Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 03.02.1965, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 3. febrúar 1965. útlönd £ morgun ■ ■ útlönd £ morgun utlönd í morgun utlönd í morgun Heimsóknir, er vekja heimsathygli Fyrir skömmu var tilkynnt, að Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, myndi fara innan tíðar til Norður-Vietnam í ' opin bera heimsókn, en ekki var til- tekið hvenær hann myndi fara. En nú er eins konar framsveit fylgd arliðs hans á leið til Hanoi og sjálfur leggur Kosygin af stað á morgun. Heimsókn hans til N.-V. dregur að sér heimsathygli og sama er að gegna um heimsókn Banda- rikjaráðherrans George Bundy til Suður-Vietnam. Ber margt til. Horfur eru hinar ískyggilegustu í þessum hjara heims. í Suður-Vietnam hefur sam starf stórum versnað milli Banda- ríkjanna og S.-V. leiðtoga, enda er það hlutverk George Bundy, sem er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fer með mál Suðaustur-Asíu sem er á leið þang að að kynna sér ástand og horfur Ræðir hann bæði við leiðtoga þar og Maxweli Taylor hershöfðingja, Hjólbarðaviðgerðir Hjólbarða og benzínsala við Vitatorg. Benzín, olíur, frostlögur, bón og margt fleira. Hjólbarðar, slöngur, felgur, hvítir hringir, viftu- reimar. Opið frá kl. 8—23.30. Þjónustuna fáið þér hjá okkur. Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT við Vitatorg, sími 23900. sem er ambassador Bandaríkjanna þar, en Buddhistar vilja Taylor burt úr landinu. Ágreiningur þessi hefur orðið vatn á myllu kommún- ista, sem alkunna er að fá vopn frá Kfna og sennilega þjálfaða menn frá Norður-Vietnam. í nálægum löndum eru miklar hættur yfirvofandi, m.a. í hinum dreifðu Malaysiulöndum, þar sem búizt er til vamar, ef til meiri hátt ar árásar. Indonesa skyldi koma, og mikill viðbúnaður til að verja þessi lönd, en þar er ekki eingöngu Malaysiumönnum að mæta, heldur og stuðningsþjóðum þeirra, Bret- um, Ástralíumönnum og Ný-Sjá- lendingum. Af innrás myndi leiða styrjöld, sem að minnsta kosti Brezka samveldið yrði þátttakandi og hún gæti breiðzt til allrar Suð- austur-Asíu. Mikil sendinefnd frá Indonesiu var nýlega í Peking og fékk samn inga um aukna aðstoð almennt og fulla aðstoð í styrjöld, að þvf að tal ið er. Má vel vera að nú komi til keppni milli Sovétrfkjanna og Kfna (sem einnig hefur heitið Norður- Vietam aðstoð) um hernaðarlega aðstoð — þótt ekki verði á þessu stigi fullyrt, að þau vilji hætta á að veita þeim svo mikinn stuðn- ing, að afleiðingin gæti orðið heimsstyrjöjd. ► Couvé de Murville utanrík- isráðherra Frakklands fer til Bandaríkjanna 17. febrúar og dvelst þar nokkra daga í boði Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna. ► í tilraunum Rússa á Kyrra hafi var eldflaug skotið 13 þús. km. vegalengd og kom hún nið- ur þar sem til var ætlast. Innheimtumaður Duglegur innheimtumaður, sem vill bæta við sig reikningum óskast strax. Sími 21530. Laus staða Staða talsímakonu við Talsambandið við út- lönd er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta skrifað og talað ensku og dönsku. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 15. febrúar 1965 á umsóknareyðublöðum stofnunarinnar. Póst- og símamálastjómin, Reykjavík, 2. febrúar 1965. i n g s | a þ i n g s j á þingsjá LAUNASKATTUR TIL UMRÆÐU / GÆR í gær voru fundir í þáðum deildum Alþingis. í efri deild var aðeins eitt mál á dagskrá, leiklistarstarfsemi áhugamanna, en þar sem komið hafði fram ósk um að það yrði tekið út , af dagskrá, var það ekki rætt. í icðri deild voru tvö mál á dagskrá, samkomudagur næsta reglulegs Alþingis, sem forsæt- isráðherra mælti fyrir og frv. um launaskatt, sem kom frá nefnd. ■'ifP SAMKOMU- DAGUR. ALÞINGIS Forsætisráðherra Bjarni Benedikts- son mælti fyrir ;tjórnarfrv þar ;em segir að sam- ^tomudagur næsta ■eglulegs Alþingis likuli vera 9. okt. hæstkomandi. — tngar umræður um málið og var því vísað umræðu. urðu