Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 04.01.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 4. janúar 1965 Hék marga fyrirlestra um ísland / Japaa Viðtal við dr. Sigurð Þórurinsson jnrðfr. Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur er nýkominn heim úr 2'/2 mánaða ferð til Japan, þar sem hann sat alþjóðafund jarðfræð inga um öskulagarannsóknir, auk þess sem hann hélt nokkur erindi um Island vlð japanska háskóla. Vísir innti dr Sigurð nokkuð eft ir þessari ferð og hver verið hefðu tildrög'in að henni. Dr. Sigurður svaraði því til, að það hafi í fyrsta lagi staðið lengi til að hann færi til Japan til að kynna sér eldfjalla- og jarðskjálfta rannsóknir þar í landi, en kynnti Verkfoll Framhald af bls. 16. til formanns Félags íslenzkra hljóðfæraleikara, Svavars Gests, og sagði hann, að veitingahúsa eigendur hefðu sumir hverjir gripið til fljótfærnislegrar hefnd arráðstöfunar og neitað hljóð- færaleikurum að spila á gaml- árskvöld. — Pétur Daníelsson, veitingamaður á Hótel Borg, sagði í viðtali við blaðið í morg- un, að hljóðfæraleikarar hefðu sagt á meðan samningaviðræður stóðu yfir, að þeir hygðust hætta að leika kl. 12 á miðnætti gamlársdags, en síðan sögðust þeir ætla að ljúka vaktinni. Á- kváðu veitingahúsaeigendur þá að byrja strax með plötumúsik, en hins vegar greiða hljóðfæra- leikurum laun til kl. 12 á mið- nætti. Ennfremur sagðí Pétur, að samkvæmt Stefsamningi væri heimilt að nota hljómplötur í veitingahúsum, en þá gegn ein- hverju sérstöku gjaldi. Svavar Gests sagði hins veg- ar, að það m. a. stæði á plötun- um, að óheimilt væri að nota þær á opinberum stöðum, og væru því plötur framleiddar til heimilisnotkunar en ekki til þess að menn gætu notað þær á op- inberum stöðum í auðgunar- skyni. Nú þegar hefur nokkrum dans leikjum og barnaböllum verið aflýst, en hljóðfæraleikarar hafa m. a. veitt undanþágu til þess að leika undir fyrir jólasvein á barnaböllum. Síldin — Framhald af bls. 16. um, en hélt síðan áfram austur fyrir land. Vestmannaeyjaskipstjór ar eru vissir um góða síld þama og biða margir veðurs og færis. Línubátar frá Vestmannaeyjum eru óðum að búast á veiðar og er það óvenju snemma. Þar er ekki verkfall á bátaflotanum. jafnframt ísland í erindum. — Að þessu sinni var öðru fremur ástæða fyrir mig að fara þangað, vegna alþjóðafundar, sem þar átt’i að halda um öskulagarann sóknir. Fyrir fjórum árum var stofnuð í Varsjá alþjóða rann- sóknarnefnd um öskulagarannsókn ir og var japanskur prófessor kjör- inn formaður hennar. Og það var hið raunverulega tilefni til þessa fundar, sem nú var haldinn í Jap- an. — Standa Japanir framarlega í öskulagarannsóknum? — Já, framar en nokkur önnur þjóð. Japanskur jarðfræðingur, sem var í Stokkhólmi i lok stríðsins, komst í kynni við doktorsritgerð mína um öskulagarannsóknir og það varð t’il þess að Japanir hófu sams konar rannsóknir af kappi heima hjá sér, meira heldur en nokkur önnur þjóð og á skipulegri grundvelli. Þeir hafa e’innig tengt þessar rannsóknir á öskulögunum við fornleifarannsóknir og nú vinn ur fjöldi manns að þéim. — Fékkstu styrk til fararinnar? — Já svokallaðan OECD-styrk, sem veittur er til gagnkvæmra rannsókna og menningarsamskipta mill’i Evrópuþjóða og annarra heimsálfa. Hann nægði mér fyrir fargjaldi og öðrum kostn., en Jap- anir sáu að mestu um ferðir og uppihald þar í Iandi. — Ferðaðistu mikið um Japan? — Já, um landið þvert og endi- langt. Dvaldi þar í sjö Vikur í góðu yfirlæti og sá margt nýstárlégt og merkilegt. Þetta er mikið eldfjalla- land og bæði eldfjaíla- og járð- skjálftarannsóknir þe’irra á háu stigi. — Eitthvað, sem við íslendingar getum af þeim lært? — Að sjálfsögðu margt. Þó er erfitt fyrir okkur að „praktisera" sumt af því sem þeir hafa gert, en annað ættumVið að geta tekið upp eftir þeim. Ýmis samskipti ættum Flugvélin — Frh. af bls. 7. áreiðanlega standa fyrir kostnað- inum í sambandi við björgunina og hreinsunina. Sem stendur er allt á huldu um eignarétt á flugvélinni. Vátrygg- ingafélagið h.f er umboðsaðili tryggjenda vélarinnar og hefur mál ’ið verið í þeirra höndum frá því að vélin kom í land. Ekkert hefur enn verið greitt þeim sem hreinsuðu vélina, en væntanlega lendir það á þeim, sem flugvélin verður úrskurð uð. — Það er betra að fiska vel af síldinni heldur en svona fuglum, sagði Þórður Hermannsson að lok- Samúðarkveðja frá L. Erhard, kanzlara Vestur-Þýzkalands Forsætisráðherra hefur borizt svofellt símskeyti frá kanzlara