Vísir


Vísir - 31.03.1965, Qupperneq 6

Vísir - 31.03.1965, Qupperneq 6
6 V I S IR . Miðvikudagur 31. marz 1965, yý laugardaginn flutti dr. Benjamín Eiriksson bankastjóri erindi á'fundi Stjórnunarfélags íslands um reynslu hér i á landi af undirbúningi atvinnurekenda af nýjum fjárfesting- um. Er hér fjallað um gagnmerkt efni, sem lítill gaumur hefur verið gefinn hér á landi allt til þessa. Vísir birtir því erindi dr. Benjamíns hér í dag, með góðfúslegu leyfi hans. /^tvinnurekendurnir eru auðvit- að frá jafnmörgum sviðum og atvinnulíf landsmanna. Þeir eru í landbúnaði, sjávarútvegi, iðn- aði, þjónustu, verzlun og svo framvegis. Um atvinnurekenduma á sviði landbúnaðarins get ég verið fá- orður. Sennilega eru bændumir með þeim bezt settu þegar þeir leggja f framkvæmdir. Þeir hafa sér við hlið ekki aðeins Búnað- arfélagið og búnaðarsamtök af ýmsu tagi, ráðunauta á hverjum ,, fingri, svo og teiknistofu land- búnaðarins, heldur hafk þeir einn ig yélainnflytjenduma til þess að ' ráðleggja sér. Og þessir vélainn- flytjendur hafa yfir að ráða tals- verðri tækniþekkingu frá þeim fyrirtækjum, sem þeir selja fyrir. Ýmis konar verkfæri og véiar em beinlínis prófuð fyrir bænd- uma af opinbemm aðilum, eins og þið vitið. Erfiðara er aftur á móti þeg- ar' um er að ræða algjörar nýj- ungar eins og grasmjölsfram- leiðslu, sveppaframleiðslu, loð- dýrarækt og fiskirækt Þá er venju lega reynt að senda menn til út- landa og setja þá þar í kennslu og verknám. Á þessum sviðum er þess vegna undirbúningurinn Skortur rannsókna í skipabyggingum. Næst komum við að sjávarút- veginum. Þar mundum við flestir halda að þekkingin væri mest og útbreiddust. Við skulum byrja á skipunum. Til skamms tíma hefur það sjónarmið verið ríkj- andi, að sá sem hefur ætlað að láta byggja skip, hefur fyrst og fremst miðað framkvæmdina við skipið sjálft. Hann hefur látið teikna fyrir sig fallegt skip, nógu stórt, nógu vélamikið o. s. frv. Að því gjörðu hefur hann talið mikinn hluta vandamálsins leyst- an, hafi hann fengið gott sjóskip, og skip sem sjómennimir væru ánægðir með. Að mínu hyggju- viti er með þessu byrjað á öf- ugum enda. Það ætti auðvitað að byrja á þvi að huga að því hvaða afurð eigi að framleiða. Afurðin sem á að framleiða. ákveður hvers konar fisk menn vilja fá til vinnslu, g líka í hvemig ástandi fiskurinn á að verá. Á að landa fiski daglega, eða geyma hann? Miðað við það að geyma, þarf auðvitað að miða skipið við það, að það geti geymt fisk. Eigi skipið ir og bátarnir reynzt lifshættu- legir og af þessu hlotizt mikið tjón. Komum með annað dæmi, sem hefur verið miklu stórköst- legra, en það eru seinustu tog- ararnir sem smíðaðir voru. Ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef um alllangan tíma verið á móti byggingu nýrra togara í stórum stíl. Ég hefi álitið að við ættum að halda okkur við það, að byggja aðeins togara til reynslu eða prófunar, og halda áfram að byggja þannig, þangað til úr því væri skorið, að við hefðum fengið togara, sem væru hentugir til veiða og hentugir í rekstri. Einhver mestu mis- tök, sem hafa orðið hér í efna- hagsmálum, eru kaupin á síðustu togurunum frá Þýzkalandi. Það, sem gerðist, var það, að teiknuð voru falleg og mikil skip, að mestu sniðin eftir fyrirstríðs tog- urunum, nema hvað þeir voru stærri náttúrlega, og vélar allar nýjar og fullkomnar. En í höfuð- atriðum var það þannig, að hugs að var að þeir skyldu afla á sama hátt og hafði verið aflað á flest- um togurum Islendinga allt til þessa dag. Þeim var ætlað að vera liður i úreltri framleiðslu. Togararnir voru pantaðir 1959, á tímabilinu milli vinstri stjórn- arinnar og viðreisnarstjórnarinn- ar. Mótstaðan gegn vitleysunni var veikust þá stundina. Þessar framkvæmdir hafa kostað þjóð- ina ekki tugi milljóna, heldur lík- lega hundruð milljóna í tjóni. Skipin voru í rauninni úrelt áður en að þau komu til landsins. Vanskilin hjá eigendum aðeins tveggja skipanna, við ríkið, námu um seinustu áramót 38 milljónum króna. Fyrir tapið á þessum fáu