Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 1
/ VISIR Tjón fyrir vísindin að senda handrit- in til íslands segir Árna- safnsnefnd Kaupmannahöfn í morgun. Stjómamefnd Áma Magnússon- ar safnsins hefur skilað áliti til dönsku þingnefndarinnar, sem fer með handritamálið. Leggst stjómar nefndin þar eindregið á móti af- hendingu handritanna til íslend inga og telur, að slík ráðstöfun myndi valda vísindunum miklu tjóni. Áma Magnússonar nefndin sneri sér sjálf til þingnefndarinnar með þetta álit sitt og lætur hún í ljósi undrun yfir því að þingnefndin skyldi fyir í vetur snúa sér aðeins Framh. á bls. 6 Akureyrartogmw komast ekki með afla / heimahöfa Landa sennilega í Reykjavík meðan ísinn er fyrir Norðurlandi Vilhelm Þorsteinsson annar for- stjóra Útgerðarfélags Akureyrar gaf Vísi eftirfarandi upplýsingar i morgun, um erfiðleika sem skapast vegna íssins fyrir Norð- urlandi. „Isinn gerir okkur örðugt fyr ir, þar sem skipin okkar kom- ast ekki heim. Harðbakur og Sléttbakur fóru síðast í sölu- ferðir beint af miðunum og sigldu með allan mannskapinn. Úr þeirri söluferð fóm þeir beint á veiðar aftur og em nú rúmlega hálfnaðir með veiði- tímann. Er ekkert útlit fyrir, að þeir komist heim,þar sem þeir eru fyrir vestan land. Afli bát- anna er dágóður, mest karfi. Upp á síðkastið hafa sölur er- lendis verið lélegar, sérstaklega þó í Bretlandi. Því getur svo farið að við reynum að fá afl- anum landað í Reykjavík, en við höfum frétt að mjög illa gangi að fá menn f löndunar- vinnu. Hins vegar vantar frysti húsin fisk, þar sem vertíðin syðra er léleg. Svalbakur er nú í söluferð, selur væntanlega í dag. Hann veiddi sinn fisk fyrir norð an og kom því við á Akureyri sem venja er. Hann lenti ekki í verulegum vandræðum í ísnum við Langanes, en sfðan hafa ekki önnur stærri skip farið þá leið“. „Kaldbakur er væntanlegur heim frá Bretlandi um mánaða- mótin úr 16 ára flokkunarvið- gerð. Við höfum nægan mann- skap á þessum þrem skipum og væntum að Kaldbakur fái næg- Framh. á bls. 6 Myndin sýnir Hafnarfjarðarveg þar sem hann liggur f gegnum Kópavog. Efst á hæðinni er viðkoanustaður strætisvagna. Kostar endurbygging HafnarfjarBarvegar / gegnum Kópavog 88 milljóair króna? Tillago um hægri handar akstur veldur óvissu og töfum ú framkvæmdum, verði hún ekki afgreidd innan skamms Umferðarvandamálið mikla í Kópavogi, Hafn- arfjarðarvegurinn sem sker bæinn, hefur verið eitt helzta viðfangsefni bæjaryfirvalda í Kópa- vogi undanfarin misseri. Þessi vegarkafli, sem er u. þ. b. IVi km. að lengd, er fjölfamasti vegur í þéttbýli utan Reykjavík- ur. Um 16 þúsund bílar fara yfir Fossvogsbrúna á sólarhring og meiri- hluti þeirra bíla fer í gegn um Kópavog án viðkomu. samþykktir bæjarstjórnar Kópa- vogs að bægja frá slysahættu af þessari gffurlegu umferð, hef ur niðurstaðan orðið sú, að búið er að gera frumteikningar að endurbyggingu á brautinni, sem framtfðarlausn. Upphaflega tók Vegamála- skrifstofan að sér, að vinna verk ið en mun ekki hafa annað því. Voru þá fengnir til þess tveir verkfræðingar. Skiluðu þeir frumteikningum og kostnaðaráætlun fyrir nokkr um vikum. Þá kom f ljós, að þessi lausn málsins verður miklum mun dýrari en menn höfðu gert sér grein fyrir. Var Vegamálaskrifstofunni falið að endurskoða áætlunina og taka til greina alla kostnaðarliði, en það var ekki gert í tillögum verkfræðinganna. Heyrzt hefur að athugun sú sem nú stendur yfir hjá Vegamálaskrifstofunni, hafi leitt f Ijós, að kostnaður við endurbyggingu þessa kafla Hafnarfjarðarvegar verði vart Framh. á bls. 6 Eftir margs konar áætlanir og BREZKIR TOGÁRAEIG. BANNA LANDHELGISBROT VID ÍSLAND Orðnir þreyttir n stórútgjöldum vegna landhelgisdóma Að undanfömu hafa allmargir brezkir togarar verið teknir að ólöglegum veiðum innan fs- lenzkrar landhelgi. Fréttir utan frá Grimsby benda nú til þess að brezkir togaraeigendur séu orðnir all hvekktir á þvf hve landhelgisgæzlan er nú vel á verði með sinum nýja tækja- kosti og að þeim þyki það þung byrði að þurfa að greiða f hvert sinn 260 þús. króna sekt auk jafnhárrar upphæðar fyrir afla og veiðarfæri. I blaðinu Fishing News, sem út kom fyrir helgi er fréttabréf frá Grimsby, þar sem skýrt er frá því, að togaraeigendur þar í borg séu orðn'ir svo hvekktir á þeim miklu sektargreiðslum, sem þeir verða að inna af hendi að þeir hafi nú gefið skipstjór- um sfnum ströngustu fyrirmæli um að halda sér fyrir utan ís- lenzku landhelgislínuna. Þetta vandamál var nýlega rætt á fundi í félagi yfirmanna á togurum frá Grimsby og kom þar fram að togaraeigendur höfðu gefið skipstjórum mjög ströng og harkaleg fyrirmæli um að halda sér fyrir utan. Þeir )íta þetta svo alvarlegum aug um ,að þeir hafa ákveðið að beita ströngustu viðurlögum og brottrekstri í hvert skipti sem það kemur fyrir að togari er tek Um þetta mál var svo hald- inn sérstakur fundur, þar sem tveir fulltrúar frá hvoru fé- Iagi hittust, þeir Jack Vincent og John R. Cobley frá togara- eigendafélaginu og Jack Evans og John Hobbs frá félagi yfir- manna. í sambandi við það gaf félag togaraeigenda út yfirlýs ingu og má sjá efni hennar af einni setningu, sem hljóðar svo: „Það er ekki hægt að leggja of mikla áherzlu á það, að tog- araeigendur krefjast þess, að skipstjórarnir haldi sér fyrir ut an lfnuna."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.