Vísir - 07.01.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 07.01.1965, Blaðsíða 15
VlSIR . Fimmtudagur 7. janúar 1965. 75 ERICA TUGKER:- Að hitta eina rétta — Þarna inni sitja tveir gamlir þorpsbúar, sagði hann. Þér vilduð kannski fara til þeirra og spjalia við þá um gamla daga — ég skal kynna yður, það er velkomið, — en þér eruð kannsk'i á Ieið eitt- hvað annað? — Ég á að hitta unnsta minn hér kl. 18.30 og aka með honum til Long Garston. þar sem hann býr. — Það er indæll staður, sagði gestgjafinn, engu ver'ið spillt þar, eins og hér í þorpinu. Það er ekki heldur farið að reisa þar íbúða- hverfi eins og hér Eitt á að vera í nánd við bílabrautina og annað þar sem flugvöllurinn var. — Og kornakrarnir verða að vlkja. — Það er engu líkara en að meiri þörf sé að byggja hús en rækta korn, sagð'i gestgjafinn. —★— Chris tók glas sitt og fór inn- í afþiljaða skotið, sem var stærra en hún hélt, því að þar voru þægileg- ir stólar og póleruð smáborð. Þar sátu tveir gamlir menn fyrir framan arininn. Þeir voru í peysum og með gúmmískó á fótum. Andlit þessara öldunga voru hrukkuð. — Auðséð var ,að þeir voru nýkomnir inn úr kuldanum, og að þeim þótti gott að orna sér þarna yfir glasi. Þeir töluðu saman á mállýzku þorpsbúa. Og þeir brostu til Chris og það var engum erfiðleikum bund ið að komast í kynni við þá, því að þeir urðu sannast að segja fyrri til og spurðu hana hvort hún kæmi frá London og svaraði hún því ját- andi. — Já, sagði annar, þeir koma margir þaðan hingað, síðan bíla- brautin kom. — Þið munið sjálfsagt vel hvern- ig allt var hér á striðstímanum sagði Chris. — Á stríðstímanum, ó, já, sagði hinn, þá var allt fullt hér af flug- mönnum. — Já, ég veit það. Faðir minn var flugmaður og hann var í flugstöð- inni hér. Hún var bækistöð flug- sveitar hans. Og ég átti heima hérna, þegar ég var barn. Og svo greip mig löngun til þess að koma hingað og sjá hvernig allt lítur út hér — og hve mikið væri eftir sem ég myndi eftir frá því ég var barn. Þetta skildu þeir mæta vél og fóru að masa um sitt af hverju ftó fyrri tima og voru svo ákafir, að þeir töluðu stundum báðir í einu. Og þeir nefndu ýmis nöfn smá kaupmanna og annarra, sem hún mundi ekki eftir. Gilby og Cart- wright, já, og svo var það hann Marshall, slátrarinn hjá honum bjuggu fimm flugmenn. — Og Weston-hjónin, þið munið kannski eftir þeim? skaut hún inn i. Þeir kinkuðu kolli, sei, sei, jú, þeir mundu eftir Charlie Weston. Þeim hafði sannast að segja fallið ágætlega við hann, þangað til hann gerbreyttist, varð beizkur í lund og geðvondur, og kom fram eins og hann rétt af náð sinnt við skiptavinunum. Og konan hans, mesti skapvargur. Nú, þau áttu við sína erfiðleika að stríða Þetta var kannski allt skiljanlegt. Það voru erfiðleikar með dótturina, einkabarn þeirra. Þau höfðu ekki séð sólina fyrir henni og það var mikið áfall fyrir þau hvernig fór. — Erfiðleikar . . .