togurum hefði mátt byggja Þessi skuttogari á um Ieið að vera hafrannsóknarskip. Það er því að rofa til í þessum málum. Þegar litið er yfir fiskiskipa- flotann, flota skipanna bæði smárra og stórra, og skipin borin saman, bæði um stærð, sjóhæfni, Dr. Benjamín Eiríksson öryggi, burðarþol, rekstrarhag- kvæmni o. s. frv., þá sjáum við alveg gífurlegan mun á þeim. Það hlýtur að vera hægt að gera eitt- hvað til þess að koma í veg fyrir að lökustu tegundirnar séu nokkru sinni keyptar til landsins, jafnvel þó að bátarnir séu falleg- ir og hafi kröftugar vélar. Það um frá Tæknideild Sölumiðstöð^ ar hraðfrystihúsanna eða Tækni- deild Sambands Islenzkra Sam- vinnufélaga. Báðir hafa yfir að ráða allmikilli sérfræðiþekkingu og mikilli reynslu í þessum mál- um. Nýjum framkvæmdum er því yfirleitt hagað skynsamlega, og þær undirbúnar á viðunandi hátt. Og margt af því sem gagnrýnt er byggist * því, að menn hafa ófull kominn skilning á aðstöðu hans. Það er ekki alls staðar hægt að koma við beztu stærð á frysti- húsi. Frystihúsin verða að fara eftir aflamagninu sem fæst á land og legu staðarins, og þeim mann- afla, sem er til að reka húsið. Það verður því oftast að miða eitt hvað fyrir neðan hið æskilegasta I fáum greinum mun um að ræða jafn staðgóðan undirbúning og staðgóða þekkingu, þegar lagt er í framkvæmdir, eins og í frysti- iðnaðinum. Það er öllu lakara þegar við komum að skreiðinni og salt- fiskinum. Menn hafa miðað skreið arframleiðsluna svo að segja ein göngu við allra lægsta framleiðslu kostnað. Skreiðin er verkuð úti. Og í skreiðina fer yfirleitt lak- asti fiskurinn. Þó eru til menn, sem segja, að það eigi að verka skreiðina undir þaki og að það væri hægt án þess að um risavax- inn kostnað þyrfti að vera. Eigi að síður' hefur ekki verið lagt út í þetta, og mér er sagt, að það sé fyrst og fremst vegna þess, að þó að þetta væri gert, myndi aldrei fást fyrsta flokks skreið, vegna þess að ekki er um að ræða fyrsta flokks hrávöru. Um saltfiskinn gildir ekki ósvip- uðu máli. Saltfiskverkun allri hefur stórhrakað þegar miðað er við lokaafurðina. Saltfiskur fs- Reynsla af undirbúningi atvinnu að langmestu leyti fólginn í þvi að senda menn til útlanda og láta þá flytja heim með sér tækniþekk inguna. Dálítið er lfka um það, áð menn fái sérfróða útlendinga til að koma til landsins, og vinna að þvf að setja upp fyrirtæki. Allt er þetta fremur áhættusamt og oft undir hælinn lagt hvort fullur árangur næst. Á sviðum sem þessum þar sem ekki er um sér staklega erfiða ..ekniþekkingu að ræða veltur venjulega mest á fjáröfluninni. Sé fjármagn til stað ar, þá er venjulega hægt að afla hinnar nauðsynlegu tækniþekk- ingar . I sambandi við nýjungar á sviði landbúnaðarins er áberandi hvað okkur vantar undirstöðu- þekkingu á náttúru landsins. Það er langt frá þvf að mönnum sé fullljóst hvaða jurtir og tré geta vaxið við hin ýmsu skilyrði hér á landi. Ennfremur er augljóst að menn vita í rauninni lftið hvemig landbúnaður myndi lfta út, ef búið væri að koma aðstæðum hans í betra I :f með landgræðslu, landþurrkun og skógrækt. Þá er ennfremur ekki vitað hvað hægt væri að ger með því að flytja inn hinar réttu nytjajurtir. En þær verða aðeins fluttar inn, að farið verði út um heim og þær leitaðar uppi. Það er alls ekki útjlakað að til séu harðgerar plöntur, sem hafa mætti eitthvert gagn af, og sem nota mætti til að rækta upp mikinn hluta Is- lands, það er að segja, klæða það gróðri. Það væri of mikið að segja rækta það. ,«n«“ 4 < að koma inn á hverjum degi, þá þarf að miða bæði skipið og stað- setningu vinnslutækjanna í landi við það. I rauninni er það breyt- ingin á lokaaðferðinni, sem veld- ur því að togararair eru orðnir úreltir, frekar heldur en að þeir veiði ekki. Þeir henta ekki til veiða, vegna þess að veiðamar miðast nú við annað — aðra loka afurð en áður. Ég held að togar- amir henti eins vel til sjálfra veiðanna eins og þeir hafa alltaf gert. Það, sem er orðið breytt, er það að það á að miða veiðiskap- inn við alla aðra afurð