Vísir - 16.01.1965, Side 15
V í S IR . Laugardagur 16. janúar 1965
75
Konulík í farangursgeymslunni
EFTIR GEORG GOODCHILD
LEYNILOGREGLUSAGA
Klukkan var 21 laugardagskvöld
nokkurt í október, þegar hattlaus
maður, mjög þreytulegur, kom inn
í krána Svarta hestinn í grennd við
Andover -og bað um tvöfaldan
whiskysjúss.
— Og tvær samlokur með svína-
kjöti, sagði hann við þernuna. Hún
fékk honum þær og fór hann með
whiskyglasið og samlokurnar að
borði úti í horni, en þarna voru
nokkrir gestir fyrir.
— Er nokkur benzíntankur hér
í nágrenninu? spurði hann einn
þeirra.
— Enginn fyrr en þér komið til
Andowe:' en það eru ekki nema
fimm mílur þangað, ef þér akið
Lundúnaþjóðveginn, ef þér þá ætlið
þá leiðina.
— Þakka yður fyrir, ég ætla ein
mitt þá leiðina.
Það leit út fyrir að gesturinn
hefði sérlega góða lyst á samlok-
unum, og er hann hafði lokið þessu,
keypti hann vindlingapakka og
bauð kráargestum glaðlega góða
nótt. En það voru ekki tvær mín-
útur liðnar þar til hann kom aftur
og var sem hann væri skelfingu
lostinn.
— Það er búið að stela bílnum
mínum. Má ég lána símann?
— Ég skal spyrja forstjórann,
sagði barþernan, og hvarf inn um
dyr fyrir aftan borðið, og kom svo
að vörmu spori og með henni krá-
areigandinn, gildvaxinn náungi.
— Það er þessi herra þarna, sagði
hún.
— Ég heiti Tarrant, sagði bíl-
eigandinn Ég skildi bílinn minn
eftir héma á bílastæðinu við krá-
yðar fyrir tæpum stundarfjórðungi.
Það var heimskulegt af mér, að
læsa honum ekki, en ég ætlaði ekki
að hafa nema stutta viðdvöl. Ég
þarf að ná sambandi við lögregl-
una. Má ég fá not af síma?
— Velkomið, sagði kráareigand-
inn. Komið inn hérna!
Hann fór með Tarrant inn í her
bergi það, sem hann notaði sem
skrifsfofu.
— Gerið þér svo vel, hringið
strax í nr. 999. Tarrant náði þegar
sambandi við lögreglustöðina í
Andover, og lét í té upplýsingar
um nafn sitt og heimilisfang, núm
erið á bflnum, framleiðslunúmer
sitt og annað, sem um var spurt.
— Ég get ekki farið lengra í
kvöld, sagði bíleigandinn að lok-
um í símann, og ég hefði þurft að
komast til London í kvöld. Hvað
get ég gert?
— Haldið kyrru fyrir þar sem
þér eruð, sagði lögregluþjónninn.
Það eru að fara út lögreglubílar til
eftirlits. Ég skal senda einn til þess
að aka yður á stöðina.
— Þúsund þakkir, sagði Tarrant,
þetta er mjög vinsamlegt af yður.
Hann lagði tólið á og sneri sér
að kráareigandanum gildvaxna.
— Hvað kostar þetta?
— Ekkert, herra Tarrant, sagði
sá gildvaxni. Ekkert þessu líkt
hefir gerzt fyrr hér hjá mér. Fjári
hafið þér verið óheppinn. Var nokk
urt verðmæti í bílnum?
— Aðeins handtöskur mínar og
nokkrir uppdrættir að byggingum.
Ég fór til Truro og var þar tvo daga
í viðskiptaerindum. Fór þaðan um
klukkan 15 í dag. Þakka yður fyrir.
Nú ætla ég að fara inn í barinn
og fá mér einn sjúss til.
Inni í barnum létu menn samúð
í ljós við hann vegna óheppninnar,
en barþernan náði í áætlun og gat
frætt hann um, að lest færi til
London eftir 40 mínútur.
— Ég held þér náið í hana, sagði
hún, ef lögreglan hefir einu sinni
hraðann á. Þeir eru nú annars ekki
vanir að flýta sér.
En í þetta skipti var lögreglan
ekki sein á sér. Tarrant þurfti ekki
að bíða nema í 10 mínútur. Og
það var yfirlögregluþjónninn sem
kom.
Tarrant gat þess við hann, að
sá, sem stolið hafði bílnum, mundi
ekki hafa komizt langt án þess að
fá benzín á tankinn, hann hefði ver
ið nær tómur.
— Ég vonaði, að ég kæmist til
Andover þó, bætti hann við.
