Vísir - 07.01.1965, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Fimmtud'gur 7. ianúar 1965.
T
VISIR
Dtgefandi: Blaöaútgáfan VISIR
Ritstjðri: Gunnar G. Schrarn
Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 17S
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuði
t lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 C5 línur)
Prentsmiðja Vfsis - Edda h.t
NÝTT ÁR
Við höfum kvatt gamla árið og heilsað hinu nýja.
Við vitum ekki nú, fremur en áður, hvað framtíðin
ber í skauti sínu landi og þjóð til handa, en öll von-
um við að árið verði gott. Við vorum að kveðja gjöf-
ulasta ár, sem komið hefur í sögu þjóðarinnar og afla-
brögðum og útflutningsverðmætum. Og þegar vel hef-
ur gengið horfa menn jafnan björtum augum til fram-
tíðarinnar.
☆
Jp’ramfarir læknavísindanna á
síðustu árum, sérstaklega frá
lokum heimsstyrjaldarinnar, eru
svo miklar, að undrun sætir.
Enda hefur óhemju kapp verið
lagt á rannsóknir hinna ýmsu
sjúkdóma og hinnar margbreyti-
legustu líkamsstarfsemi. Hafa
þvi stöðugt komið fram nýjar
og nýjar uppgötvanir, sem gera
kleift að yfirvinna sjúkdóma og
vantanir ýmsar og allt miðar
þetta að því með tíð og tíma
að lengja mannslífið og draga
úr þjáningum og dauða.
Hér verður nú skýrt lítillega
frá einni nýjustu uppgötvun í
læknisfræði og snertir hún
heym mannsins, en hundruð
þúsunda manna um allan heim
þjást af heyrnarveilum og þegar
slikar veilur eru meðfæddar þá
er mikil hætta á því að einstak
lingurinn geti ekki lært að tala,
Myndin sýnir heyrnarhjálp á íslandi. María Kjeld vinnur á Heilsú-
verndarstöðinni að því að heyrnarprófa börn.
MIKILVÆGT NÝTT HEYRN
Ekki megum við þó gleyma því, að í aðalatvinnu-
greinum okkar eigum við enn sem fyrr mest undir
árferðinu. Veðráttan og fiskigöngurnar ráða mestu
um það, hver afkoma verður. Það er of mikil og
óskynsamleg bjartsýni, að búast við stöðugu góðæri.
Til þess eru náttúruöflin hér á norðurslóðum of hverf-
iynd. Aflabrögð geta enn brugðizt, bæði vegna veðr-
áttu og af öðrum orsökum, og þrátt fyrir miklar fram-
farir og breytingu frá því sem áður var, er afkoma
bóndans enn mjög háð veðrinu.
Allt þetta er rétt að hafa í huga, þótt vonandi verði
ilramhaldandi góðæri og velgengni í landinu. En stund-
im talar fólk þannig, að engu er líkara en það sé
oúið að gleyma að þetta geti öðruvísi orðið. Og þar
íynni að felast nokkur hætta, ef útaf bæri. Allur þorri
slendinga gerir háar kröfur til lífsins nú á tímum og
íefur gert það í vaxandi mæli síðasta aldarfjórðung.
jfskjörin eru betri hér en víðast hvar annars staðar
heiminum, hvað sem stjómmálaandstæðingar lands-
-.tjórnarinnar segja, og þau gætu jafnvel verið ennþá
betri, ef stjórnmálatogstreitan væri minni. En hvað sem
5ví líður, þurfum við alltaf að vera við því búnir, að
verða að draga eitthvað saman seglin, af ástæðum,
sem hvorki stjórnarvöld né stjórnarandstæðingar fá
við ráðið.
Það er sannmæli, að sjálfskaparvítin eru verst, og
þess vegna ber forustumönnum þjóðarinnar, jafnt
stjórn sem stjórnarandstöðu, að gæta þess á hverjum
tíma, að haga gerðum sínum þannig, að eigi leiði til
erfiðleika eða ófarnaðar, sem eftir á má kalla sjálf-
skaparvíti. Eitt versta sjálfskaparvíti í efnahags- og
atvinnumálum þjóðar eru tíðar vinnudeilur. Við ís-
ændingar höfum fengið meira en nóg af þeim síðustu
áratugina; og sá almenni fögnuður, sem júnísamkomu-
iagið s.l. sumar vakti, sannar, að almenningur vill ekki
verkföll og stjómmálaleiðtogamir geta oftast komið
veg fyrir þau, ef þeir vilja leggjast á eitt til þess.
Verkföll eru því nær ævinlega ákvörðun fárra manna,
sem eins gætu afstýrt þeim, ef þeir vildu leggjast á
þá sveif.
Því miður kom til verkfalls sjómanna hér við Faxa-
flóa nú um áramótin, en vonandi stendur það ekki
lengi. Við megum ekki eyða dýrmætum tíma og fjár-
munum í vinnudeilur, sem allir tapa á.
ARTÆKI FUNDIÐ UPP
v
— Breytir hljómboð í rnfboð í heyrnartauginn
hann lifir í lokuðum hljóðlaus-
um heimi, verður daufdumbur.