heldur en togaramir eru miðaðir við. Tog- ararnir eru meðfram flutninga- skip. Það sem okkur vantar nú eru ekki flutningaskip, heldur veiðiskip, sem geti skilað aflan- um skjótt að landi. Mikill hluti fiskaflans fer nú til hraðfryst- ingar, og þess vegna þarf hann að vera sem ferskastur. I sambandi við skipabyggingar i«fir það venjulega verið látið nægja, að koma með fallegar og góðar teikningar. Rannsóknir á skipum hafa verið litlar eða eng- ar. Við höfum dæmi um það að hér hafa verit smiðaðir bátar eftir sömu teikningunni allmarg- tilraunastöð fyrir skip og veiðar- færi. Þessi dapra reynsla af skipa- smíðum og fiskiskipabyggingum á grundvelli allsendis ófullkom- ins undirbúnings, hefur orðið til þess að menn hafa nú seinustu árin að minnsta kosti, unnið kappsamlega að því að leita að nýjum skipategundum. Nú mun vera langt komið undirbúningi að því að láta smíða tvo báta með algjörlega ný sjónarmið fyrir augum. Bátana á að miða við það að afurðin sem á að framleiða eigi að vera frystur fiskur. Ennfremur á að miða við það að frystihúsin geti unnið sem jafnast og sem mest að deg- inum. Til að geyma fiskinn, á að útbúa kælikerfi, þannig að hægt sé að geyma hann ferskan í kældum sjó. Þessi tækni er ný- leg og hefur þurft mikinn undir- búning að rannsaka hana. En þessar framkvæmdir á að binda við eitt eða tvö skip, til þess að fá reynslu á tveimur misstór- um skipum. Þetta verður að telja hina réttu aðferð. Á sviði togar- anna stendur þróunin ekki heldur kyrr. Þar á að fara af stað með nýjan skuttogara í fyrsta er ekki nóg að væntanlegur eig- andi hafi góða teikningu. Þó að hann hafi fengið vilyrði frá skipa- skoðunarstjóra um að hann skuli samþykkja teikninguna, ekki ein hvem tíma, heldur fljótt, og lof- orð um það, að Fiskveiðisjóður skuli lána honum út á skipið, þeg ar það er byggt. Allt er þetta gott en engan veginn nóg. Það sem gildir er hentugleiki skipsins til framleiðslu, miðað við Iokaafurð- ina, sem allt veltur á. 1 rauninni vantar sjávarútveginn tæknistofn un, sem Væri ekki lakar útbúin, heldur en teiknistofa landbúnaðar ins á sínu sviði. Frystiiðnaðurinn. Ég kem þá að fiskiðnaðinum. Það er enginn vafi á, hvað sem svo segja má um frystiiðnaðinn, þá er hann okkar fullkomnasti og bezti iðnaður: Og þó svo að sumir okkar eigi orðaskipti við frystihúsaeigendurna út af ýms- um málum og þau þá ekki alltaf hlýleg, þá er það ekki af því að við kunnum ekki að meta það sem þeir hafa vel gert. Þegar at- vinnurekandinn á þessu sviði ætl ar að hefja framkvæmdir, þá lenzkur er lakari en hann Var. Þetta stafar af þrennu: hráefni er lakara, mikið af annars flokks fiski er látinn í salt. I öðru lagi eru verkunaraðferðimar aðrar. Nú er fiskurinn þurrkaður inni við blástur. I þriðja lagi vantar að tækniþekkingunni sé sinnt. Engin stofnun er til, sem lætur í té tækniþekkingu handa þeim atvinnurekenda sem vill hefja framkvæmdir á þessu sviði, nema þá helzt vélsmiðjurnar. Ég held mér sé líka óhætt að segja, að það mun ekki til ein einasta ís- lenzk kennslubók um verkun á fiski. I Noregi mun vera til deild eða skrifstofa sem gefur mönnum tæknilegar upplýsingar um það, hvernig eigi að setja upp salt- fiskverkunarstöð. Er við komum að sildar- og fiskimjölsverksmiðjunum þá byggjast framkvæmdir þar aðal- lega á áætlunum, sem gerðar eru af vélsmiðjunum er leggja til tæk in: Ofna, þurrkara, sjóðara, skil- vindur, kvarnir o.s.frv.. Það er ágætt að tæknifróðir menn leggi til tækin, en hins vegar vantar prófun á þessum tækjum. Þeir, sem leggja út í framkvæmdir á þessu sviði, t.d. láta byggja si’d- arverksmiðju, hafa engan sem þeir geta snúið sér til sem geti gert úttekt eða prófanir fyrir þeirra hönd. Gera tækin það sem þau eiga að gera? Það vill brenna við að eigendurnir uppgötvi, þegar vinnslutímabilinu er lokið, þá hafi þeir fengið miklu minni afurðir út úr síldinni eða fisk- inum heldur en þeir áttu að fá Eftir Dr. Benjamín Eiríksson sipn- byggir hann venjulega á, áætlun-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.