— Þessar upplýsingar læt ég
fara áfram þegar, sagði lögreglu-
þjónninn — þær ættu að greiða
fyrir að hefðist upp á bílnum. Við
þekkjum starfsmennina á öllum
stöðvum, sem hafa opið á þessum
tíma sólarhrings.
Hann fékk svo lánaðan síma,
og að því loknu sagði hann við
Tarrant, að hann væri reiðubúinn
að Ieggja af stað. Á leiðinni til
járnbrautarstöðvarinnar hélt hann
dálítinn fyrirlestur um að það væri
heimskulegt að skilja bíla sína
eftir ólæsta.
— Ég veit það, sagði Tarrant, en
ég var þreyttur og svangur og
gleymdi mér, — þetta er í fyrsta
skipti, sem mér hafa orðið slík
mistök á.
Héraðslögreglan hafði ekki
haft heppnina með sér um nótt-
ina — fann ekki bílinn, en næsta
morgun fannst hann bak við runna
í um það bii 7 km. fjarlægð frá
Svarta hestinum. í aftursætinu var
ferðataska, regnfrakki og linur
hattur
Hurðir bílsins voru læsar og
það varð að draga hann til And-
over. I fyrstunni hélt lögreglan, að
um venjulegan bílþjófnað væri að
ræða, og hún tilkynnti lög-
reglunni að bíllinn væri fundinn
og hann gæti sótt hann hvenær
sem væri Tarrant kom með fyrstu
lest og honum var vísað út í port-
ið, þar sem bfllinn var geymdur.
Honum hafði verið sagt að koma
með aukalykil, ef hann ætti hann
og nú tók hann hann upp og opn-
aði bílinn.
— Vantar nokkuð, spurði Iög-
regluþjónninn.
— Það lítur ekki út fyrir það,
en ég ætla að gá i töskuna, en í
henni var ekkert nema það sem
menn hafa venjulega með sér á
ferðalögum og í geymsluhólfið fyr
ir framan framssétið vantaði ekk-
ert heldur.
— Nei, það hefur engu verið
stolið, sagði hann.
— Er nokkuð í farangursgeymsl
unni?
— Ekkert nema varadekkið og
einhver verkfæri.
— Það er bezt að þér gáið þar
líka.
Hann opnaði hana og er hann
hafði snúið lyklinum hentist lok-
ið upp og lögrégluþjónninn rak
upp dálítið vein og Tarrant gapti,
þvi að í farangursgeymslunni lá
ung kona. sem eins og hnipraði
sig saman — og hún var greini-
lega dáin. Þungbúinn á svip læsti
Iögregluþjónnin farangursgeymsl-
unni.
— Ég er smeykur um að það
verði bið á því að þér fáið bíl-
jnn, herra Tarrant, ég verð að
gefa skýrslu um þetta þegar og
kveðja lækni til þess að skoða Iík-
ið og undirrita yfirlýsingu.
McLean fulltrúi í Scotland Yard
ók til Andover ásamt aðstoðar-
manni sínum tveim tímum síðar,
að beiðni héraðslögreglunnar. Það
var búið að taka líkið úr bílnum
og Tarrant hafði farið til næsta
gistihúss og beið þar niðurstöð-
unnar af líkskoðuninni og til þess
að vera nærstaddur, ef lögreglan
óskaði að ræða frekar við hann.
— Það er ekki enn komið í ljós
hver konan er, sagði læknirinn við
McLean. Líkskoðunin er ekki Iok-
ið, en það eru engin merki um,
að nauðgun hafi átt sér stað. Lík-
ur benda til að hún hafi látizt af
völdum eiturs milli kl. 20—22 í gær
kvöldi. Það virðist augljóst, að
biinum hafi verið stolið til þess að
aka burt með líkið og losa sig við
það einhvers staðar, en glæpamað-
urinn ekki komizt Iangt vegna þess
að benzfnið var á þrotum. Þess
sjást líka merki að bilnum hafi ver
ið ýtt seinustu 20—30 metrana á
þann stað, þar sem hann fannst.
Sá — eða þeir sem það gerðu
læstu síðan bílnum og tóku með
sér lykilinn alveg vafalaust til þess
að tefja fyrir eftirgrennslunum lög-
reglunnar.
McLean las þar næst hina vél-
rituðu yfirlýsingu Tarrants og á-
kvað að tala við hann þar sem
ekki var tækifæri til þess að líta
á Iíkið, þar sem líkskoðuninni var
ekki lokið. — Hann hringdi eftir
Tarrant og spurði hann nokkurra
spurninga.
— Bifreið yðar var, segið þér,
stolið meðan þér sátuð inni í
Svarta hestinum? Voru fleiri bílar
á bilastæðinu?
