Vísir - 31.03.1965, Page 16
Miðvikudagur 31. marz 1965.
Forsætisráð-
herra á
fulltráa-
ráðsfuadi
í kvöld kl. 8.30
efnir fulltrúaráð
Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykja-
vik til fundar í
Sjálfstæðishús-
inu, þar sem
kosnir verða full
trúar í flokks-
ráð og á Iands-
fund Sjálfstæðisflokksins^ sem
haldinn verður í Reykjavík dag-
ana 22.-25. april n.k. Að kosn-
ihgu lokinni mun dr. Bjami
Benediktsson forsætisráðherra
flytja ræðu.
Meðlimir fulltrúaráðsins eru
hvattir til að fjölmenna á fund-
inn og minntir á, að sýna ber
skfrteini við innganginn.
Mynd þessi er tekin í Séyðisfirði í gær. ísinn Iá inn allan fjörðinn og stóð á grynningum innst I botninum. Myndin er tekin norðanmegin i
firðinum og sést kaupstaðurinn, sem stendur sunnanmegin við fjörðinn.
Senn skortir vörur á Austfjörðum vegnu íssins
■— Frásögn blaðamanns VÍSIS
Visir flaug austur á firði til þess
að kanna ísinn á fjörðunum, en
ur í morgun við N.- og A.-land.
Aðfaranótt sl. sunnudags
fylltist Seyðisfjörður af ís, þannig
að útilokað er með öllu að sigla
þangað inn eins og stendur. Vind-
urinn hafði staðið út fjörðinn fram
að þeim tíma meðan ísinn lónaði
fyrir utan, en sunnudagsnóttina
breytti skyndilega um vindátt og
sunnudagsmorguninn, þegar íbúar
Seyðisfjarðar vöknuðu blasti við
þeim sjón, sem ekki hefur getið
að sjá í Seyðisfirði siðan 1918,
frostaveturinn mikla. Að vísu kom
nokkur is í fjörðinn 1944. Þá lón-
uðu nokkrir borgarisjakar inn
fjörðinn, en þeir höfðu engin áhrif
á siglingar í firðinum. Engir erfið-
leikar hafa hlotizt vegna íssins enn
í Seyðisfirði. Allir bátar hafa ver-
ið settir upp til að forða þeim
frá skemmdum.
Ef ísinn verður eitthvað til fram-
búðar í firðinum má búast við að
allur aðdráttur þangað verði erfið-
ur, en eina samband Seyðisfjarðar
við umheiminn er með snjóbfl yfir
Fjarðarheiðina, en hún er lokuð
venjulegum bifreiðum mestallan vet
urinn. Undirlendi í firðinum er það
lítið að engin kostur er á að fljúga
þangað.
Á Seyðisfirði er nú mikið um
framkvæmdir fyrir næstu síldarver-
tfð. Verði ísinn til frambúðar má
búast við að þær framkvæmdir
tefjist, sem því nemur, sem ísiim
verður í firðinum. Þær framkvæmd
ir, sem mest hætta er á að tefj-
ist er bygging á nýrri sfldarverk-
smiðju og, stækkun á Sfldarverk-
smiðju rfkisins.
ÍSINN 1 MORGUN
1 morgun var kyrrt veður á N.-
Framhald á bls. 4
KOMINFLÚENZAN í HÚNAÞING
MEÐ KÓR FRÁ SAUÐARKRÓKI?
Og til Sauðárkróks með frönskum manni? ,ð'1 sf'a™',eE” h"“6
..aiiduc V/iaiA
Samsöngur kórs frá Sauðár-
króki, sem kom í heimsókn til
Blönduóss fyrir hálfum mánuði,
virðist vera orsök þess að mjög
smitandi inflúenza hefur breiðzt
út í Húnavatnssýslu. Eftir söng-
skemmtunina, sem var mjög
fjölsótt, fór þegar að bera á
sjúkdómi þessum. Fékk fólk
hita, beinverki, sáran hósta og
slæman höfuðverk.
®--------------------------—■?>
Sigla sömu leið
og Kólumkilli
Síðdegis I dag heldur Wallace
Clark fyrirlestur í I. kennslustofu
Háskólans á vegum Angliu.
Clark er einn af fremstu sigl-
ingamönnum írlands og kemur úr
fyrirlestraferð um Kanada og
Bandaríkin þar sem hann hélt sex
fyrirlestra um kristniboðsferð
munksins Columba, frá London-
derry í Norður-lrlandi til Iona i
Skotlandi árið 563. Columba, sem
íslendingar kannast betur við und-
ir nafninu Kólumkilli, var síðar tek-
Framh. á bls. 4
Verst Iagðist plágan á tvo
hreppa, Sveinsstaðahrepp og Ás
hrepp, en þar liggja heilu fjöl-
skyldurnar í rúminu og horfir
þar víða til vandræða með
skepnuhöld, því fólk vantar til
að annast þær.
Grunur leikur á að veiki þessi
hafi borizt með frönskum
manni til Norðurlands, en land-
læknir segir að í bréfi frá Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnuninni
sé sagt að slíkur faraldur gangi
vfða erlendis. Kallar landlæknir
faraldur þennan inflúenzukennd
an faraldur, en verið er að gera
rannsóknir á sýnishornum, sem
tekin hafa verið af sjúklingum
í Húnavatnssýslu, á rannsókna-
stofunni á Keldum, til að ganga
úr skugga um hvort hér sé um
að ræða einhverja tegund af in-
flúenzu.
Þess skal getið, að veiki þessi
er alls ekki mannskæð. Hins
vegar er alltaf sá möguleiki
fyrir hendi á bæjum nyrðra, þar
sem enginn fæst til skepnuhirð-
ingar, að bændur fari óvarlega
við stcrf og verði illa veikir af
þeim sökum.
í útvarpinu í gær mátti heyra
orðsendingar frá Húnavökunni,
hinni árlegu skemmtun þeirra
Húnvetninga, þeirra sæluviku,
og þess á milli orðsendingu frá
héraðslækninum á Blönduósi,
sem varaði við öllum mannfagn
trygga ástands í heilbrigðismál-
um.
„Við byrjuðum í gær með
Húnavökuna“, sagði Kristófer
Kristjánsson, formaður Ung-
mennasambands Austur-Húna-
vatnssýslu í viðtali við Vísi í
morgun. „Það var ágæt aðsókn
í gær, nær fullt hús á húsbænda
vökunni og virðist lasleikinn
Framh. á bls. 4
STÓRIÐJA OG ER-
LENT FJÁRMAGN
Stúdentafélag Reykjavíkur og
Stúdentaráð Háskólans munu efna
til fundar að Hótel Borg kl. 8,15
annað kvöld, og verður stóriðja og
erlent fjármagn á Islandi til um-
ræðu.
Ritstjórarnir Eyjólfur Konráð
Jónsson og Magnús Kjartansson
flytja framsöguerindi, en á eftir
verða frjálsar umræður. Fundar-
stjóri verður Gunnar G. Schram,
ritstjóri. Búast má við að háskóla-
menn fjölmenni á fund þennan, þar
eð þessi mál ber hátt í dag og lík-
legt að þau verði enn ofar á baugi
á næstunni.
öllum er heimill aðgangur með-
an húsrúm leyfir.