Vísir - 23.01.1965, Qupperneq 1
VISIR
55. árg. — Laugardagur 23, janúar 1965. - 19.
SÁTTAFUNDUR í GÆR
Sáttarsemjari boðaði í gær hófst fundurinn klukkan hálf-
kveldi sáttafund í vinnudeilu níu. Hafði þá verið hlé á
sjómanna og útvegsmanna og Framh. á bls. 6
LENGSTA BÍLALEST
Á ÖXNADALSHEIÐI
Stærsta bílalest, sem farið
hefur yfir Öxnadalsheiði, sést
hér á myndinni að neðan.
Fjórtán bflar, allt stórir trukk
ar, brutust yfir hana á mið-
vikudagskvöld, en það er í
eina skiptið í þessari viku,
sem farið hefur verið yfir
hana.
Þessi bílalest var tvo daga
á leiðinni frá Reykjavík til
Akureyrar. Margir bílanna
voru mjög hlaðnir af ýmsum
nauðsynjum, eða allt upp í 12
tonn á einum bfl. Mikil ófærð
var víða á leiðinni enda Norð
urlandsvegur talinn ófær. -
Með aðstoð vegavinnutækja
komst lestin samt á leiðar-
enda.
Erfiðasti hjallinn varöxna-
dalsheiðin, þar sem myndin
er tekin. Þar fór veghefíll
fyrir lestinni, og tveir heflar
og jarðýta ruddu veginn upp
á heiðina austan megin frá.
Blaðamaður Vísis var með
í þessari för og birtist frá-
sögn hans í blaðinu á mánu-
daginn.
UM NÍUTÍU MÁL A DAGSKRA
Á FUNDI NORDURLANDARÁDS
Miklar annir fyrirsjáanlegar á fundinum, sem hefst í Reykjavík 13. febráar
Miklar annir eru fyrirsjáanlegar
á fundi Norðurlandaráðs, sem
hefst i Reykjavík í næsta mánuði.
í tillögu um dagskrá er gert ráð
fyrir um 90 málum, sem taka á
til umræðu. Um 190 manns munu
koma til landsins, þar af eru 25
ráðherrar og 64 þingfulltrúar, og
munu. sjaldan ef ekki aldrei hafa
komið jafn mörg stórmenni til
landsins í einu.
Fundurinn verður settur laugar
daginn 13. febrúar, og stendur
fram til fimmtudagsins 18. febr.
Eitthvað verður um að vera á
hverjum degi. í ráði er að fundim
ir verði daglega kl. 10—12 og 15—
18 nema sunnudaginn þá verður
fundarhald kl. 14 — 16. Einnig fara
fundarmenn í nokkrar móttökur
og leikhús. Stjórnmálaflokkarnir,
Alþingi, Reykjavíkurborg og sendi
ráðin hafa boð inni fyrir þá, og
ætlunin er að þeir heimsæki Þjóð-
leikhúsið og sjái Sardasfurstinnuna
þar. Úthlutun á bókmennta- og
tónlistaverðlaunum Norðurlanda-
ráðs verður gerð við hátíðlega at-
höfn á þriðjudagskvöld, en for-
mannanefnd hefur þegar ákveðið
hverjir það verða. Verður það ekki
gert opinskátt fyrr en þá um kvöld
ið.
Af þeim málum sem tekin verða
fyrir er sérstök ástæða að nefna
fyrst Norræna húsið en það mál
er allvel á veg komið. Annað mál
sem snertir ísland sérstaklega er
norræni lýðháskólinn sem ætlunin
er að verði hér á landi. Önnur
mál sem nefna má eru t. d. sam
vinna varðandi rannsóknir á öryggi
í umferðarmálum, norræn rann-
j sóknarstofnun fyrir kjarnorkuvís-
I indi, norræn nefnd í þjóðfélags
| málum, bótaskylda vegna barna
j athugun á skaðsemi hnefaleika, at
| hugun á áfengisneyzlu í sambandi
j við umferð og flug, menntun kenn
i ara og annarra æskulýðsfrömuða í
kvikmynda og sjónvarpstækni,
samræming skólakerfa Norður-
landa og samræming á sumartima
Annars er dagskráin í stórum
dráttum þessi:
Föstudaginn 12. febrúar kl. 18.
