Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 8
V í S I R . Mánudagur 4. janúar 1965
8
Utgefandi: BlafSaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ö. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuði
! lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 iínur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.t
4
TumsmsgEzsaBœmgmsMSMmmmmuwmmmmmmmmuamMammmmmmmm
Mikilsveröur árangur
]\ú við áramótin liggja fyrir tölur og heimildir um
gjaldeyrisstöðu þjóðarirmar á síðasta ári. Hún er sem
kunnugt er órækt vitni um það hve vel eða illa stjóm
efnahagsmálanna hefur tekizt, — hvort réttri stefnu
er fylgt eða rangri. Þar er um staðreyndir að ræða,
sem ekki verða vefengdar. Þar kemst engin pólitísk
hlutdrægni að. Nú liggur ljóst fyrir, að gjaldeyrisinn-
eign þjóðarinnar er 1500 milljónir króna. Hefur hún
aldrei fyrr verið svo mikil. Til samanburðar má taka
Frá einum af tónleikum Polyfónkórsins,
ENGLÁSÖNGUR
stjómartíma vinstri stjórnarinnar. Á árunum 1955—
1959 komst gjaldeyriseignin aldrei yfir 300 milljónir
króna og snerist í 144 millj. króna hreina skuld í árs-
lok 1959. Þá liggja einnig fyrir tölur um vöruskipta-
: öfnuðinn fyrstu 11 mánuði síðasta árs. Reyndist hann
hagstæður um 114 millj. króna, og er þá ekki reiknað
með innflutningi skipa og flugvéla sem mjög sveiflast
nilli ára. Á tímabilinu 1955—1959 var vöruskiptajöfn-
uðurinn hins vegar að meðaltali óhagstæður um 650
millj. króna, reiknað á núverandi gengi og einnig án
skipa og flugvéla.
iíessar tölur sýna, hver árangur viðreisnarstefnunnar
hefur verið í verki fyrir þjóðarheildina. Á stjómartíma
Framsóknarflokksins var fátt annað gert er safna gjald-
eyrisskuldum og innlendum skuldum. Það var ekki
vegna þess að Framsóknarmenn hefðu ekki fullan vilja
á því að leysa vandamálin. Þá skorti aðeins rétta
stefnu. Það kom bezt í ljós, þegar haft er í huga hvemig
vinstri stjórnin hvarf frá völdunum. Hún átti engin úr-
ræði og varð því að gefast upp við að stjórna. Auðvit-
að er ekki allur vandi leystur þótt efnahagsstaða þjóð-
arinnar út á við sé nú betri en nokkru sinni fyrr. En
bað er mikilvægur áfangi að því marki að koma á
ullu jafnvægi í þjóðfélaginu og tryggja viðskipti’ þjóð-
irínnar við. önnur lönd. Þess vegna munu allir lands-
menn fagna þeim mikilsverða árangi, sem hér hefur
láðst.
Viöurkenning Einars
áramótagrein, sem Einar Olgeirsson ritar í Þjóð-
viljann segir hann: „Einkaframtaksboðskapur 19. ald-
rinnar getur ekki orðið almenn þjóðfélagsleg lausn
vandamálum okkar samtíma, þótt einkaframtak eigi
nn sína möguleika innan skipulagðs íslenzks þjóðar-
búskapar“. Þetta er merkileg játning hjá höfuðoddvita
islenzkra kommúnista, sem hingað til hefur viljað þjóð-
nýtingu og ríkisskipulag á öllum sviðum atvinnulífs-
ns. En greinilegt er að á efri árum hefur reynslan
:ennt Einari að einkaframtakið er ekki jafn slæmt og
hann vildi fyrr láta. Auðvitað kemur engum til hugar
nð 19. aldar rekstrarform eigi nú við. En það er stað-
eynd, sem m. a. Sovétríkin viðurkenna í æ ríkari mæli,
ð einkaframtakið er aflvaki framfaranna. Því þarf að
kapa miklu betri skilyrði til þess að njóta sín hér á
andi, ef vel á að fara.
