Vísir - 12.01.1965, Page 3

Vísir - 12.01.1965, Page 3
VlSIR . Þriðjudagur 12. ianúar 1965 3' f dag birtir Myndsjáin stutta sögu úr lífi blaðamannsins. Það vildi svo til, að einn dag í siðustu viku var ljósmyndari Vís- is, sem allir lesendur kannast við, Ingimundur Magnússon, á ferli niðri við Reykjavíkurhöfn. Hann ætlaði að nota góða veðrið til að skyggnast í kringum sig við höfn- ina, þessa slagæð Reykjavíkur, sem verður svo oft fréttaupp- spretta fyrir okkur, þegar við vilj- um segja frá einhverju, sem er að gerast í borginni. Það var frekar dauft yfir höfn- inni þennan dag, því að verkfall sjómanna stendur yfir og bátarnir liggja bundnir við bryggju, svo ekki kemur bein úr sjó. En þó eru gamlir sjómenn allt- af á ferli niðri við höfn og nú Saga úr blaðamennskunni eru þeir t. d. víða að dytta að bátum sínum. Og þarna var líka verið að skipa út fiski i einn foss- anna. Tók Ingimundur mynd af fiskibílnum á bryggjunni og birt- ist sú mynd hér, sýnir hún m. a. hve varlega og vandlega er nú farið með frysta fiskinn, kassarnir vel yfirbreiddir sv.o að fiskurinn þiðni ekki. ^ð þessu búnu gekk hann fram á bátabryggjurnar og sá þá, að verið var að vinna að iog- skurði á nýja bátnum, Keflvíkingi, en verið var að gera smálagfær- ingar á honum. Datt honum i hug að skreppa yfir í Keflvíking og rabba við karlana um verkfallið 05 kyrrstöðuna, sem þvi fylgir. Höfnin er nú svo full, að Kefl- víkingur lá þriðji bátur frá bryggju og þurfti ljósmyndarinn fyrst að fara yfir bátinn Ásbjörn, þá yfir bátinn Viðey og komst þá út í Keflvíking Tók hann þá aðra myndina, sem hér birtist. Það er allgóð mynd af logsuðu- manni, sýnir iðnaðarmanninn, vandvirkan og fhugulan, þar sem hann vinnur sitt verk. Ingimundur sat nú þarna um sinn og rabbaði við karlana. Síð- an sneri hann aftur í land, en á bakaleiðinni, þegar hann var að klöngrast milli báta, skeði það óhapp, að honum varð fótaskort- ur á hálum klaka og ekki nóg með það að hann félli kylliflatur á þilfarið, heldur missti hann myndavéiina og hún kastaðist — hviss — upp í loftið og þurfti að lenda beint á milli bátanna og í sjóinn milli þeirra. Jjegar Ingimundur kom til okk- ar upp á ritstjórn sagði hann sínar farir ekki sléttar, var hann mæddur mjög yfir þessu atriði. Bætti það ekki úr skák, að vél þessi, eign blaðsins, var af vönd- uðustu gerð, svokallaðri Canon 7, en þær munu kosta yfir 12 þús- und krónur. Er það ekki heldur gott í rekstri eins blaðs, þar sem gæta verður ýtrustu sparsemi, að þurfa nú að leggja út fyrir óhöpp- slíka upphæð. En vélin var f fyrstu talin af. Ljósmyndarinn vildi samt gera sitt bezta til að firra blaðið sliku tjóni og leitaði hann nú til Andra Heiðberg, sem er gamall kunningi og vinur blaðsins, um að hann reyndi að finna hana. Andri var þegar tilbúinn til þess, bjóst hann kafarafötum sínum, renndi sér nið ur kaðal og þar sá strax glytta í vélina. Brá hann henni yfir háls- inn og leit út eins og alvanur kaf-ljósmyndari, þegar hann kom upp eins og ein myndin sýnir. þegar til kom var þannig hægt að koma í veg fyrir allt ó- happ. Ljósmyndavélinni var brugð ið í rennandi vatn og hún látin Iiggja þar í tvær klukkustundir. Var saltið ekkert farið að tæra hana og eftir viðgerð mun hún verða jafngóð og áður og skemmta ykkur, lesendur góðir, með mörgum myndum. Þetta var ekki Canon-myndavél fyrir ekki neitt, en eins og allir vita, eru Canon-myndavélamar japönsku heimsfrægar. En það merkilega við þetta allt var, að þegar filman. sem legið hafði í sjónum ,var tekin úr vél- inni var framkölluð, þá komu myndirnar sem teknar höfðu ver- ið á hana, fram eins og ekkert hefði ískorjzt. Þannig var þetta saga fyrir ykk ur, lesendur góðir, um. óhapp og síðar happ í blaðamennsku, um hjálpsemi kafara og gæði mynda- vélar. Það gerist margt í blaða- mennskunni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.