Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 16
' • '• ' ' - • >'■ - '•■ '-•'• ' .* T., «♦<■? PC *■ 4-, 4 *■.»*"»■■;, '>• -4 O. í->> ./ .*u -f - ;■ f<riv á* * '%*.<»tují' 'w l-;;:?/ ít<- — Vi \<l ji'ór <■; o-rýn:'"! /wyrd:*^,^ IvjfíW'rm tf.tí (;? Tt;* S*;K í..-; , : Miðvikudagur 24. marz 1965. Vilhjálmi" var tekiS meS kostum 2i> ..................................,..]f ...................... Tfff ■TP........................... ........................ ttti*,>/m tz. *■*<■ nri • • Sýningarflug Loftleiðavélar- innar, Vilhjálms Stefánssonar, um Norðurlönd hefur vakið tals verða athygli. I Kaupmanna- höfn var tekið á möti vélinni af stórum hópi manna frá flug- málayfirvöldum, ferðaskrifstof- um og flugfélögum og var flog- ið yfir Kattegat og síðan boðið í veizlu. í blöðunum var sagt ýtarlega frá flugvélinni og í nokkrum dagblaðanna var að finna risa- stórar auglýsingar á mánudag, sem breiddu sig yfir tvær síður. í BT er málstaður Loftleiða enn tekinn upp. Einnig er SAS gagnrýnt fyrir stefnu sina gegn Finnair. Segir blaðið að enn tak ist „svönum Norðurlanda“ ekki að fljúga oddaflug, þ.e. að nor ræn samvinna sé ekki nema i munni stjórnmálamanna en ekki í framkvæmd. Gagnrýnir blaðfð að Loftleiðum skuli ekki heim- ilað að fljúga til Kaupmanna- hafnar með hinar nýju og góðu vélar sínar, í stað jæss að þurfa að fljúga frá Evrópu til Reykjavíkur á DC-6 flugvélum. Frá Kaupmannahöfn flaug sýningarvélin til Stokkhólms, en þaðan liggur leiðin til Hels- ingfors og loks til Osló. Þannig var sagt frá Loftleiðafluginu og nýju vélunum i BT á mánu- daginn. Mynd af flugfreyjunum með vélinni og 5 dálka fyrirsögn. Samningar standa yfir um lagningu 4000rúmmetru ufolíumöl í nógrenni R-víkur, Kópuvogi, Gnrðnhreppi og Hnfnnrfirði Samningar standa nú yfir um lagningu oliumalar i stórum stfl á vegum ríkisins, Kópavogs bæjar, Garðahrepps og Hafnar- fjarðarbæjar. Þessir aðflar hafa leitað eftir tilboði frá fyrir- tækinu Véltækni h.f. um að leggja 4000 m1 af oliumöl i sum- ar og er liklegt að af samn- ingnm verðx. Tilraunir með lagningu olíu malar hafa verið gerðar undan- farin sumur á nokkrum stöð- um bæði sunnan og norðan lands. Hafa þær borið misjafnan árangur en munu þó hafa tek- izt vel, þar sem nægilega hefur verið til þeirra vandað, t.d. á Akureyri og i Garðahreppi. Hef ur fyrst og frerost skort naegi- lega fuflkomin tæki, svo hægt hafi verið að fá fyliilega úr því skorið, hvort olíiunöl er heppi- leg lausn á vissum hluta af vega gerð okkar. Ef af samningum ofan- Enn versnar ú- standiS i strand- ferSasiglingum Strandferðaflutningar norðan og austanlands gerast nú enn erfið- ari en áður. Stapafell virðist vera fast inni á Norðurlandshöfnum, og Bakkafoss og Herðubreið urðu að snúa við i tilraunum sínum til að komast i gegn fyrir Langanes. Mun aði litlu að skipin sætu föst í þétt um ísnum. Herðubreið fór frá Kópaskeri í birtingu i morgun og um 10 leytið Tveir slasast í gær varð umferðarslys móts við Grensáskjör á Grensásvegi. Slysið varð um sexleytið og varð með þeim hætti að drengur varð fyrir bifreið. Hann var fluttur á slysavarðstofuna en lögreglan taldi hann ekki mikið slasaðan. Dreng- urinn heitir Ægir Magnússon og á heima að Grundargerði 11. 