Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR Mámida"”- ’ ,965
7
BÓKIN HELDUR VELU
Sjö bóksalar segja ólit sitt á bókasölunni fyrir jólin
og hvaðo bækur seldust bezt
Bóksalar í Reykjavík virðast yfir
leitt ekki vera vonsviknir með bóka
söluna fyrir jólin og telja hana
hafa haldið velli miðað við fyrri ár
Hér fer á eftir umsögn nokkurra
bóksala, sem Vísir leitaði til, en
það voru einkum þeir bóksalar, sem
sjálfir eru ekki viðriðnir bókaút-
gáfu. Spurði Vísir þá að því hvern
ig bóksalan hefði verið í heild og
eins hvaða bók hafi verið hæst
í söhi.
Lárus Blöndal
Ég tel þetta hafa verið gott bóka
ár og bækur hafa haldið velli mið-
að við fyrri ár. Bókamagn'ið virðist
hafa verið nokkuð áþekkt og áður
en krónutalan hærri, því bækur
hafa hækkað í verði á þessu ári.
Af eirtstökum bókum seld'i ég
mest af Neyðarkalli frá norður-
skauti eftir Alistair McLean. Hún
sótti mjög á und'ir lokin.
Regfna Bragadóttir hjá Bókabúð
Braga.
Ég er ánægð með söluna í ár.
Hún var miklu jafnari heldur en
í fyrra, en ekki jafngóðar söluhorf
ur og þá.
Árin sem aldrei gleymast, eftir
Gunnar M. Magnúss seldist lang-
samlega bezt hjá mér. Þar næst
Auðnustundir Birgis Kjaran.
Ólafur Eriingsson i Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar.
Að krónutölu ér salan betri en
í fyrra. Þess ber hins vegar að
gæta að bækur eru dýrari en þá.
Ég get ekki sagt um hvaða bók
hefur seizt bezt. En þess má geta,
að hjá mér hefur sala erlendra
bóka, einkum stærri rita og lista-
verkabóka verið allgóð fyrir jólin.
Fólk kaupir slíkar bækur í vax-
andi mæli.
Jón Baldvinsson hjá Bókhlöðunni
Salan var áþekk og í fyrra að
mér virðist.
Árin sem aldrei gleymast seldist
bezt og þar fékk ég ekki annað
eftirspurninni því bókin seldist upp
hjá útgefanda, Neyðarkall frá norð-
urskauti seldist líka mjög vel, og
af henni var upplagið líka að ganga
til þurrðar. Ég held að hún hafi
verið gefin út í stærri eintaka-
fjölda en aðrar bækur sem voru á
markaðinum.
Steinar Þórðarson hjá Bókav. Sig
fúsar Eymundssonar.
Það er ekki hægt að bera bók-
söluna í ár saman við bóksöluna
í fyrra, því þá var ástandið óeðl'i
legt vegna verkfallanna. Þetta ár
er líka a.m.k hvað krónutölu snert
ir hærra ,
Ég hef ekki tekið endanlega sam
an hvaða bók hefur orðið hæst
í sölu hjá okkur. Margar seldust
ágætlega, þ.á.m. Árin, Kennedy, Jó
hannes á Borg, Auðnustundir, Hv'ik
ul er konuást, Höfn hamingjunnar
ofl. Af sumum þessara bóka feng
um við ekki nóg þvi þær voru
gengnar til þurrðar.
Af barnabókum seldust bezt Vík
ingaferð til Surtseyjar eft'ir Ár-
mann Kr. Einarsson og sumar
barnabækur Setbergs Þær þrutu
hjá útgefendum.
Þá kom ör fjörkippur í sölu á
KonUr og kraftaskáld sfðustu dag-
ana.
Bækur Aimenna bókafélagsins
seldust ágætlega yfirleitt. Jómfrú
Þórdís, eftir Jón Björnsson seldist
upp og Surtseyjarbókin var í sér-
flokki, hún seldist jafnharðan upp
og hún kom úr bandi
Eysteinn Þorvaldsson hjá Bóka
búð KRON.
Salan virðist við fljótlegan sam-
anburð hafa verið betri heldur en
í fyrra.
Ég persónulega tel að meira hafi
verið á markaðinum af eigulegum
bókum heldur en í fyrra. Hvað sölu
Flugvélin litla, sem nauðlenti á
hafinu suðvestur af Keflavík 20.
september í haust og skipverjar á
ögra fiskuðu upp, er enn í hlutum
inni í fiugskýli á Reykjavíkurflug-
velli, og eru ekki líkur til að hún
verði nokkurn tíma sett saman.
