
Það hefur verið áætlað, að
spennu-höfuðverkur sé 10 sinn-
um tíðari en mígrena. 1 höfuð-
verkjadeild Montefiore sjúkra-
hússins í New York, þar sem ég
starfa höfum við tekið á móti
15 þús. höfuðverkjasjúklingum
á síðustu 20 árum. Ég held að
mér sé óhætt að segja, að um
45% af þeim hafi verið mi-
grenusjúklingar, 40-45% með
spennu-höfuðverk og afgangur-
inn af ýmsum öðrum orsökum.
— |_.Jvaða orsakir eru það?
ast stafar höfuðverkur hjá fólki
með háan blóðþrýsting af mí-
grenu eða spennu ,alveg eins og
hjá fólki með eðlilegan blóð-
þrýsting.
Hins vegar er til höfuðverk-
ur, sem stafar beinlínis af of
háum blóðþrýstingi. Hann er
hins vegar ekki algengur. Hann
kemur aðallega á morgnana,
þegar maður vaknar, og hverf-
ur einni eða tveimur klukku-
stundum eftir að maður fer á
fætur og er eingöngu aftan í
hnakkanum. Takist að lækka
blóðþrýstinginn dregur úr hon-
um eða hann verður fátíðari.
— Veldur augnþreyta höfuð-
— Þáð má nefna eftirfarandi:
1) Sköddun á hálsliðum, 2) Of-
næmi, 3) Sjóntruflanir, 4) Æxli
í heilabúi, 5) Hár blóðþrýsting-
ur, 6) Þröngar æðar og of lít
ið blóðaðstreymi, 7) Geðtrufl-
anir, 8) Timabundin æðakölkun.
Þessir sjúkdómar geta oft
líkzt mjög mígrenu og því er
nauðsynlegt að fá nákvæma lýs
ingu á því hvernig sjúkdómur-
inn hagaði sér í byrjun.
— Þér nefnduð ekki sínus-
eða beinholutruflanir.
— Það er reynsla okkar, að
krónískur sínus-sjúkdómur er
ekki orsök krónísks höfuðverks.
Hins vegar getur sínus-sjúkdóm
ur á mjög háu stigi valdið höf-
uðverk.
— 171 samband á milli hás
blóðþrýstings. og höf-
uðverks?
— Það er ekki hægt að svara
þessu af eða á. Höfuðverkur er
algengari hjá fólki með háan
blóðþrýsting, heldur en fólki
með eðlilegan blóðþrýsting. Oft
verk?
— Já, en ekki eins oft og
menn halda. Það verður að
skilja á milli óþæginda og höf-
uðverkjar Og þó fjarsýni og
sjónskekkja og jafnvægisleysi í
augnvöðvum valdi sumu fólki
höfuðverk hefur þetta ekki
sömu áhrif á aðra menn. Hinn
taúgaveiklaði sjúklingur er oft
sannfærður um að gleraugu séu
það eina sem geti hjálpað og
honum svíar jafnvel við það að
fá gleraugu með rúðuglerjum.
— 'C’r ofát algeng orsök höf
uðverkjar?
— Nei, ekki beinlinis. Flestir
sem eta yfir sig gera það vegna
innri spennu og þarfar. Og þá
stafar höfuðverkurinn sennilega
frekar af tilfinningaspennu en
sjálfu ofátinu.
— Hvað um ofdrykkju?
— Höfuðverkurinn sem fylgir
áfengisdrykkju er flóknari. Á-
hrif alkohólsins sjálfs á æðarnar
f höfðinu geta verið siæm. Þá
-jsa
er hugsanlegt að svokölluð ó-
hreinindi í alkohólinu géti. vald-
ið höfuðverki. En hér koma líka
til áhrifin af því að vaka lengi
frameftir spenningur samkvæm-
islífsins, þreyta og jafnvel sekt-
armeðvitund vegna einhvers
sem hefur komið fyrir.
— Getur þungt loft eða of
miklar reykingar valdið höfuð-
verk?