áfall, sagði Chris. Hún var búin úr glasinu sínu og henni var heitt, þar sem hún sat við eldinn, og syfjaði enda dálítið. Voru einhverjir erfiðleikar með dótturina? — Hún var indæl stúlka, sögðu þeir báðir í kór. Og hafði ljómandi fallega söngrödd og var ailtaf syngj andi. Hún fór í hjálparsveit kvenna og hjálpaði til í skenkistofunni, þegar hún var heima í leyfi. Charlie dekraði við hana, — honum þótti svo vænt um hana. Það var ekki hægt að segja annað, já, víst elsk- aði hann hana og kailaði hana auga steininn sinn. — Þið hafið vakið forvitni mína. Hvað gerðist? — Æ, maður ætti kannski ekki að tala um gamla nágranna. — En þið eruð ekki nágrannar iengur, sagði Chris. Þið sögðuð, að hún hefði sungið. — Já, og aliir hermennirnir höfðu dálæti á henni. Hún söng fyrir þá gömlu söngvana, sem yljaði þeim um hjartaræturnar. Já, hún söng eins vel og Judy Garland, megið þér trúa. — Kom . . . kom eitthvað fyrir hana? — O, þetta sama og fyrir svo margar aðrar ungar stúikur á þeim árum. Hún varð ástfangin og pilt- urinn hennar beið bana í striðinu — áður en þau gátu gift sig. Og þá brast hjarta Charlie gamla . • • — Já, hún söng eins vel og Judy Garland, sagði hinn. Það var leitt hvernig fór. Það var farið að fjölga frammi og það var kliður af mannamáli sem barzt til þeirra og glasaglaum- ur. Chris ýtti frá sér glasinu sínu. Hún sá allt eins og I þoku. Henni leið eins og einhver hefði sparkað í hana. Og hún kenndi mikils sárs- auka og reiði. Og hún hugsaði sem svo: Móðir mín skrökvaði að mér Hún hefir skrökvað að mér allt mitt líf. Allt var byggt á ósannindum. — Hún var hérna eft'ir að hún fékk lausn úr hjálparsveitinni sagði annar gömlu mannanna, og hinn greip fram í: — En fólk þurfti að tala um þetta ein ósköp og móðir hennar lét hana engan frið hafa. — Hún eignaðist litla telpu. Hún var dökkhærð eins og faðirinn. — Og svo dó Charlie Weston og konan, það var ekki ár á milli þeirra, og dóttirin fór til London að leita sér að atvinnu. Hún fór með barnið og v!ð v'itum ekki hvað af þeim varð. — Nei, við vitum ekki hvernig þeim vegnaði. Chris reis á fætur. Henni fannst allt á hreyfingu — jafnvel veggim- ir, hana svimaði Hún kvaddi gömlu mennina og það var ekki fyrr en hún var komin út og fann svalann leika um sig og horfði upp í stjörnu bjartan himininn, sem hún aftur gat hugsað skýrt. Og svalur vindurinn blés yfir kornakrana, þar sem flug- völiurinn hafði verið, og brátt mundi rísa nýtt húsahverfi. j — Chris, ert það þú, elskan mín? j Hún heyrði rödd Jeremy utan úr j dimmunni. Hún þekktifótatakhans. j Og svo var hann allt í einu kominn i og tók sterklega utan um hana og iþrýsti henni að sér. Og hún fann ! svala kinn hans við sína. j — Jæja, hjartað mitt, þú virðist i ekkert yfir þig hrifin að sjá mig. jEr nokkuð að? j — Við verðum að tala um dálítið, jJeremy, sagði hún alvarlega. j — Við höfum heila viku til þess ! að rabba saman, — en gott og vel, — viltu eitt glas — eða eigum við ;að fara beint heim? Elskan mín jþú ert ísköld. - Nei, mér er ekkert kalt ,en ég !,vii tala við þig — í einrúmi, áður en ég fer heim með þér til að vera kynnt fyrir fjölskyldu þinn’i. — Gott og vel, en við skulum fá okkur glas. Komdu. Gömlu mennirir tveir voru komn- ir út. Þeir voru að leggja af stað. i Hún horfði á eftir þeim og sá síðast i aðeins rauðu kattarljósin á aur- brettum reiðhjólanna. Og þeir hurfu : út í dimmu vetrarnæturinnar. Hún leiddi Jeremy að borðinu þar sem gömlu mennirnir höfðu setið — í afþiljaða skotinu. — Af hverju ferðu með mig hing að Chris? Hví ekki að njóta þæg- indanna og finheitanna handan við skilrúmið? — Nei vegna þess að það var hérna, sem móðir mín hjálpaði til þegar hún bar mig undir brjósti. — Já, sagði hann rólega. n sðLU 2ja herbergja íbúð við Hjallaveg. Nýstandsett og máluð með nýjum teppum. Laus nú þegar. 