Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 2
VÍSIR . Miövikudagur 3. febnmr I0«5.
r SíÐAN ’
T
Li ifi r
Miðaldra konur helga minningu James Dean
lif sitt og hlaða upp öflugum minningar-
klúbbum i Bandarikjunum
dauða sinn
Það eru níu ár síðan James
Dean dó 1 miklum bifreiðaá-
rekstri.
Samt er hann enn þann dag
í dag dýrkaður af tugþúsundum
unglinga í heiminum, sem halda
uppi mjög mikilli starfsemi í
James Dean-klúbbum. Þeir
neita að láta hann hafa frið
í gröf sinni.
Klúbbarnir láta kvikmynda-
jöfrana heldur ekki i friði,
heimta myndir hans sýndar aft
ur og aftur. Þeir safna úrklipp
Synirnir
fengu ekkert
Fyrir skömmu síðan dó einn
af mestu tóbakssöluauðmönn-
um Bandaríkjanna, Richard J.
Reynolds. Nú hefur erfðaskrá
hans verið opnuð og af öllum
milljónunum, sem hann lét eft
ir sig fer ekki einn einasti doll
ari til neins hinna sex sona
hans. Hann útskýrir í erfða-
skránni að sér finnist hann hafa
gefið þeim nóg meðan hann
var á lífi og hann væri hrædd
ur um að meiri auðæfi myndu
alveg svipta þá öllum vilja til
þess að vinna. Allar tóbaksmillj
ónirnar fær fjórða kona hans,
hin þýzkættaða dr. phil Anna-
Marie Reynolds sem eignaðist
fyrsta barn sitt, stúlku, nokkr
um dögum eftir dauða hans á
heimilinu í svissneska Alpabæn
um Emmetten.
☆
Læknirinn nýgifti, sem hafði
hafið heimilislæknisstörf stökk
upp eftirvæntingarfullur þegar
sfminn hringdi um kvöldið.
Loksins sjúklingur. Það kom f
Ijós að það var kollega sem
spurði hann hvort hann gæti
komið og verið fjórði maður í
bridge og eftir að vera búinn að
jafna sig eftir vonbrigðin fannst
honum það gæti verið alveg á-
gætt. — Ég kem undireins. —
Ég verð að fara, sagði hann svo
við hina ungu eiginkonu sína.
— Er þetta alvarlegt tilfelli?
spurði hún. — Alvarlegt tilfelli?
Ég er hræddur um það. Það
eru þrír læknar þegar viðstadd
ir og þeir segja að þeir geti
ekkert gert fyrr en ég komi.
um úr blöðum um hann, þvi
mikið er skrifað enn um hanngt
og klúbbamir gefa út blöð, sem
send eru til meðlima og reglu-É
lega mæta meðlimimir í klúbb-,
unum til að minnast Deans og
til að andvarpa...
Einn þeirra klúbba, sem l|
mest líf er í, er sá sem starf-ji
ræktur er í New York. I Jam-
es Dean Memory Club er megnB
ið af meðlimunum ekki tán-
ingar eins og menn skyldu
halda, og þeir voru það heldurí
ekki þegar hann dó. Yfirleittp
hefur fólk talið að James Deanl
hafi haft mest áhrif á ungt fólkl
en f þessu félagi er meirihluti-
félaga miðaldra og eldri konur.l
Formaður klúbbsins er 53 áral
ekkja, Mrs. Therere Brandensl
og hefur hún helgað krafta sínal
minningu James Dean og hefurl
siður en svo slakað á vinnul
sinni við klúbbinn, enda þóttl
9 ár séu liðin frá þvi Dean lézt|
Frú Brandens fær geysimikið
af bréfum frá öllum heimshom
um og er þegar orðin langt á
eftir að svara þeim öllum. Flest
bréfanna koma frá konum sem
eru komnar af léttasta skeiði.
Félag frú Brandens hefur
strangar reglur og eru þær
grundvallaðar á „mottóinu:"
Do Everything Clean in Mem
ory of the Late James Dean.
Þannig finnst t.d. eftirfarandi
í reglunum:
Ljót orð eru bönnuð.
Afbrýðissemi ekki þoluð.
Ekki má ræða um mál, sem
geta vakið deilur í klúbbnum
Bannað er að sitja f fangi
hvors annars.
Sterkir drykkir mega ekki
koma inn í klúbbinn.
Og síðast en ekki sfzt: Hald-
ið þessum stað heilögum.
Þessir klúbbar em til f hundr
uð þúsunda tali í Bandarikjun-
um og lifa góðu lífi ,en sjald-
gæft er að til séu klúbbar sem
þessir, svo löngu eftir að leik-
ari lætur lífið.
Lítil samantekt um
BÆJAKEPPNI.
Akureyringar unnu einn hinn
frægasta sigur, sem um getur í
veraidarsögunni sl. sunnudags-
I kvöld, er þeir gersigruðu Reyk
i vfkinga í svokallaðr; bæjakeppni
j sem nú er framin á vegum Ríkis-
útvarpsins — en eins og allir
vita, er um það keppt hvaða bær
reynist eiga yfirgripsmestar al-
fræð’iorðabækur f mannsmynd,
með öðrum orðum, menn sem vita
öðrum meira af þvf, sem enginn
hefur minnstu þörf fyrir að vita,
svokallaða safngryfjuhausa ...
