Vísir - 07.01.1965, Side 5

Vísir - 07.01.1965, Side 5
VlSIR . Fimmtudagur 7. janúar 1965. utlönd í morgun útlönd £ rnorgun útlönd í morgun utlönd í morgun A ðalfulltrúi Indónesiu hjá Saméin- uSu hjóðunum furinn heim Þessi mynd af Súkarnó Indónesíuforseta var tekin á gamlárskvöld, er hann ávarpaði þjóðina í útvarp og hótaði úrsögn Indónesíu úr samtök- um Sameinuðu þjóðanna. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI ► Tilkynnt er í París, að de Gaulle ræði við fréttamenn 4. febrúar. Vænzt er mikilvægrar yfirlýsingar um franska stjórn- málastefnu. í nýársávarpi gaf hann í skyn, að 1965 myndi ekki verða ár stórviðburða, en ekki „léiðinlegt ár“. ► Kanzlari Vestur-Þýzkalands Ludwig Erhard kemur í heim- sókn til Parísar 20. janúar. ► f gær varð að flytja 80 fjölskyldur frá Laperlierhéraði í Alsír vegna flóðahættu. ^ Fornleifafræðingar — banda rískir — hafa fundið beinagrind sæljóns, sem talið er hafa verið á lífi fyrir 14 milljónum ára. Beinagrindin fannst í Kaliforníu í október. ► Yfir 1000 flugmenn verða starfandi hjá SAS á þessu ári, en þeir eru nú 911. ► í frétt frá Bangkok segir, að ráð SEATO — Suðaustur- '\siu-bandalagsins — komi sam an til fundar í London 5. mai næstkomandi, að afloknum fundi hernaðarlegra ráðunauta landalagsins. ► Sk’ipstjórar á dráttarbátum í höfninni í Antwerpen eru í verkfalli, sem hófst fyrir viku. Ríkisstjómin reyn’ir nú að leysa deiluna. ► í séinustu fréttum frá Was hington segir, að stjórnmála- menn þar búist við gagnuppá- stungu sovézkra leiðtoga þess efnis, að Johnson heimsæki Moskvu áður en Kosygin og Brezhnev heimsæki Washing- ton. ► Sextán ára brezkrar stúlku er saknað í Aden, þar sem hryðjuverkamenn frá Yemen hafa framið ýmis skemmdar- og hryðjuverk að undanförnu ► Forsætisráðherra ísraels segir Israelsbúa hafa miklar á- hyggjur af starfi þýzkra vís- indamanna í Egyptalandi, og segir tilgang Nassers gagnvart Israel „djöfullegan“. I ► Tsjombe kom til Stanley- ville á þriðjudag — ætlað’i að vera tvo daga, en fór aftur til Leopoldville samdægurs, og hætti við ferð til KINDU. Ekk’i var gerð grein fyrir orsökunum opinberlega, en Tsjombe segir sér hafa verið vel fagnað í Stanleyville. ► Suður-Afríkufréttir herma, að hafin sé sókn til þess að fá 3000 málaliða í her sambands- stjórnar í Kongó. Aðalfulltrúi Indónesíu hjá Sameinuðu þjóðunum, Lambetus N. Palar, er lagð ur af stað heimleiðis. Hann hafði áður lýst yfir, að úrsögnin væri óafturkallanleg. Til- mælin um. að ákvörðunin væri tekin til endurskoðunar, hafa því ekki haft nein áhrif. Engin merki þess hafa sézt, að nokkurt land vottaði Indonesíu samúð eða stuðn ing vegna þessarar ákvörðunar Palar kom í gær á fund Afríku- og Asíuþjóða, en aðeins til þess að kveðja. Hver fulltrúinn á fætur öðrum bað hann um, að beita á- hrifum sínum til þess að Indónesía yrði kyrr í samtökunum. Fulltrúi Japans minnti á, að þegar Japan sagði sig úr gamla þjóðabandalag- inu á sínum tíma, átt’i það sinn mikla þátt í að það leið undir lok. Og Súkarno hamast og heldur áfram að senda skæruliða til Mal- akkaskaga og Bomeo, en það fara ekki sögur af ne’inum afrekum, sem þeir hafa unnið, og á Malakka- skaga hefir tekizt að hafa hendur í hári flestra, sem á land hafa komizt, en m’ikill viðbúnaður er, ef til stærri átaka skyldi koma. í New York hefir aðalfulltrúi Malajsíu verið að he'ilsa f kurteis- isskyhi upp á fulltrúa þeirra þjóða, sem eiga sæti í Öryggisráð’i, en mun ekki reyna að knýja það fram, að hættan sem Malajsía er í, verði rædd frekar f bili Ber tvennt t’il. I fyrsta Iagi er beðið eftir að sjá, hvort