Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 16
Miðvíkudagur 3. febrúar 1965 Aðalfundur SVS Samtök um vestræna samvinnu (SVS) halda aðalfund í Nausti (bað stofu), Vesturgötu 6—8, í dag. Hefst fundurinn kl. 5.15 síðdegis. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta stundvfslega. Handritafrum varpiS án breytinga Afhending mun fuku 20-25 úr Frá fréttaritara Vísis í Kaupmannahöfn í morgun. Búizt er nú við þvi hér í Kaupmannahöfn að lagafrum- varpið um afhendingu handrit- anna verði lagt aftur fyrir danska þingið óbreytt. Það þýðir að leið þess verður greið gegn- um þingið. Ef frumvarpinu hefði verið breytt, myndu and- stæðingar þess aftur hafa getað tafið afgreiðslu þess með und- irskriftasöfnun þar til nýkjörið þing kæmi aftur saman. Afhendingunni mun fyrst verða lokið eftir 20—25 ár. Svo langan tima mun það taka að gera við og Ijósmynda hand- ritin f Kaupmannahöfn. Afhend- ingin mun fara fram í allmörg um áföngum, en ekki í einu. í vafatilfellum mun forsætisráð- herra taka ákvörðun um það hvort ákveðnu handriti verður skilað eða ekki, eftir að hafa leitað ráða sérfræðinga. Þá hef- ur danska stjómin einnig áætl- anir um það á prjónunum að Iáta Ijósmynda handrit f söfn- um annarra landa. — Christensen. König á æfingu í Háskólabíói i morgun. Ljósm.: I.M. König stjórnar hér Það var verið að æfa undir næstu tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar sem verða annað kvöld f Háskólabíói í morgun. Gustav König hljóm sveitarstjórinn, sem stjóma á tónleikunum að þessu sinni var að fá sfðustu blæbrigðin fram á allegretto 2. þætti 7. sinfóníu Beethovens, en þessi allegretto hefur verið nefnd- ur einhver fullkomnasti sin- fóníuþáttur hans. Sinfónía nr. 7 í A-dúr, op. 92 oft köll- uð Dansasinfónían er á efnis skrá tónleikanna að þessu sinni. Beethoven stjómaði henni sjálfur þegar hún var framflutt árið 1813 en hann samdi hana árinu áður. Sagt hefur verið um þessa sinfón- íu að hún ólgi af lífsfjöri en undir yfirborðinu sé alvara og íhygli. Þetta er í annað skiptið, sem Gustav König kemur hingað til lands til þess að stjóma tónleikum hjá Sinfón- íuhljómsveitinni. 1 fyrra skipt ið stjómaði hann 2 tónleik- um á starfsárinu 1962-63. — König er aðalhljómsveitarstj. borgarinnar Essen í Þýzkal., þar sem hann stjómar borg- arhljómsveitinni, óperanni, og tónleikum tónlistarfélags borgarinnar. Hann er og kenn ari við tónlistarskólann í Det mold. Gustav König hefur stjómað hljðmsveitum víða í Þýzkalandi svo sem Fílharm- oníuhljómsv. Berlínar, Miinc- hen og Dresden, ríkishljóm- sveitinni í Hamborg, Gewand haushljómsveitinni í Leipzig EUsvoBi í nótt BEINA SAMBANDIÐ VIÐ AKUREYRIOPNAÐ ÍDA6 Hægt að fá sérstaka lása á s'imann til að losna v/ð ójbarfa simtöl út á land t nótt varð talsvert tjón 1 eldsvoða I vinnuskúr við Lauga lækjarskólann hér í borg. Slfkkviliðið var kvatt á vett vang um tvöleytið í nótt og stóð þá eldsúlan upp úr skúmum. Brann skúrinn að verulegu leyti og m. a. önnur hliðin úr honum Húsmæðrufél. Rvk. 1 dag heldur Húsmæðrafélag Reydcjavikur veglegan fagnað í Þjóðleikhúskjallaranum til þess að mirmast 30 ára afmælis félagsins. Félagíð var stofnað þann 25. janúar 1935 og var aðdragandinn sögu- legnt í blaðinu á morgun mun birtast ýtarlegri frásögn af Hús- mæðrafélaginu. alveg. , Sömuleiðis eyðilagðist það sem í honum var, en það voru talsverð verðmæti. Sful bókum um kynferðismúl Brotizt var inn í fombókaverzl- un í nótt til að stela bókum um kynferðismál. Innbrotið var framið í fombóka verzlunina á Njálsgötu 23. Varð þjófurinn að sprengja upp útidyra hurð, eyðilagði hana og stór- skemmdi einnig dyraumbúnaðinn. Eftir að inn var komið virðist hug ur þjófsins sérstaklega hafa beinzt að bókum um kynlífsmál og tíndi hann þær úr, 6 eða 7 taisins, en skildi aðrar bækur eftir. Sjálfvirka talsímasamband ið við Akureyri verður opnað í dag kl. 17. Þá verð ur hægt að ná sambandi Fið Akureyri frá Reykja- Fík, Vestmannaeyjum, Keflavík og Suðumesjum og