Vísir - 31.03.1965, Síða 8
8
V í S I R . Mifivikudagur 31. marz 1968,
\
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
A.ðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
£ lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis - Edda h.f.
Þeir vilja ófriö og upplausn
þjóðviljinn talar mikið um einhug verkalýðshreyf-
ingarinnar í kjaramálunum, og væntir þess að hún
standi fast saman um nýjar kröfur. Það er vitaskuld
ofur eðlilegt að verkafólk vilji fá vinnu sína sem bezt
greidda, og það hefur lengst af reynzt fremur auðvelt
að fá fólk til að standa saman um slíkar kröfur. Til
þess þarf enga kommúnista. Þvert á móti væri ein-
ing verkalýðsins hér meiri en hún er, ef þeir hefðu
ekki sundrað honum.
Umhyggja sú, sem kommúnistar þykjast bera
fyrir hag verkalýðsins hefur alls staðar reynzt blekk-
ing. Þar sem þeir hafa náð völdum eru lífskjör verka-
fólks miklu lakari en í lýðræðisríkjunum. Þegar svo
er komið er ekki lengur talað um verkföll eða kröfur
um hækkað kaup. Þeir sem leyfðu sér að hvetja til
slíkra aðgerða, yrðu fljótlega gerðir höfðinu styttri
eða látnir hverfa til einhvers staðar þar sem þeir væru
ekki að þvælast fyrir valdhöfunum. Verkalýðsbarátta
kommúnista er því aðeins liður í sókn þeirra til valda,
en fái þeir þau, skammta þeir launin eftir eigin geð-
þótta.
Vel má vera að margir hér á íslandi hugsi sem
svo: Það er gott að nota kommúnista til þess að knýja
fram kauphækkanir. Þeir komast hér aldrei til valda,
og því stafar engin hætta af þeim. Það er rétt, að þeir
komast hér aldrei til valda með þeim hætti, að þeir
nái löglegum meirihluta í frjálsum kosningum, en
það hafa þeir heldur hvergi gert í heiminum. Þeir
hafa alls staðar verið í miklum minnihluta þar sem
þeir komust til valda, og eru það áfram, þótt þeir
haldi völdunum með svikum og kosningafalsi, að
ógleymdu hervaldinu.
En hefur íslenzk alþýða grætt á því að láta
kommúnista teyma sig út í verkföll og vinnudeilur?
Töpuðu ekki allir á verkföllunum miklu 1955? Erum
við ekki enn þann dag í dag að súpa seyðið af þeim
ólánsaðgerðum? Það eru fyrst og fremst kommúnist-
ar, sem hafa haft forustuna um að magna sem mest
kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags, og þeim
virðist aldrei þykja nóg að gert í því efni, þótt þeir
í blekkingarskyni séu að fordæma verðbólguna og
kenna öðrum um þá þróun.
í þeim samningum, sem nú eru framundan, ríður
allt á því fyrir afkomu almennings, að skemmdar-
ölf kommúnista verði þar sem minnstu ráðandi. Inn-
an verklýðssamtakanna er nóg af réttsýnum og á-
byrgum mönnum, til þess að skynsamlegum samning-
um verði náð, ef þeim, sem vísvitandi vilja spilla fyrir
verður haldið utan við samningsgerðina.
Það er kunnugt, að svæsnustu kommúnistum,
t. d. við Þjóðviljann, var ekkert um Júnísamkomu-
lagið í fyrra, þótt þeir hefðu ekki bolmagn til að
koma í veg fyrir það. Slíkír menn vilja aldrei sam-
komulag, sem því nafni má nefna. Þeir vilja ófrið
og upplausn, og þeir eru sama sinnis enn.
Mannréttindin og Suður-Afríka:
1 grein hér í blaðinu í fyrri
viku var m.a. skýrt frá því, að
valdhafarnir í Suður-Afríku
hefðu unnið kerfisbundið að því
að viðhalda völdunum og sér-
réttindaaðstöðunni og beittu
meirihlutann harðrétti og kúgun
á öllum sviðum.
Með löggjöf er að þessu unn
ið markvisst. Enginn Afríku-
maður hefur leyfi til þess að
verða sér úti um eignarréttindi
í landareign neins staðar í Suð
ur-Afríku. Og í Hvítri bók stjórn
arvaldanna er þess getið, að
það sé heldur ekki ætlun núver
andi ríkisstjórnar að gefa Afr-
íkumönnum nokkru sinni slíkan
rétt, ekki einu sinni á sérsvæð
um þeirra.
Dauðarefsing liggur við því
að hafa uppi áróður gegn stjórn
arvöidunum eða gera verkfall
í þeim tilgangi að fá laun hækk-
uð og vinnuskilyrði bætt. Og
þess má geta að sú regla gildir
að handtekinn maður verður að
sanna að hann sé ekki sekur.
