Vísir - 26.03.1965, Síða 2
V í S IR . Föstudasur 26. marz 1965.
f
★
Aðeins 17 ára og brátt mun
hún velta sér upp úr milljón-
um og aftur milljónum króna,
sem hún græðir á hljómplötu-
sölu. Þetta er stúlka að nafni
France Gall og hún er gott
dæmi um hvernig lífið getur
le'ikið við fólk og gert fátæka
ríka og ríka snauða. Lagið,
sem France söng á Melodie
Grand Prix, — nokkurs konar
heimsmeistaramóti dægurlaga-
söngvara og höfunda vann hún
á laginu „Vaxbrúða, söngbrúða"
Já, France er ágætt dæmi um
það hvemig stúlkur hafa kom-
izt áfram án þess að geta véif-
að prófskirteinum með I. ágæt-
iseinkunn. Satt að segja „stakk
hún af!‘ úr skóla hún France
litla og þótti ekki efnilegur nem
andi í skóla sínum í Luxem-
bourg. Eftir að hún hvarf úr
skólanum gerð'ist hún dægur-
lagasöngkona. Á 16 ára afmælis
degi sínum söng hún inn á sína
fyrstu hljómplötu. í dag, einu
og hálfu ári slðar, er reiknað
með að árlegar tekjur af söng
hennar séu 9 millj. kr., þar af
17 ÁRA — og brátt
orðin milljónamæringur
fær hún „aðeins“ 2 millj. kr.
hitt fer t'i'l framkvæmdastjór-
anna, í ferðakostnað, til hljóm-
sveita . o.s.frv. Á næstunni
munu þessar tölur örugglega
hækka geysimikið.
Og hvað gerir þessi unga og
fallega stúlka við pen'inga sína?
Þeir fara allir inn á bankabók,
nema smáhluti sem hún notar
til að kaupa sér föt og ýmislegt
sem unga stúlku langar í. Þegar
hún verður 21 árs getur hún
éjálf ráðstafað þessu fé að vild
sinni. Þangað t'il mun fram-
kvæmdastjórinn og faðir henn-
ar fylgja henni um allt og sjá
um fjárhagshliðina.
Það versta er að France er
ekki of sterk líkamlega. Hún er
gjörn á að verða lasin eftir erf-
ið ferðalög og starf skemmti-
krafta er erfitt einkum ef mik-
ið er um ferðalög. Nú er hún
hins vegar búin að taka að sér
stanzlaus ferðalög fram á haust
og litlar hvíldir á milli.
France býr í París með for-
eldrum sfnum á 16. hæð I fall-
Sagan af litlu stúlk-
unni, sem strauk úr
skólanum, gerðist
söngstjarna og vann
Melodi Grand Prix-
keppnina
egri íbúð. Hún hefur mikinn á-
huga á íþróttum, tennis, sigling-
um og ekki sízt knattspyrnu.
Faðir hennar er góður textahöf
undur og hefur sknfað suma
texta hennar. Að lokum má
geta þess að France er með öllu
ólofuð.
BÍLABÓNUN
. . . .
Bónum og þrífum bíla. Sækjum, sendum ef
óskað er. Sími 50127.
Kári skrifar:
l"'1 ráni“ skrifar þér og þakk-
ar þér fyrir þá snjöllu hug
mynd að „leita eftir nafni á
stórhýsinu Laugavegi 178.“
Þar sem þú hefur komið með
uppástungu sllka, sem að ofan
greinir og „Gráni“ styður hana
virðist mér sem þið teljið það
mikilvægt, að stórhýsum séu
nöfn gefin.
Á að gefa stórhýsum
nöfn.
En — hvers vegna? Ég hef
aldrei séð borin fram sterk rök
fyrir nauðsyn þessa, en ég hef
margoft orðið var mikillar undr
unar erlendra manna, sem hing-
að hafa komið, og veitt athygli
skiltum verzlana með ýmsum
nöfnum erlendra borga o.s.frv.
Nú vil ég ekki vera að amast
við því, að sölubúðum séu gef-
in einhver nöfn, en þau ættu
þá að vera Islenzk, fara vel I
munni — og vera ekki alveg út
I bláinn. Og umfram allt á að
vera hægt að beygja þau eftir
Islenzkum reglum, en svo er
oft alls ekki — og hirði ég ekki
að nefna dæmi þar um. Ekki
hafa þessar nafngiftir méiri við-
skiptalega þýðingu en það, að
fyrirtæki sem t.d. bera nafn
stofnanda eða eiganda hafa þrif
izt alveg eins vel og hin, og
væri einnig hægurinn hjá að
nefna um það mörg dæmi. Notk
un erlendra nafna annarra en
þeirra, sem samlagast íslenzkn
máli, ættj ekk’i að eiga -'
stað.