Akranesi, með því að velja fyrst númerið 96 og síðan það númer, sem við- komandi hefur á Akureyri. Hins vegar þurfa þeir sem ætla að velja númer frá Akureyri og suður að' velja hlutaðeigandi svæð isnúmer, sem eru eftirfarandi: — Reykjavík 91, Keflavikursvæði 92, Akranes 93, Vestmannaeyjar 98. Hverjar 6 sekúndur í sjálfvirku langlínusamtali kosta kr. 1,10 og mínútan þvl 11 krónur. Það er því ótvíræður hagur af hinu nýja sam bandi, því stutt símtöl, t. d. þau sem taka eina mínútu, verða mun ódýrari en áður, kosta 11 krónur í stað 30 áður. Hins vegar verða símtöl, sem taka 3 mínútur, aðeins dýrari, eða 33 krónur, en reikning- ar fyrir símtöl þessi verða mun nákvæmari en fyrr, því teljaraskref ið er sem fyrr segir aðeins 6 sek- úndur. Símnotendur geta nú fengið sér- staka lása á síma sína, og er það gert til að fyrirbyggja óþarfa sím- töl út á land. Mun símaeigandinn fá lykil að símanum, en lásnum er komið fyr'ir á vegg. Jón Skúlason verkfræðingur hjá Landssímanum sagði blaðinu í morgun að lásar þessir væru þegar komnir í notkun á Akureyri, en Reykvikingar gætu fengið þessa lása innan skamms. Húskólufyrirlestur Miðvikudaginn 8. febrúar hefjast fyrirlestrar Stúdentaráðs að nýju. Flytur þá prófessor Tómas Helga- son fyrirlestur um geðsjúkdóma á íslandi, en doktorsrit hans fjaUaðí einmitt um það efni. Hálfum mánuði síðar, miðviku- da0inn 17. febrúar, flytur Sveinn Einarsson leikhússtjóri fyrirlestur um leiklistarsögulegt efni. Fyrirlestrarnir verða haldnir 1 I. kennslustofu Háskólans og hefj- ast kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Enn varð stórslys / Reykjavik í gær í gær varð enn eitt stórslys f Reykjavík og skeði það við gatnamót Skúlagötu og Frakka stígs. Slysaaldan undanfamar vikur hefur blátt áfram verið gífurleg. Þrjú dauðaslys í umferðinni á einni viku og síðan hvert slysið öðru meira — i sumum tilfell- anna hafa jafnvel margir slasazt samtfmis. Er óvíst að nokkurn tíma hafi orðið jafn mörg slys á jafn skömmum tíma hér i Reykjavík og á undanförnum hálfum mánuði. Það undarlega skeðj þó, að nákvæmlega á sama tíma í fyrra reið óvenjumikil slysaalda yfir, og hvert slysið öðru meira síðari hluta janúarmánaðar, þ. á m. þrjú banaslys á 2 eða 3 dögum. Vísir hefur áður reynt að rekja í höfuðdráttum líklegustu líkurnar fyrir þessum tlðu og miklu slysum og talið orsakanna helzt að leita I veðráttunni ann ars vegar, þ. e. dimmviðri og rigningu, bleýtu, ísingum og vondu skyggni, en hins 'ægar óaðgætni ökumanna, ónógu út- sýni út um bílrúður og að aka of hratt miðað við aðstæð ur. Orsakimar eru vafalaust fieiri, eins og ölvun við akstur, óaðgætni barna, sem hlaupa fyr ir bíla o. fl. ' S’ysið á gatnamótum Skúla- götu og Frakkastígs varð á 5. tímanum e. h. I gær. Á þessum stað hefur Reykjavíkurborg bækistöð fyrir kaffiskúra o. fl. fyrir gatnagerðarmenn borgar- innar en það er nánar tiltekið milli Ingimarsskólans svokallaða og Færeyingaheimilisins. Voru gatnagerðarmenn að ljúka v’ið að fá sér kaffi og fara til vinnu að nýju þegar slysið varð. Það vildi til með þeim hætti að piltur var að aka dráttarvéi aftur á bak út af svæðinu og þurfti að fara í sveig til að komast inn á Frakkastíginn. Allt I einu kvaðst hann hafa orðið var við smáfyrirstöðu í akstrinum. Nam hann samstund is staðar og fór út. Sá hann þá mann liggjandi undir vélinni milli fram og afturhjóla. Maður þessi heitir Guðmundur Helga- son til heimilis að Laugavegi 161, og mun vera 73 ára að aldri. — Dráttarvéiarmaðurinn kvaðst hafa séð hann standandi i skúrdyrunum þegar hann fór upp I dráttarvélina og hafi hon um því engan veginn komið til hugar að hann gæti hafa gengið aftur fyrir vélina. Guðmundur var með mikla áverka á höfði og mæddj blóð- rás, hafði þó ekki misst með- vjtund. Og hann var enn með meðvitund I morgun þegar Vís ir spurðist fyrir um líðan hans I Landakotsspítala. Líðan manns ins var þá eftir vonum, en hann er stórslasaður talinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.