Vísir


Vísir - 16.01.1965, Qupperneq 7

Vísir - 16.01.1965, Qupperneq 7
Vis IR » anúai 1965 Hann var afreksmaður og gæfumáður Því að þúsund ár eru fyrir þínuni augum eins og dagur- inn í gær, þegar hann er lið- inn, já, eins og næturvaka, — Þannig sá fornaldarspekingurinn ár og aldir, nei árþúsundir sóp- ast líkt og sjónhendingu burt, fyrir augun hins eilífa Guðs. Fyrir honum eru jarðneskar tak- markanir tímans ekki til Fyrir honum, sem frá upphafslausri eilífð var og um endalausar ei- lífðir mun verða, eru þúsundir ára eins og augnablikið sem kemur og hverfur, fæðist og deyr Hið liðna er ennþá til, hið ókomna er nú þegar komið, á einu og sama augnabliki skynjar Guð þetta allt, því að- „eilífðin hún er alein til, vor eigin tími er villa og draumur". Vér lifum í þessum draumi, jarðneskir menn. Vér búum við takmarkanir tímans og skiptum honum í stundir, daga og ár. Þess vegna eru oss tímamótin, sem vér lifðum fyrir skemmstu,1 mikilvæg, Þá söng oss í eyrum niðurinn af hrynjandi öldu gamla ársins og hann minnti oss á, að alda allra jarðneskra ára hnígur og deyr. „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ spurðum vér þá og vér spurðum þannig meðan þessi ó- viðjafnanlegi sálmur var sung- inn yfir börum Ólafs Thors. Hitt bauð oss engum í grun, að svo skammt yrði bil milli bræðra, að innan fárra daga kæmum vér aftur saman hér til minningarathafnár um Thor Thors látinn Andlátsfregn hans var óvænt og hún vakti hryggð hvarvetna um landið, því að sakir hæfi- leika, glæsimennsku og yfir- burða á marga lund gegndi Thor Thors skörulega miklum trúnað- arstörfum fyrir þjóð sína, ekki aðeins sem ambassador hennar í Vesturheimi heldur einnig og ekki síður sem fulltrúi henar hjá Sameinuðu þjóðunum. Og þeim mun meiri harm vakti fráfall þessa mikilhæfa manns, sem mönnum var víðsvegar um þetta land ennþá opin und eftir andlát bróður hans á gamlársdag. Svo nærri lá, að bræðraminni þeirra beggja mætti gjöra í senn, að eliefu dagar einir urðu milli andláts^ þeirra, en ellefu ár var aldursmunur bræðranna. Að sjálfsögðu er hér sá mun- ur á, að Ólafur Thors hafði stöð ugt verið í huga allra þeirra, sem um þjóðmál hugsa á Is- landi maður sem daglega var talað um og deilt um, en ævi- starf bróður hans var að miklu unnið í fjarlægri álfu og á þeim vettvangi að ýmsum gat dulizt, hver afreksrriaður hann var. En þegar vér hugsum um ævistarf þeirra bræðra beggja, getum vér naumast varizt því að hugsa: m'ikið á þjóð vor til að missa, meðan hún fær að harma slfka menn. Að sjálfsögðu hafa dagblöðin minnzt Thors Thors ambassa- dors með svo mörgum hætti, að hér væri ekki ástæða til að rekja í einstökum atriðum marg- vísleg störf hans, en vegna þess að mér bárust vestan um haf þau tilmæli frú Ágústu Thors að ég mælti hér í kirkjunni kveðjuorðin yfir gömlum vini, hlýt ég að minnast hans eins og mér verður hann minnis stæður Thor Haraldur var mikill gæfu maður bæði- af ytri kjörum og innri gerð. í ritgerð um föður sinn Iýsir hann æskuheimili sinu fagurlega. Hann segir að þar, í hinum stóru salarkynnum, hafi að jafnaði ekki verið gestkvæmt vegna þess, að foreldrar sínir hafi sama og ekki tekið þátt í samkvæmislífi, en að hið stóra hús hafi iðulega verið fullt af gestum barnanna. Við svo frjálsa glaða æsku bjó Thor, en foreldrarnir slepptu ekki föstu taumhaldi og höfðu mikil áhrif á þennan óvenju gáfaða og hug- þekka son Hann hóf námsferil með ó- venjulegum glæsibrag og hann lauk eftir óvenjuiega skamman tíma hæsta prófi i lögfræði, sem fram að þeim tíma hafði verið tekið í Háskóla íslands. Jafn- hliða námsafrekum sínum naut hann frábærra vinsælda skóla- félaganna. Han var mikill dreng skaparmaður, hjálpsamur og glaður félagi Það gat þá þegar ekki dulizt, að hann væri maður stórrar framtíðar. Frá prófborðinu hér lá Ieið hans til hagfræðináms við há- skóla Englands og Frakklands. Hann sneri fljótlega aftur heim, því að verkefnin biðu. Og hann hikaði ekki við að takast á við þau. Kornungur fór hann í við- skiptaerindum um Spán og Portúgal og síðar sömu erinda vestur um haf. Hann gerðist framkvæmdastjóri í Kveldúlfi og síðar í Sölufélagi ísl. Fiskfram- leiðenda og stjórnarmaður í Eim skipafélaginu ísafold. Öll þessi vandasömu störf léku honum ungum í höndum og ýmis trún- aðarstörf önnur. Hann tók á þessum árum þátt í ýmisskonar félagsstarfsemi og var jafnan í fylkingarbrjósti. Hann var formaður norræna stúdentamótsins, sem háð var í sambandi við Alþingishátíðina 1930 og fjölsótt var af norræn- um stúdentum. Hann