1 fyrradag varð slys við Reykja víkurhöfn. Maður, Sigurður Pálma- son, Ásvallagötu 17, féll aftur af vörubilspalli og kom niður á hnakk ann. Hann var fluttur til aðgerðar í slysavarðstofnua. var hún komin að Rauðhellnanúp- um, vesturtotu Melrakkasléttu. Sagði Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins í morgun, að skipstjórinn hefði ekki talið viðlit annað en að snúa við. Var skyggn ið að auki lélegt, isinn þéttur. Austfirðingar munu nú mjög ugg andi vegna ástandsins sem nú er að skapast, þvf Isinn rekur suður firðina og sagði Guðjón að Norð- firðingar væru hræddir um að næsta ferð Esju á Austfirði kæmi þeim ekki að fullu gagni þvi is- inn mundi þá vera búinn að gera ófært þangað. Bakkafoss var i gær f isnum og er með 6-700 tonn af vörum á Norð uriandshafnir og á að lesta mjöl til Englands. Var talið ráðlegast að snúa við þegar skipið var á Vopna firði og var farið til Reyðarfjarðar 1 morgun var allt fullt af ís úti fyrir firðinum. Var mikið ísrek í gær í suðurátt og <=•' skipstjórinn ástæðu til að setja á fullan hraða til að hafa við fsnum. Stapafellið fór frá Akureyri í morgun eftir lestun, en ósennilegt er að skipið komizt i gegn um fs- inn eða reyni það, heldur leiti til hafnar. greindra aðila verður, mun væntanlega fást úr þessu skorið Er enginn vafi á því, að til raunin mun hafa mikla þýðingu fyrir marga aðila, sem ekki hafa tök á því að undirbyggja í stór- um stfl undir malbik að steypu þar sem olíumölina má taka upp og leggja á ný, ef upphafleg lagning hennar misheppnast. Féll í höfnina 1 nótt, um þrjú leytið, datt maður f Reykjavikurhöfn gegnt Kolakran- anura. Skipverjar á m.s. Reykjafossi urðu mannsins varir og fengu bjarg að honum. Lögreglan var einnig lát in vita, en búið var að ná mann inum upp þegar hún kom á vett- vang. Þótt sjórinn væri kaldur og kalt í veðri ,varð manninum ekki meint af, enda strax hjúkrað. Vill skipta á ísl. handritum og sænskum miðaldabókum Kaupmannahöfn í morgun. Talsverðar umræður urðu í gær á sænska rikisdeginum um þau Is lenzku handrit sem varðveitt eru í Sviþjóð. Þingmaður nokkur, Gust av Lorentzen að nafni gerir það að tillögu sinni, að Islendingum verði skólabókasafninu I Uppsölum og Konungsbókhlöðunni í Stokkhólmi. Leggur hann til að þau verði lát in i skiptum fyrir mjög merkileg- ar prentaðar bækur sænskar frá því á miðöldum, sem til eru í Landsbókasafni Islands, en hvergi Sviþjóð. Með slikum skiptum fengju íslendingar það sem þeim væri dýrmætt og Svíar það sem þeim væri dýrmætt. Benti hann á það, að þegar handritasafnið í Kaupmannahöfn væri komið heim til íslands myndu handritin, sem nú eru í Svíþjóð verða til meira Framh. á bls. 6 Fjalla-Eyvindur í Kópavogi Leikfélag Kópavogs frumsýnir „Fjalla-Eyvind“ Jóhanns Sigurjónssonar í félagsheimilinu, föstudaginn 26. þ. m. Ljósmyndari Vísis brá sér á æfingu hjá félaginu. Leikstjórn annast Ævar Kvaran en Sigfús Hall- dórsson hefur gert leiktjöldin. Fyrr í vetur var efnt til kynningar á verkum Jóhanns Sigurjónssonar i Kópavogi við góða aðsókn og þótti vel takast. Myndin sýnir þá Ævar Kvaran, Sigfús og Guðmund Gísla- son, formann Leikfélags Kópavogs, en það hefur starfað af miklum krafti að undanfömu. Guðmundur leik- ur þarna hlutveik sýslumannsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.