Vísir


Vísir - 07.01.1965, Qupperneq 3

Vísir - 07.01.1965, Qupperneq 3
3 VISIR Fimmtud'iíiur 7. ianú^r 1965, Kolla litla „undrabarnið“ hans pabba síns horfir alveg stein hissa á skrítna karlinn, sem er að taka mynd af henni. Dvergarnir í morgunleikfimi. I Leikhúskjallaranum Eftir á voru fleiri skemmti- atriði. Þjóðleikhúskórinn kom fram í göngubúningum og söng göngulög og síðast en ekki sízt var gengið í kringum jólatréð og sungið „Göngum við í kring um einiberjarunn“, og fleiri Leikkonurnar Brynja Benediktsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir og jólalög. litlu telpurnar horfa á dvergana skemmta. „Soffía frænka“ gengur með krökkunum í kring um jólatréð og þau syngja jólalög. Þegar stórhríðina gerði um daginn og samgöngur fóru allar úr skorðum, lögðu margir leið sfna í Leikhúskjallarann. Þrátt fyrir veðurofsann var fjöldinn allur af börnum og foreldrum þeirra mættur á jólaskemmtun- ina, sem var haldin fyrir börn leikara. Þegar Myndsjáin kom, ríkti mikil eftirvænting í loft- inu, allir biðu eftir Mjallhvít og dvergunum, því að þau ætl- uðu að koma i heimsókn. Von bráðar gægðist rautt og kringlu leitt smetti eins dvergsins fram í eina dyragættina og svo komu þeir einn af öðrum, Klókur, Kát ur, Þreyttur, Ljúfur, Hnerri og Tregur, en Stubbur, sem hafði helzt úr lestinni, var dreginn fram á sviðið síðar við mikinn fögnuð áhorfendanna ungu, —. „Hæ, hó við höfum sofið nóg“, sungu dvergarnir og gengu i halarófu um salinn áður en þeir fóru upp á sviðið. Vöktu þeir mikla kátinu. en sumum barnanna stóð ekki alveg á sama, ef einhver þeirra kom of nálægt þvi og var þá leitað hælis til pabba eða mömmu. Önnur voru alls ekki sannfærð um að hérna væru alvörudverg- ar á ferð og sögðu að það væri bara litur framan í þeim og þegar einn dverganna tók ofan skeggið, þurfti ekki lengur vitn anna við. Svo var farið í skrúð- göngu og gengu Mjallhvít og dvergamir í fararbroddi fram á gang þar sem allri hersing- unni var boðið upp á kók og epli.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.