S.l. sunnudags og mánudags-
eftirmiðdag brutust menn yfir
skafla t'il að heyra Pólýfónkór-
inn og litla hljómsveit ásamt
einsöngvurunum Guðrúnu Tóm-
asdóttur, Halldóri Vilhelmssyni
og Sigurði Björnssyni flytja tvo
fyrstu hlutana úr Jólaóratóríó
Bachs. Ingólfur Guðbrandsson
stjórnaði. Ekki er það ætlun mín
að setjast í neitt dómarasæti,
enda sjálfur meðal flytjendanna,
heldur rabba um vetÍtijfi'Ojííft
og svona flutning yfirle'itt.
Jólaóratóríó Bachs er ekki óra
tóríó í venjulegum skilningi,
þar eð það er ekki dramantiskt
verk, heldur hugle'iðing. Sá sið-
ur var runnin undan rifjum
Jesúita á I'talíu snemma á 17.
öld sem einn mótleikurinn gegn
siðbótinn’i, að menn komu sam-
an til bæna og sálmasöngs í
bænasal (oratorio). Pótti
snemma nauðsynlegt að hafa
eitthvað það á boðstólnum í
oratorio, sem hænt gæti þangað
h'inn stóra hóp óperudýrkenda
frá leikhúsunum. Þannig atvik-
aðist það, að farið var að flytja
dramatískt verlc, með einsöngv-
urum, kór og hljóðfærum, um
trúarlegt efni (oftast úr Gamla
Testamentinu), með eða án sViðs
setningar, verk sem kölluð voru
óratórió. Eini verulegi munur-
inn á óperu og óratórió þessa
tíma var hlutverk sögumanns-
ins í óratóriunni.
Á föstunni var óperuflutning-
ur bannaður og þótti mönnum
illt. Þá var tekið til bragðs að
flytja óratóríó í staðinn Gátu
nú höfðingjar hlustað óslitið á
eftirlætis gelding s’inn í oratorio
erotiro um föstuna, annars í
óperu árið um kring. Já, það
var munur að geta svalað söng
þorsta sínuin og þóknast Guð'i
um leið.
Óperan náði aldrei jafn mik-
illi hyll'i á Englandi og Þýzka-
landi og hún naut sunnar í álf-
unni. Hennar í stað tók almenn
ingur í þessum löndum óratóríó
skáldskap tveim höndum. Óratór
ió Handels á Englandi féllu í
frjóan jarðveg. Enskir áheyrend
ur áttu auðvelt með að setja
sjálfa s'ig í spor hinna útvöldu
í sigurkórum, sigur hins góða
í óratóríunni var sigur Englend
inga í öllum heimshornum.
Metnaður Bachs beind'ist aldr
ei að því að leggja heiminn að
fótum sér. Hann gerði sig á-
nægðan með dálítið hrós og
klapp á öxlina frá éinhverri
heldri þersónu. Hann samdi aldr
ei af tilefnislausu. Hann samdi
aldrei óperu eng’inn bað hann
um það. Hins vegar var nógur
markaður fyrir kantötur, and-
legar fyrir kirkjuna, veraldlegar
fyrir höfðingja. Sumar verald-
legu kantöturnar (sem hann kall
aði stundum dramma per mus-
ica), eru með því ágætasta, sem
.b.ann samdj, en heyrast sjaldan
iftWi'ej.nný. Þær sýna, :að
lifach jgetað výlið.í fremstu
röð ” ópéruíónskálda síns tíma,
ef nauðsyn hefði krafizt. Ósjald
an þurfti hann að hafa hraðan
á, mörg verkefni voru aðlcall-
and'i, og þá var ekki annað að
gera en að nota það, sem not-
hæft var, úr öðrum, helzt lítið
þekktum verkum.
