Vísir - 23.01.1965, Side 7
VÍSIR
itiúar 1965.
7
Þjóðleikhúsið:
„UTLA SVIÐIÐ"
Nöldur
eftir Gustav Wied
Sköllótta söngkonan
eftir lonesco
Þýðandi: Bj. Benediktsson frá Hofteigi — Leikstjóri: Benedikt Árnason
Þjóðleikhúsið frumsýndi tvo
einþáttunga á „litla sviðinu" í
Lindarbæ sl. fimmtudagskvöld
— „Nöldur“ eftir danska höf-
undinn Gustav Wied og „Sköll-
óttu söngkonuna" eftir Eugene
Ionesco. Mun f rauninni torvelt
að finna tvo einþáttunga jafn
gerólíka að allri ytri gerð og
þessa, þó að kannski meg'i finna
nokkurn fjarskyldleika með efn
inu. Ionesco og sú sköllótta
standa að sjálfsögðu fyrir sínu,
en hvernig Þjóðleikhúsið getur
afsakað það gagnvart leikhúss-
gestum, að bjóða þeim annað
eins léttmeti og eins úrelt
„nöldur" og þennan gamla,
danska einþáttung, það er að
minnsta kosti mínum skilningi
ofvaxið. Ekki er það nein af-
sökun, þó að hann sé sýndur
alltaf öðru hverju í leikhúsum
annars staðar á Norðurlöndum,
eins og segir í leikskránni;
þessar forskrúfuðu, aldur-
hnignu og pipruðu borgarstjóra-
dætur geta vafalaust talizt til
borgaralegra erfðaminninga
þar, en því er ekki að heilsa hér
og fer ekki á milli mála að
Þjóðleikíiúsið hefð'i getað valið
úr hundruðum erlendra einþátt-
unga, sem orðið gátu þeirri
sköllóttu verðugri förunautar
fram á litla sviðið í Lindarbæ.
Þar við bætist svo að ein-
þáttungur þessi er svo lélega
fluttur, að Þjóðleikhúsinu og
þeim leikurum, sem valdir hafa
verið í hlutverkin, er allt annað
en sómi að. Þótt ótrúlegt kunni
að virðast, var þar á öllu slfkur
byrjendabragur að furðu gegnir
um svo þjálfaða og kunnáttu-
sama leikara — minnti um flest
á ungmennafélagsleiksýningu
úti á landi, sem hleypt hefði'ver
ið af stokkunum með ónógum
fyrirvara. Einungis einn af leik-
urunum, Gunnar Eyjólfsson,
skilar hlutverki sínu vel
skammlaust. Á lélegfi frammi-
stöðu hinna, Guðbjargar Þor-
bjarnardóttur, Nínu Sveinsdótt-
ur og Brynju Benediktsdóttur
hlýtur að fyrirfinnast einhver
skýring — ef til vill ónógur
undirbúningstími. Leiksviðið
eftir Lárus Ingólfsson og bún-
ingarnir sem hann sér og um
hefði skapað betri le'ik verðuga
umgerð, ljósin voru prýðileg;
gervi Guðbjargar varla nógu
sannfærandi en hinna góð. Til
alls annars virtist kastað hönd-
unum.
„Sköllótta söngkonan“ eftir
Ionesco er eitt af þessum leiftr-
andi snjöllu leikhússverkum,
sem skjóta upp kollinum með
löngu raillibili, hafin yfir stefn-
ur, tízku, ártöl og umhverfi.
Það eitt er megineinkenni slfkra
verka, að þau virðast til orðin
erfiðislaust og jafnvel fyrir
hendingu, þó að það sé að sjálf-
sögðu sjaldnast raunin. Höfund-
urinn vill þó láta f það skína
að þannig sé það e'inmitt í þetta
skiptið; hugmyndina að verk-
inu hafi hann fengið úr ensku-
námsbók er hann lagði stund á
það mál, en hún var í því fólgin
að taka hinar innantómu, slag-
orðakenndu hversdagslegu setn
ingar í námsbókinni, raða þeim
saman sitt á hvað eins og
myndasneplum og ná þanníg
fram tjáningarafbrigðum, fjar-
stæðukenndum og laustengd-
um, en þó með he'ildrænum á-
hrifum. Þetta tekst honum svo
lystilega að unun er á að hlýða;
leikur sér að meiningarlausum
setningunum að fimi kastlistar-
manns, sem hendir og hefur á
lofti marga knetti samtímis svo
skjótt, að vart má auga á festa
og skeikar þó hvergi. Og um
leið gæðir hann þennan leik
sinn að fjarstæðunum dýpri
meiningu, skapar stígandi og
spennu í „átökum" persónanna
þrátt fyrir allan þeirra ósenni-
leik. „Þetta er að kunna vel til
vígs“, eins og Matthfas komst
að orði.