til 2 FRUMVARP UM LAUNASKATT Guðlaugur Gíslason var fram- sögumaður heil- brigðis- og féi lagsmálanefndar á frv. um launa- skatt. Er nefndin meðmælt frv., en vill gera á því smávegis breyt- ingu Frv. þetta er til staðfestingar á bráðabirgðalögum, sem gefin voru út í sumar f samræmi Við samkomulag það, sem gert • var í júní yið launþegasamtökin. — Skatturinn skal nema 1% af öllum greiddum vinnulaunum öðrum en þeim, sem greidd eru til landbúnaðar. Skal hann renna til byggingasjóðs ríkisins. Breytingin, sem nefndin leggur til að verði gerð á frv. er aðeins til að auðvelda framkvæmd lag- anna, þar sem segir að launa- skattur. af aflahlut skuli greið- ast hálfsárslega en ekki ársfjórð ungslega. Þá las hann upp bréf, sem nefndinni hafði borizt frá Lands sambandi vörubifreiðastjóra, þar sem þeir fóru fram á, að sjálfs- eignavörubílstjórar yrðu undan- þegnir þessum skatti. En nefndin taldi ekki ástæðu til að verða við þessum tilmælum eftir að hafa rætt við félagsmálaráðu- - iClQUKÍ C3 neytið. Þegar málið hafði verið af- greitt í nefndinni, barst henni bréf frá L. í. Ú., þar sem skatti þessum var harðlega mótmælt og vildu útvegsmenn aðeins fá hann reiknaðan af kauptryggingaupp- hæðum. En veiting slíkrar und- anþágu hefði verið brot á júnf- samkomulaginu að álitj ráðherra og sá nefndin ekki ástæðu til að verða við þeim óskum. Ágúst Þorvalds £7’";"ison mælti fyrir I ; breyt.till., sem II hann flytur ásamt IlJóni Skaftasyni lum að skatturinn ■W"' - verði felldur nið- ■'VX»-íur af launum .....Jgreiddum starfs- E ) fólki mjólkurbúa og sláturhúsa. Hannibal Valdi marsson sagði, að frv. væri til að [ afla tekna til hús næðismála. En | nú hefði komið | upp ágreiningur um hverjir ættu að greiða þennan skatt í sambandi við vörubílstjóra. Sagðist hann vera sammála vöru 1 1 • | •* iSf,!! 3 «bhs ■ff j| bílstjórum £ þessu máli og áskildi sér rétt til að flytja breyt.till. á sfðara stigi málsins. Landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson, sagðist vilja leiðrétta um mæli, sem fram hefðu komið í ræðu Ágústs Þor valdssonar, þegar hann sagði, að auk gjaldsins til stofnlánadeildar landbúnaðarins yrðu bændur nú að gre'iða þennan skatt. Þetta væri alls ekki rétt, því að þessi skattur kæmi inn £ dreifingarkostnaðinn og þar af leiðandi inn £ verðlagningu land- búnaðarafurða. Sjávarútvegs- málaráðherra, Em il Jónsson, talaði næstur og sagði, að frv. byggðist S júnfsamkomu- aginu og þess vegna væri það grundvallaratriði að frv. stangaðist ekki á við það. Þess vegna væri ekki hægt að samþykkja sumar þær breyt.till., sem fram hefðu komið. Samkv. frv. ætti að greiða skattinn af vinnulaunum og hvers konar at- vinnutekjum, öðrum en tekjum af landbúnaði. Ástæðan til þess, að landbúnaðurinn var undanþeg inn er sú, að skattur þessi rennur allur f sjóð húsnæðismálastjórn- ar en ekki f byggingasjóð land- búnaðarins og hefur landbúnað- urinn þar af leiðandi engin not af honum. En það þýðir ekki, að þeir sem vinna við fullvinnslu landbúnaðarafurða og flestir búa í þéttbýli, komi ekki til greina við úthlutun húsnæðismálastjórn ar. Hvað viðvék t’illögunni um að tekjur skráðra sjómanna yrðu undanþegnar, væri hún brot á samkomulaginu, þar sem þar væri talað um hvers konar tekj- ur. En hvað snerti vörubilstjórana, þá væri um viðkvæmt atriði að ræða. En það hefði verið álit félagsmálaráðuneytisins, að þeir sem greiddu tryggingagjöldin, greiddu líka þennan launaskatt. Enda kæm'i þessi skattur til frá- dráttar á skattaframtali og væri frádráttarbær sem rekstrarút- gjöld. Enn urðu töluverðar umræður um þetta mál, en þvf lauk svo. að breyt.till. nefndarinnar var samþykkt, en hinar felldar. og frv. vísað til 3. umræðu. HAPPDRÆTTI S.Í.B.S. Dregið í 2. flokki á föstudoginn Vmningar ársins eru 16250 Hæsti vinningur kr. 1.500.000.00 Fjórði hver miði vinnur að meðaltail

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.