Vísir - 23.01.1965, Qupperneq 15
VIS IR . Laugardagur 23. janúar 1965.
CECfLST. LAURENT:
SONUR KARÓ- LÍNU
— Það er svo fallegt, hvíslaði
'iann hikandi. Hann sá sjálfan
•;g og Pilar gangandi um þetta
,-vintýraland hönd í hönd - í
illri þessari birtu. „Ég ætla að
elja ljósin“. sagði Pilar, „luktar
nennimir eru glataðar sálir —
■etta er hreinsunareldurinn. —
leldurðu ekki að svo sé, Juan-
fo? Hvað þú ert heimskur!
En svo hrökk hann upp úr
"essum skamma svefni og glað-
vaknaði við það, að hreyfing
komst aftur á flokkinn. Brátt
voru þeir komnir yfir mýrlendið
og þar sem hart var undir — og
það voru raunverulega ljós fram
undan — herbúðaljós, en þarna
gat varla verið yfir 200 manna
bækistöð.
Juan gat nú hugsað skýrt.
Átti hann að fyrirskipa árás?
Honum þótti hyggilegra ,að ráðg
ast við einn hinn eldri fyrirliða
í flokknum, Corteau að nafni.
— Þér skuluð hugleiða vel
ivaða fyrirskipanir þér fenguð,
;varaði Corteau. Er hlutverk yð
ir samkvæmt þeim, að hrekja
'iandmennina á flótta, eða ber
vður að halda áfram ferð yðar
á ákveðinn ákvörðunarstað, Mér
skildist, að ætlunin væri að kom
ast áfram svo hratt sem verða
nætti og þá ber um fram allt
ð forðast, að lenda í bardaga.
rera má, að þessar herbúðir séu
remsta varðstöð mikils hers.
rið skulum koma okkur af stað,
’ður en hestar okkar finna á sér
•ð Rússar eru nálægir og verða
rólegir og áður en Rússar verða
mr við okkur.
Meðan Corteau mælti svo
’comu þeir auga á tvo Kósakka
;nni á milli trjánna. Þeir hurfu
á brott skjótlega í áttina til her
búðanna, vafalaust til þess að
gera aðvart um þennan franska
riddaraflokk. Juan leit svo á, að
bar sem Rússar myndu nú fá
vitneskju um þá, væri bezt að
gera árás, og honum fannst, að
hann hefði auðmýkt sjálfan sig,
með því að leita ráða undir-
manns síns.
Hann tók sér stöðu í farar-
broddi. Hann kenndi ekki beygs,
er hann kom auga á Kósakkana,
tjöld þeirra og fallbyssur. Hleypt
var af skoti úr einni þeirra, vafa
laust til merkis um, að árás væri
yfirvofandi, þar sem hermennirn
ir myndu tflestir sofandi í tjöld
um sínum. Bál logaði á víð og
dreif um tjaldbúðirnar og lagði
reyk um þær allar. Skotið var
af byssum og munu það hafa
verið varðmenn sem það gerðu.
Kósakki reið að Juan og mund
aði spjót. Juan var ekki nógu
fljótur til að draga sverð sitt úr
slíðrum, en hestur hans prjónaði
svo snögglega, að hann missti
jafnvægi og datt af baki. Var
það í sömu svifum og Kósakk-
inn kom, en þá heyrðist hvinur
feyssukúlu, sem hæfði Kósakk-
ann og hneig hann helsár niður
af hesti sínum. Um leig og spjót
ið rakst í brjóstið á hesti Juans
hneig hann niður og lá við, að
Juan yrði undir honum. Brá nú
Juan við og greip í taumana á
hesti hins fallna Kósakka og
jhenti sér á bak honum. Frönslcu
riddararnir geystust hart fram
og felldu um þrjátíu rússneska
hermenn. sem vaknað höfðu við
vondan daum og þustu út úr
tjöldum sínum. Hestar hneggj-
]uðu í angist. — Barizt var um
jstund Um tuttugu rússneskir
j fótgönguliðsmenn voru teknir
jhöndum. Lauk bardaganum með
i sigri Frakka.
j Áður en Frakkar héldu af stað
jhorfði Juan drykklanga stund á
jfallinn hest sinn. Hann hafði bor
jið hann alla leið frá Haag og
|var honum kær, enda gat hann
i ekki varizt því, að hann tárfelldi.