— Ef kolsýrumagnið í blóðinu
eykst í vondu lofti, þá getur
það skaddað æðarnar, sem aftur
geta valdið höfuðverk, svo að
vont, reykþrungið loft getur í
sjálfu sér valdið höfuðverk. Ég
held þó að höfuðverkur í slík-
um tilfellum stafi oftar af sál-
rænum viðbrögðum mannsins
við þessar aðstæður.
— TTvað er til ráða gegn
A höfuðverk, sem mað-
ur fær einstöku sinnum, án þess
að nokkuð alvarlegra sé að baki
þvi?
— Það má nota ýmis venju-
leg meðöl. Það má nefna kaffi,
frískt loft, líkamshreyfing svo
sem að fara í göngutúr, eða að
skipta um umhverfi stutta
stund. Asprin og önnur lík efni
gefa góða raun. En ég viidi vara
við ofnotkun á aspirini.
— Af hverju það?
— Ofnotkun á aspirini getur
valdið meltingartruflunum, harð
lífi og hjá sumum blæðingum
í innyflum. Ef tekið er mjög
mikið af aspirini koma óheppi-
leg áhrif þess fram í höfuð-
verk, sljóleika, hellu fyrir eyr-
um eða heyrnartruflunum, svita
þorsta, svima og andlegri trufl-
un. Tvær aspirin-töflur geta ver
ið gagnlegar gegn höfuðverk.
En það kemur að engu gagni að
bæta við og taka stærri skammt.
TTvaða einkenni eiga að
sýna fólki, að höfuð-
verkurinn sé svo alvarlegur, að
það eigi að leita til læknis með
hann?
— Við skulum nefna til dæm-
is höfuðverk, sem kemur aft-
ur og aftur og jafnan á sama
stað, höfuðverki, sem fólki hef-
ur tekizt að vinna bót á með
ýmsum ráðum en ráðin eru hætt
að verka, höfuðverk, sem er
í sambandi við breytingar á per
sónuleika og heilastarfsemi, höf
uðverk, sem eru mjög svæsnir
£ byrjun, höfuðverki, sem eru
tákn taugaveiklunar, ef þeim
fylgja bólgur, yfirlið, stirðir eða
máttlausir útlimir eða sjón-
skekkja, höfuðverk, sem hár
hiti fylgir, eða ef einhver önnur
einkenni líkamlegra meinsemda
fylgja honum, svo sem blæð-
ingar úr opum líkamans.
— Er höfuðverkur tíðari með
konum en körlum?
— Það reynist vera svo. Þó
verður að gæta að því, að það
hefur sín áhrif, að víða er litið
svo á, að höfuðverkur sé kven-
sjúkdómur. Hann er talinn
fylgja tíðum og kvartanir um
höfuðve.x eru taldar sýna skort
á þrótti og styrkleika. Konur
aiga auðveldara með að viður-
kenna slíkt en karlmenn, sem
viðurkenna helzt ekki höfuðverk
nema þeir séu orðnir hræddir
við einkennin eða að þau séu
verulega farin að há þeim. Þar
að auki er yfirleitt auðveldara
fyrir konur að fá tíma til að
fara til læknis. Hér hefur það
sín áhrif að læknisvitjun hefur
í för með sér tekjumissi fyrir
marga karlmenn. Ef tekið er trl
lit til alls þessa, má vera að
þetta sé nokkurn veginn jafnt
hjá báðum kynjum.
— Hvað um höfuðverk í böm-
um? Eru það alvarleg einkenni?
— Höfuðverkur í börnum er
sjaldan einkenni alvarlegri sjúk
dóma. Oftast eru orsakirnar sál-
fræðilegar. En ef höfuðverkur-
inn kemur ítrekað eða stöðugt,
þá er rétt að leita læknis. Og
þegar komið er með höfuðverkja
veik börn til lækna, ber þeim
að rannsaka þau vandlega og
m.a. athugá taugaviðbrögð
þeirra.
VÍSIR
AFGREIÐSLA
TIL BLAÐSÖLUBARNA
REYKJAVÍK:
Ingólfsstræti 3 — Sími 11661
Langholtsvegi 178 — Sími 40409.
Háaleitisbraut 47,1. hæð t.v. — Sími 40239.
''íaraBwtte