í þessari fyrrnefndu keppni sigr
aði semsé höfuðstaður Norðlend-
inga höfuðstað Sunnlendinga —
og raunar allra landsmanna nema
Akureyringa, glæsilega með hálfs
annars stigs mun og þótt sumir
kunni að segja að Akureyringum
hafi betur dugað getspekin en vit
spekin, er sigur þeirra engu
minni fyrir það — mátti ef til
vill orða muninn þannig á viti
sunnan- og norðanvéra, að Reyk
vfkingar vissu það, sem þeir vissu
Akureyringar meira en þeir
vissu, eða eins og útvarpsstjóri
vor kynni að komast að orði: Þeir
fyrrnefndu vissu og vissu ekki
— þeir síðarnefndu vissu ekki
og vissu þó ... Fánar voru dregn
ir að húni á flestum húsum Ak
ureyrar á mánudag til að fagna
sigri og f ráði er að skfra upp
Ráðhústorgið og kalla það „Hálfs
annarsstigstorg" og einnig að
líkamar þeirra, sem unnu keppn
ina f.h. KEA og Akureyrar, verði
balsameraðir og geymdir á borg-
arminjasafni, þegar þeir eru nokk
urn veginn dauðir... Er sem
sagt ekkert, sem minnkar hið ak
ureyska sigurhrós, nema ef sú
saga skyldi reynast að einhverju
leyti sönn, að þeir hafi neitað að
taka þátt f keppninni, ef Óiafur
Hansson yrði með — en aðrir
jgja að Ólafur hafi neitað að
fara gegn Akureyringum, því að
hann vildi ekki sigra þá og
kveikja þannig hatur milli fjórð
unga, þar sem sátt hefur verið að
kalla síðan í tíð Jóns og ögmund
ar... þá mun Ólafur og hafa
hafnað því, að líkneskja hans
verði reist á torginu í þakkar
skyni og eins að skrúðgarðurinn
eða einhver hluti hans verði nefnd
ur Ólafslundur ...
I Kári skrifar:
TTm það hafa allmiklar umræð
^ ur verið að undanförnu að
hættulegt sé vegna hjártasjúk
dóma og æðakölkunar að leggja
sér til munns mat úr dýraríkinu
sem mikil fita sé f. Hafa pró-
fessorar og læknar mjög brýnt
fyrir fólki að minnka fituát við
sig til heilsuræktar. Nærri má
geta að landbúnaðarmennirnir
hafa orðið ókvæðir við sumir
er þessi tilmæli bárust út um
borg og bý. Ég las nýlega svar
um málið frá búnaðarsérfræð-
ing, sem ég held að gott væri
að kæmi fyrir fleiri manna sjón
ir, en það birtist f blaðinu Suð
urland. Fylgir það hér á eftir,
en maðurinn, sem skrifar er
ráðunautur Búnaðarfélags ís-
lands í mjólkurfræði, Hafsteinn
Kristinsson. Hann segir:
OFNEYZLA DYRAFITU
„Menn hafa með sívaxandi
ugg fylgzt með örum vexti þess
ara sjúkdóma meðal velmegun-
arþjóða heimsins, leitað vfða til
um orsakir þeirra, og eru þess
ar taldar helztar: 1) Reykingar,
2) Andleg spenna 3) Hreyfing-
arleysi og 4) Offita. Um þessi
atriði ber læknum saman. Auk
þess hefur sú skoðun komið
fram, að dýrafita I fæði sé ein
orsök sjúkdómsins og vár lengi
vel talið, að hið mikla magn
choleesterols í blóði hjartasjúkl
inga stafaði af ofneyzlu dýra-
fitu. Nú hafa hins vegar tveir
Bandaríkjamenn sannað, að llk
aminn getur sjálfur byggt upp
cholesterol I blóðinu án þess
að þess sé neytt I fæðunni, og
hlutu þeir Nóbelsvérðlaun I
fyrra fyrir þetta afrek. í blóð-
inu getur þess vegna verið mik
ið magn cholesterols án þess
að þess hafi verið neytt I fæðu.
Mikið magn þess I blóði hjarta
sjúklinga má allt eins skoða
afieiðingu sjúkdómsins fremur
en orsök.
ÓSÖNNUÐ TILGÁTA?
Sá faraldur, sem nú geisar
að kenna landbúnaðarafurðun-
um um orsakir þessa skæða
sjúkdóms er því f dag byggður
á algerlega ósannaðri tilgátu,
sem ekki nær nokkurri átt og
ekkert bendir til þess að neyzla
plöntufeiti sé hollari. Hins veg
ar er öll ofneyzla skaðleg, ekki
sfður en ofdrykkja. En engin á
stæða er fyrir Islend'inga að
draga úr neyzlu mjólkurvara,
þar sem hún er hér mun minni
en vfðast f nágrannalöndunum
T.d. aðeins 6y2 kg. smjörs á
mann hér á móti 3-20 kg. á
Norðurlöndum og upp I 20 kg.
á Nýja-Sjálandi. Og aðeins 3
kg. af osti hér á móti 10-13
kg. á Norðurlöndum. Hins veg
ar er mjólkurneyzlan hér
nokkru meiri. Málið er því ekki
eins auðvelt og sumir vilja vera
láta. Eskimóar borða allra þjóða
mest af dýrafitu — selspiki —
en þar er þessi sjúkdómur nær
óþekktur.“