Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur 31. marz 1965. "•■'Slf *» íjs,* Eins og myndin ber með sér fylgdist mikill mannfjöldi með keppninni. Dorgkeppni á Akureyrarpolli Llonsklúbburinn Huginn efndi til allnýstárlegrar keppni sl. sunnudag á Akureyrarpolli. — Keppt var í dorgi í gegnum ís og þótti keppnin takast mjög vel. Þrjátfu þátttakendur kepptu og mikill mannfjöldi fylgdist með, enda var veður hið feg- nrsta. Veiðlleyfin voru seld út og rann allur ágóði af keppninni til góðgerðarstarfsemi. Keppnin stóð yfir f þrjá tíma eða frá því kl. 2 e.h. til kl. 5. Framan af var veiði mjög treg og veiddist lang mest siðustu klukkustund- ina. Aðallega veiddist smáufsi og koli, nokkrir vænir steinbft- ar og einn og einn þorskur var dreginn. Eins og fyrr segir fylgdist mikill mannfjöldi með keppn- inni af miklum áhuga. Tveimur tjöldum var slegið upp, úti á polli, annað var skrifstofa móts- stjórnar og þaðan var einnig músik stjórnað. Þá var ennfrem ur sett upp veitingasala, þar sem áhorfendur gátu fengið heitar pylsur og gosdrykki. aldri og afli þeirra mjög mis- jafn. voru og veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn, en hann dró Þorleifur Ágústsson. Var það steinbítur 3,4 kg. og 77 cm lang ur. . • ... ' . _______■.* ' « w • 1 Snæbjörn Jitli 7 ára gamall var yngsti keppandinn og sést hann hér með stóran steinbít, sem hann dró. Skrifstofa mótstjórnar var í tjaldi úti á pollinum. (Ljósmynd Vísis S. Bj.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.