Vísir átti í morgun tal við Þórð
Hermannsson, skipstjóra á Ögra frá
Hafnarfirði, en hann gerði tilkall
til vélarinnar á sínum tíma. Þórður
sagði, að vélin hefði strax verið
snertir skáru 5 bækur sig úr hjá
okkur Þær voru: Árin, Kennedy,
Neyðarkall frá norðurskauti, Síð-
asta skip suður og Jóhannes á
Borg.
Björn Jónsson hjá Bókabúð
Norðra.
Salan var ágæt fyrir jól'in. Tals
vert miklu betri heldur en £ fyrra
og líka mun betur heidur en sum-
undanfarin ár.
Ég held að hjá mér hafi Kennedy
selzt bezt og þar pæst Árin sem
aldrei gleymast.
flutt út á flugvöll, tekin í sundur
og hreinsuð, en loftferðaeftirlitið
treystist samt ekki til að mæla
með þvf, að hún yrði sett saman
aftur, þar sem það óttast að seltan
hafi haft varanleg áhrif á skrokk
vélarinnar. Sagði Þórður, að ekkert
ætti að vera því til fyrirstöðu að
selja vél og tæki flugvélarinnar sem
varahluti, þótt flugvélin sjálf mætti
ekki fljúga aftur. Mundu þeir hlutir
Framh. a bls. 6.
Ónýt flugvélin sem
nauðienti i haust?
Ekki talið róðlegt að setja hana saman
u u
KLIPPINGALEYFI. Félag hárskera
í borginni Austin í Texas hefur sam
þykkt, að neita að klippa gifta
menn burstaklippingu héðan í frá,
nema þeir sýni skriflegt leyfi frá
eiginkonum sfnum, um að það megi.
Hafði leiðindaatvik komið fyrir á
einni rakarastofu bogarinnar, reið
eiginkona hafði sagt rakaranum til
syndanna.
*
ROLLS ROYCE FYRIR BÖRNIN.
Allir vita hve mikla þýðingu bflar
og vissar tegundir þeirra hafa til
álitsauka fyrir hégómafullt fólk. Nú
hefur þetta birzt í nýrri mynd. í
leikfangabúðum er nú hægt að fá
bíl af gerðinni Rolls Royce hæfilega
stóran fyrir börn. Stykkið kostar
eriendis um 25 þúsund krónur. Lfk
lega yrði lagður bilatollur á hann
í mnflutningi hingað, svo að verðið
gæti komizt hátt upp f hundrað
þúsund krónur. Eitt hefur Rolls
Royce fram yfir allar aðrar bíla-
tegnndir, það að hann 4er dýrasti
bfllmn, lfka fyrir börnin.
SMÁBÍLL A HAUGANA. Það er al-
kunna að Bandaríkjamenn sem aka
um á bflum er lfkjast orustuskipum,
hafa hina mestu fyrirlitningu á
smábflum Evrópumanna. Þetta
sýndi sig nýlega í verki í borginni
Philadelphia. Þar hafði eigandi lftils
Renault-bíls skilið hann eftir á ó-
löglegu stæð i við skemmtigarð.
Meðan hann var í burtu gerðu garð
verðirnir sér lftið fyrir og fluttu
bílinn hans á öskuhaugana.
GERALDINE CHAPLIN dóttir hins
heimskunna gamanleikara Charlie
Chaplin sagði kunningjum sínum
fyrir nokkru, að hún ætti von á
enn einum litlum bróður eða systur.
Þegar þetta barst út sá Chaplin
(75 ára) ástæðu til að bera þetta
til baka. Hann kvaðst ekki eiga von
á neinu barni.
MICHIKO krónprinsessa f Japan fór
nýlega í opinbera heimsókn með
manni sínum Akihito ríkiserfingja
til Síams, eða Thailands eins og
það er nú kallað. Michiko er afar
fögur ung kona, en þarna mætti
hún annarri konu, sem rómuð er
fyrir fegurð. Sirikit drottningu. Var
mikið dáðst að þeim tveimur, hvar
sem þær komu fram enda sparaði
hvorug til í klæðabúningi og gim-
steinadjásnum. Það var sagt að þær
Amerikanamir köstuðu smábflnum á haugana.
væru eins og tvö skrautbióm. Mic
hiko var Krysantema, Sirikit jasm-
in-blóm.