Þegar hann reið af stað í farar
broddi flokks síns var skotið á
þá. Gerðu það rússneskir her-
menn, sem höfðu lagzt niður
lostnir felmstri, þótzt vera dauð
ir, en kjarkurinn vaknaði er þeir
sáu Frakka ríða brott. Frönsku
riddaramir beystu brott án þess
að svara skothríðinni.
Þeir héldu áfram ferð sinni,
imz þeir komu að fljóti nokkru,
og sáu bæ handan þess, sem þeir
töldu víst að væri Morki. Lykt
af rotnandi líkum franskfa her-
manna, sem Rússar höfðu fellt
nokkrum dögum áður barst að
vitum þeirra, svo að þeir héldu
áfram ferð sinni eftir fljótsbökk
unum. Var nú valinn áningarstað
ur þar á árbakkanum hestamir
tjóðraðir, kveikt bál og hermenn
irnir opnuðu mali sína. Svo
vöfðu þeir sig inn í voðir sínar
og fengu sér blund á nakinni
jörðinni.
Juan gat ekki sofnað. Fól hann
einum lautinanta sinna að hafa
stjórn á hendi, og gekk spölkorn
niður eftir bökkunum. Hann
kom að dálítilli húsaþyrpingu
gegnt Morki. Ljós logaði í ein-
um kofanum. Juan opnaði dyrn
ar og kom inn í herbergi og var
innangengt úr því í áfast fjós. Á
veggnum til vinstri hékk helgi-
mynd, en á miðju gólfi var borð
og tveir bekkir. í herberginu
voru. tvö böm, drengur um 10
ára, og stúlka, sem virtist
nokkru eldri. Þau virtust ó-
smeyk. Ósjálfrátt bauð Juan
þeim góðan dag — á frönsku.
— Þér hefðuð átt að segja
góða nótt, svaraði stúlkan á
sama máli.
5
— Talið þér frönsku?
— Þér haldið sjálfsagt, að ég
sé sveitatelpa, en ég á heima í
Morki Foreldrar mínir sendu
mig hingað, vegna þess að þeir
bjuggust við að barizt yrði í bæn
um. - Bændumir hér áttu að
vernda mig, en eins og þér sjá-
ið eru allir flúnir nema við.
— Hve gömul eruð þér?
— Hvað varðar yður um það?
Ef þér vissuð það mynduð þér
drepa mig, því að allir Frakkar
eru böðlar Napoleons. Frakkar
drepa alla útlendinga, sem þeir
ná í. Haldið ekki, að drengurinn
sé bróðir minn. Hann er sonur
bústjóra okkar. Hann á að vera
á verði.
I Juan settist á annan bekkinn
log tók höndum um höfuð sér.
jLoftið þarna var þungt og nú
jgat hann vart haldið sér vak-
iandi. Stúlkan masaði áfram Svo
þagnaði hún og drengurinn sagði
eitthvað við hana.
— Hann segir, að þið verðið
allir vegnir í nótt. Það logar
ljós í kirkjutuminum í Morki.
Fjrrir nokkrum dögum réðust
hermenn okkar á Frakka, sem
hðfðu slegið upp búðum hér.
Ljósið í kirkjutuminum er til
bendingar Kósökkunum, að þeir
eigi að ríða yfir fljótið og ráðast
á ykkur. Og fótgönguliðsmenn
munu fara yfir það í smábátum.
Juan spratt á fætur, glaðvak-
andi á svipstundu. Hann leit út
um gluggakrýli og sá, að ljós
logaði í kirkjuturninum í Morki.
