Vísir - 12.01.1965, Síða 8

Vísir - 12.01.1965, Síða 8
8 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VTSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram *’ Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn ó Thorarensen Björgvin Guðmundsson "* Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 S Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 *! Áskriftargjald er 80 kr á mánuði ■; t lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 linur) I* Prentsmiðja Vísis — Edda h.t Vaxtalækkunin ■ Það hefur verið broslegt að fylgjast með skrifum •! Tímans um hina almennu vaxtalækkun sem nú er !■ ■ komin til framkvæmda. Mánuðum saman hefur blaðið ;I tönnlazt á því að aðal böl þjóðarinnar væri háir vextir. !• En þegar vextirnir eru lækkaðir, svo þeir verða sam- •; bærilegir við mörg önnur Evrópulönd þá gleðst blaðið r hvorki né fagnar innilega, eins og vænta hefði þó mátt. Sama ólundin markar skrif þess sem endranær, sama geðillskan stýrir pennanum. Þessi kynlegu viðbrögð ;j Framsóknar sýna glöggt það sem fyrr var reyndar i; vitað: að vaxtalækkunarhjal Tímans spratt eingöngu ;I af löngun til árása á ríkisstjórnina, en ekki af um- í; hyggju fyrir lántakendum. Og stór fjöður er í biaðinu ;' dregin yfir þá staðreynd sem að baki vaxtalækkun- inni liggur: stórbatnandi gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar. [' Seðlabankinn skýrir svo frá að hún hafi batnað um !; 200 millj. króna á árinu, og séu gjaldeyriseignirnar nú ;! einn og hálfur milljarður, eða meiri en nokkru sinni I; fyrr. Sú staðreyd sýnir hverjar firrur það eru sem ;! Framsóknarflokkurinn heldur fram um að núverandi !!; ríkisstjóm hafi mistekizt að rétta við efnahag þjóðar- ;!! innar. !; Stofnun Davíössafns Skólameistari Akureyrarskóla, Þórarinn Björnsson, og :■ aðrir áhugamenn á Akureyri hafa beitt sér fyrir sam- ■; tökum, sem ætlað er að ná um land allt til þess að festa ;■ caup á húsi Davíðs Stefánssonar og stofna þar Davíðs- ■; >afn. Vísir hefur áður hvatt til þessa áforms. Er vel að ;■ íú skuli skipulögð samtök beita sér fyrir að koma ]: essari ágætu hugmynd í framkvæmd. Við íslending- !; :r erum þjóða fátækastir af minjum um sögu okkar >g líf og starf mætustu sona landsins. Slíkur var Davíð. !!; Og nú er þes kostur að varðveita hús hans og bækur ;I um aldur og ævi. Það er mikill fengur. Bókmennta- !; )jóð hlýtur að taka slíku boði tveimur höndum. Sál ;! hennar hefur um aldir lifað í ljóðum. Með Davíðs- í afni er þeirrar stað reyndar minnzt. ;I Arður rannsóknanna ^/[erkar eru þær fregnir, sem ofan frá Keldum berast. ■; •?ar hefir undanfarin ár verið unnið að því að finna % orsakir mæðiveikinnar og jafnframt læknismeðal við ;■ þessum mikla skaðvaldi í íslenzkum sauðfjárstofni. ■; ryrir sex árum tókst hinum kunna vísindamanni, dr. ;■ Birni Sigurðssyni og aðstoðarmönnum hans að ein- ■; ngra veiru, sem talin var valda veikinni. Nú er það ;| talið fullvíst, eftir árlanga ræktun hennar, að skað- •; valdurinn sé fundinn. Enn bíður það lokaverkefni að ;| ullkomna læknislyfið, en mikill áfangi á þeirri leið j; iiggur að baki. Þjóðin öll mun af áhuga fylgjast með ;| starfi vísindamannanna á Keldum í þeirri leit. Þetta |; dæmi sýnir hve mikilvægan arð vísindarannsóknir ;! geta veitt þjóðinni. Það sýnir líka hver nauðsyn er að I; auka þær og efla með meira fé og bættri aðstöðu á ;j allan hátt. •; V í S I R Þ' iðjudnrur 12 ianúar 1965 Kyr.slóðir hafa verið bornar að skírnarfonti Dómkirkjunnar og höfuð ungbarnanna lauguð vatnL — Hér sést sr Jón Auðuns dómprófastur skíra barn. Foreldrar þess hjá. j^itla Dómkirkjan okkar niður v'ið Austurvöll er lítil og óásjáleg við hliðina á