Formannaráðstefna.
Laugardaginn kl. 10. Fundur
skipulagsnefndar. Kl. 11 Setning
13. þings Norðurlandaráðs. Kl.
12:30 Hádegisverður í boði Alþing-
is. Kl. 14:30 Fundur í sameinuðu
ráðinu. Kl. 19:30 Móttaka hjá
Reykjavíkurborg.
Sunnudaginn kl. 14 Fundur í
sameinuðu ráði. Kl. 19.30 Sardas-
furstinnan í Þjóðleikhúsinu.
Mánudaginn kl. 10 Nefndafund-
ir. Móttaka í sendiráðunum um
kvöldið.
Þriðjudaginn kl. 10 Fundur í
sameinuðu ráðinu. Um kvöldið er
bókmennta- og tónlistarverðlaun-
um ráðsins úthlutað.
Miðvikudaginn 17. febrúar kl. 10.
Fundur í sameinuðu ráði. Um
kvöldið síðdegisverður í boði rík-
'isstjórnsr íslands.
Ekki fært
til Akureyrar
Af færðinni er eftirfarandi
að frétta. Suðurlandsvegur hef-
ur batnað og er nú orðið greið-
fært austur f Vík í Mýrdal. Að
Kirkjubæjarklaustri er fært
stórum bílum og jeppum. Vest-
urlandsvegur er opinn vestur
um Bröttubrekku í Dölum.
Vegir á Snæfellsnesi eru allir
greiðfærir öllum bílum. Norð-
urlandsvegur er opinn yfir
Holtavörðuheiði og allt f Skaga-
fjörð. öxnadalsheiði er lokuð
og er ekkj gert ráð fyrir að
reynt verði að moka hana á
næstunni þar sem snjóþyngsli
eru þar mikil og skefur strax á
veg'inn sé hann ruddur. 1 Eyja-
firði vestanverðum er fært að
Hjalteyri, en ófært annars stað-
ar f firðinum. Á Héraði eru allir
vegir lokaðir að heita má. Veg-
imir á Vestfjörðum era allir
lokaðir nema frá Isafirði til
Bfldudals og vegirnir umhverfis
Patreksfjörð. Patreksfirðingar
halda vegunum opnum vegna
mjólkurflutninga.
F0RSETI ÍSLANDS D VELST 2-3\
VIKUR Í BRETLANDI
Eins og Vísir skýrði frá í
gær fór Ásgeir Ásgeirsson
forseti utan i gærmorgun,
með flugvél Flugfélags ís-
lands til Lundúna. Fer hann
til Lundúna í einkaerindum
og mun ekki koma fram opin
berlega meðan á dvöl hans í
Bretlandi stendur. Hér er um
að ræða vetrarleyfi forsetans
og eru í för með honum tvær
dætur hans, Vala Thorodd-
sen og frú Björg Ásgeirs-
dóttir. Forsetinn, Ásgeir Ás-
geirsson, býr á einu kunnasta
gistihúsi Lundúna og mun
hann dvelja í borginni í 15-
20 daga. Á meðan á dvöl hans
stendur mun hann heimsækja
bókasöfn, m. a. British Muse
um, þar sem mörg íslenzk
handrit eru geymd, og fara
f bókabúðir, en bókasöfnun
er eitt af mestu áhugamálum
forsetans. Á meðan forseti
íslands dvelur erlendis eru
handhafar forsetavalds, for-
seti hæstaréttar, forsætisráð
herra og forseti sameinaðs
þings.