Þó að sami leikstjórinn,
Benedikt Ámason, sjái um
flutning beggja þessara einþátt-
Úr „Sköllóttu söngkonunni“. Ámi Tryggvason, Brynja Bene-
diktsdóttir, Valur Gíslason og Kristbjörg Kjeld.
unga, vill svo undarlega til, —
eða kannski þvert á móti —
að hann hefur tekið þann síðari
allt öðrum og fastari tökum.
Þar er um að ræða hugsuð og
vönduð vinnubrögð. Og þó að
leikstjórinn nái ekki alltaf fram
öllu því, sem hann bersýnilega
vill, nær hann merkilega miklu.
Valur Gíslason er traustur að
vanda, gervi hans sem Mr.
Smith mjög gott og hann kem-
ur hverri sétningu prýðilega til
skila með sinni þurru kýmn'i.
Herdís Þorvaldsdóttir stendur
honum ekki fyllilega á sporði;
hikar við öðru hverju eins og
hún sé í einhverjum vafa um
hlutverkið, en nær þó vfða góð-
um leik. Þau Gunnar Eyjólfsson
og Kristbjörg Kjeld njóta aftur
á móti heilshugar hlutverka
sinna, hafa nautn af að leika
Framh. ð bls. 13
Anna Herskind.
Leiklistin númer eitt
Hún er ijóshærð, blátt á-
fram og elskuleg. Við erum
heima hjá henni að Ægissíðu
92 þar sem hún býr með móð
ur sinni og fósturföður, Ástu
og Víglundi Möller, f stofunni
er mikið af blómum og stúlk
an er ung leikkona, Anna
Herskind sem leikur fyrsta
hlutverk sitt, Honey í „Hver
er hræddur við Virginíu
Woolf“, leikriti Þjóðleikhúss-
ins.
- Ég er fædd 22. júní, 1944
f Reykjavík. Ég missti pabba
minn, þegar ég var þriggja
ára gömul, mamma giftist aft
ur, þegar ég var sex ára en
þessi þrjú ár, sem við vorum
einar fór hún oft með mig í
bíó, jafnvel tvisvar á dag, svo
þegar við komum heim lék ég
persónumar, sem við höfðum
séð og breytti þeim oft.
— Svo að áhugi þinn á leik
list hefur vaknað snemma?
- Ég hef alltaf verið ákveð'
in í og sagzt vilja verða leik
kona. í barnaskóla öfundaði
ég svo krakkana, sem fengu
að leika í skólaleikjum á litlu
jólunum en ég var of ófram
færin og feimin til þess að
gefa mig fram. í gagnfræða-
skólanum var ég alveg jafn
feimin. en þá var það farið
að koma fram í stífni.
— Hefur leiklistin hjálpað
þér til þess að vinna bug á
þessu?
— Að vissu leyti hefur hún
hjálpað mér, en ég er þó sein
tekin ennþá, er feimin og á
erfitt með að hefja samræður.
- Hvenær hófstu leiklist-
arnámið?
— Ég byrjaði 17 ára hjá
Ævari Kvaran, Ég vann hjá
sjúkrasamlaginu og sá Ævar
koma inn og á milli þess að
ég var að afgreiða spjöldin
fyrir hann gat ég komið því
út úr mér, hvort ég gæti kom-
izt að í leikskólanum, — hún
brosir, - ég var of feimin til
þess að hringja í hann fyrr.
Haustið 1962 fór ég í Leik-
skóla Þjóðleikhússins. Daginn
áður en fresturinn var útrunn
inn hafði ég mig í að láta
innrita mig, og ég útskrifaðist
í vor.
— Hefurðu unnið samhliða
leiknáminu?
— Ég byrjaði 15 ára gömul
að vinna hjá Sjúkrasamlaginu
og vinn þar enn, en helzt vildi
ég ekki gera neitt annað en
að leika.
- Var ekki erfitt að stuoda
námið með vinnunni?
- Það var nokkuð erfítt,
maður þurfti að lesa undir
skólann á næturnar og stund
um fór matartíminn í það að
æfa. En maður leggur allt á
sig í sambandi við þetta.
— Hvernig varð þér við,
þegar þú fréttir að þú heföir
fengið hlutverkið?
— Ég argaði upp, þaut fram
og hágrét. Þjóðleikhússtjóri
hringdi í mig í vinnuna, ég
hafði heyrt frá þessu áður, en
þeir höfðu ekki viljað segja
neitt ákveðið til þess að valda
mér ekki vonbrigðum_
- ■ Varstu búin að kynna
þér leikritið áður?
Framh. á 13. síðu.