Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 4
V í S I R . Miðvikudagur 3. febrúar 1965. UPPÞVOTT ALÖGUR ALDREI HEFUR MÉR LIÐIÐ BETUR VIÐ UPPÞVOTTINN! JA - ÞAÐ RENNUR AF MANNI FITAN... OG MAÐUR LOSNAR VIÐ NUDDIÐ - jBBdnð DRUMMER FER SERSTAKLEGA VEL MEÐ HENDUR YÐAR EIH SPRAUT ÞWER ALLA DISKANA 1 ÞORSKNÓTIN Framh. 9. síðu. — Hvað hefur valdið því, að þið skiptuð svo oft um skip? „Það er ekki annað en eðli- leg og rökrétt þróun. Hún er orðin svo ör, áð skipin, sem við höfum fertgið og miðað við heppilegustu stærð, þegar gengið var frá smíðasamning um, hafa eiginlega alltaf ver ið á eftir tímánum, of lítil, þegar þau komti. Þessi síðasti bátur, til dæmis, hann upp- fyllir ekki þær kröfur nú, sem þróunin gerir til þeirra skipa, sem stunda hér síldveiðar og aðrar fiskiveiða'r hér við land; einkum hefur hann ekki nóg^ lestarrými, en > hann var sá fyrsti, sem hingað kom með ísvél um borð1 og frystilest, og þó að sú tækni sé nauðsyn leg, dregur hún úr rýminu. Og þó að hann væri búinn öllum nýtízku tækjum, hrekk ur það ekki heldur til nú, þeg ar sækja verður síldina allt að 250 - 70 mílur undan landi, út fyrir landgrunnið. Þegar svo langt er sótt, verður rad arinn gagnslaus til staðsetn- ingar. Vitanlega er hægt að nota sextantinn þegar sér til sólar, sem er stopullt þarna, en það þykir seinvirk miðun- araðferð nú orðið. Það eru lóran viðtökutækin, sem mað ur þarf að hafa, þá tekur enga stund að átta sig á hvar maður er ...“. „Annað mál er svo það, að þessir duttlungar í síldinni að leggjast frá landi, hefur það í för með sér, að þessi þróun hefur orðið óeðlilega ör. Vit- anlega er það mikill ávinn- ingur, að fá sem stærst og fullkomnust skip, en það kost ar sitt að taka svo stór stökk á skömmum tíma. Eins og stendur er fjöldi báta dæmd- ur úr leik, ef svo mætti segja, sökum þess hve djúpt verður að sækja, en margir af þeim eru í rauninni beztu skip, sem komið hefðu að gagni um ára bil enn við óbreyttar aðstæð ur. En nú þolir það ekki neina bið að fá sér stærri skip í þeirra stað. Og enn er eitt... þessi framvinda er uggvæn- leg, ef draga má af henni þær ályktanir, að fiskistofn- arnir séu að dragast saman. Athugaðu það, að þó að þess- ir nýtízku bátar, um tvö hundruð lestir að stærð og búnir fisksjám og stórvirk- ustu veiðitækjum, komi með mikið aflamagn á land, þá er hlutfallið þar á milli og afl- ans, sem fékkst á litlu bát- ana, sem ekki gátu sótt nema á nærmið og engin hjálpar- tæki höfðu, ekki neitt svipað því, sem rökrétt væri að ætl- ast til. En maður hefur ekki leyfi til að vera svartsýnn. Ef til vill verður það ekki nema víst tímabil, sem síldin leggst frá landinu, en kemur svo upp að aftur. Maður veit þetta ekkert enn, því að heim ildir okkar um göngur henn ar hér við land ná svo skammt aftur í tímarya. Og þó að ekki sé heldur neinum blöðum um það að fletta, að annar fiskur sækir ekki líkt því eins mikið á grunnmiðin og áður, hvað sem því veld- ur, þá hefur maður sögur af aflaleysistímabilum áður fyrr, svo að kannski er þar líka um víst skeið að ræða. En komi það á daginn, að þetta sé sök- um samdráttar og rýrnunar í fiskistofnunum, þá sjá allir að það er ekki nema bráða- birgðalausn að fá stöðugt stærri skip og fullkomnari tækjum búin til að halda afla magninu í horfi ...“. Holtavörðuheiði Frh. af bls. 7. eftir mætti og ekki mega tefja við að bíða eftir fólki — sízt kvenfólki sem ekkert kæmist áfram. Hún yrði að leita sér annarrar samfylgdar og betur við hennar hæfi n Leið svo af nóttin og löngu fyrir venjulega fótaferð var Gunnar kominn á fætur, Þegar hann kemur fram f bæjargöng- in er borgfirzka stúlkan þar ferðbúin. Ekki yrti póstur á hana, heldur snarast f fússi út úr bænum og langhendist allt hvað af tekur í átt til heiðar- innar. Segir ekki af för hans fyrr en hann kemur að Hæðar- steini, þar sem vatnaskil eru á Holtavörðuheiði. Þá var hann móður orðinn og settist niður til að hvíla sig. En hann hafði ekki lengí setið þegar borg- firzka stúlkan gengur fram á hann. Brá honum illa við og tekur nú á rás suður af heið- inni. Fór hann geyst, enda und- an brekkunni að sækja. Hét hann þvf að ganga þenna kven- skrattá af sér og taldi sig hafa gert það vel og rækilega þegar hann var kominn niður í Hæðar sporð. Var hann tekin að lýjast eftir hlaupin og ákvað að taka sér stutta hvíld. Enhannvarekki fyrr seztur en sú borgfirzka kemur til hans, yrðir á hann og spyr hvort hann ætli sér ekki að halda áfram ferðinni Gunnar stendur enn á fætur og nú fylgjast þau að góða stund. Þó kemur að þvf að stúlkan smágreikkar sporið og herðir gönguna svo Gunnar hefur ekki við Hinkraði hún við og spurði hvort hún ætti að bera fyrir hann pósttöskuna. Ekki vildi Gunnar Iáta brjóta stolt sitt svo gjörsamlega á bak aftur að hann gætj þegið boð- ið. Hitt varð hann að láta sér Iynda að stúlkan gekk hann af sér og hvarf honum sýnum. Þegar Gunnar póstur kom Ioks að fyrsta bænum sunnan heiðar. var stúlkan í þann veginn að kveðja heimilisfólkið. Hafði hún komið inn og þegið góð- gerðir en vildi °kki hafa lengri viðdvöl, þvf hún átti enn langa ferð fyrir höndum og ætlaði heim til sfn um nóttina. Af Gunnari var hins vegar svo mjöfr dregið að hann treysti sér ekki að halda áfram, heldur baðst gistingar og þóttist ekk' f verrí raun komizt hafa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.