Súkarno stendur við stóru orðin og gerir miklar árásir á Malajsfu en í öðru lagi er í und- irbúningi orðsending frá Malajsiu til Örygg’isráðsins um hættuna, sem Malajsfa er í. Bretar og Malajsía. Fallhlífahermenn og aðrir brezk ir hermenn eru nú fluttir daglega loftleiðis til Malajsíu og þangað er kominn brezki hermálaráðherrann Fred Murray. Hann sagði f gær f Kuulu Lumpur, höfuðstað Malajsfu, að Bretland myndi styðja Malajsíu af öllum mætt’i, ef til árásar kæmi á landið — en hann kvaðst vona, að Súkarnó léti skynsemina ráða og hætti við öll innrásaráform. Frá Kuulu Lumpur fer Fred Murray til Singapore og ræðir Við yfirmenn landvarna Breta þar, það an fer hann til Bomeo og frá Bomeo til Hongkong. Komar-fallbyssubátar Súkamós Ein meg’inástæðan fyrir því, að Bretar gera nú ráðstafanir til þess að vera við öllu búnir í Malajsíu er sú, að Súkarno kann að grípa til fallbyssubátanna, sem hann hefir feng’ið frá Rússum, en til þessa hafa innrásarmenn verið sendir í smábátum og vélbátum. Fallbyssubátamir, sem eru af KOMAR-gerð, eru nútíma herskip, og ef þeim yrði beitt, er augljóst hvert svarið yrði: Að sprengja sund ur og saman bækistöðvar þessara fallbyssubáta en vitanlega kemur ekki til þess nema í varnarskyni. Bretar hafa sem kunnugt er við- búnað til þæss að senda V-sprengju þotur til Malajsíu, ef þörf krefur, og EAGLE, stærsta herskip Breta, er á leið þangað, Eagle er flug- vélaskip — Komar-fallbyssubátarn ir hafa meðferðis eldflaugar, sem hægt er að skjóta í mark á 25 kílómetra færi og em flaugamar með sjálfstýriútbúnaði. Irian Ýmis vandamál kunna að koma til sögunnar út af úrsögn Indónes- íu úr SÞ, og eitt þeirra er samkomulagið um hollenzku Vest- ur-Guineu, sem Súkarno tók við frá Hollendingum og nefnist Irian. Same’inuðu þjóðirnar hjálpuðu til að samkomulagi varð náð, en með því skilyrði, að hinir frumstæðu Papúanar, sem landið byggja, fengju sjálfir að taka ákvörðun um framtíð sína 1969. — Ástralía fer með umboðsstjórn á hinum hluta eyjarinnar. ► Souvana Phouma prins, for sætisráðherra hlutlausu stjórn- arinnar í Laos, hefir hvatt Pat- het Laos til þátttöku í kosning- unum, sem fram eiga að fara í landinu í apríl. Bezt klædda kona heims Frétt frá New York nýlega hermdi, að Sirikit drottning í Thailandi hefði hlotið titilinn „bezt klædda kona heims 1964“, næst var Jacqueline Kennedy, þriðja Rose Kennedy, tengdamóðir Jacqu eline. Ný stjórn í Yemen Abdullah al Sallal forseti Yemen hefir skipað nýjan forsætisráðherra og samtímis birt tilskipun um stofnun sérstaks dómstóls, sem dæma skal í málum fyrrverandi ráðherra. Kairo-útvarpið segir að frá þessu sé sagt í útvarpi frá Sanaa. Hinn nýi forsætisráðherra er Hassan al Hamri, en fráfarandi ráðherra var Hamud al Gayef. Sallal hefir nýlokið viðræðum við Nasser og fór til Kairo þeirra erinda, Hann ræddi og við aðra egypzka leiðtoga. Panchen Lama. Pnnchen Lumu sngíurjáta afbrot sín opinberlega Útvarpið í Peking birti nýlega frétt um það. að PANCHEN LAMA, leiðtogi hins kommúnist- iska Kina í Tibet, hefði „játað glæpi sína opinberlega“. Honum hafði áður verið vikið frá. Lögð hefir verið fram skrifleg játning hans á ráðgefandi lands- fundi, sem um bessar mundir er haldinn i P> ;, og á Panchen Lama að hafa játað á sig glæpi „gegn þjóðinni, hinni kínversku móðurjörð — og sósíalismanum". Chou En-lái tilkynnti þegar 21. og 22 desember s. 1. á þjóðþing- inu, að Panchen Lama hefði verið vikið frá sem formanni nefndar þe’irrar, sem falið var að undirbúa sjálfstjórn fyrir Tibet. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.