Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 3
PlSIR . Miðvikudagur 24. marz 1965. Símon Sveinsson við fjárhúsdymar Innan borgartakmarkanna hef ur risið önnur borg. Þaðan er hægt að sjá yfir Elliðaárnar, upp á Vatnsendahæðina og í fjarska blámar fyrir fjöllum. í nágrenninu eru reisuleg hesthús Fáks. Um helgar ekur fólk fram hjá f bílum sínum, sumir staldra við, aka síðan áfram og minn- ast e. t. v. daganna í sveitinni, rúningsins, gangnanna. Þetta er Fjárborg, þar sem fjáreigendur í Reykjavík halda fé sitt. , , Þeir þekkja kindur hinna alveg eins vel og sínar. Tóbakspontan er látin ganga. Frá vinstri: Kristinn Jóns- Þeir fara daglega hvemig sem . viðrar til gegninga og sjá um son> Gunnar Damelsson, Friðrik Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson. að allt sé í lagi. í góðu veðri hleypa þejr fénu út. Þetta eru menn á öllum aldri. Þeir stunda ýmiss konar störf, einn ekur bíl, annar fæst við verzlun, sá þriðji er við nám i Háskólanum. Sumir eru bomir og bamfæddir Reykvikingar, aðrir em ættaðir utan af landi. AlHr hafa þeir eitt sameiginlegt áhugamál, sauðkindina. Myndirnar, sem birtast í Myndsjánni í dag, eru teknar einn laugardagseftirmiðdag. Féð var flest úti við, en eigendurnir vom að hreinsa út, dytta að hurðum. Aðrir röbbuðu við kunningjana um landsins gagn og nauðsynjar og sauðkindina, þessa viðkvæmu skepnu, og þeir tóku hressilega i nefið og létu síðan tóbakspontuna ganga til næsta manns. Sauðkindin hefur sál, fullyrti einn eigandinn, þessi, hann bendir, vill allsekki drekka inni í húsi, það þarf allt af að hleypa henni út fyrir girð inguna, og hann kallar f gælu- róm: — Komdu góða mín og labbaðu út í veröldina. Þrjátíu er falleg tala. Sigurleifur Guðjónsson gefur þessum þrjátíu brauðbita. Ólafur Dýrmundsson stundar nám við Háskólann. Þetta er áttundi veturinn hans sem fjáreigandi. Fjárhúsið, sem hann byggði úr spýtum. sem hann viðaði að sér, er til fyrinnyndar um snyrtimennsku. Ingvar Kolbeinsson virðir fyrir sér fjárhópinn Ólafur Dýrmundsson gefur Frosta sfnum Karl Ágústsson sýnir bláðamönn- um þann fjórhymda HEIMSÓKN í FJÁRBORG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.