Vísir - 26.03.1965, Síða 16
ISIR
Hádegisverðar-
fundur Varðbergs
Á hádegisverðarfundi Varðbergs
á morgun mun dr. Magnús Z. Sig-
urðsson hagfræðingur halda ræðu.
Verður fundurinn haldinn í Þjóð-
leikhúskjallaranum og hefst kl. 12.
30.
Magnús mun segja frá persónu-
legum kynnum sínum af stjómar-
fari í löndunum fyrir austan járn-
tjald. Hann var búsettur í Tékkó-
Framh. á bls. 6
Fyrirlestur um
kynþúttumúl
Dr. C. Eric Lincoln, prófessor í
félagssambúð (Social Reiations) við
Clark College í Atlanta, f Georgíu
fylki, flytur fyrirlestur, sem haim
nefnir „The American Negro Move
ment: Violent or NoImolent,', í Sig
túni kl. 2 á laugardag á vegum
Stúdentafélags Reykjavíkur.
Dr. Lincoln, sem er blökkumaiðtir
er sérfræðlngur í kynþáttamálun-
um í Bandaríkjunum, en einkum
hefur hann helgað sig athugun á
því hvernig þjóðabrot eða minni-
hlutakynþættir haga lífi sínu og
starfi í stóru þjóðfélagi, sem oft
er þeim mótsnú'ið eða fjandsamlegt
Allmargar bækur hafa kom'ið út
eftir dr. Lincoln og bók hans „The
Black Muslims in America, er tal
in bezta heimildarrit um þessa
hreyfingu, sem kom mjög við
Framh. á bls. 6
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR í GARÐAHREPPI
ÞRJUFELOG STOFNA SAMSTARFS
NEFND I UMFERÐARMÁLUM
Mikill tónlistaráhugi er í
Garðahreppi og hefur þar nýlega
verið stofnað fjölmennt tónlist-
arfélag, sem rekur tónlistar-
skóla. Félagið fékk Sinfónín-
hljómsveit Islands til þess að
koma í bamaskóla Garðahrepps
á miðvikudagskvöldið og halda
þar tónleika. Tónleikamir voru
mjög vel sóttir, eða ems og skól
inn gat frekast rúmað. 1 lokin
voru tónlistarmennimir hylltir
ákaft. Á myndinni sést hljóm-
sveit irstjórinn Páll Pampichler
Pálsson lengst til vinstri, þá bak
svipurinn á Guðmundi Jónssyni
söngvara. Vangasvipurinn sést á
hljómsveitarmönnunum Bimi
Ólafssyni og Þorvaldi Stein-
grfmssyni. Myndin sýnir einnig,
hversu þétt var skipað í salnum
Slysavamafélag íslands, Fé-
Iag fslenzkra bifreiðaeigenda og
Bindindisfélag ökumanna hafa
stofnað tii samstarfsnefndar um
umferðamál Ákveðið er að nefnd
in hljóti nafnið Samstarfsnefnd
í umferðarmálum, og markmið
hennar er fyrst og fremst að
vinna að auknu umferðaröryggi
og umferðarmenningu í samráði
og samstarfi við Iöggjafa og lög
reglu, borgara og borgaryfirvöld
bifreiðaeftirlit, tryggingafélög
og vegamálastjórn, sögðu nefnd
armenn á fundi með blaðamönn
um f gærdag.
Slysavarnafélag íslands skrif-
aði F.Í.B. og B.F.Ö. bréf í
janúar sl. þess efn'is, að þau
félög, ásamt S.V.F.I. stofnuðu
til samstarfs um umferðarmál.
I þessu bréfi var og bent á, að
þessi félög, sem að meira og
minna leyti störfuðu að sama
marki í umferðar- og öryggis-
málum ættu að samstilla þau
öfl, sem lægju f skipulagðri
starfsemi hinna fjölmðrgu fé-
lagsdeilda þessara aðila víðs
vegar um landið og með sam-
eiginlegu átaki ættu þau að geta
komið enn méiru til leiðar, en
hvert í sínu lagi.
I nefndinni eiga sæti: Hann-
es Hafstein frá S.V.F.I. form.,
Magnús H. Valdimarsson frá
F.I.B. og Ásbjöm Magnússon
frá B.F.Ö. Nefndafundir hafa
verið haldnir vikulega þar sem
rædd hafa verið mörg vanda-
mál varðandi umferðina, og á
hvern hátt þessu samstarfi skuli
sem bezt varið. Nefndin hefur
rætt um að leita til annarra
frjálsra félagssamtaka, sem
einnig hafa skipulagða starfsemi
félagsdeilda úti um land, og
vilja stuðla að auknu öryggi
almennings í hinni ört vaxandi
umferð. I þessu sambandi má
nefna eftirtalda aðila: Rauða
kross Islands, Skátahreyfing-
una og æskulýðsráð hinna
ýmsu bæja og sveitafélaga.
«------------------------------
Samstarfsnefnd i umferðarmálum: Magnús H. Valdiimarsson, framkvæmdastjóri F.I.B. Hannes Hafstein
fulltrúi S. V. F. I. og Ásbjöm Magnússon form. B. F. Ö.
Tryggva Helgasyni veitt leyfi
til vöruflutninga í lofti
Tryggva Helgasyni flugmanni á
Akureyri hefur nú verið veitt loft
ferðaskirtelnl til vöruflutninga í |
lofti með stóra flugvélinni sinni og
fyrir siðustu helgi fór vélin hlaðin
vörum tll Vopnafjarðar.
Flugmálastjómin hefur ekki vilj-
að veita Tryggva loftferðaskírteinl
fyrir vélina vegna þess að flugskýli
er ekki til staðar fyrir hana á Ak-
ureyrarflugvelli. Nú hefur flugmála
stjórnin þó veitt undanþágu fyrir
flugvélina, sem eingöngu er miðað
við vöruflutninga.
Þetta leyfi var veitt i vikunni
sem leið og þegar í stað hófst
Tryggvi handa moj vöraflutninga
í lofti.
Meirí ís á Akur-
eyrarpolli en ver-
ið hefur í mörg ár
Lagnaðarísinn á AkureyrarpoIIi
er nú smám saman að færast utar
og er kominn norður fyrir tangann.
Enn er þó auður sjór að togara-
bryggjunni og þar geta skip enn-
þá athafnað sig. Annars er ísinn
kominn lengra út en skeð hefur um
margra ára skeið.
Annars búast Akureyringar ekki
mikið við skipakomum úr þessu
þar sem siglingaleiðir bæði að aust
an og vestan eru tepptar. Flóabát-
urinn Drangur er eina skipið sem
hreyfir sig úr Akureyrarhöfn, og
á þriðjudag kom það úr Skagafjarð-
ar- og Siglufjarðarferð til Akureyr
ar. Þá var ísinn á pollinum orðinn
það þykkur, 8 tommur, að Drangur
treysti sér ekki til að brjótast í
gegnum hann og lagðist við togara
bryggjuna. Ekki taldi skipstjórinn
á Drang að fs hefði neinsstaðar
hamlað ferðum á leiðinni.
Akureyringar hafa undanfarið
höggvið vakir á Akureyrarpoll og
stundað dorgveiðar, en aflað bæði
fátt og smátt. I gærmorgun var þó
örlítið örari veiði en verið hefur
undanfarið.