þessu sviði hafa maxgir sér-
fræðingar verið starfandi til
að bæta úr þessum vandamálum
og í flestum löndum eru starf-
andi öflug félög sem leggja mik-
ið af mörkum til rannsókna og
ails staðar eru starfandi skólar
heyrnarleysingja. Við þetta við-
fangsefni hefur verið glímt frá
mörgum hliðum, ný og ný heyrn
artæki með rafhlöðum fundin
upp og nýjar aðferðir teknar í
notkun við heyrnarprófun á
börnum og í kennslu heyrnar-
leysingja.
Rafhlöðuheyrnartæki þau sem
notuð hafa verið fram til þessa
hafa öll byggzt á því, að hinir
næmu og fíngerðu hlutar eyrans
sem nema hljóðbylgjumar og
koma taugaboðum síðan áleiðis
til heilans væru ósködduð. En
fyrir nokkm hafa sérfræðingar í
Bandaríkjunum gert merkilega
uppfinningu, sem færir heymar
hjálpina skrefí lengra og mun
uppfinning væntanlega geta orð
ið mörgum heymarleysingjum
til hjálpar í framtíðinni.
Tjað eru þrír bandarískir sér-
fræðingar vestur í Kaliforn
íu, sem hafa unnið saman að
þessu verki í fjögur ár. Tveir
þeirra eru taugasérfræðingar og
heíta dr. . Æn Doyleogdr. Frede
rick Mires. Sá þriðji er eyrna
læknir og heitir James Doyle.
Uppfinning þeirra er fólgin i
því að setja örlítil rafeinda-
tæki inn í eyrað við heyrnar-
taugina. Þau taka upp hljóð frá
hátalara og yfirfæra þau sem
rafstraum í taugina. Straumur-
inn verkar þannig á taugina og
heyrnarstöðvar heilans, að mað-
urinn heyrir hljóð.
Hljóðstöðvarnar í eyranu eru
einkennilegur líkamshluti sem
kallast snígillinn og völundar-
húsið. Þar eru hin svokölluðu
Cortisku göng, sem nema hljóð-
bylgjurnar og breyta þeim í
taugaboð. Heyrnartæki sem not-
uð hafa verið fram að þessu
hafa ekki komið að haldi, nema
þessi örsmái líkamshluti væri í
lagi. Þau var t. d. hægt að nota
ef hljóðhimnan bilaði eða ýmsir
hlutir í hinu innra eyra stirðn-
uðu vegna kalkmyndunar o .s.
frv. Verkuðu þau oftast þann
ig að auka hljóðið svo að það
kæmist þrátt fyrir þessa galla
til hljóðstöðvarinnar.
|í'n nú telja hinir bandarísku
sérfræðingar, að þeim hafi
tekizt að stökkva yfir þetta
stig og hægt sé að gefa mönn-
um heyrn þrátt fyrir það að
sjálfar heyrnastöðvarnar séu bil
aðar.
Þessi nýiu tæki ganga fyrir
straumi '-isaljósarafhlöðu og
þeim fylgif hátalari, sem fólkið
getur borið t. d. í jakkaboðungn
um. Síðan liggja leiðslur að raf
pól eða elektróðu sem komið
er fyrir við heyrnartaugina og
sendir hún vægan rafstraum
inn í taugina.
Tjegar þeir félagar hófu þessar
tilraunir létu þeir eina elek-
tróðu inn við heyrnartaugina.
Strax náðist nokkur árangur
með því, sjúklingurinn gat
greint hljóð. En hann greindi
aðeins hljóð á takmörkuðu
heyrnarsviði, eina eða tvær nót
ur. Þar fyrir utan heyrði hann
ekki neitt. Þeir reyndu núýmsar
Ieiðir til að yfirvinna þennan
vanda, ýmsar tegundir hljóð-
nema og ennfremur virtist það
koma að haldi að auka straum-
inn en það reyndist þó ekki
gagna til lengdar vegna þess að
taugarnar þoldú ekki aukinn raf
straum.
*
Þá var reynd önnur leið, að
setjá 4 elektróður í eyrað og við
það batnaði heyrnin verulega.
Menn sem höfðu áður haft
heyrn en misst hana gátu nú
skilið setningar sem sagðar voru
við þá. Og þó hér sé ekki um
endanlega lausn á vandanum að
ræða, þar sem eftir er að full
komna tækin þá er talið að þetta
sé upphaf heyrnarhjálpar fyrir
fjölda fólks. Að vísu er ekki auð
velt að koma tækjunum fyrir,
það kostar mikinn og vandasam
an uppskurð, en það er til þess
vinnandi.
jyú um þessar mundir vinna
hinir bandarísku sérfræðing
ar að því að gera fullkomnara
tæki, sem verður með sextán
elektróðum. Þegar þær eru orðn
ar svo margar, ætti heyrnin að
geta orðið all sæmileg, þó menn
geti ekki greint á milli fínustu
tóna t. d. í leik sinfóníuhljóm-
sveitar.
Þessi nýja tækni með þeim
örlitlu rafhlutum sem fylgja
henni er mjög mikið að þakka
þeim víðtæku tilraunum og
rannsóknum sem fram hafa far-
ið á síðustu árum í smíði mæli
tækja og senditækja í eldflaug
um. Það má vera að það sé mikil
vægt að geta sent mann til
tunglsins, en hitt er ekki síður
mikilvægt, að þær vísindarann-
sóknir, sem framkvæmdar eru
í sambandi við geimferðir gefi
einnig góðan árangur á mörgum
öðrum, sviðum.