2ja herb. risíbúð, við Kaplaskjól, hagstætt verð. 4ra herb. íbúð, við Hátún. Sér- staklega vel innréttuð með harð- við. 4ra herb. íbúð við Ljósheima, sér þvottahús á hæðinni. Teppi fylgja. 4ra herb. íbúð í Hliðunum, jarð hæð (siétt inn). Ný íbúð, um 120 ferm. Teppi geta fylgt. 4ra herb. íbúð við Barmahlíð. Um 120 ferm. vönduð íbúð, með harðviðarhurðum, sér inngangur. Teppi fylgja. Bílskúr. 5 herb. endaíbúð, við Álfheima Sér þvottahús á hæðinni íbúðar- herbergi fylgir á jarðhæð. 5 herb. ný íbúð við Háaleitis- braut um 120 ferm. Tvær saml. stofur, 3 svefnherb, hol, eldhús með borðkrók, bað, sér geymsla í kjallara, sameign I þvottahúsi. 6 herb. endaíbúð, í sambyggingu við Hvassaleiti (suðurendi). — Tvennar svalir. íbúðarherbergi fylgir í kjallara. . mgimarsson lögm. Hafnarstræti 4. — Sími 20555. ‘ Sölum.: Sigurgeir Magnússon, Kvöldsími 34940. Hargreiðslu- og snyrtistofa I STEINU og DÓDO Laugavep 18 3 hæð (lyfta) Slmi 246lfi HSrgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21. slmi 33968 Hárgreiðslustofa Ótafar Björns dóttur HATUNi 6, slm) 15493._________ Hárgreiðslustofan P I R O L Grettisgötu 31 stmi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9. =lmi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR íMarla Guðmuridsdóttir) Laugavep 13. simi 14656. Nuddstofa á sama stað FASTEIGNASALA Ef þið viljið selja íbúð yðar þá höfum við kaupenda. Fjöldi manna óskar að kaupa 2., 3., og 4ra herb. íbúðir. Ennfremur stærri íbúðir, rað- hús og einbýlishús. FASTEIGN AS ALAN Vonarstræti 4 — Sími 19672 Sölumaður: heimasími 16132. I A R THE FAULT'S WNE JSHULu! 1 SHOULPM'T HAVE LET HEK STAY HEEE TO HUESE t\E... X SH0ULP HAVE SEHT HEK BACK.TO THE AIK 6ASE-WITH THE. Dömuhárgreiðsla við allra hæf T.IARNARSTOFAN Tiarnargötu 11 Vonarstrsetla. megin. slmi 14662 I Hárgreiðslustofan Ásgarði 22. Slmi 35610 HÁRGREIÐSLU STOFAN Sk [ MO §im ÁSTHILDUR KÆRNESTEDM GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HAALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstig 2a Sími 21777. Hárgreiðslustofan Sv..va!lagötu Simi 18615 Naomi hjúkrunarkona rýkur i burtu frá Tarzan og Tshulu, sem eru f leynum í hjúkrunarstöðinni áður en þeir geta stanzað hana, og hættir lífi sínu sem beita til ur en ég gat gripið hana. Þetta þess að fá glæpamennina til þess er allt mér að kenna Tshulu, ég að koma á land. Hún hljóp fram hefði ekki átt að láta hana verá hjá mér, Tarzan, seg'ir Tchulu að- hérna til þess að hjúkra mér. Ég hefði átt að senda hana aftur til flugstöðvarinnar með fallhlíf- arliðinu. 22997 • Grettisgötu 62 ST .V.V.V.V.'.V.VV.V.V.VAV. SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængurnar. eigum dún- og fiðurheld ver ^elium æðardúns- og ræsadúnssængur — ->g kodda af ýmsum ;tærðum OON. OG FIÐURHREINSUN Vatnsstlg 3 Sími 18740. .V.VASW.V -TÁMH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.