kom þar á allan hátt fram af svo miklum glæsibrag, að aðdáun erlendra og íslenzkra stúdenta vakti. Frá unglingsárum hafði hann mikinn áhuga á landsmálum og árið 1931 varð hann formaður Heim- dallar. Flokksbræður höfðu snemma haft augastað á honum Minningarræða sem stjórnmálamanni og þrítug- ur varð hann alþingismaður Snæ fellinga. Hann var bardagamað- ur, þótt hann væri mildur í lund og sáttfús. Ilann var drengskap armaður og sanngjarn t garð andstæðinga, en var jafnframt hiklaus í baráttunni fyrir réttum málsstað. Vegna kjarkleysis draga sig margir frá orustuvell- inum í hlé og taka hinn auðveld ari kostinn. „Þeir öftustu koma þar ósárir heim, en enginn er ríkur af sonunum þeim“, enginn móðir sæl af slíkum sonum. En Thor Thors valdi ekki þann auð- velda kost, hann var fús á að berjast, alvörumaður, mælsku- maður mikili, skarpur að skiln ingi en hlýr í hjarta og hreinn í lund Þess vegna var hans saknað úr þingsölunum og af vettvangi þjóðmálanna, þar sem loft er tíðum lævi blaðið og þeirra mana er þörf, sem hvoru tveggja eru gæddir, gáfum og drengskap. Ýmsir litu svo á, þegar Thor Thors hvarf af sjónarsviði ís- lenzkra stjórnmála og tók skip- un sem aðalræðismaður og síðar sendiherra og ambassador Is- lendinga í Bandaríkjunum, að í rauninni væri hann að taka að sér starf, sem vér hefðum ekki ráð á að láta annan eins af- reksmann og hann í, og að hann mættum vér ekki missa frá nauð synlegri störfum hér héima. En nú hafa allir fyrir löngu séð, að landi sínu óg þjóð hefir hann verið hinn þarfasti maður og að í stöðu hans vestra þurftum vér einmitt að skipa mann með hæfi leikum hans og gáfum. Það er ekki aðeins það, að þau hjónin frú Ágústa og Thor Thors hafi með starfi sínu og mikilH glæsimennsku borið hróður Islands víða. Það hefði verið hægt að senda héðan fleiri falleg og gestrisin hjón. En Thor Thors var ekki aðeins ambassador íslands í Bandaríkj unum og fulitrúi þjóðar sinnar sendiherra í fleiri ríkjum vest an hafs og löndum, — hann var fulltrúi íslendinga hjá Sam einuðu þjóðunum, og þar mun hann hafa unnið sitt merkileg asta og glæsilegasta starf. Hvers trausts hann naut innan þessara mikilvægu samtaka má af því marka, hver trúnaðar störf honum voru þar falin, og eru ummæli U Thants um Thor Thors látinn betri vitnisburður en margra annarra iof. Fyrir þetta stendur þjóðin hans í stæstri þakkarskuld við hann. Og þetta sættir oss við það, að hafa séð af honum ung um frá þeim sörfum, sem vér vonuðum þó að hann myndi leysa af hendi hér heima þjóð vorri til gæfu og gengis. 23 ára gamall kvæntist hann glæsilegri konu, Ágústu Ingólfs dóttur læknis í Borgarnesi. í nærfellt 40 ár hefur hamingju sól þeirra oftast staðið hátt á lofti. Fagurlega og skörulega hefur frú Ágústa staðið við hlið hans í margvíslegum vanda, ver ið þjóð sinni til sæmdar og fjöl skyldu sinni til gæfu á alla lund. Vér vottum henni virðingu og þökk og sendum hiýjan sam úðarhug henni, sonum hennar tveim og sex barnabörnum. í fjölskyldu og heimili verður sjónarsviptir að minni manni en Thor Thors var. Það kólnar í húsi þótt minna hverfi en hans stóra, heita hjarta. Thor Thors var mikill íslend ingur. Hann fagnaði hverju tækifæri til að vitja systkina og vina og gamla landsins. Það var honum heilög jörð minn- inga og m'inja.. En vestur 1 Ameríku var líka blettur, sem honum var heilög jörð, jörð sem fyrir tíu árum vígðist stórri sorg og vökvaðist heit- um tárum ,þegar einkadóttirin var lögð þar í moldu. Þar verða leifar Thors iagðar eftir að lýk ur þeirri hátíðlegu athöfn, sem hefst í dómkirkju Washington borgar kl. 2 í dag eftir þeirra tíma yfir líki íslenzka ambassa dorsins. Þar munu fyrirmenn og fuiltrúar hvaðanæva að minnast ísiands hlýlega vegna þess að þeir þekktu frú Ágústu og Thor Thors. Heill hverjum þeim sem þannig lifir, að við líkbörur hans er með virðingu hugsað um ættlandið fjariæga, sem svo vel gerði góðan og göfugan son að heiman. Dýrmæta þjónustu veitti Thor Thors ættlandinu íslenzka. Nú er annað, ójarðneskt land að opna honum faðm og veita honum borgararétt. Er vér horf um þangað, sjáum vér skammt, þvl að skyggir Skuld fyrir sjón. En hafi vinur vor skynjað síð ustu augnablikin að umskiptin miklu voru að nálgast, hygg ég, að óttalaus hafi hann gengið þau spor á fund dóttur sinnar, bróður og vina. Hneigðu höfði biðjum vér honum blessunar á ferðinni, sem er framundan. Amen. sr. Jóns Auðuns dómprófasts á útfarardegi Thor Thors sendiherra V * -s4

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.