Ekkert hagræði.
En þegar til stórhýsanna
kemur finnst mér fyrir mitt
leyti, langréttast, að ekki sé
verið að velja á þau néin heiti.
Það er ekkert hagræði, að ég
hygg I þessu fyrir almenning,
— langeinfaldast og réttast, að
stórhýsi eins og það, sem
,,Gráni“ ræðir um héiti aðeins
„Laugavegur 178“ — með því
er allt sagt, sem menn þurfa að
vita. Ókunnugir sem þangað
eiga leið vita þá nokkurn veg-
inn hvar við Laugaveg'inn hús-
ið stendur, og þurfa ekki að
spyrja um hvar „Orkubygging-
in“ sé og jafnvel „Vísis-húsið"<,
en hvort tveggja hef ég heyrt.
Nú hefur hvert stórhýsið á fæt
ur öðru r'isið upp við Laugaveg
inn innanverðan, Suðurlands-
braut og sunnan þessara gatna
Sá hugsunarháttur ætti að
hverfa, að I slíku hverfi þurfi
hvert hús að bera heiti eins
og hólar og hæðir upp'i I sveit-
um. Blöðin ynnu þarfara verk
með því að hvetja til þess að
endurnýja öll númeraskilti á hús
um í bænum, svo að hvarvetna
verði greinilegt skilt’i, sem sést
frá akbraut. og stærð miðuð
við fjarlægð frá götu. Víða (I
íbúðahverfum) mundi henta
bezt að hafa skilti á girðingum.
Margoft er það svo, að tafsamt
reynisf að finna rétt hús, vegna
óglöggs númersskiltis, og kvarta
m. a. bílstjórar yfir þessu. Skilti
eiga að vera það stór og stafirn-
ir lýstir, svo að þau sjáist bæði
af gangstéttum og út úr bílum
á akbraut „Jarpur“.
Sinubruni.
Reykjavík 23. marz 1965
Ég tel mér skylt að taka mér
penna í hönd og þakka þér
•
Kári minn, margar góðar og gan •
legar áminningar, sem þú hef-2
ur haft uppi I dálkum þínum.J
Og þar sem ég veit nú, að marg*
ir lesa þá, sé ég nú ástæðu t'ilj
að hnýta I þig, eftir ómaklega*
tilgátu þína (I gegnum ófróðan•
„slökkviliðsmann"), um ástæðuj
laus og jafnvel óheppileg að-»
vörunarorð SlysavarnafélagsinsJ.
Hef ég þar I huga grein þína í»
blaðinu I dag. •
Sinubruni barna hér I borg- J
inni á hverju vori, er orðin al •
ger plága. Hann hefur staðið J
yfir nú, meira og minna, alls •
undanfarna góðviðrisdaga. •
Hefðir þú, til dæmis, litið upr J
augnabl’ik frá verki þlnu sl. mið*
vikudagsmorgun um tfuleytið J
og horft út um gluggann á J
starfshýsi þfnu niður I mýrina. •
Þar gat að sjá lítinn snáða með J
eldspýtur 1 þeim hugleiðingum,*
að kvéikja I sinu. En sem betur •
fór, sá hann sig um. J
Hvað hefði orðið um einangr*
unarklæðninguna á hitaveiturör J
unum, sem liggja þarna um alla •
mýr’ina? •
Þá voru óliðnir þrír dagarj
þangað til aðvörunarorð Slysa-»
varnafélagsins hljómuðu I út-J
varpinu. Þá voru liðin mörg vor J
með sinubruna og íkve'ikjuæðio
aðhaldslausra barna, er aðgangj
höfðu að eldspýtum á heimilum*
sfnum eða fengu þær í skipt-*
um fyrir peninga I sumum verzlj
unum. •
Nei á meðan ástandið er eins J
og það er, þá skulum við ekki*
kasta ómaklegum tilgátum að«
þeim, sem vilja vel. J
Sigurður Ágústsson •
lögr.varðstjórt. J
Ný óskrift
að
VÍSI
gildir frá miðjum mánuði eða mánaðamótum.
VISIR
Gerizt áskrifendur nú þegar
og þér fáið blaðið sent ókeypis
þangað til áskrifíin gengur í gildi.
Vísir er ekki aðeins eina síðdegisblaðið
heldur einnig ódýrasta dagblaðið.
Áskriftarverð er 80 kr. á mánuði.
!
Áskriftarsími VÍSIS
er 1-16-61
FERMINGARIÍR
Stórt úrval af svissneskum úrum
til fermingargjafa.
Aðeins þekkt og ^önduð merki.
MAGNÚS E. BALDVINSSON
Laugavegi 12 . Sími 22804
Hafnargötu 35 . Keflavík