Ennfremur eru í lögum ákvæði
þess efnis, að lögreglan (dóm-
ari þarf ekki að koma til) getur
úrskurðað mann í 90 daga fang
elsi án þess að tilgreint sé sak
arefni. — Á þessu tímabili fær
hinn fangelsaði ekki að hafa
samband við ættingja eða verj-
anda. Og fangelsisvistina má
framlengja um 90 daga, þegar
áðurgreindu tímabili lýkur.
Hvítir menn í Suður-Afríku
sem ii'u tæplega 20 af hundraði
þjóðarinnar eiga 82 af hundraði
landareigna og þessar jarðir eru
yfirleitt þær beztu. Arðinum af
þjóðarframleiðslunni er mjög ó-
jafnt skipt. Þannig kemur í hlut
þeirra hvítu 70 af hundraði arðs
ins. Á sama tíma er hlutur Afr-
íkumanna mjög bágborinn.
Meirihluti þeirra þjáist af nær-
ingarskorti, enda laun þeirra af-
ar lág, og atvinnuleysi hrjáir
marga. Af þessum sökum er
heilsufarsástand Afríkumanna
vægast sagt mjög lélegt.
Barnadauði meðal blökku-
manna í Suður-Afríku er einn
sá mesti í heiminum. Sumsstað-
ar í landinu deyja allt að 200-
300 börn af hverjum 1000, áður
en þau ná eins árs aldri. Helm-
ingur af öllum börnum deyr áð
ur en þau ná 16 ára aldri. Hlið
stæðar dánartölur hvítra barna
í Suður-Afríku eru 27 börn af
hverjum þúsund og er það með
því lægsta, sem þekkist í heim-
inum. Meðalaldur Afríkumanna
er 37-42 ár, en hvítra 67-72 ár.
SÉRSVÆÐIN
Fyrr í þessari grein var
minnzt á sérsvæði Afríkumanna
En eitt mikilvægasta atriðið í
sambandi við aðskilnaðarstefnu
þjóðemissinna í Suður-Afríku
er að koma á fót sérsvæðum,
þar sem einungis ákveðnum
þjóðflokkum er ætlað að búa.
Gert er ráð fyrir að þessi sér-
svæði verði að stærð 1/7 hluti
landsins. Innan þessara sér-
svæða eiga að starfa „sjálfs-
stjómarríki.“
Eins og er búa aðeins 2/5
þeirra Afríkumanna, sem eiga
að byggja sérsvæðin, á sér-
svæðunum, en meirihluti hinna
hefur lítil tengsl við þau. Eitt
þessara „sjálfstjórnarríkja",
Transkei er þegar stofnsett.
Suður-Afríkunefnd Sþ hefur \
látið i ljós álit sitt á þessum á-
formum stjómarvaldanna.
Nefndin segir m.a„ að þessi á-
kvörðun sé tekin af ríkisstjóm
sem Afríkumenn eigi ekki neina
aðild að, og sé gerð til þess að
aðskilja kynþættina og til þess
að taka af Afríkumönnum öll
réttindi þeirra á 6/7 hlutum
landsins gegn loforðum um sjálf
stjóm á nokkrum dreifðum sér
svæðum. Til þessa hafi verið
stofnað þrátt fyrir mótmæli leið
toga Afríkumanna. „Sjálfstjórn“
Afrikumanna í Transkei sé mjög
takmörkuð á flestan hátt. Stofn
un „sjálfstjórnarríkjanna“ hafi
það takmark m.a. að koma að
nýju á ætjbálkakerfinu, gegn
óskum Afríkumanna og sé það
liður valdhafanna í baráttunni
gegn jafnrétti. Sérsvæðin séu
snauð af hráefnum og þar finn-
ist tæplega iðnaður. Efnahagslíf
þeirra byggist a^allega á útflutn
ingi vinnuafls til „hvítra svæða“
Transkei geti ekki einu sinni
staðið undir þeim kostnaði, sem
af „þinginu" og „stjórnarráð-
inu“ leiði.
Því má skjóta hér inn í, að í
Mbl. i fyrra var viðtal við norsk
an trúboða, sem starfað hefur
í 18 ár í Suður-Afríku. Hann
lét þessi orð falla: „Um 30%
bantunegranna búa á svæðum,
sem aðeins eru ætluð þeldökk-
um, 40% búa í borgum og 30%
í sveitum innan um hvíta menn
Sýna þessar prósentutölur Ijós
lega hve stefna S.-Afríkustjórn-
ar um að reka alla blökkumenn
inn á áðurnefnd svæði, er fjar
stæðukennd. Þar búa eins marg
ir og fyrir komast.“
I lokaorðum Suður-Afríku-
nefndar Sþ segir: „Að öllu at-
huguðu verður að telja að „sjálf
stjómarríkin“ séu stofnuð f því
skyni:
Að efla einræði hvítra manna í
Suður-Afrfku með því að
styrkja stöðu ættbálka-höfð-
ingja.
Að kljúfa Afríkumenn f fylking
ar með því að bjóða takmörk
uðum hluta þeirra ýmsar stöð
ur og hlunnindi.
Að blekkja almenning annarra
landa.“
E. H.