ELISABETH TAYLOR sem vann
svo frægan sigur með Kleopötru-
kvikmynd sinni, bæði yfir Antoni-
usi og Richard Burton hefur á-
kveðið að láta kynna sig f næstu
kvikmynd sem frú Elisabeth Burt-
on. Er það einsdæmi að ieikkonur
breyti um listamannsnafn, þó þær
giftist,
*
MARGRÉT Englandsprinsessa fékk
ströng skilaboð frá systur sinni f
Buckingham höll. Drottningin lagði
blátt bann við því að Margrét
keypti sér nýjan sportbfl af tegund
inni Jaguar-E. Ástæðan er að hann
er of hraðskreiður og þvf lífshættu
legur fyrir kóngafólk
*
MARGRÉT Danmerkurprinsessa,
ríkiserfingi Danmerkur, er enn ó-
gift, þó litla systir hennar Anna
María hafi nú eignazt sinn kon-
ung og eigi von á barni. Orðrómur
hefur.komið upp um það, að hún
sé nú skotin. f 25 ára gömlum ensk-
ui.. blaðaijósmyndára.. að nafni
Patrick Lichfeld. Þau fá þó ábyggi
lega ekki að eigast. Það fylgja
skyldur hárri tign.
FRANCOISE SAGAN franska skáld
konan, sem annars hefur lítið látið
frá sér heyra upp á síðkastið hefur
komið af stað nýrri tízku Hún er nú
tvfgift og tvífráskilin. Gengur hún
þó með báða giftingarhringi á baug-
fingri. Og nú halda fráskildar konur
í Frakklandi áfram að bera sína
gömlu giftingahringi, þær geta þó
átt þá sem minjagripi. Og kannski
gæti þetta orðið öðrum fávísum
karlpersónum til viðvörunar, eða
hver myndi hætta á að láta vel
að einni með fimm eða sex gift-
ingarhringi.
FRJÓSEMÍSMEÐAL. Mikilvægum
rannsóknum á nýju hormónalyfi er
að ljúka í Svíþjóð, Ítalíu og Banda-
ríkjunum. Meðal þetta örvar starf-
semi eggjastokka konunnar. Af 21
konu sem áður var talin ófrjó hafa
15 nú orðið barnshafandi með notk
un þessa meðals. Annað merkilegt.
Með notkun þess er auðvelt fyrir
konur að eignast þríbura og jafnvel
fjórbura .Fyrir áhrif meðalsins örv
ast starfsemi eggjastokkanna, svo
að mörg egg losna samtímis.
SJÓNVARPSVEIKI. Þess hefur orð
ið vart í Bandaríkjunum að börn úr
sérstakri stétt hafi orðið haldin
einkennilegri veiki. Það er eftirtak
anlegt, að börn flugmanna hafa
sérstaklega þjáðst af einkennilegri
þreytu og svefnleysi, ásamt með-
fylgjandi taugabilun. Rannsókn sýn
ir, að börn í flugmannafjölskyldum
horfa allt að sex klukkustundir á
tíðkast hjá öðrum stéttum. Þau
horfa allt að sex glukkustundir á
dag á sjónvarp og 10 klukkustundir
á sunnudögum. Fjórðungi af vöku
þeirra var varið framan við sjón-
varpstækin. Af því stafaði veikin.
EDWARD KENNEDY, yngsti bróð-
ir þessarar merkilegu fjölskyldu
hefur nú sýnt afburða karl-
mennsku. Hann lenti í sumar í flug
slysi, slapp með lífið en hrygg-
brotinn og svo illa haldir)nvað hann
þurfti að liggja hreyfiggarlaus í
gipsi í marga mánuði.; En hann
beit þó alltaf á jaxlinn og sagði:
„Ég skal verða kominn á ról fyrir
jól“. Hann stóð líka við orð sfn og
er bati þessi talinn mest að þakka
viljaþreki hans. Á Þorláksmessu
gekk hann út af sjúkrahúsinu og
sagði -við fréttamenn: „Ég er með
ræðuna í vasanum sem ég ætla að
flytja á flokksþingi demokrata í
sumar. Ég flyt hana einhvers staðar
annars staðar. Sfðan flaug hann
með þotu til Miami á Florida
Edward Kennedy kominn á fæt-
ur og fiaug strax til Florida.
FLJÚGANDI HJÁLPARLIÐ.
Frönsku læknasamtökin hafa skipu
Iagt nýja tegund af hjálparliði til
starfa víðs vegar um Frakkland.
Ekki þarf annað en að hringja í á-
kveðið sfmanúmer eftír að álvarleg
slys hafa orðið á vegum. Þá kemur
læknir fljúgandi á svipstundu f þyr
ilvængju og þannig éru hinir slös-
uðu síðan fluttir til næsta sjúkra-
húss.