— Já, tveir. Ég veitti þeim ekki
nána athygli, en annar mun hafa
verið á Londrower.
— Voru þeir þar þegar þér kom
uð út aftur?
— Já. Ætli einhverjir þeirra sem
voru inni í kránni hafi ekki átt
þá
— Hvaðan komuð þér þetta
kvöld?
— Frá Truro. Ég var þar á
fimmtudag og föstudag. Ég er arki
tekt og fór þangað til eftirlits með
byggingum.
— Þér hafið ekki veitt neinum
grunsamlegum manni eða mönn-
um athygli þegar þér lögðuð bíln-
um?
— Nei, það var mjög dimmt.
— Jæja, það var leitt, að þér
getið ekki fengið bílinn enn. Það
er margt sem enn bíður rannsókn-
ar.
— Já. Það borgar sig varla fyrir
mig.að fara.heim og verða svo
kannski að koma aftur. Ég verð
að hringja í konuna mína og segja
henni það. Og ég sem ætlaði að
eiga rólega helgi heima.
Þegar þeir sem verið höfðu í
Svarta hestinum þetta kvöid voru
yfirheyrðir, staðfestu þeir í raun-
inni yfirlýsingu Tarrants. Og
Brooke lögreglumaður hafði orð
á því að konan hlyti að hafa verið
tekin upp í bílinn nærri strax eft-
ir að honum hafði verið stolið og
gat það því ekki hafa verið langt
frá kránni.
McLean. Líkskoðuninni er ekki lok
ur óku á staðinn, þar sem bíllinn
fannst.
— Ég er ekki viss um að þetta
fái staðizt, sagði McLean. Það er
eitthvað gruggugt. Af hverju t.d.
keypti Tafrant sígarettur í barnum
þar sem í bílnum var full dós af
þeim?
— Kannski bíllinn hafi alls ekki
verið á bílastæði krárinnar?
— Við höfum aðeins orð Tarr-
ants fyrir því. Enginn annar sá
hann þar. Það var lítið benzín á
geyminum. Kannski hefur hann
allt í einu verið í örvæntingar-
fullri aðstöðu — með konulík í far-
angursgeymslunni. Hann gæti hafa
1 Hárgreiðsiu- og snvrtistofa
I STEINU og DÓDÖ
i Laugavep 18 3. hæð flyfta)
, Simi 24816
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21. slmi 33968
Hárgreiðslustofa Ólafar Björns
dóttur
HATÚNl 6. slmi 15493._________
Hárgreiðslustofan
P I R O L
Grettisgötu 31 simi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9. =imi 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
I (Marla Guðmuridsdóttir)
Laugavep 13. simi 14656.
Nuddstofa á sama stað
Dömuhárgreiðsla við allra hæf |
T.IARNARSTOFAN
Tiarnargötu II Vonarstrætls-
megin. slmi 14662
ASTHILDUR KÆRNESTEDi
CUÐLEIF SVEINSDÓTTIR
S'IMI 12614
HÁALEITISBRAUT 20
Grundarstig 2a
Simi 21777
Hárgreiðslustofan
R^.vallagötu '. 2
Simi 18611
T
A
TAKZMl AW7 TSHULU,
PICKE7 UP SY
MOWKUZZI'S
'COPTEE, 5E6IU
THE JUKSLE-RIVEK
SEAECH C0K
NUKSE NAOAM‘5
K.l7NAf’?6E5.
ÖEWERALYEATS L0ANE? U5 HS ELE?KANT-SUN
AN7 P-UM-7UIA EULLETS ,TARZAN! X CAN ^
SLAST THE SfEEFSOAT'S HULL AKIF SINK )
ITl CAKI UJFSE KlAOtAl SWIM? J ■
a
Tarzan og Tshulu hafa verið
teknir upp f þyrlu Mombuzzis
og hefja leitina f frumskóginum
að þeim sem rændu Naomi hjúkr
unarkonu. Yeats hershöfðingi
lánaði okkur fflabyssu sína og
dum-dum kúlurnar, Tarzan. Ég
get skotið f burtu yfirbyggingu
bátsins og sökkt honum. Kann
Naomi hjúkrunarkona að synda?
Það er of áhættusamt Tshulu,
segir Tarzan. Þessir djöflar munu
nota hana eins og skjöld fyrir
sig ef við notum byssukúlur.
REST-BEZT -koddar
Endurnýium gömlu ,«
sængurnat sigum 'I
dún- og fiðurheld ver *J
noMi.m æðardúns- og J*
tæsadúnssængui —
og kodda af ýmsum !)
stærðum )■
DUN- OG ;!
FIÐURHREINSUN «!
Vatnsstlg 3 Sími 18740. J*
AWMWiWWWWW