Árið 1733 sótti Bach um tit-
ilinn „hirðkomponist'i" og
fylgdi þeirri umsókn úr hlaði
með ýmsum tæk'ifærisverkum til
heiðurs lcóngi og hans drottn-
ingu. Þ. á m! eru kantötur,
dramma per musica, svo sem
Val Herkúlesar, Ómið pákur,
gjallið trompetar (samið fyrir
afmæli drottningarinnar), og
kantatan til heiðurs „hinum
blessaða Saxa“ (kónginum). Ó-
líklegt ei*, að þessi verk hafi
heyrzt oftar en einu sinni í
þröngum hópi innan hallar-
veggja, en fyrir eitt þeirra hlotn
aðist höfundi sá heiður að fá
að kyssa á hönd drottningar.
Nú leið að jólum árið 1734.
Það var víst yfrið nóg að gera
á Bach-heimilinu, þegar jólaund
irbúningurinn stóð yfir. En heim
ilisfaðirinn þurft að skila af sér
m. a. ser kantötum fyrir jólin.
Nú voru góð ráð dýr. Bach tók
það til bragðs, að steypa saman
hinu snjallasta úr áðurnefndum
kantötum, ásamt þáttum úr
kantötum sem enginn kann nú
deili á. Þessi músík var látin
falla að nýjum texta, og tókst
það stundum vel, en stundum
miður vel, eins og gengur. Inn
á milli samdi hann nýja þætti,
og loks var Jólaóratórían tilbú-
in á seinustu stundu. Hún er
mynduð af sex hlutum (kantöt-
um), sem allir eru sjálfstæðir,
en þó efnislega tengdir. Verkið
skyldi flutt frá jólum til þrett-
ánda, éin kantata við hverja
guðsþjónustu.
Jólaóratórió Bachs er aldrei
flutt í heilu lagi. Þegar verk-
ið er tekið til flutnings, eru
valdir úr því nokkrir þættir,
helztu „glansnúmerin“, en arí-
urnar eru skornar niður yfir-
leitt.
Oft má deila um það, hvaða
þætti óratóríunnar væri æski-
legt. að taka fyrit> *eða hverjum
ætti að sleppa. Þar eða ekki
voru tök á að flytja að þessu
sinni meiri hluta verksins vest-
ur í Kristskirkju var ekki illa
til fundið að láta fyrstu tvo
hlutana, sem ætlaðir eru fyrir 1.
og 2. dag jóla, heyrast óstytta.
Konungskoma er kunngerð með
lúðraþyt og bumbuslætti. Það
er öllum óblandið fagnaðarefni.
Þá stígur kórinn fram og syng
ur kóral, Iagið, sem öllum er
þekkt v’ið „Ó, höfuð dreyra drif-
ið“ líkt og Bach vilji minna á
tilgang konungskomunnar. For-
máli annars hluta, Sinfonia, er
dularfullur ballett, samle'ikur
hjarðmanna og engla. Sú sviðs-
mynd, er Bach dregur upp í
þessari sinfóniu helzt allan þátt
inn. I byrjun er þetta fjarlægt
áheyrendum og dularfullt, í lok
taka englar og menn höndum
saman og syngja Guði dýrð.
Ýmsum mun finnast að það
hefði mátt enda með me’iri
„pomp og pragt“ að svona Iítill
kórall með millispili væri „anti-
klimax" eftir herlegheitin á und-
an. En Bach vildi hafa þetta
svona Hann vildi sýna fram
á, að mannleg sönglist er lítil-
fjörleg í samanburði við söng
skarans af himnum ofan.
Nú er áheyrendum spurn. Er
mannleg sönglist svo lítilfjörleg
að ekki taki því að láta hana
heyrast? Er í raun og veru svo
mikið um „englasöng" á íslandi,
að mennskir tilburðir úr barka,
hljóðpípum og strengjum séu
ekki áheyrnar verðir? Mér virð
ist svo sem Reykvíkingar svari
þessu játandi af alhug, því að
við þurfum jú fyrst að sjóða
Framh. á bls. 10
f
m