Hann æddi til dyra, en börnin
höfðu læst þeim, og þegar hann
kom til þeirra til þess að ná
lyklinum, þrifu þau í föt hans,
héngu utan í honum, spörkuðu
og klóruðu. Hann henti telpunni
frá sér náði lyklinum og gat
opnað, en drengurinn sleppti
ekki taki á öðrum fæti hans, en
Juan sparkaði honum frá sér.
Um leið sá drengurinn sér færi
að draga sverð Juans til hálfs
úr slíðrum, en við það særðist
Juan á úlnlið. Án þess að hugsa
um sársaukann hljóp hánn sem
fætur toguðu til búðanna og
sagði hvers hann hefði orðið á-
skynja. Var nú uppi fótur og fit
á áningarstaðnum. Tveir her-
menn voru sendir til að njó^na
um Rússa. Þeir komu aftur og
fluttu þau tíðindi, að flokkur
rússneskra hermanna væri kom
inn yfir fljótið, þar sem lík hmna
föllnu frönsku hermanna voru,
og var sem þessir rússnesku her
menn vissu ekki sitt rjúkandi
ráð, þar sem enginn franskur
herflokkur var þarna fyrir. Heill
floti smábáta var að leggja af
stað yfir fljótið frá bökkunum
hinum megin.
— Við skulum hrekja þá burt,
sem komnir eru yfir um, sagði
Juan, og sinnum svo hinum á
eftir.
Flokkurinn reið hægt af stað.
Þegar Juan kom auga á riddara
lið fjandmannanna dró hann
sverð úr slíðrum, en hann verkj
aði svo í úlnliðinn, að hann varð
að slíðra það aftur.
Blóðið lagaði úr úlnliðnum, en
áfram reið hann og lautinantar
hans tveir samsíða, og er þeir
sáu Kósakkana geystust þeir
fram og allur flokkurinn, en
Kósakkar lögðu á flótta yfir ána.
Kósakkar þessir voru hluti þess
liðs, sem beið ósigur í orrustunni
um Wilkomer, og Corteau skýrði i
fyrir Juan, að það væru óskráð \
lög, að þegar sigruðum herflokk I
um væri ógnað af fyrri sigurveg j
urum skyldu þeir leggja á flótta.
Frakkar urðu ekki fyrir telj- j
andi manntjóni, tveir menn féllu j jji
af liði þeirra, en sex særðust. j ■;
Hðrgreiðslu- og snyrtistofa ;
STEINU og DÓDÓ 1
Laugavep 18 3 hæð (lyfta) ^
Simi 24616
Hðrgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21. simi 33968
Hárgreiðslustofa Ólafar Bjöms
dóttur
HATONI 6. stnn 15493.
Hárgreiðslustofan
P I ROL
Grettisgötu 31 stmi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9. •Mmi 19218,
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
| (Marla Guðmuridsdóttir)
Laugaveg 13. simi 14656
Muddstofa é sama stað
\
Dömuhárgreiðsla við allra hæf
T.IARMARSTOFAN
Tiarnargötu 11 Vonarstrætls-
megin. slmi 14662 ___________
Hárgreiðslustofan Asgarði 22. J
i Simí 35616 •
ÁSTHILDUR KÆRNESTEDgg \
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR \
SIMI 12614 l
HÁALEITISBRAUT 20 '
V E N y s
Grundarstlg 2a
Simi 21777
Hárgreiðslustofan
Swvallagötu Z2
Sími 18615
I ■■ ■ ■ ■ ■ I
Radar þotunnar hefur komið verður Tarzan að fara frá þyrl-
auga á hraðbátinn en til þess að unni og vinna á ræningjunum
bjarga Naomi hjúkrunarkonu þá með boga og örvum. Hættu þessu
ég svara engri spurningu sem
skepnur spyrja mig um, hrópar
Naomi og kiórar frá sér. Lséðan
okkar klórar frá sér Gorg, hún
héfur rispað þig í framan.
SÆIiGUR
REST-BEZT-koddar.
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUNIN
Vatnsstíg 3 . Sími 18740