Sambandslýðveldisins Þýzka- lands: „Fregnin um andlát fyrirrenn ara yðar, fyrrverandi forsæt'is- ráðherra Ólafs Thors, olli mér mikilli sorg. Hann var jafnan boðinn og búinn að bæta enn betur hið vinsamlega samband Þýzkalands og íslands. Með hon um er genginn tryggur málsvari I’slands og Atlantshafsbandalags ins og verður hans sárt saknað. Ludvig Erhard kanzlari Sambandslýð- i veldisins Þýzkalands" lanbrotafaraUur og miklu magni af fíugeUum stolið Sigurður Þórarinsson kMi rita-: og úpplýsingaskiptum o.s^rv. — Hvað hélztu marga fyrirlestra í Japan? — Þeir voru annaðhvort 10 eða 11 Við 5 háskóla. — Vel sóttir? — Já, ágætlega. Stúdentafjöldinn þar í landi er líka nægilega mikill til að fylla venjulega fundarsali. Hitt skiptir þó vafalaust meiru máli, að áhugi Japana á íslandi virðist mikill, og Japan'ir vita furðu mikið um ísland, miklu meira held ur en almenn’ingur hér veit um Japan. ÓLAFUR THORS fyrrverandi forsætisráðherra lézt að morgni 31. desember s. 1. Útförin verður gerð frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 5. janúar, kl. 1,30 eftir hádegi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Ingibjörg Thors. Líkamsárós — Framh. af bls 1. gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér en pilturinn hélt áfram að lemja hann. Bróðir skólastjórahs svaf í næsta herbergi og váknaði upp við hávaðann. Kom hann bróð- ur sínum hú til hjálpar. Fékk skólastjórinn þá risið upp og komu þeir hinum ölvaða pilti út úr húsinu. Við yfirheyrslur síðar hefur árásarmaðurinn sagt að hann muni lítið eftir sér, þó kveðst hann muna að hann hafi staðið í svefnherbergi skólastjórans og verið að berja hann. Piltur- inn var áður nemandi í skól- anum en ekki virðist þó hafa verið um neina sérstaka hefnd arlöngun hjá honum að ræða og var ekki vitað annað en að góð kynni hafi verið milli þeirra Einar skólastjóri er ekki al- varlega meiddur, hann er með glóðaraugu og marinn í andliti en virðist ekki meiddur að öðru leyti. Árásarmaðurinn er nú geymdur í gæzlúvarðhaldi I Hafnarfirði og hefur látið í Ijós - iðrun vegna atburðarins. Mii.ill innbrotafaraldur var hér í Reykjavík aðfaranótt laug ardagsins og var brotizt inn á mörgum stöðum. Sums staðar var allverulegum verðmætum stolið, en á öðrum spjöll unnin. Eitt þessara innbrota var í húsnæð’i Verzlunarsambandsins að Skipholti 37 og stolið þaðan miklu magni af flugeldum, blys um og rakettum og nemur and- virði þýfisins milli 10 og 20 þús. kr. Þarna var stolið 50 kössum af flugeldum, en hver nær 200 kr. Þá sufh af gull- og silfurblysum og 7 kössum af sjö stjörnurakettum, en hver þeirra kassa kostar 150—160 kr. B’iður rannsóknarlögreglan alla sem verða varir við slíkar birgðir, eða þá miklar spreng- ingar, að láta sig vita. Sömu nótt var brot’izt inn í efnalaug í Fischersundi 3 og stolið þar nokkrum krónum í smámynt, karlmannsfrakka, kjól og krakkaúlpu. Brotizt var inn í bílaleiguna Fal á Rauðarárstíg 31 og mikl- um skemmdum valdið, en íitlu stolið. Farið var inn i afgreiðslu, skrifstofu og verkstæði fyrir- tækísins og miklu rótað, brotið og skemmt. Þar var tilraun gerð til að logskera peningaskáp, en „. . . tókst ekki. Þýfið sem þjófurinn ^ > ,ufTkja’ fluSfreyJa °g J j ■Jieiðsogumanna eru allir gerðirV " til sama tíma og gilda til 1.*" hafði upp úr krafsinu, var að- e’ins 50 krónur. Þá var brotizt inn i netagerð Björns Benediktssonar á mótum' Holtsgötu óg Ánanausts, en ekki öðu stolið en einni reykjarpípu. Flugið — Framh. af bls. 16 sand eftir brautinni og ber sand á hana og er notaður sérstakur dreifari t’il þess. Það sem háð hefur innanlands fluginu mest, er hihs vegar, að flugvellir úti á land'i hafa fæstir verið útbúnir nógu vel til að mæta snjókomunni og því verið lokað’ir. .y.v.v.v.w.w.v.v.v.v.v j; Samið við j flugfreyjur !; í j: ■. Nýlega voru undirritaðir samn,* I’ingar milli flugfélaganna og"I jlFlugfreyjufélags íslands unú“ ■Jkaup og kjör. Lauk þar meðj« '•samningaviðræðum vegna flug-«J ■Jliða, sem staðið hafa yfir í nærj* ,;tvö ár. Samningar flugmanna,"" | ,*ui sama ■Jfebrúar 1966. SKIPAFRÉTTIR JgflíWÍ M.s. HEKLA fer til Austurlands i hringferð 8. janúar. Vörumóttaka í dag og þriðjudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyð arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Seyðisfjarðar, Raufarhafnar og Húsavikur. — Farseðlar seldir á fimmtudag. ÞAÐ ER o AÐ NOTA PÓLAR © VEÐRI Sendisveinn óskast Dagbl. VÍSIR wasa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.