hinum gríðarstóru og voldugu dóm- kirkjubáknum erlendra stór- borga. En okkur sem búum hér í borginni er þessi bygging ákaf- lega kær, svo að öðru vísi en hún er vildum við ekki hafa hana. Og þó upp rísi mikið og voldugt kirkjubákn uppi á Skólavörðuholti, mun það •aldrei koma í staðinn fyrir okk- ar kæru gömlu Dómkirkju. Við horfum á turninn á henni með stundaklukkunni í allar fjórar áttir. Það getur vel verið að hann sé kollhúfulegur. Upphaflega átti hann líka sam- kvæmt teikningu að vera öðru vís'i, með hárri og mjórri turn- spíru upp í himininn. En hætt er við að óánægjuraddir heyrð- ust ef nú ætti að fara að breyta turninum þó nú sé Vitað að turnspíran gæti staðizt storma íslenzks vetrar. Cvo þegar inn í kirkjuna er komið og hún er uppljóm- uð á jólum eða nýári, þá er hér staðurinn til að komast í há- tíðarskap. Allir hlutir kirkjunn- ar eru okkur gamalkunnir, alt- arið með rauðu altarisáklæði, sjö arma ljósastikurnar, altaris- taflan, blár kórhim'inninn, pré- dikunarstóllinn, kórbekkirnir, þar sem svo mörg fermingar- börn hafa ~tið og síðan h'inir gamalkunnu brúnlökkuðu dóm- kirkjubekkir En í miðri þessari hátíðarum- gerð ' stendur listaverk eftir heimskunnan listamann, íslenzk an að ætt sem sigraði heiminn með snilli sinni. Þessi kirkju- gripur er Iíklega dýrmætasta listaverk, sem til er á íslandi. Það er skírnarfontur Thorvald- sens. Þarna hefur hann staðið í kórdyrum gömlu Dómkirkjunn- ar okkar í 125 ár og þannig eru kynslóðirnar orðnar fjórar sem hafa haft hann fyr'ir augum sér og horft á þá hátíðlegu athöfn, þegar hin reykvísku börn eru borin til skirnar. Svo er enn í dag, ekki sízt í byrjun hins nýja árs, sem er í margra hug- um tímabil æskunnar sem er að vaxa upp og á eftir að taka við byrðunum af herðum h'inna eldri sem hverfa á braut eins og gamla árið ■yið höfum horft á skírnar- ' fontinn f kirkjunni úr fjarlægð frá bekkjarröðunum, en sjaldan sem við höfum hugs- un á því að skoða þennan dýr- grip vandlega, horfa á hann frá öllum hliðum og dást að lista- verkinu í góðu tómi eins og við myndum kjósa er við Viljum teyga að okkur form og liti listaverks. Við skulum nú einu sinni eft- ir messu doka við í gömlu Dóm- kirkjunni okkar, láta síðustu tóna útgöngulagsins deyja út og stíga þrepin þrjú upp i kór- dymar. Það fyrsta sem við hljótum að undrast er gerð skírnarfonts- ins, hve snilldarlega hann er höggvinn út í marmarann, ein- faldlega hvlílíkt snilldarhand- handbragð er á þessu verk'i. Að vísu höfum við hér aðeins eitt lítið verk eftir Thorvaldsen. Það gefur okkur þó aðeins nokkra hugmynd um þá ótrú- legu sköpunargáfu sem bjó í þessum meistara. En þá fyrst er furðum hans lok'ið upp fyrir okkur, er við komumst út til Kaupmannahafnar og fáum tækifæri til að heimsækja Thorvaldsens-safnið við hliðina Svo virðum við fyrir okkur myndirnar og' þá listgöfgi sem frá þe'im stafar. t'yrst blasir við okkur fram- hliðin. Hún sýnir frelsar- ann, þar sem hann stendur í ánni Jordan, hann krossleggur armana á brjósti sér til að taka við skírn, tákni vigslunnar, af Jóhannesi skírara. 1 ásýnd og út frá líkamsstöðu frelsarans geislar ákaflegri fegurð, auð- mýkt og mildi. Jóhannes skírari stendur yfir honurn, heldur á hjarðstafnum í vinstri hönd og lyftir honum upp með virðu- leika og eins og honum sé ljóst eða hafi t'ilfinningu fyrir því mikla hlutverki sem honum hef- ur verið falið. í hægri hönd heldur hann á lítilli Ie'irkönnu og hellir skírnarvatni úr henni yfir höfuð frelsarans. Þessi mynd af skirn frelsar- ans er s'in út af fyrir sig í tölu frægustu og beztu listaverka Thorvaldsens. HÖGGMYNDALIST í BORGINNI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.